Ísafold - 23.07.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 23.07.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða l^dollar; borg- ist fyrir rniSjan júlí eileníis fyrirfram. Lausasala 5 a.eint. ISAFOLD Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só tii útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Ólafur Björnsson. Talsími 48. XXXX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 23 júlí 1913 59. tölublað I. O. O F. 947189. Alpýðufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9. Augnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daea 10—3 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Langav. 11 kl. 12—8 og 5—7 Eyrna- nef- halslækn. ók. PÓ8th.str. UA fld. 2-8 tslandsbanki opinn 10—2'/t og B'/i—7. K.P.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd.—10 siðd. Alm. fundir fld. og sd. 8l/t sidd. Landakotskirkja. Guðsþj. 8 og 6 a helgum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankiun 11-2'/!, B»/t—6»/t. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—S og 5-8. Útlán 1—8. Landsbúnaoarfélagsskrifstofan opin fra 12—2 Landsféhirðir 10—2 og 5—6. Landsskialasafnið hvern virkan dag kl. 12—2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str.28 þd.og fsd. 12—1 Náttúrugripasafnið opið l*/t—21/! & snnnud. Samábyrgð Islands 10-12 og 4—6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavikur Pósth.8 opinn daglangt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14Bmd. 11—12 Vlfilstaðahælið. Heicnsóki.j.rtlmi 12—1 Þjóðmenjasafnið opið á hverjum degi 12—2. Nýja Bíó í kvöld og næstu kvöld: Óíumpíuleikarnir 1912 í Sfokkfyóími. Jlííf ungra síúíkna. Gamansamt æfintýri. Aðalhlutverkið leikur: Carl Alstrup. ^Aukreitis: Baíkan sfríðið. Nýjar myndir frá Balkan, teknar með stjörnukíkis-objektivi. Byrjar kl. 9 síðdegis. Húsið opnað kl. 8y2. — Sími 344. Sigfús Blöndahl Rödingsmarkt 57, Hambnrg 11. lnn- & útflutningsverzlun. Umboðsverzlun. Allar íslenzkar vörur seldar hæsta verði. Símnefni: Blöndahl. — Hambnrg. Ofna og eldavélar selur Kristján Porgrímsson. Erl. simfregnir. Khöfn 22. júli 1913 Tyrkir sækja í sig veðrið. — Tyrkjaher kominn að Adrianópel. Búlgarar yfir- geflð bæinn. Enn flytur síminn ný og óvænt tíðindi af hinum nýja Balkanófriði. Tyrkir aftur komnir á kreik og ætla nú að ná Adrianópel aftur úr hönd- um Búlgaral Og horfur á að tak- ast muni, úr þvi Búlgarar hafa yfir- gefið bæinn. Síðustu ensk blöð (til 17. júlí) geta þess, að Tyrkir séu þá komnir með her sinn yfir hin tilskildu landamæri Enos—Midía, en jafnframt segja þau, að Tyrkir hafi látið eindregið í ljósi, að þær tiltektir séu eigi ætlaðar til annars en að verja þau landamæri. Hvað hæft heíir verið í þeim full- yrðingum — er þetta nýja símskeyti ljósastur vottur um. Ekkert líklegra en að næsta sím- skeyti segi frá töku Adríanópel af Tyrkja hálful Hvernig getum vér orðið sjálfstæð þjóð? Eftir Guðm. Hannesson. III. F«rz/««í«erannarundirstöðusteinn- inn. Hún hefir lengst af verið í hönd- um útlendinga, sem rakað hafa öllu sínu gróðafé til útlanda, og meðan það háttalag helzt er ekki von að vér verðum efnaðir. Þetta er óðum að breytast, án þess að löggjöfin hafi átt verulegan þátt í því. Þó Danir séu ágætis kaupmenn, en oss láti kaupmenskan miður vel, hefir mestur hluti verzlunarinnar gengið úr greip- um þeirra. Framan af voru þeir einir um hituna. Um síðustu aldamótin voru 6o°/0 af vörum vorum fluttar frá Danmörku, en 1911 tapur priðj- ungur. Eg held að engum geti dul- ist það, sem litur í verzlunarskýrsl ur vorar, að verzlun Dana hér á landi er að hverfa, og þess verður ekhi langt að bíða, að danski ýáninn á islenzkri búð er áreiðanlegt feigðar- mark. Samfara því sem danska verzl- unin hefir rýrnað fjölga innlendar verzlanir. 