Ísafold - 12.11.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.11.1913, Blaðsíða 2
I SAFOLD 9Q£ á hendur til útlanda og sleppa heim- ilisfestu um stundarsakir, missa fyrir það kosningarrétt um margra ára bil. Til þessa kosningarréttarákvæðis getur ekki orði§ skirskotað svo sem fordæmis um, að hið sérstaka ís- lenzka löggjafarvald geti bundið önn- ur borgaraleg réttindi, svo sem rétt- inn til vezlunar, fiskiveiða o. s. frv. því skilyrði, að menn séu fæddir á íslandi, og á þann hátt bægt í burtu þeim ríkisborgurum, sem fæddir eru í Danmörku. Þessi takmörkun á kosningarrétti er sprottin af alveg sérstökum ástæð- um, er sérstaks eðlis og tekur að engu leyti til fæðingjaréttar. Það hefir sjálfsagt ekki neinum manni íhug komið, þegar þessi stjórn- arskrárbreyting var samþykt, að lög- leiða sérstakan íslenzkan fæðingja- rétt með íslenzkri lagasetning ein- göngut. Forsœtisráðherrann tók þá til máls og mælti: »Þarsem svo er ákveðið í stjórn- arskrárfrumvarpi því, er samþykt hefir verið á síðastliðnu alþingi, að ráðherra íslands skuli »bera upp fyr- ir konungi lög og mikilvægar stjórn arráðstafanir, þar sem konungur ákveður«, þá getur þetta ákvæði stjórnarskrárfrumvarpsins því að eins samrýmst því tilliti, er taka verður til hinna sameiginlegu ríkismálefna til tryggingar því, að ekki verði á þau gengið með sérstakri íslenzkri löggjöf, að Yðar hátign neyti þess valds, sem lagt er undir konung í i. gr. stjórnarskrárlaganna, til að ákveða eitt skifti fyrir öll, að ráðherra ís- lands beri upp lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir í ríkisráðinu eins og að undanförnu, nema því aðeins, að gefin verði út lög að sameigin- legu ráði ríkisþings og alþingis, um rikisréttarsamband Danmerkur og ís- lands, þar sem ný skipun verði á gjörð. Þetta á einnig við fæðingjaréttinn, og eg geri ráð fyrir, samkvæmt um- mælum ráðherra íslands, að í ákvæði frumvarpsins um kosningarréttinn felist ekki neitt fordæmi um, að hið sérstaka, íslenzka löggjafarvald geti bundið heimild til borgaralegra rétt- inda, svo sem verzlunar, fiskiveiða o. s. frv., því skilyrði, að menn séu fæddir á íslandi og vísað með því á bug ríkisborgurum, fæddum í Danmörku. Það er ekki tilgangurinn, þótt haldið sé áfram að bera upp íslenzk mál í ríkisráðinu, að ná neinum tök- um af Dana hálfu á þeim sérmál- um, sem áskilin eru íslenzku lög- gjafarvaldi. Markmiðið með því er, að dönskum ráðgjöfum Yðar hátign- ar veitist kostur á hluttöku í dómi um, hvort í lögum eða ályktunum, sem ráðherra íslands *ber upp, felist ákvæði, er varði sameiginleg ríkis- málefni, er að eins verður tekin ákvörðun um í sameiningu við dönsk löggjafarvöld«» 1 I Hans hátitrn konunpurinnfmœlti* 8*"’* ^»Ef stjórnarskrárfrumvarpið verður samþykt óbreytt á hinu nýkosna al- þingi, er það ætlun min að staðfesta það; en eg verð þá um leið í eitt skifti fyrir öll að ákveða í úrskurði, er ráðherra íslands nafnsetur, að ís- lenzk lög og mikilvægar stjórnarráð- stafanir skuli bera upp fyrir mér í ríkísráði, núeins og að undanförnu, og mun eg, er þar að kemur, í konung- legri auglýsingu, erforsætisráðherrann nafnsetur, kunngera það í Danmörku, sem eg nú mun taka fram i kon- unglegu opnu bréfi um nýjar