Ísafold - 10.09.1913, Side 3

Ísafold - 10.09.1913, Side 3
ISAFO LD 285 Munið effir hjá UTSOLUNNI Th. Th. vefnaðarvöruverzlun Ingólfshvoli. Engin hérlend verzlun hefir jafnmikið úrval af géðum vefnaðarvörum fyrir jafnlágt verð. Það hefir raynsla almennings sannað. 9 : 4 (Bj. Þorl., Jón Jónat., Jósef, Þórarinn). Tillaga um að lækka styrkinn til bifreiðarflutnings úr 5000 niður í 2000 kr. feld með 7 : 6 Eir. Br., Guðjón, G. B , Hákon, Jón Jónat., Sig. Stef.), en lækkun niður í 3500 sþ. með 8 : 4 (Bj. Þ., Jósef, Sig. Egg., Steingr.). Viðbót við eftirlaun ekkjufrúar Guðrúnar Torfadóttur frá Hóltnum 300 kr. sþ. 9:3 (Hákon, G. Bj., Sig. Egg.). Fjárv. 300 kr. árlega til Sigurðar Eirikssonar regluboða sþ. með 8 samhlj. atkv. Tillaga um heimild til að lána Eyrarbakka- og Stokkseyraihreppum alt að 30.000 kr. tii að raflýsa bæði kauptúnin feld mcð 7:6 (G. Bj., Hákon, Jón Jónat., Jósef, Sig. Egg., Þórarinn). Loks var samþ. tillaga um að endurgreiða Sig. Eggerz sýslumanni aukakostnað við manntalsþingaferð, vegna Skeiðarárhlaupsins kr. 330.50 a. með 11:2 atkv. (Sig. Egg., Sig. Stef.). Furðulega tillagan stein- drepin. í gær fekk tillaga þeirra G. Eggerz og dr. Valtýs, um að láta fara fram nýja atkvæðagreiðslu um bannlögin, þá eindæma hörðu útreið í Nd., að hún var feld með öllum atkvæðum deildarinnar móti 2 — flutningsmönnum sjálfum. Fá því bannlögin væntanlega úr þessu að reyna sisr í friði. Guðm. Eggerz talaði einn fyrir tillögunni, en í móti var mælt af Lárusi H. Bjarnason, Bjarna frá Vogi og Jóni Ólafssyni. Annars snerust umræður mest um rökstudda daoskrá, er Lárus H. Bjarna- son flutti, svohljóðandi: Neðrideild alþingis skírskotar til rökstuddrar dagskrár sinnar 13. ágúst f. á. og telur það jafnframt mjög aðfinsluvert, að landsstjórnin leið innflutning áfengis til Akur- eyrar í september f. ár og aftur til Stykkishólms í júní þ. á., jafnvel áfengis, er fáanlegt var og er í landinu. Þó að landsstjórnin hafi eigi framfylgt aðflutningsbanninu sem skyldi, telur deildin nauðsynlegt, að bannlögin verði reynd, en ábyggileg reynsla fæst því að eins um lögin, að þau fái að standa í óröskuðu gildi hæfilega lengi yfir 1. janúar 1915. Fyrir því tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá og felur stjórninni jafnframt framkvæmd bannlaganna til rækilegrar gæzlu. ‘Körpuðu þeir allmjög um dagskrá þessa ráðherra og LHB., en að lok- um var hún feld með 13 atkv. gegn 11. Fylgismenn hennar voru: Eggert Pálsson, Jón sagnfr., Ben. Sv., Vog-Bjarni, Bj. Kr., Halld. St., J. Ól., Kristinn D., LHB , Skúli og Þorleifur. Dr. Valtýr lét telja sig með meirihluta. Járnbraiitarraalið. Björn Kristjánsson hefir klofnað út úr járn- brautarnefndinni og samið mjög ít- arlegt nefndarálit og lýkur því á svofeldum 2 dagskrám: 1. Við járnbrautarfrumvarpið. Með því deildinni þykir ekki tiltækilegt, að stofna til járnbraut- arlagningar að svo komnu hér á landi, né að verj.i neinu fé til frekari rannsóknar eða undirbún- ings þess máls, tekur deildin fyr- ir næsta mál á dagskrá. 