Ísafold - 22.10.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.10.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar f viku. Verðárg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 Jdollar; borg- ist fyrir miðjan júli erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. XXXX. árg. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Óiafua* Björnsson. Talsími 48. Reykjavík, miðvikudaginn 22. okt. 1913. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. 84. tölublað I. O. O P. 9510249. Alþýðufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9- Augnlœknins: ókeypis i Lækjarg. 2 myd. 1 -8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 1 • -8 Bœjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og = -7 Bæjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 12—8 og í -7 Byrna- nef- hálslækn. ók. Austurstr.22 fstd l • -8 íslandsbanki opinn 10—21/* og 51/*—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd,—10 Alm. fundir fid. og sd. 81/* sibd. Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á helg im. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-21/*, 51/*—6'/*. Bankastj. '2-2 Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—8 Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin frá 11 -2 Landsféhirðir 10—2 og 6—6. Landsskjalasafnid hvern virkan dag kl. 12 -2 Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Austurstr. 22 þd.ogfsd. 12 -1 Náttúrugripasafnið opið l1/*—21/* á sunnud, Samábyrgð Islands 10—12 og 4—0." Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavikur Pósth.3 opinn daglangt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Austurstr. 22 þrd. 2-8 Yifilstaðahælið. Heimsóknartimi 12—1 Þjóðmenjasafnið opið sd, þd. fmd. 12- 2. Nýja Bíó sýnir í kvöld og næstu kvöld: Skáldsaga sunnan úr Tartaralöndum í so atriðum. Aukamynd: Lffir París í tofískipi. Bostanjoclo-Cigaretter mesta úrval í bænum í tóbaks- og sælgætisverzluninni á Hótel Island. Cigarettur og tóbak frá J. Bastos, Algérie, er þekt um allan heim. Einkasölu fyrir ísland á þvi hefir tóbaksverzlun R. P. Leví, Kostakjör Isafoldar Gerist kaupendur Isafoldar í dag! ísaf. kostar frá i. okt. til nýárs að eins 1 krónu. Að auki geta nýir kaupendur valið úr eldri árgöngum af sögusafni ísa- foldar einhveria 2 árganga. í sögu- safninu eru aðeins ágætar sögur á vandaðasta máli. M. a. Vendetta (662 bls.), Heljar greipar (280 bls.) o. s. frv. Minningarritið um Björn Jónsson, fyrra bindi með mörgum myndum, er komið út og fæst í bókaverzlunum. Verð kr. 1.50. Nýjar kosningar. V. Úr stefnuskránni. Fjárhags- og atvinnumál. (Fyrri kafli). Það fer sjaldan vel að hafa æði mörg járn í eldinum, hvað sem ver- ið er við að fást. Þá jafnan hætt við, að einstakir liðir heildarinnar verði útundan, og enginn nógu vel ræktur. Vér höfum, íslendingar, orðið á síðari árum að hafa of mörg járn í eldinum — í stjórnmálum vorum. Vér höfum orðið að hafa augun á svo mörgum málum, orðið að líta bæði inn á við og út á við — skifta, ekki meiri kröftum en vér höfum á að skipa, i of mörg horn. Það eru fyrstu stefnuskráratriðin í Avarpi Sjálfstæðismanna, að koma frá tveitn stórmálum, sem mikla krajta haja purjt, koma þeim frá, svo að þau eigi tefji