Ísafold - 03.09.1913, Blaðsíða 4

Ísafold - 03.09.1913, Blaðsíða 4
278 ISAFOLD Allra blaða bezt Allra frétta flest Allra lesin mest ÍSAFOLD Kemur út tvisvar í viku alt árið, 104 blöð alls. Allir, sem vilja fylgjast með i þjóðmálum, halda ísafold, hvaða flokks sem eru. Kaupbætirinn betri sögur en nokkurt annað blað flytur. Kostar aðeins 4 kr. Lang- ódýrasta blað landsins. Ekkert heimili lands- ins má sjálfs sín vegna vera án lsafoidarl — Öllum þeim, er sýndu okkur hluttekningu við fráfall og jarðarför móður okkar, Guð- riínar Simonardðttur, vottum við innilegt hjartans þakklæti. Börn hinnar látnu. Auglýsing. Með skírskotun til laga nr. ii, 22. okt. 1912 sbr. 1. nr. 13, 20. okt 1905, er hérmeð öllum bannað að prenta, ljósmynda eða á annnn hátt eftirmynda þjóðhátíðarmynd Benidikts Gröndals án míns leyfis. Ennfremur að selja slíkar eftirmyndir eða útbýta þeim. Ef á móti er brotið, mun eg tafarlaust beita ákvæðum 1. nr. 13, 20. okt. 1905. Hafnarfirði 1. sept. 1913. Þórður Edilonsson Hér með tilkynnist vinum og vandamönn- um, að mín hjartkæra unnusta, Ólafia V. Kristjánsdóttir, andaðist i dag kl. 7 f. h. Þingeyri 2. september 1913. Nathanael Mósesson Hér með tilkynnist vinum og vandamönn- um, að okkar elskuleg dóttir, Bryndis Guð- rún, andaðist á heimili okkar, Brekkuholti, 31. ágúst. Ákveðið að jarðarförin fari fram þriðju- daginn 9. þ. m. Húskveðjan hefst kl. 12 á hádegi. Guðbj. Daðný Jónsd. Jóhannes Guðmundss. Alúðarþakkir votta eg öllum þeim, sem sýndu mér og börnum minum hluttekningu við fráfall og jarðarför míns elskaða eigin- manns, rektors Steingrims Thorsteinssonar. Guðríður Thorsteinsson. 480.0 seld á eina ári. GreiDið 1 > fjár <5 fyrir || talvél! d 9 Full- g r komn- asta talvól % nútím- Hæðn^sm. ans er 3$ Petitophonen. Hún skilar tali. söng og hljóðfæra- slætti hátt. skýrt. og (rreinilega. án p) nokkurs args eöa aukahljóöa. Vélin er gerö með hinni mestu nákvæmni ^5 og fullkomnnn, hefir mjög sterka fjöó- ur og byrgöa tregt. \« Petitophonen er i laglegum. gljáöum kassa og kostar með rtllu tilheyrandi gL og einni tvíplötu [21ög] i sterkum tré- >0 kassa. fritt send. kr. 15.80 1 Ats. Fjöldi af meðmælum og þakk- <| arvottorðum fyrir hendi! & Á Petitophon má nota alls konar >5 Grammofónplötur. Stór myndaverö- fg skrá um hljóöfæri úr, gnll-, silfur- og >5 skrautgripi og grammofónplötur send ókey^is eftir beiöni. Stærstu plötu- birgðir á Noröurlöndum [tviplötur frá fg 60 aurum] >3 Umbob geta menn i öilum kaup- fg stöðum landsins fengiö. X) Einkasali á Noröurlöndum á Nordisk Vareimport, ff Griffenfeldtsgade 4, Köbenhavn N. || Ss „ Kong H elge“ fer aukaferð frá Kaupmannahöfn 20. september til Reykjavíkur, og ef til vill fleiri hafua. Afgreiðsla g,ufuskipafélag,sins Thore. Schuchardt & Schiitte Köbenhavn K., Nörregade 7. Telegramadr.: „Initiative“. Töl og tólavélar. Sérstaklega; Lyftitól Sniðtól, Mælitól, Almenn tói, Brýnzlu-kringlur, x Áhöld, Hjálparvéiar o. s. frv. Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja Isafoldar í afgreiðsluna, þegar þeir eru á ferð í bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja mjólk til bæjarins daglega. Afgreiðslan opin á hverjum virkum degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 á kvöldin. Likkistur, feíííiTfi Lítið á birgðir mínar áður en þér kaupið annarsstaðar. Teppi lánuð ókeypis t kirkjuna, Eyv. Árnason, trésmíðaverksmiðja, Laufásveg 2. 