1911 eru þær orðnar 377, þó flestar séu smáar, en dönsku verzl- anirnar að eins 46. Sumar innlendu verzlanirnar eru þó upprunalega dansk- ar, en eigendur þeirra hafa sezt hér að og gjörzt góðir íslendingar, sem oss er beinn styrkur að. Þeir hafa meðal annars verið fremstir í flokki að efla botnvörpuútveginn, og þekt hefi eg þá íslenzka Dani, sem gera oss skömm til hvað föðurlandsást og þjóðrækni snertir. Líklega er verzlunin jafnvel qrðin íslenzkari en sjá má af skýrslunum um aðfluttar vörur. Mikill hluti hennar gengur nú í gegnum hendur íslenzkra umboðsmanna, sem eria bú- settir hér, og samgöngumar valda því, að meiri vörur fara yfir Dan- mörku en annars mundi. Eg get ekki betur séð en að verzl- unin sé sjálfkrafa að verða alíslenzk. Það þarf Iíklega engar sérstakar ráð- stafanir til þess. Nokkuð ætti þó þingið að geta flýtt fyrir málinu. Samgöngur vorar hafa verið mjög bundnar við Höfn, og fullyrt er, að verzluninni sé það óhagur. Þessu mætti breyta og láta þær fylgjast betur með því sem verzl- unarþörfin krefur. Vonandi er að íslenzka eimskipafélagið geti stuðlað að þessu. Þá hefir mér oft fundist að lands- stjórnin gæti á ymsan hátt hlynt að þeim verzlununum, sem eru hvað íslenzkastar allra: Samvinnukaupfé- lögum vorum. Þau hafa að ýmsu leyti átt erfitt uppdráttar. Stundum hefir skipulag þeirra verið miður gott. Sum hafa lent í höndum misjafnra braskara, sem hafa notað þau fyrir féþúfu og sett þau á hausinn. Það ætti hvorki að vera löggjöfinni of- vaxið né óskylt að setja einhverjar skorður fyrir þessum misfellum og koma félögunum þannig inn á heil- brigðari braut, að svo miklu leyti, sem þess gerist þörf. Full reynsla er fengin fyrir því í útlöndum að kaupfélög þrífast ágætlega og eru heilbrigð verzlun, ef stjórn þeirra og skipulag er í góðu lagi. A þenna hátt mætti efla alinnlenda verzlun og firra alþýðu tjóni, sem annars vofir sífelt yfir höfði hennar. Félög- in ættu og eitthvað gott skilið fyrir það, að einmitt frá þeim hafa kom- ið ýmsar framfnrir í verzlun, flutn- ingur lifandi fjár að mestu leyti, bygging sláturhúsa, endurbætt kjöt- verkun o. fl., sem kaupmenn hafa látið vera, þó þeir hafi bæði haft meiri verzluuarþekkingu og meira fé til umráða. Fleira má að sjálfsögðu telja. — Þingsins er að sjá um að öll verzl- unarlöggjöf sé hentug og hagkvæm, að auðvek sé að innheimta skuldir, að sem fæst séu fylgsnin fyrir óráð- vanda braskara og fjárglæframenn til þess að smjúga niður í. En hvað sem þessu líður þá er- um vér á beinni sjálfstæðisbraut, hvað verzlunina snertir. Verzlunarfróðir menn gætu líklega sagt með sæmi- legri vissu nvenær verzlun vor er orðin alíslenzk, og þess verður tæp- ast afarlangt að biða. En hverjum er svo þessi mikla breyting að þakka, einstökum mönn- um eða landsstjórninni ? Að mestu leyti atorku og vaxandi þekking ís- lenzkra kaupmanna og kaupfélaga, en að nokkru leyti þinginu, sem reynt hefir að greiða fyrir samning- um. ¦ P Lárus G. Lúðvígsson. [ Samgöngur mætti nefna sem þriðja meginatriðið. Þingið hefir látið mikið til sín taka um þetta mál og eytt til þess miklu fé, en að mörgu leyti hefir árangurinn orðið lítilfjörlegur. Samgöngurnar innanlands koma lítið þessu máli við, þegar verið er að ræða um sjálfstæði landsins. Þær hafa þó stórum batnað og mikill árangur sýnilegur af miklu fé, sem hefir til þeirra gengið. Það er svo guði fyrir þakkandi að vér komumst Dönum að þakkarlausu milli bæjanna og yfir landið, hvort heldur sem vér