oss lengur frá því, sem ríkara kallar að. Vér viljum afgreiða stjórnarskrár- málið á aukaþinginu 1914 með því að samþykkja frumvarp síðasta þings óbreytt, og vér viljum afgreiða sam- bandsmálið með því að leggja það á hilluna fyrst um sinn, þ. e. allar samningatilraunir við Ðani. Rök fyrir þvi, að þetta sé rétt, hafa verið svo margsinnis færð hér í blaðinu, að eigi þarf orðum að því að eyða að þessu sinni. En vel er lítandi á það fytir alla stjórnmálahneigða menn, hve stór- mikið af tíma- og krafta-eyðslu spar- ast með því að fara þannig að. Þann tíma og þá krafta er lífs- nauðsyn að leiða í annan farveg, beita þeim til að hrinda áfram inn- anlands nauðsynjamálum, sem beðið hafa alt of lengi þess, að vera leyst úr álögum, — innanlandsmálum, sem í eðli sínu eru bein undirstaða ejna- sjáljstceðis íslenzku þjóðarinnar. Er nú skynsamlegt, spyrjum vér kjósendur, að styðja til kosninga næst þá, er halda vilja áfram samn- ingasarginu við Dani, með feikna tíma- og krafta-austri — eftir hina afarrýru svæntanlega fáanlegu* skil- mála í vetur, — vilja bjástra í því lítilsnýta sargi áfram, í trássi þó, við mikinn hluta þjóðarinnar, vilja velta á stað óþarfri úlfúð og illdeilum út úr sambandsmálinu innanlands ? Er nokkuð vit í því að fá þeim mönnum löggjafarvaldið í hendur ? Væri eigi skynsamlegra að styðja þá, er fylgja vilja stefnuskrá Sjálf- stæðismanna og snúa sér af alúð og framkvæmda-einbeitni að innanlands- málum, eins og Isajold fyrst allra blaða hér á landi lagði til, er »{rrút~ urinm sæli varð heyrinkunnur i vet- ur ? Þessarri spurningu þarf hver íslenzk- ur kjósandi að gera sér grein fyrir með sjálfum sér. Og geri kjósendur það óáreittir af öllum, nema eigin skynsemi og sam- vizku, efumst vér eigi um niðurstöð- una. Að snúa sér að jjárhaqs- og at- vinnumálum landsins og leggja aðal- áherzluna á þau, það er þriðja stefnu- skráratriði Sjálfstæðismanna. í samqöngumálum er stefnan svo skýrt mörkuð, sem á verður kosið. Hún er sú að koma öllum samgöng- um í hendur Islendinga sjáljra. Hún er sú, að halda fram stefnunni, sem hafin var með Eimskipafélagsstofn- uninni í vetur og alþingi hið síðasta aðhyltist. Það verður að brýna það aftur og aftur fyrir þjóðinni að linna eigi lát- um í samgöngumálinu fyr en allar samgöngur landsins eru komnar í vorar eigin hendur. En pað verður aldrei, meðan svo og margir svo stór- laxar í kaupmanna- og embættis- mannastétt haga sér þannig, að þeir láta sér eigi einu sinni nægja þá óþjóðræknis-vanvirðu að leggja eigi einn eyri sjálfír í Eimskipafélagið, heldur bíta höfuðið af allri skömm með því, svona á bakvið, í laumi — því opinlerlega þora þeir það ekki — að telja úr öðrum að gera það, reyna að vekja tortrygni gagnvart félaginu og spilla fyrir því á ýmsar lundir. Þetta atferli, að læðast aftan að fram- takssemi-tilþrifum og sjálfstæðisvið- leitni þjóðarinnar, er hið skaðlegasta illgresi á þjóðarakrinum, sem upp verður að ræta með öllum ráðum. Það er meinsemdarkýli óþjóðrækn- innar og vantraustsins, sem skera verður djúpt fyrir, til þess að þjóð- líkaminn nái góðri heilsu. Sú skurðlcekning er einn liðurinn í því að gera samgöngurnar innlendar. Um aliar framkvæmdir í því efni skipa Sjálfstæðismenn sér hiklaust