2 herbergi og eldhús óskast til leigu frá 1. okt. Afgr. vísar á. Eg man það enn frá bernsku, að mér fanst það viðbnrður, er ljóðabók hans kom fyrst á heimili foreldra minna. Tvö af okkur systkinunum byrjuðum þegar daginrf eftir að læra utanbókar »Huggun vorsins«. Hve það fylti sál okkar unaði að ganga í huganum með honum í græna hlíð og heyra, hvernig sólin, himininn, fuglarnir, vorblómin, vestaublærinn og bunulindin ávörpuðu hann. Ekki sízt þetta: ÖIl vorblómin horfðu sem vinir á mig : »Við erum send til að hugga þig frá almóður-hjartans ylnuðu rót, að ilma brosandi þér við fót, sem lífsins og elskunnar yndisgjöf, en ei til að hnípa á þinni gröf«. Síðan get eg naumast gengið um blómg- að tún, svo að þessar línur úr kvæð- inu komi ekki fram í hugann. Og svo mætti lengi halda áfram að telja. Þá er eigi síður vert um það, hve mjög hann hefir glætt ást okkar á þessu landi, sem hann sjálfur unni svo heitt, að honum fanst hann hvergi geta notið sín nema hór. En svo gagntekinn sem hann er af náttúrunni, kemur það þó fram í eigi allfáum kvæðum hans, að það er and- inn sem hann tignar líka í gegnum náttúrufegurðlna. Úti í náttúrunni unir hann sór einn; hún er honum eins konar kirkja guðsj og þegar hann ríður sumarkvöld yfir eyðilega heíði og heyrir svanasönginn, þá er hann þar sem Z helgidómi og svanasöngurinn í eyrum honum sem englahljómur. — Vorið messar og hrífur þel hans hljóðri ræðu. — Við fossinn heyrir hann æðri óm, sem kæmi hún »frá andanna helm, sú ómun í vatnanna söng«. — Við sól- setriðheyrirhann til engilhörpu-strengja. — Hann elskar sólina einkum fyrir þá sök, að hún er mynd guðs, og þess vegna getur hann heilsað henni »með tengdum höndum, kropuum knjám«; hún boðar í hans augum »andanna dag« hvert sinn er hún rentiur upp; hún er leiðtogi frá dýrðarlandinu. Fyrir því biður hann hana að verma blíðgeisium sínum feigðardaiinn, þar sem rotnun forgengileikans ríkir, og bætir við: »eiskunnar vertu ímynd trú efra sem fegur skín en þú«. Af sömu ástæðum er honum svo vel við nóttina, því að hún er »dagur hins innra manns«. í friði næturinnar ná geislar frá guði niður til hans; þá lifn ar alt hið liðna, t/mi og rúm hverfa fyrir huga hans og hin víða eilífð opn- ast honum, og heimfús hugur hans iyftir sór á ljósvængjum upp móti hinu eilífa föðurhjarta. Og í fullu samræmi við þetta eru hugsanir hans í hinu yndislega kvæði »Haustkvöld« : Æska, óg hef ást á þér, fyrir elli knó skal beygja, fegurð lífs þó miklist mér, meira er hitt: að deyja. Og það, sem hann vill helzt ræða um, meðan sumarið er að kveðja, er h i n eilífa von guðs barna. Hann sér ósýnilegan heim bak við hinn sýnilega og þangað horfir hann. Og hann finnur líka til þess — eins og postulinn — að jafnvel þótt hinn ytri maður hrörni, endurnýjast vor innri maður : »Andinn getur hafist hátt, þó höfuð lotið verði«. En af því að andinn er honum aðal- atriðið, þá er það meginsyndin: að myrða andann en seðja holdið. Hann unni frelsinu heitt; hataði ánauðina, af því að andinn er f r j á 1 s að eðli sínu og á að vera það. Annars lót hann stjórnmál lítið til sín taka. í ys veraldarinnar, þar sem fjöidinn ærslast á torgum, vildi hann ekki vera; eirtveran og heimllisfriðurinn voru honum miklu geðfeldari; þar var hann í næði með hugsanir sínar og þar gat hann stöðuglega laugað sál sína í stórfeidum og fögrum hugsun um mestu.andans manna frá iiðnum öldum. Og meðfram fyrir það, að hann var svona gerður, vanst honum tími til að snúa svo mörgum snildar- verkum erlendra rithöfunda á vora tungu. Einnig með þeim hefir hann veitt þessari þjóð mikinn unað. Og þá ber ekki því að gleyma, að ljóð hans eru full af lífsspeki. Hann hefir verið meistari i því, að koma djúpum sannleika fyrir í fám orðum. Mörg af þeim smákvæðum eru gljá- fægðar perlur, sem munu geymast með- an íslenzk tunga er töluð. í þeirri grein finst mór hann vera einstæður með þjóð vorri. Hann var fáskiftinn og gaf sig