kosn- ingar til alþingis, að á þessu geti engin breyting orð- ið, nema eg staðfesti lög um ríkis- réttarsamband Danmerkur og íslands, samþykt bæði af ríkisþinginu og al- þingi, þar er ný skipan verði gjörð«. Ráðherra Islands ‘ mælti| því ' næst á þessa leið: »Eftir að eg hefi heyrt þessi um- mæli Yðar hátignar, leyfi eg mér að taka aftur hreinskrift þá að opnu bréfi um nýjar kosningar 'til alþingis, er eg hefi sent til undirskriftar, og mun eg rita nýtt opið bréf, stílað sam- kvæmt ákvörðun Yðar hátignar*. Forsatisrá ðherrann bað um leyfi konungs til að birta í Danmörku þau ummæli, er fram höfðu komið á ríkisráðsfundinum um þetta mál. Ráðherra íslands beiddist hins sama að því er ís- land snerti. Hans hátign konungurinn veitti leyfi til að ummælin yrðu birt. fJ IBréf Tuliniusar. Yfirlýsingar. Bréf það frá herra Þórarni Tuli- nius, sem birtist*i ísafold 4. okt., hef- ir vakið hina mestu athygli, eigi að eins hér á landi, heldur einnig í kaup- höll Kaupmannahafnar og meðal allra þeirra kaupmanna, er við ísland skifta. Um daginn var Isafold símuð yfir- lýsing frá 6 umboðssölum í Khöfn um að grein hr. Tuliniusar ætti ekki við þá. Isajold hefir nú fengið senda yfir- lýsingu þá, er hr. Þórarinn Tulinius hefir sent hverjum einstökum þess- ara manna, og hljóðar sú yfirlýsing á þessa leið: »Eg er mjög leiður yfir, að bréf mitt til ritstjóra ísafoldar, sem var tekið í blaðið 4. okt., hefir gefið til- efni til þess misskilnings frá yðar hálfu, að ummæli mín gangi út á að tortryggjaumboðsmenn íslenzkra kaupmanna yfirleitt. Sú hugs- un hefir auðvitað verið mér mjög fjarri, og hugðist eg hafa tekið það nægilega skýrt fram í bréfinu. Það er mér því kært, gagnvart yður, að lýsa því yfir, að tilfelli það, sem átt er við, þar sem verzlunarhúsið Ad. Trier & Goldschmidt hafði gefið út reikninga með, til mála- mynda, hækkuðum prísum, ekki á neinn hátt snertir yðar heiðraða firma*. Þess skal getið, að eftir að skýrsl- an um þessa yfirlýsing var send, hefir hr. Tulinius sent hr. Salomon David- sen samhljóða yfirlýsing. Ennfremur skal það tekið fram, að yfirlýsing Tuliniusar á við Dines Petersen persónulega. Umboðsmennirnir, sem Tulinius hefir undantekið, eru því þessir: Dines Petersen (persónulega), Chr. Nielsen, Guðm. Sch. Thorsteinsson, Jakob Gunnlögsson, fohan Balslev, J. P. T. Bryde og Salomon David- sen. . y figSL. j Loks skal þess getið, að gefnu tilefni, að firma það í Leith, sem getur um í símskeyti herra Henri- ques um daginn, er ekki G. Gísiason & Hay. Eimskipafél. og Vestur-ísl. *Free press«, stærsta blaðið, sem út kemur í Wmnipeg flutti nýlega mjög hlýja grein um Eimskipafélagið. Því er og sérlega vel tekið í hóp V.-íslendinga. Mjög myndarlegir hlutir höfðu ver- ið teknir, er síðast fréttist Mr. Jóseý Johnson 10000 kr. og 2 aðrir 5000 og 2500 kr. Kvað þó vera óvenjuhart í ári þar vestra og peningaleysi hamla fram- kvæmdum. Látin er nýlega i Hólmavík Ingihjörg Magnúsdóttir, kona Guðjóns alþm. Guðlaugssonar. Erlend tíðindi nánari en þau, er síminn hefir flutt, koma í næsta blaði. Urðu að biða nú vegna þrengsla. Lagastaðfestingar í fyrradag staðfesti konungur þau lög frá alþingi, er eftir voru óstað- fest. M. a. fjárlögin, landhelgssjóðs- lögin