og ódeigir. Það er skylt að játa í þessu sam- bandi, að Eimskipafélagsmálið hefir ekkert flokksmál verið i sjálfu sér, heldur verið að því unnið af mönn- um úr öllum flokkum. En hinu verður ekki heldur neit- að, að fylgis- eða áhuga-leysið hefir, þar sem á því hefir bólað, verið utan Sjálfstæðismannahópsins að mestu eða öllu leyti. Og það hyggjum vér, að kjósend- ur megi örugglega treysta því, eins og alt er í pottinn búið, að Sjálf- stæðismenn öðrum fremur skipi sér óskiftir og öruggir utan um það mark, að brjóta á bak aftur alla mótspyrnu, í hverri mynd sem er, gegn því, að koma samgöngunum í hendur ís- lendinga. An þess að raupa nokkuð þykist Isa- fold t. d. eigi hafa verið lötust i blaða- lestinni, í brýningum i þessa áttina. Spurningarnar, sem kjósendur í þessu atriði þurfa að gera sér grein fyrir eru þessar: Ber eigi að vinna að þvi að »era allar samgöngur inn- lendar? Og ef það svar verður ját- andi, sem vér teljum víst að verði hjá öllum þorra kjósenda, þá kemur hin spurningin: Hverjum stjórn- málaflokknum er bezt treystandi til að vinna að því? Niðurstaðan hjá öllum hygnum mönnum og athug- ulum mun verða hin sama! Island erlendis. Stjórnar8krár-andóf. Knud Ber- lin prófessor, hinn danski, hefði átt að vera fæddur Rússi. Hann hefði par vafalaust orðið meira en geð- feldur harðstjórunum, sem nú eru að kúga Finna. Hann hefði orðið sjálfkjörið verkfæri þeirra til að níða allan rétt af Finnum, svo er lund- arfar hans, eins og afskifti hans af íslandsmálum Ijóslega bera vitni. Nú er Berlin vakinn og sofinn í því, að gera alt sem hann getur til að spilla fyrir staðfesting stjórnar- skrárbreytingarinnar hjá konungi. Einkum spinnur hann nú langan lopa útúrsnúnings og hártogana út af þeim ákvæðum stjórnarskrárinnar, að til þingmensku hér skuli þurfa búsetu í landinu og fæðingjarétt til embætta Bak við þessi eðlilegu ákvæði eygir Berlin allskonar lymsku á hendur Dönum og notar tækifærið enn af nýju til að hvetja dönsku stjórnina til að taka sér danskan »sérfróðan« ráðunaut um Islandsmál, og á þá auðvitað við — sig sjálfan. Þessi grein, sem birtist í Köben- havn þ. 30. sept., endar Berlin með þvi að tilkynna hinum dönsku ráð- herrum, að það sé skylda þeirra að mótmæla þessum 2 ákvæðum, og loks lýsir Berlin yfir því, að hver einasti Dani muni nú skilja, að orð- in »í ríkisráði* megi ekki án sam- þykkis hins danska löggjafarvalds fella úr stjórnarskránni. Enn ritar Berlin í Köbenhavn þ. 4. okt. langlokugrein um stjórnar- skrárfrv. í sambandi við stöðulögin og heimtar þar, að skírskotunin til stöðulaganna í 25. gr. stjórnarskrár- innar megi ekki falla burtu, eins og ráð sé fyrir gert í stjórnarskrárbreyt- ingunni. Þessi skírskotun er um 60 þús. kr. »tillagið«. Notar Berlín svo tæki- færið um leið til að reyna að hrekja það, að éo þús. kr. gjaldið sé greiðsla vaxta af gömlum skuldum, svo sem Jón Sigurðsson hélt fram, og síðar þeir Einar Arnórsson og Jón Þor- kelsson. Segir Berlín, að eigi komi til mála, að einn hluti ríkis geti tal- ið til skuldar hji öðrum ríkis- hluta. En tillagið sé að eins hjálp til íslands, sem lofað sé í stöðulög- unum, meðan ísland eigi geti kom- ist af upp á eigin spýtur! Ráðherrann í Danmörku. íslands- ráðherra kom