2. Við verðhækkunarfrv. Með }>ví deildinni þykir eigi til- tækilegt að stofna til járnbraut- arlagningar hér á landi að svo komnu, og að þetta frumvaiper bein afleiðing af frumvarpinu um járnbrautarlagningar, sér deildin eigi tiltækilegt að samþykkja það, en tekur fvrir næsta mál á dagskrá. Álit meiri hlutans er ókomið enn. Játnbrautarfrv. kemst ekkertáfram á þessu þingi. Síðar mun ísafold flytja hið helzta úr nefndarál. Látið stjórnarfrv. Nýlega lézt sparisjóðafrumvatp stjórnarinnar í Neðri deild með eins atkvæðis mun — fyrir slysni. Ráðherra var stadd- ur í Efri deild við umræður þar. En munaði einmitt hans atkvæði, Enginn kann tveim herrum að þjóna I Það hafa oft orðið vandræði úr því, að ráðherrar vorir hafa þurft að vera á tveim stöðum í einu, í báðum deildum. Yfirskoðunarm. Lands- bankans árin 1914 og 1915 var kosinn í gær í Sam. þingi Benedikt Sveinsson ritstjóri með 24 atkvæðum. Jón Laxdal kaupm. hlaut 15. Verðlanna nefnd til að út- býta »Gjöf Jóns Sigurðssonar* var kosin í Sam. þingi í gær. Kosning hlutu Björn M. t_ Isen prófessor með 37 atkv., Jón Jónsson docent með 32 atkv., og dr. Jón Þorkelsson með 21 atkv. Næstur hlaut Hannes Þor- steinsson 20 atkv. Dönsku lagatextarnir. L. H. Bjarnason flytur svolátandi þings- ályktunartillögu: »Neðri deild alþing- is ályktar að skora á landsstjórnina að fella úr stjórnartíðindunum dönsku þýðinguna á íslenzkum lögum«. Góð breyting, því að í stjórnar- tíðindunum hafa dönsku textarnir ekkert að gera, þótt eigi verði hjá því komist að gera opinberar þýð- ingar á dönsku af íslenzkum lögum, meðan hæstiréttur er æðsti dóm- stóll vor. Fáninn. Þeir Bjarni, Benedikt, Skúli flytja svolátandi þingsályktun- artillögu: Neðri deild ályktar að skora á stjórnina að leggja fyrir næsta alþingi frumvarp til laga um íslenzk- an siglingafána, er hafi þá gerð og þann lit, setn til var tekið í frum- varpi því um íolenzkan fána, sem Efri deild vísaði til stjórnarinnar 8. þ. mán. Bifreiöin. Hún kannaði ókunnuga stigu ný- verið, fór upp Holtaveg og sem leið liggur að Fellsmúla á Landi, en það er á móts við Heklu — það langt inn í landi. Rigning var á og þvi eigi reynt að halda lengra; en kunnugir tnetm höfðu talið líklegt að komast mætti á bifreiðinni það nærri eld stöðvunum frá í vor, að eigi næmi rneiru en hálfrar stundar göngu. — Vafasamasta torfæran væri Galtalæk- ur. — Upp Landveg, niðurgrafinn, mjóan og bugðóttan veg, var farið í svartamyrkri; en förin gekk greið- lega, og var þrð að þakka góðum Ijósum og leiknum vagnstjóra. Áður hafði bifreiðin farið lengst austur að Ægissíðu, en í þessari sömu för fór hún austur yfir Rang- árbrú, yfir þvera Rangárvelli og að Eystri-Rangá. Gekk vel yfir Vellina, þótt laus sé sandurinn, í brekkunum einkanlega. Úr því að bifreiðin hefir farið þess- ar leiðir allar, er það engum vafa bundið, að nú þegar má fara á bif- reiðum veginn upp með Ingólfsfjalli og upp Grímsnes svo langt sem hann nær, Skeiðaveginn og upp í Hreppa að Laxá (og lengra, þegar hún er brúuð), og þegar Eystri-Rangá