förum gangandi, eins og duglega, unga fólkið er farið að gjöra, ríð- andi, akandi eða í þéysivagni. Reynd- nr finst mér það undaríegt að eng- inn skuli hafa fengið þá sannfær- ingu að oss væri þetta ókleift nema með leiðsögn og fulltingi Dana, en eg hefi virkilega ekki orðið þess var. En víst er um það, að þótt ferða- lagið gangi oft skrykkjótt og dýr verði mörg sementstunnan, þegar báið er að flytja hana langar leiðir á hestbaki yfir há fjöll og illfærar ár, þá erum vér sjálýbjarga að pessu leyti. Þetta er vonandi að haldist, en þó getur farið svo, að einnig i þessu atriði verðum vér komnir upp á útlendingana, ef þeir leggja hér járnbrautir eða nota lánsfé til yfir- ráða þeirra. Ef til þessa kæmi þætti mér galli á gjöf Njarðar. Samgöngurnar á sjó hafa líka orðið oss dýrkeyptar, en þrátc fyrir alt það fé sem gengið hefir til þeirra, hafa þær verið og eru enn oss til stórskamm- ar. Jafnyel alt sem gert hefir verið í því máli, eintómt fdlm og kák. Vér höfum ausið hundruðum þús- unda í útlent félag, þó þess séu ná- Iega engin dæmi, að þjóðir styrki útlend félög, án þess vér vissum neitt hversu ferðirnar bæru sig og hvort þessa gerðist þörf. Hvað höf- um vér svo haft upp úr þessu ? Framan af voru farþegar, að minsta kosti á 2 farrými, hundsaðir og ver farið með þá, oft og einatt, en skyn- lausar skepnur. Það get eg borið um af eigin reynd. Eg held að sama hafi flestir orðið að þola, nema betri viðskiftamenn félagsins. Eftir þeim var gengið með grasið í skónum. Jafnvel stjórn og þing hefir látið fé- íag þetta bjóða sér flest sem því sýndist. Þetta hefir að visu stór- kostlega breyzt til batnaðar og sumir skipstjórarnir svo kurteisir og góðir menn, að þeir eru ekki berandi sam- an við fyrirrennara sína. En þvi miður 'get eg ekki séð að þetta sé Sameinaða félaginu að þakka. Eg held að þess innræti sé óbreytt og óbætanlegt. Breytingin kom með samkepninni frá Thorefélaginu og Þórarinn Tulinius hefir framar öll- um komið því kraftaverki til leiðar, sem sjá'rum guði sýndist ómáttugt, Hér í bænum lézt aðfaranótt sunnudagsins Lárus G. Lilðvigsson kaup- maður, eftir langa vanheilsu, krabbameinssjúkdóm, sem hann var búinn að þjást mjög af. Lárus komst nokkuð á sextugs aldur, fæddur 14. ágúst 1860, sonur Lúðvigs steinsmiðs Alexiussonar (lögregluþjóns). Er Lúðvíg enn á lífi i hárri elli. Lárus lærði skósmiði hjá Jacobsen skósmið hinum færeyska, er um langt skeið stundaði þá iðn hér í bæ. Nítján ára að aldri réðst hann í að stofna til sjálfstæðrar vinnustofu, og árið eftir kvæntist hann Málfríði Jónsdóttur frá Skálholtskoti, sem lifir mann siun. Tólf börn eignuðust þau, efnileg og dugandi. Lárus byrjaði með ekkert milli handa, annað en atorku og áreiðan- leik sjálfs sín. En honum reyndist þetta tvent slíkur höfuðstóll, að smátt og smátt varð skósmíðafyrirtæki hans að langmestu skófatnaðarverzl- un og vinnustofu landsins. Lárusi samhent og hvetjandi til framtaks mun og hin kjarkmikla kona haus jafnan hafa verið. — Hin síðustu árin, er heilsuna fór að bresta, tóku elztu synir hans tveir, Lúðvíg og 'Jón, við forstjórn verzlunar og vinnustofu. íslenzk kaupmannastétt er ung og misjafnlega ment. Einkum er mörgum þeirra manna ósýnt um þjóðrækni og hugulsemi um almennar framfarir. En í því efni var Lárus heitinn ólíkur mörgum stéttarbræðr- um sínum, frjálslyndur og þjóðrækinn, íslenzkur í hug og hjarta, og mundu þær hliðar á lundarfari hans þó sjálfsagt enn betur hafa notið sín, ef heilsan hefði reynst betri. Oss er mikið tjón að því, er slíkir menn sem Lárus falla á miðjum aldri. — að siða þennan misjafna lýð á skip- um Sameinaða