til Khafnar þ. 5. okt. — Dagirin eftir flytur stjórnarblaðið Politiken grein um erindi hans til Danmerkur — mikið hóflega og lítið Berlínslega. Minnist blaðið aðallega á 2 mál, sem ráðherra hafi með- ferðis, stjórnarskrána og fánamálið. í stjórnarskránni kveður blaðið vera nokkurar breytingar, »sem einnig þurfi að íhuga af Dana hálfuc, en bætir svo við: »Spurningin um stað- festing stjórnarskrárinnar kallar samt ekki að nú«. Skýrir síðan frá skila- boðum konungs 1912 um, að stjórn- arskráin gæti eigi fengið staðfesting vegna burtfellingar ríkisráðsákvæðis- ins. En um nýja ákvæðið, par sem kon- ungur ákveður, segir blaðið, að enn hafi eigi verið kostur á þvi fyrir Dani að taka afstöðu til þess, og endurtekur síðan, að staðfesting stj.- skrárinnar kalli fyrst að, er frumv. sé samþýkt af nýju. — Ef þessi ummæli hins danska stjórnarblaðs eiga að skiljast svo, að þögn verði um það af konungsvalds- ins hálfu, hvernig forlög frv. verði þar til það er samþykt á aukaþing- imi, þá verður því eigi neitað, að það væri mjög óþægilegt á allar hliðar. — Allir íslendingar vænta þess fastlega, að ráðherra fái nú þegar vitneskju um það, hvernig frv. reiði af i »ríkisráðinu«, þegar þar að kemur. Afdrif þess þar eiga auðvitað að vera gefin fyrirfram, þar sem um beint sérmál er að tefla og óhugs- andi i raun og veru, að konungur íslands geti haft nokkuð við frv. að athuga — nema svo ólíklega fari, að Berlin sé einhvers metinn á hin- um hæstu stöðum og honum í þessu efni sem öðrum takist að gerspilla allri sambúð þjóðanna. Fróðleg grein um ísland hefir ný- lega birzt i frakkneska tímaritinu: La Montagne, málgagni frakkneska Alpafélagsins. Höfundur er Charles Halphen, prófessor við Chaptal-há- skólann í París. Hann ferðaðist hér um land síðastliðið ár, 2 mánaða tima, m. a. til Geysis, Húsavíkur og Mývatns. Hann ritar bæði vel og hlýlega um landið, náttúru þess og fólkið. Frakkar og Grikkir. Konstantin Grikkjakonungur er áreiðanlega meiri hermaður en ræðu- maður. Þegar hann um daginn var á ferð í Berlínarborg og sat boð keisarans í Potsdamhöllinni, þurfti hann að svara ræðu, sem keisarinn hélt fyrir honum, eins og gerist og gengur í höfðingjasamsætum. Taldi keisarinn heiður mikinn vera fyrir Þjóðverja, að hin gríska herkænska hefði svo með öllu sigrað Tyrki og Búlgara. Hann bað menn minnast þess, að hinn hrausti og ósérhlifni konungur Grikkja, hefði um langa stund numið hermenskufræði í her- mannaskólanum í Berlínarborg, og þær grundvallarreglur, sem í hinni síðustu styrjöld Grikklands hefðu ver- ið notaðar, væiu allar sniðnar eftir þýzkum hernaðarreglum. Reynslan hefði nú sýnt, að þessar reglur væru á réttum grundvelli bygðar, því sigr- ar Grikkjahers væru miklir og stór- fenglegir. Þessari ræðu svaraði Konstantin á þá leið, að hann kvað sigur Grikk- lands vera nær eingöngu hinni ágætu kenslu, sem hann hefði notið í skól- anum í Berlin, að þakka. Hermenn sínir væru auðvitað hraustir og ókúg- aðir, en alt hefði þó orðið árangurs- laust, ef ekki mælingardeild hersins hefði — og það af tómri náð keis- arans — hlotið það ómetanlega hnoss, að ganga í skóla keisarans. »Eg þakka yður hjartanlega fyrir, bæði

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.