er brúuð, sem ætla má að verði á næsta ári, verður greiður vegur aust- ur að Þverá og inn alla Fljótshlíð að Hlíðarenda, og sennilega eru það vötn- in ein sem hamla, að ekki verður komist alla leið austur í Mýrdal. Þegar vegirnir, eins og þeir eru, reynast sæmilegir, og að sumu leyti betri en í Vesturheimi, þá skyldi maður ætla að bifreiðir ættu framtíð fyrir höndum hér á landi eigi síður en annarsstaðar í heiminum, og það eins fyrir því þó að járnbrautir yrðu lagðar um landið. Það er munur á, hvernig utn mann fer i bifreið eða í póstvagni, ellegar Bezt er að bfða * með innkaup á Vefnaöarvöru og Fatnaði til 15. september, þá byrjar hin árlega störa útsala í verzluninni Edinborg. Munið: Mánudaginn 15. september. i bifreið eða á hestbaki. En ennþá meiri munur er þó á þvi, að geta farið leið, sem er stíf tveggja daga reið, á 5—6 klst. Og það er meira en þetta sem munar: Upp i bifreið- ina fer maður í hversdags-fötunum, fer samdægurs milli áfanga,*þarf því hvorki að kaupa gisting né beina á ferðalaginu. Þeir sem ferðast öðru- vísi vita hvers þarf með og athuga þá hvort ódýrara sé, þó að hvorki sé metin þægindi né tímasparnaður. Sumarið í sumar er eitthvert hið votviðrasamasta sem komið getur, og rigning skapar mestu ófærðina sutnar- langt, en því ábyggilegri er reynzlan sem fengin er. Nú kunna sumir að segja að reynzl- an sé glæsileg að því leyti, hve langt hafi verið komist og hvernig vegirnir reynist, en bifreiðin sjálf sé altaf að bila. — Þetta er engin fjarstæða. — En þess er að gæta, að því hafa bil- anirnar (hún er reyndar aðallega ein) verið tilfinnanlegar, að hér á staðn- um hefir fæst verið fáanlegt til við- gerðanna. Þegar bifreiðunum fjölg- ar, leiðir það af sjálfu sér, að hér verða fáanlegir allir þeir hlutar úr vögnunum, sem kynnu að bila. Meðan vagninn var einn mátti ekkert út af bera, til þess að ekki hlytust af vandræði og leiðindi, fólk varð fyrir vonbrigðum hér og þar, þegar bifreiðin gat hvorki flutt þá né sótt. Þessa verður ekki vart þeg- ar vagnarnir verða fleiri, þvi að þótt einn bili þá, kemur annar í staðinn. Öll reynsla, sem komin er á bif- reiðarferðir, bendir til þess að þær eigi glæsilega framtíð fyrir höndum hér sem annarsstaðar, og því sé það vel ráðið af alþingi að styrkja tilraun um vöruflutninga á bifreiðum. Þeir mundu, ef vel tækjust, eiga sér stað á ýmsum leiðum, þar sem naumast eða alls ekki yrði hugsað til fólks- flutninga á þeim vögnum, svo sem á Borgarfjarðarbrautinni, vegum í Húnavatnssýslu, Reykjadalsbrautinni og Fagradalsbrautinni, auk leiðanna frá Reykjavik og Akureyri, því að þar mundu fólks- og vöruflutningar ganga jöfnum höndum. Viðleitni mannanna um þessa sam- göngubót hér á óefað hug allra góðra manna, óg því undarlegra er það, að nokkur skuli vera sá maður, sem vinna vill þessum mönnum mein, en það kom fyrir eitt kvöldið ný- lega, að 4 uppkomnir piltar koma til þeirra í vagnbyrgið og ráku nagla i gegnum togleðurshringana á aftur- hjólunum.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.