og Landsbankaaukningarlögin. Erlendar símíregnir Fórnarmorðsmálið í Kiew. Khöfn 11. nóv. kl. 6 slðd. Beillis, gyðingurinn, sem ákcerður var um að haja myrt dreng til fórn- ar, var sýknaður í gcer aj kviðdómnumlí Kiew.’JjJjJJRéttarhöldin, [vitnaleiðslur m. m. hafa staðið yfir nar mánnð. • Kosningar á Englandi. London 11. nóv. kl. 6,10 síðd. Við aukakosningar á Englandi í dag gjðr-sigruðu stjórnarandstceðingar. Þeir / menn, sem kjósa átti, voru allir mótst'óðumenn stjórnarinnar._ í. s. í. flvarp fil Ísíendinga um íþróftir og fimfeiki. Ipróttasamband Islands var stoýnað 28. jan. 1912, í pví skyni að laða allan eeskulið landsins að hollum ípróttum og fimleikum og koma á samtök- um og samvinnu milli allra ípróttajélaga, hverju najni sem nefnast. Sam- bandsstjórnin hefur aðsetur sitt i Reykjavik; hún er kosin á ársþingi af fulltrúum allra þeirra íþróttafélaga, sem gengið hafa í Iþróttasambandið. Nú hejur alpingi veitt Ipróttasamhandinu Jastan ársstyrk, með peim ummeelum, að sambandsstjórnin skuli vinna að pví, að gleeða ípróttalíj á landi hér, og vera ráðunautur landsstjórnar í öllum peitn málum, sem að ípróttnm lúta. Af því leiðir, að það er nú stór hagnaður Jyrir öll ípróttajélög að ganga í Ipróttasambandið, því að þar með öðlast þau mörg mikilsverð hlunnindi. Þau verða þá aðnjótandi allra þeirra leiðbeininga, sem sam- bandsstjórnin getur látið í té, og fá hlutdeild í afnotum þess fjár, sem alþingi veitir til eflingar íþróttum. Þá er þeim einnig heimilt — annars ekki — að sækja íþróttamót, sem haldin eru undir yfirráðum íþrótta- sambandsins, og eiga þar þátt í kappleikum. Þau íþróttafélög, sem nú eru uppi, eru flest komin í sambandið, og vér erum þess fullvísir, að öll íþróttafélög landsins muni framvegis sjá sér hag í því og telja það skyldu sína að játast undir þessi allsherjar samtök. íþróttasamband Islands ætlar sér fyrst og fremst og aðallega að vinna að því, að kenna út frá sér alls konar auðveldar íþróttir og fim- leika, sem eru hollir og styrkjandi fyrir heilsu allra manna, og engum um megn, heldur við hvers manns hæfi, og verða öllum, sem reyna, til gamans og hollustu, jafnt óhraustum sem hraustum, ungum jafnt og öldruðum, konum sem körlum. íþróttir og fimleikar eru svo margskonar, að ekki verður tölum tjáð; en engum er um megn að eiga þátt í þeim, ef hver færist það eitt í fang, sem á við heilsu hans, aldur og orku. Ef hver um sig velur þá fimleika og þá íþrótt, sem er við hans hæfi, þá fer eins fyrir öllum, þá komast alhr að raun um það, að ekkert er til í tómstundirnar á við holl- ar íþróttaiðkanir, því að þær hafa jafnan í för með sér heill og hamingju: trfgga félagslund og sanna glaðværð, fjör og hreysti, kjark og snarræði. Þetta vita fáir, af því að fáir hafa reynt Margir halda að allar íþróttir og fimleikar séu ajiraunir og fáum fært við að fást. En það er síður en svo. Frítt göngulag er t. d. fögur íþrótt, sem fáir kunna, en allir geta lært. Sama er að segja um sund. Skotfimi er ein ágæta íþróttin, en vandlærð, og þó er það ekki krajta- verk að hleypa af byssu. Fimleikarnir, sem kendir eru við Möller, danska íþróttamanninn fræga, eru einkar hollir og skemtilegir, en engum um megn. Svo er um fjölmargar íþróttir