Ísafold - 24.01.1914, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.01.1914, Blaðsíða 2
24 ISAFOLD alt sitt mikla starf án þess að telja sér einn eyri fyrir. Þegar hér var komið bar bráða- birgðastjórnin fram tillögu um að stoýna Eimskipajélav Islands og var henni, sem nærri má geta, tekið með einróma fögnuði. Þá var tekið til við 4. lið dag- skránnar, aðalefni fundarins: að rœð& 0g sampykkja lög jélagsins. I fundarsköpum var gert ráð fyrir 2 umræðum. Hin fyrri entist allan laugardaginn fram á nótt, en hin síðari fór fram fram á fimtudaginn í þessari viku og stóðu umræður 8—9 klst. Það er eigi rúm í blaðinu að þessu sinni til þess að fara nákvæm- lega út í lagabreytingar og umræð- ur um þær, enda gerum vér ráð fyrir, að birta lögin í heild í næsta blaði eða svo. Verulegar deilur urðu engar, nema um fyrirkomulagið á hluttöku hinna þriggja aðila i Eimskipafélaginu: landssjóðs, Vestur-íslendinga og Austur-íslendinga. Landsstjórnin hafði krafist þess að eiga aldrei minna atkvæðavald á fundum en Vestur-íslendingar; en fulltrúi þeirra vildi með engu móti að því ákvæði ganga. Fór þá svo, sem oftast eða ætíð, er á milli bar hans og annara aðila, að fundarmenn studdu kröfur Vestur-íslendinga. Var ákvæði það, er stjórnin vildi fá inn í lögin felt með 5177 atkv. gegn 2530. Um atkvæðavaldið á fundum fé- lagsins urðu á endanum þessar lyktir: Ef hluthafar í Vesturheimi fela á fundi þeim í Winnipeg, er um ræðir í 17. grein, umboðsmanni eða um- boðsmönnum búsettum i Vestur- heimi að fara með atkvæði sin, og hlutaeign þeirra að meðtalinni hluta- eign umboðsmannsins eða umboðs- mannanna sjálfra samsvarar alls meiru en 500 atkvæðum, skal at- kvæðatala slíks umboðsmanns eða umboðsmanna þó eigi vera tak mörkuð sem að framan greinir, heldur getur hún orðið jafnmikill hluti af samanlagðri tölu allra at- kvæða umboðsmannsins fyrir sjálfan sig og aðra eins og aðgöngumiðar hafa verið afhentir að fundinum fyr- ir miklum hluta af atkvæðisbæru hlutafé annara en Vestur íslendinga, þannig t. d., að ef aðgöngumiðar hafa verið afhentir fyrir s/5 alls at- kvæðisbærs hlutafjár annars en Vestur-íslendinga, þá getur umboðs- maðurinn eða umboðsmennirnir neytt á fundinum 3/5 af þeim at- kvæðum, sem hann eða þeir eiga eða þeim hafa verið falin. Af hlutafé landsjóðs telst svo mikið atkvæðisbært, sem nemur 2 5krónum fyrir hvert atkvæði, sem landsjóður hefir án tillits til þeirrar sérstöku hækkunar á atkvæðatölu landsjóðs, sem kann að koma fram til þess að atkvæði hans verði eigi færri en atkvæði Vestur-íslendinga. Farið skal eftir skýrslu er ritari félagsstjórnarinnar gefur um afhend- ingu aðgöngumiða. Ef þeir samningar verða, að land- sjóður gerist hluthafi í félaginu fyrir 400.000 krónur (sbr. 4. gr.) skal fara um atkvæði hans, sem hér segir r A meðan hlutafé félagsins að meðtöldu hlutafé landssjóðs (kr. 400,000) fer eigi fram úr einni miljón króna, skal landssjóður hafa 4000 atkvæði. Þar eftir fær land- sjóður ennfremur eitt atkvæði fyrir