að fáum að fyrra bragði. Því einkenni legra er til þess að hugsa, hve marga vini hann eignaðist fyrir ritstörf sín og hve margra vinur hann varð. í ljóðunum kom andi hans til vor og þann veg hefir hann oft siegist / för með oss á æfi vorri. í kvöldkyrðinni er sem hann hafi sezt hjá okkur og talað við okkur um það, sem var hug- næmasta viðfangsefni sálar okkar. Það man eg 1/ka, að hann sagði mór oftar en einu sinni, að það hefði verið ein hin mesta gleði 1/fs s/ns að finna þess merki, hve mörg hjörtu höfðu hlýnað við Ijóð hans og haft yndl af þeim Þjóðln hefir fundið til þess og finn- nr aldrei betur til þess en nú, erhann er látinn, að hún er í mikilli þakkar- skuld við hann. Við finnum öll til þess, að nú er einn.af okkar mestu andans möiíuum dáinn, eitt af ijósum þjóðl/fs vors sloknað. »Ljóðsvanurinn« er þagn- a ð u r ög getum vór því tekið oss orð í munn úr einni þýðing hans: »Nú gráti llstin lengi, er liggur harpan sú með slitna strengi«. Likfylgdin mundi vera stór í dag, ef allir þeir gætu verið við, sem unna hinu vinsæla þjóðskáldi. Úr öllum sveitum land8Íns mundu margir menn og konur óska að skipa sór hljóð í líkfylgdina sem vott vinsemdar og þakk- lætis. Og ef meðvitund vor gæti orð- ið vör allra þeirra hlýju hugarskeyta, er borist hafa ósýnilega hingað heim að líkbörum hans, síðan er andláts- fregnin barst út um iandið, þá er eg viss um, að það mundi gleðja ykkur, syrgjandi ástvini hans. Okkur þótti mörgum vænt um hann með ykkur. Við skildum, hvað þjóðin átti / honum. Þegar eg hugsa til þess, hve góðri heilsu hann hólt til hárrar elli, hve miklu og fögru starfi hann fekk af kastað, hve vinsælt skáld hann varð og hve mildan dauða hann fekk — þá finst mór vera bjart yfir andláti hans, rótt sem af sólskini. Eg minnist nú eins atviks frá sam- verustund með honum. Við stóðum her niður við sjóinn eitt kvöld / blíð- viðri og horfðum til vesturs undir sól- setur. Sjórinn var sk/nandi bjartur af geisla-gliti, og við horfðum hug- fangnir á kvöldýrðina. En þá vekur hann athygli mína á þv/, að regndrop- ar hrynji úr loftinu yfir okkur, þar sem við stöndum, þótt sólln skíni svona yndislega. Og s/ðan tók hann að lýsa þv/ fyrir mór, hve hrifinn hann ætíð hafi verið yfir þessu fremur sjaldgæfa fyrirbrigði í náttúrunni, þegar mildir regndropar falla / sólskini. Og eitthvað líkt á sór nú stað við andlát hans: það er mikið sólskin yfir því, en harmur ykkar, konu hans og barna og nánustu ættmenna, er sem milda regnið.------------------------ En vór horfum ekki á hið sýnilega, heldur hið ósýnilega. Og við þá sann- færing / huga hverfur allur ótti vlð dauðann fyrir dýrðarljósi eilífðarinnar. Hvað er dauðinn annað en sendiboði guðs, til þess að leysa andann úr fjötr- um líkamans og flyt]a hann inn / ósýni- lega æðri tilveru? Er hann ekki ljós- móðir, sem aðstoðar við hina dýrleg- ustu fæðing? Þegar Jesús var að kveðja vini s/na, kvöldlð áður en hann gekk út / dauð- ann, huggaði hann þá með þessum einföldu, en sannfæringarmiklu orðum: »Eg lifi og þór munuö lifa« — þótt hann og þeir dæi. Nú er hinn látni vlnur kominn yfir móðuna, upp í »sólskinsbakkann hinu- megin«. Eilífi dýrðarþunginn, sem postulinn talaði um, er orðinn hans. Hin »svanfleyga sál« hefir fengið vængina, sem bera hana um hinn ósýni- lega dýrðarheim guðs. Og fyrir því lýk eg máli m/nu á hans eigin orðum, þeim er hann hefir /slenzkað eftir einu stórskáldi veraldar- innar: »Ó, látum þá vorn hug / öðrum heim með hjartans vinum sv/fa’ um ljóssins vega og drekka af ódauðlelkans lind með þeim oglifa / kærleik með þeim e 11 / f 1 e g a «. ■ ■ ■■■ ■ «*>«»■■■ ■

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.