og fimleika. Það hefir spilt fyrir viðreisn íþrótta hér á landi og víðar, að skóla- fimleikar hafa yfirleitt verið gerðir óþarflega erfiðir og þess vegna orðið mörgum nemendum ofraun. Af því mun sprottin sú skakka trú, en al- menna, að allir fimleikar séu aflraunir og óhraustum ofviða. Ur þessu viljum vér bæta. Engir hafa meiri þörf á finjleikum, en þeir, sem eru óhraustir í uppvexti, því að vel valdir fimleikar liðka og styrkja alla liði og vöðva öíl líffæri, allan likamann. Þess vegna eru þeir öllum hollir og nytsamar. Hver sem hefir hug á að læra einhverja íþrótt, verður að vita það og skilja, að honum ríður umfram alt á því, að iðka stöðugt fimleika til þess að efla heilsu sína og hreysti yfirleitt. Þetta á heima um allar iþróttir. SfeöViVflHBSUt'B £■ fó LŒBt.-'.fesi/ Fimleikarmr eru máttarstoð allra iþróttamanna. jg LÉfcgrfe át/ EJ allir unglingar á landi hér væru aldir upp við fimleika og ípróttir, pá rnundi pjóðinni aukast stórum máttur og megin. Vér viljum að þeir timar komi, að allir íslendingar verði íþrótta- menn, hraustir menn og kjarkmiklir, eins og íþróttamönnum er titt, eins og forfeður vorir vóru i firndinni, eins og Englendingar hafa verið und- anfarna tið öðrum þjóðum fremur — af þvi að þeir hafa þjóða mest tamið sér alls konar íþróttir. Ifróttirnar eiga að vera öllum mönnum til ánagju og hollustu, en ekki til Jreegðar og Jrama Jyrir aðra en einstaka ajburðamenn, sem færir eru á hólm við erlenda íþróttakappa. Þess vegna viljum vér stuðla að því, að íþróttamótum verði svo háttað, þegar fram líða stundir, að þar geti allir vanir iþróttamenn verið í leikum, sér og öðrum til skemtunar, og ekki eingöngu efnt til kappleika fyrir ajburðamennina í hverri íþrótt, eins og nú tiðkast. Til pess að menn geti verið saman í leik, verða allir að haja tamið sér leikinn eða ipróttina á sama hátt. Þetta er afar mikilsvert|atriði, sem allir verða að hafa í huga. Þess vegna mun íþróttasamband íslands smám saman semja ljós fyrirmæli um alls konar iþróttir og senda til allra íþróttafélaga, sem eru í sambandinu. Ög þar að auki verður leitast við eftir föngum, að fá góða íþróttakennara til að kenna iþróttir, bæði hér í bæ og út um land. Yms mikilsvarðandi fyrirmæli og fyrirsagnir eru þegar til á prenti og standa til boða ásamt lögum sambandsins hverju íþróttafélagi, sem ganga vill í sambandið, og öllum þeim, sem vilja koma á fót nýjum iþróttafé- lögum innan vébanda íþróttasambandsins. Erum vér líka boðnir og búnir til að leysa úr hvers konar spurningum, sem til vor er beint og að þessum málum lúta. íþróttasamband íslands. Reykjavík, 8. nóvember 1913, A. V. Tulinius, G. Björnsson, Matth. Einarsson, formaður. varaformaður. féhirðir. Björn Jakobsson, Jón Asbjörnsson ritari gjal^keri V eðdeildarlögin og Jöhann Jóhannesson. Þó ég telji mig nokkuð svartsýn- an þá segi eg það satt, að ekki datt mér í hug, að hr. J. J. færi út í þá endileysu að svara greininni í ísa- fold um daginn. Svo skýr rök voru færð fyrir því að hr. J. J. fór með eintóma vitleysu í Lögréttugrein sinni um veðdeildarlögin. Og ekki hef eg heyrt nokkurn mann minnast á grein- ir hr. J. ]., sem nokkurt skyn ber á málið, nema með mestu undrun. Hann ásakar mig fyrir