hverjar 125 krónur af hlutafé sem við bætist, unz öll hlutafjáruppbæð félagsins nemur svo miklu, að land- sjóður hefir fengið eitt atkvæði fyrir hverjar 25 krónur af hlutafé sinu. Um þátttöku landssjóðs í kosningu stjórnrr og endurskoðenda fer eftir ákvæðunum í 13. og 17. gr. Annað atriði, sem nokkuð var um deilt, var skipun stjórnarinnar. Vestur-íslendingar kröfðust þess i upphafi að mega velja úr sínum hóp 2 stjórnendur, en fulltrúi þeirra hvarf frá þeirri kröfu, er það vitn- aðist á stofnfundinum, að siglinga- lögin nýju banna að stjórnendur í slíkum fyrirtækjum og þessu sé bú- settir erlendis. Var það samkomulag úr um stjórn- arskipunina, að V.-ísl. skyldu til- nefna 4 menn, búsetta í Reykjavik, en Austur-íslendingar 8 búsetta menn hér I stjórnina og velja síðan í sam- einingu 6 af þessum 12 tilnefndu mönnum. Lögmæti funda vildi hr. Bíldfel binda við, að fundarsókn næmi 51% af hluthafaatkv., en svo langt þótti fundinum eigi ráðlegt að ganga og samþykti að 33% hluthafa atkvæði skyldi nægja. Margar tillögur komu fram um að takmarka atkvæðamagn hinna stærri hlutaeigenda, en voru allar feldar. Líka voru feldar allar tillögur um, að stjórnendur mættu vera búsettir utan Reykjavíkur. Annars skal eigi fjölyrt um breyt- ingarnar. Sjálf lögin skýra sig bezt í fyrra kvöld seint var lokið laga- samþyktinni og tekið til stjórnar- kosningar. Fjögur stjórnendaefni voru tilnefnc af fulltrúa V.-íslendinga hr. Bíidfell. Það voru: Halldór Daníelsson yfirdómari, Jón Gunnarsson samábyrgðarstjóri, Magnús Helgason skólastjóri og Magnús Sigurðsson yfirdómslögm. Kosnir voru Jón Gunnarsson með 5431 atkv. Halldór Daníelsson 4911 — Magnús Helgason fekk 3026 — Magnús Sigurðsson— 1110 — Að því loknu fór fram kosning hinna 5 stjórnendanna og voru þessir kosnir :j Sveinn Björnsson Ólajur Johnson Eqgert Claessen Garðar Gíslason Jón Björnsson Næstir voru: Olgeir Friðgeirsson með 1990 — Thor Jensen — 1628 — Halldór Þorsteinsson — 1320 — Magnús Sigurðsson — 1264 — Jón Brynjólfsson — 1094 — Jón Ólafsson skipstj. — 1035 — Axel Tulinius — 1009 — Páll Halidórsson — 787 — Magnús Magnússon — 552 — Endurskoðendur voru kosnir: L. H. Bjarnason prójessor 2925. O. G. Eyóljsson skólastjóri 2291. Til vara: Þórður Sveinsson póstajgr.m. 1031. Eftir atkvæðagreiðsluna var borin upp svo hljóðandi tillaga frá bráða- birgðastjórninni: »Fundurinn heimilar félagsstjórn- inni að láta smíða tvö skip til ferða milli landa*. Var till. þessi samþ. I einu hljóði. Því næst var stjórninni í einu hljóði heimilað að kaupa eða láta smiða, tvö strandferðaskip, ef þeir samningar yrðu, að landssjóður tæki hluti í félaginu fyrir 400 þús. kr. Tillaga frá J. Bíldfell um að eng- um verði veitt kauplaust far með skipum félagsins, nema framkvæmd- arstjóra, og engum gerð nein iv’ln- un á fargjaldi né flutningsgjaldi um fram venjulegar ivilnanir til stærri viðskiftavina — var samþykt. Síðan var samþykt áskorun til stjórnarinnar um að ráða aðeins ís- lendinga á skipin, að svo