félagsins. En hvað hefir svo hafst upp úr þessum fjáraustri og flatmagan fyrir Sameinaða félaginu? Eftir sem áður ernm vér algerlega ósjálfbjarga, höf- um engin tæki til þess að komast einu sinni milli hafnanna á landinu, hvað þá heldur til útlanda. Féð er eytt, orðið að reyk, ýmislegt lært af illri dönsku, en annar sjást engin vegsummerkin, á sjó eða landi. En því hefir þetta gengið svo hörmulega á afturfótunum og alt farið í handaskolum? Blátt áfram af því að vér höjum i ýramkvamd- inni fylgt sambandsstefnu. Asninn er ætíð auðþektur á eyrunum og sam- bandsstefnan á því, að hvar sem hún drotnar, verðum vér ósjálfbjarga ræflar. En þetta er áreiðanlega að breyt- ast. Héðanaf attum vér ekki að verja einum eyri til pess að styrkja útlend eimskipafélög. Vér höfum gert það helzt til lengi. Úr þessu ættum vér að sjá, að alt eru villigötur nema sú eina beina leið, að qera samgöng- urnar á sjónum alislenzkar. Það kemst aldrei lag á þetta mál fyr en skýr sjálfstæðisstefna ryður sér til rúms.- Nú stendur til að stofnað verði loksins íslenikt eimskipafélag. Sumir góðir menn og margir lélegir eru efablandnir og halda að þetta fari alt í handaskoium hjá oss og geti aldrei blessast. Eg kippi mér ekki upp við það þó eitthvað beri út af í byrjuninni, um hitt er enginn vafi að þetta er spor í rétta átt, að þessi stefna sigrar og engin önnur. Vér eigum ekki að vera neitt hikandi í þessu máli heldur taka höndum sam- an og krefjast þess skilyrðislaust að ganqa skuli pað fram og ganga vell Ef vér mætum óhöppum og erfið- leikum þá er að taka þeim eins og ótiðinni með jafnaðargeði, en um- fram alt læra af þeim. Ef vér ger- um þetta án þess að koma til hugar að gefast upp þá er ekki neinn mögu- leiki til þess að fyrirtækið mishepn- isr. Reynist stjórn félagsins illa breytum vér um hana, snúist kaup- menn móti félaginu, reynum vér fyrst að uppfylla aliar sanngjarnar kröfur þeirra, komi það fyrir ekki snúumst vér móti peim og mætti svo fara að þdr fengju rauðan belg fyrir gráan. Úr því vér höfum lagt út í þetta þá kemur ekki til tals að hika eða hætta við það, og heldur ekki gera sig ánægðan fyr en alt gengur í bezta lagi. Eg geri ráð fyrir því að félagið sæki um styrk frá alþingi. Þetta kann að vera réttmætt og nauðsyn- iegt í byrjuninni og sjálfsagt ef þing- ið vill þvæla skipunum inn á hverja vik sem skammsýn hreppapólitík óskar eftir, en tii langframa ætti þess ekki að þurfa. • Eg sé ekki annað sanngjarnara, en að flutnings- gjald með skipunum sé svo hátt, að alt geti borið sig, enda mun það og vera svo nú. Þegar frá liður ætti íslenzku skipin að þola alla eðlilega samkepni, en hitt er gott að hafa þing og stjórn að baki sér ef keppi- nautar vilja sýna ójafnað og yfir- gang. Vér erum ekki minni en Borgundarhólmur og sú litla eyja hefir sitt gufuskipafélag, sem staðist hefir með skynsamlegum samtökum alla ásælni Sameinaða félagsins. Það er ekki tiígangur minn að fara að rekja hér allar þær villigötur, sem samgöngumál vor hafa álpast út L Mér sýnist stefnan vera að breytast og einmitt í sjálfstæðisáttina. Eftir svo sem 20 ár ættum vér að vera orðnir algerlega sjálfbjarga í þessu atriði. Og þá hefir risið upp nýr arðsamur atvinnuvegur í landinu, siglingar, þá verður landið hálfu minna einangrað en áður, er fjöldi íslendinga er sífelt í "förum milli landa og getur séð umheiminn með eigin augum. Þá er loksins troðið í eina stórrifuna sem fé vort hefir streymt í gegnum út úr landinu. Hér er mikið og gott verk að vinna fyrir sjálfstæðismenn utan þings og innan. Og það verður áreiðanlega unnið.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.