það, að eg eigi skrifa undir nafni, sem þó er ekkert nýmæli, og kallar mig »séra« — eitt frumhlaupið af mörgum þvi prestur hef eg aldrei verið, en eg verð að segja það, og það er mín hjartans sannfæring, að hr. J. J. hefði ekki minkað eins í augum manna hefði hann látið nafn sitt vanta und- ir greinarnar báðar, eða hefði kinnok- að sér við að láta sjást, að hann hefði skrifað undir þær. Ekki dettur mér í hug í þetta sinn að fara að elta alt málæðið, en dæmi má taka. til að sýna röksemdir hr^ J- J- í greininni í Lögréttu 8. okt. 3— 4. dálk andvarpar höf. yfir féleysi bankanna og þá sérstaklega Lands- bankans, og segir þar sem hann er að tala um »meðölin« til að spyrna við að fólk fari úr landi fyrir banka- fjárleysi: »Hvert á að sækja þau (meðölin)í »Auðvitað til okkar einu lánsstofn- unar,.Landsbankans. — En hann er »bjargarlaus, svo hefir þingið rauna- »lega um það búið á umliðnum ár- »um«. Hér kvartar höf. sáran yfir því hvað Landsbankinn hafi lítið veltufé og telur það *raunalegt«, eins og rétt er, hvað þingið hafi lítið gert fyrir þá stofnun á umliðnum árum. Og auðvitað getur hann ekki kvart- að yfir því, að pingið hafi gert rauna- lega lítið fyrir bankann, nema hann eigi við það að að pingið hejði átt að leggja honum til meira veltujé aj Jé landsmanna almannafé, því á öðru Jé hajði pingið líka engin ráð En hvað segir svo sami höf. nokkr- um dögum seinna eða29. okt. í sama blaði ? Það er nógu fróðlegt fyrir les- endurna að bera það saman við kaflann hans hér á undan til að sjá sam- kvcemni höf. Þar segir hann, þegar hann er að segja frá 100 þús. kr. tillagi landssjóðs í 20 ár til þess að auka veltufé bankans: »Hugsið ykkur því líkt: Ef lands- »sjóður hjálpar ekki um 100,000 kr. »í nokkur ár, til þess að bankinn geti »tórt, af almannafé, til þess að lána »upphæðina aftur almenningi, þá verð- »ur að hætta lánum I Hvað segja »menn um þetta ástand? Er hér »ekki eitthvað þveröfugt að gerast ? »Er hugsanlegt að slíkur banki geti »haldið óskertu áliti í framtíðinni? »Að minsta kosti þarf hann að fá »góða hjúkrun, en bata fær hann saldrei með þessu móti. Þetta hlýt- »öllum, sem skyn ber á bankamál »að þykja einstök aðferð í viðskifta- »sögu heimsins. Sé því nokkuð sem »rýrir álit þessa eina bankavanskapn- »ings, sem við eigum, þá eru það »einmitt þeir mennirnir, sem hon- »um stjórna.« Svo mörg eru þessi orð og sjá allir samkvæmnina, og réttsýninal! Og hvað hefir svo gerst ? Það hefir gerst, að þjóðbanki (Landsbank- inn) er stofnaður fyrir 28 árum, þá með hálfrar miljónar króna veltufé, sem síðar, er lánsþörf krafði, var fært UPP * BU miljón. Að 28 árum liðn- um frá stofnun bankans (1913) kemst þingið að þeirri niðurstöðu, að þetta veltufé sé altof lítið, — eða á sömu skoðunina sem hr. J. J. hafði 8. október — og ákveður því að auka veltufé þjóðstofnunarinnar um 2 miljónir kr. á 20 árum, með því að taka að sér að greiða tveggja miljón kr. lán, sem alpingi 1907 hafði ákveðið að bank- inn skyldi taka vegna ónógs veltu- fjár. Þetta er nú alt og sumt sem gerst hefir. Þetta er þessi einstaka »aðferð i viðskiftasögu heimsins«(l) sem hr. J. J. kallar svo. Þó að honum sé í nöp við Lands-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.