miklu leyti sem völ væri á hæfum mönnum ís- lenzkum. Var siðan fundi slitið. hlaut 6677 atkv. — 5360 — — 4144 — — 3677 — — 3399 — Erlendar fréttir og ýmsar greinar bíða næsta blaðs vegna þrengsla. Um veðdeildarlögin flutti Björn Kristjánsson bankastjóri, í Sjálfstæðisfélaginu þ. 20. jan., er- indi það, er birt er í 6. tölubl. ísa- foldar í dag. Til andmæla risu upp Jóhann Jóhannesson kaum., E. M. Jónasson málafl.m. og Þórður Thor- oddsen læknir. Veðdeildarlagamálið á að ræða með stillingu og rökum, eins og erindi B. Kr. er ritað, rangt að beita æs- ingum í sliku máli, svo sem hr. óh. Jóh. og Lögrétta hafa gert. Okeypjs: 1. Mynd aj Hallgrimi Péturssyni (300 ára minning). 2. AJmælisgjöJ Æskunnar, (ljóð og sögur með mörgum myndum). 3. Jólablaðið 1914 (16 bls. í skraut- prentaðri kápu, í lok ársins), fá þeir, sem gerast kaupendur að yfirstandandi árgangi barnablaðsins Æskan og standa í skilum með and- virðið. Argangurinn (112 bls.) kostar 1 krönu og 20 aura. Útsölumenn óskast. Afgreiðslustofa á Laugavegi 63 (uppi). Opin kl. 9—10 f. h. og 2—3 e. h. Bæjarstjórnar-kosningin á mánudaginn. • Heilmargir listar eru komnir fram til bæjarstj.kosningarinnar á mánudag- inn — alls 7. Þeir líta svona út: A-listinn: Sigurður Jónsson, barnakennari. Magnús Magnússon, stýrm.kennari. Magnús Helgason, Kennarask.stj. Sæm. Bjarnhéðinsson, próf. Jón Jónsson frá Vaðnesi, kaupm. B-listinn: Kristján Þorgrímsson, konsúll. Helgi Zoega, kaupm. Samúel Ólafsson, söðlasm. Páll Halldórsson, skólastj. Guðm. Guðmundsson,Vegamótum C-listinn: Frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Frú Jónína Jónatansdóttir. Magnús Helgason, kennarskólastj. Jón Ólafsson, skipstj. D-listinn: Sighvatur Brynjólfsson, næturv. Guðm. Hannesson, próf. Magnús Helgason, Kennaraskólastj. Samúel Ólafsson, söðlasm. Þorsteinn Erlingsson, skáld. E-listiun: Jón Ólafsson, skipstj. Þórður Narfason, trésm. Jóhannes Hjartarson, verzlm. Sigurður Jónsson, bókbindari. Jóhannes Jósefsson, trésm. F-listinn: Pétur Hjaltested, úrsm. Jóhannes Jósefsson, trésm. Hjörtur Hjartarson, trésm. Sæm. Bjarnhéðinsson, próf. G-listinn: Jóhann Jóhannesson, kaupm. Jes Zimsen, konsúll. Sighvatur Bjarnason, bankastj. Pétur Þorsteinsson, verkstj. Gísli Þorbjarnarson, búfræðingur. A-listinn er sá listinn, sem pér eigið að kjósa. Það er listinn, sem Sjálfstæðis- menn standa að — og kjósa allir — auk margra annara. Því allir, sem stillilega meta mannvalið á listunum, sjá, að á A-listanum er það bezt. A ýmsum öðrum listum er góð- um sjálfstæðismönnum dreift inn i milli sem agni á fáfróða kjósendur, til að ginna pá til að velja rangan lista. Svo er t. d. um þann Iistann, er efstur er á hinn eini bæjarfulltrúi af þeim, er frá fara, er sækír fast að komast aftur í bæjarstjórn. Eigutn vér þar við B listann, sem hr Kr. Ó. Þorgrimsson hefir hleypt af stokkunum til að koma sjálfum sér( að aftur. A það skulu eigi dulur dregnar, að vér teljum bæjarstjórnina meira en vel mega vera án konsúlsins — Hann hefir verið tillögufár í meira lagi í bæjarstjórn og lagt á það mesta stund á fundum, að koma fólki til að hlæja, eins og þegar hann er að leika Kranz í Æfintýrinu. En slíkum mönnum er eigi þörf á i bæjarstjórn. Að fara að verðlauna hann einan þeirra 3, er bæjarstjórn ganga úr, með því að endurkjósa íann, væri að fara aftan að siðun- um. Væri vel, að sænski konsúllinn fengi hvíid frá bæjarstjórn næstu 6 árin. Breyting á kosningarat- höfninni, sem allir kjósendur þurfa að átta sig nákvæmlega á er, að samkv. lögum frá síðasta alþingi er leyfilegt hver- jum kjósanda að breyta um röðina á listanum. Ef mönnum t. d. likar bezt aft- asta nafn á lista, er ekkert annað en að setja tölustafinn 1 við það nafn, 2 við nafnið, sem þeim mönnum líkar næst bezt o. s. frv. Sömuleið- is meiga menn strika út nöfn, er þeir vilja ekki hafa, en engu najní najni beeta við og að eins kjósa á einum lista. Samninga-sargið. Undanhaldið. 1. Hinn nýi »leiðtogi« stjórnarflokks- ins, hr. Skallagrímur, hefir kveðið mjög skýrt og skorinort upp úr um stefnu Sambandsflokksins í Lögréttu þ. 14. jan. Stejnan er jyrit og Jremst að halda við l síjellu samningaumleitunum við Dani um sjáljstœðismál vort. Það er gott, að þessi yfirlýsing, svo ótvíræð sem hún er, skuli nú fengin. Þá þurfa kjósendur eigi fram- ar vitnanna við. Þá vita kjósendur, að með því að styðja stjórnar- eða Sambandsflokks- menn á þing, eiga þeir sinn þátt í því, að halda við hinu ófrjósama, engisnýta samningasargi við Dani um sambandsmálið — sargi, sem hver sá, er kapplaust lítur á málið, hlýtur að sjá, að er með öllu von- laust um, að til bærilegra lykta leiði. Það gegnir furðu, að all-stórum stjórnmálaflokki í landinu skuli detta í hug, að sæmilegar málalyktir á sjálfstæðismál vort fáist nú hjá Dön- um, eins og umhorfs er í hugum manna þar í sveit í vorn garð. Og mestri furðu gegnir þó, að þeir mennirnir, sem þátt áttu í brað- ingnum, skuli láta sig henda slika villu. Þegar «bræðingurinn« var á döf- inni var hægt með sanni að segja Dönum, að honum var fylgjandi 4/B hlutar þingsins og fullyrða mátti vafa- laust, að meginþorri þjóðarinnar var sama sinnis. En þrátt fyrir þær miklu líkur, er færa mátti fyrir þvi, að með bræð- ingnum fengist sæmilegur friður í landi hér, og nokkurnveginn ánægja með sambandið — þá urðu nndir- tektir Dana svo afleitar, sem »grút- urinn« bar vitni um. Hvaða von mun þá vera nú um sæmilega kosti, ef farið væri að sarga í samningum, með þjóðina marg- klofna að baki ? Hvað muudu Danir hugsa, ef við færum nú enn, svo skömmu eftir »grútinn«, að fitja upp á samninga- tilmælum ? Þeir mundu þykjast mega álykta, að vér værum eigi lítið óðfúsir í samkomulag, er vér þrátt fyrir stór orð um síðustu boð þeirra, eftir eigi lengri tíma, kremum á samninga- biðilsbrókum. Og þeir mundu sízt bata boð sín, er slíka sjá samningaáfergju og átakanlegar lýsingar á þörfinni miklu hjá oss, að ná einhverjum samning- um, eins og lýsir sér í þessum dæmalausu Skallagríms-greinum Lög- réttu. Hafi nokkur stjórnmálamaður vor ritað fagurlega móti þeim grllum, sem Hannes Hafstein og flokks- menn hans reyndu að vekja til þess ........ að veikja traustið á sjálfum oss árin fyrir kosningarnar 1908 og 1911 — þá var það hr. Éinar Hjörleifsson Og hafi nokkur stjórnmálamaður vor reynt að næra þessar grilur veru- lega nú, þá er það hr. Skallagrímur 0: hr. Einar Hjörleifsson i Lögréttu I9r4- Með því að eigi getur betri »penna« til að svara hr. Skallagrími 0: E. H. frá 1914, heldur en hr. E. H. frá 1908—1909 og 1911 skulum vér leyfa oss að tilfæra nokkur orð hans frá þessum tímum: Árið 1914 segir Skallagrímur (í Lögr. nr. 3, 4 dálk 1 bls.) um kenningar Sjálfstæðisflokksforíngj- anna: »Eftir þeim kenningum eigum vér ekki að hugsa til þess að semja, fyr en Danir hafi viðurkent það, að stöðulögin sé markleysa. Við eigum með öðrum orðum, eftir þeim kenningum að draga samn- inga, þangað til hinn samningsaðil- inn hefir horfið alveg frá sínum mál- stað og gefið það alt eftir, sem samn- ingarnir ættu að vera um«. En í bæklingi sínum: Frjálst sam- bandsland segir E. H. bls. 85. »Nú er baráttan um það, að ís- land verði viðurkent það, sem ís- lendingar hafa jafnan talið það verar þegar þeir hafa nokkuð getað um' það mál hugsað, það sem það hefir ávalt verið að réttu lagi og er enn: Frjálst sambandsland! Það er ekkert samningsatriði nú. Það er undirstaða allra samninga. Á annari undirstöðu viljum vér alls ekkert semja um sambandsmál vort«. Skyldi Skallagrímur geta fundið nokkura sál í sinum nýja flokki er til þess vilji verða að samsinna því, að ísland sé Jrjálst sambandsland Danmerkur eftir stöðulögunum ? Skyldi hann finna nokkura sál í þessum nýja flokki sínum, er þori að bera móti því, að orð hans frá 1907—1908 fari einmitt fram á það, að grundvöllurinn undir öllum samn- ingum við Dani sé, að þeir »viður- kenni að stöðulögin sé markleysa?« Að þessu sinni skal staðar numið um að láta E. H. frá 1907—1908 og E. H. frá 1911 svara E. H. frá 1914, en miklu meira er í sarpinum og mun nánara á það vikið næst, um leið og fána-undanhald E. H. verður gert að umtalsefni. Bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar. í hana voru kosnir þ. 20. þ. m. Ágúst Flygenring, Guðmundur Helgason og Magnús Jóhannsson. Kanamerjunker. Það er titill, sem dönskum hðs- foringjum af hærri stigum og aðals- manna-ungviði er veittur, af konungi, Hafa þessir herrar m. a. það hlut- verk að stýra dansleikum hirðarinn- ar o. s. frv. Þessi vegtylla hefir á nýársdag síð- astliðinn fallið íslendingi í skaut — fyrsta sinni, að því er sögur fara af. Lukkubarnið er hr. Ión H. Svein- bj'órnsson, nefndarritari uppkastsnefnd- arinnar og »fræðari« konungs um íslenzk mál, að því er sagt er, og aldrei verið mótmælt. Embættaveitingar. Ari Jónsson cand. juns er skipað- ur sýslumaður Húnvetninga frá 1. apríl þ. á að telja. Sigurður Hjörleijsson uppgjafarit- stjóri er skipaður læknir á Eskifirði-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.