Ísafold - 08.08.1914, Page 1

Ísafold - 08.08.1914, Page 1
M^iuf«iiiHKiwii>n>iWiiMUi|iiiiiii<M'i'nm<»'i Kemur út tvisvar í viku. Verð ár>r. 4 kr., erlendis 5 kr. eSa 1 Jdollar; borg- ist fyrir miSjan júlí erleiidis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. XLI. árg. ísafoldarprentsmiðja. RitstjóiPÍ: Ólafur BjÖF]n.ssoll. Talsími 48. Reykjavík, laugardaginn 8. ágúst 1914. Uppsögn (skrlfl.) bundin við áramót, er óglld nema kom- in só til ntgefamda fyrír 1. oktbi. og só kaupandl skuld- laus við bíaðið. E i 61. tölublað Erí. símfregnir. Frá Norðurálfu-óíriðnum. Kaupmannahöfn, 4. ágúst 4,43 e. h. Stórt sjómannaverkfall hér. »Sterling« og »Kong Helge« verða að hætta siglingum fyrst um sinn. — (Skeytið barst afgreiðslu Thores hér). __________ Til D. F. D. S. Leith 5. ág. kl. 10,28 árd. Botnia er hingað komin (frá Kaupmannahöfn). Glasgow, 4. ág. kl. 11,5 f. h. Kolaútflutningur bannaður frá Bretlandi — (Skeytið er til John- son & Kaaber). ___________ Til Nathan & Olsen Edinborg, 5. ág. kl. 9,30. Enginn hveiti-útflutningur fyrst um sinn. Til stjórnarráðsins. Khöfn, 5. ágúst. Stjórnin danska hefir í kvöld kallað saman allan herinn vest- an Stórabeltis og lagt neðansjávartundurvélar í Stórabelti og Litla- belti. Þjóðverjar hafa vaðið inn í Belgíu með 100 þús. manns. Til Mr. G. Copland. Edinborg, 6. ágúst. Allfr bankar á Englandi lokaðir til föstudags. Vátryggingargjald hækkar um 10—20%. London 5. ág. kl. 5 síðd. Bretar hafa sökt tveim stórskipum Þjóðverja (Dreadnoughts), tekið eitt, en hið fjórða komst undan á flótta út í Norðursjóinn. Kaupmannahöfa 6. ág. kl. 7,25 e1 hád. Ógurleg sjóorusta hefir staðið í grend við strendur Vestur- Jótlands. Skipafjöldi ótölulegur. Úrslit óunn. Til H. Zoega. Grimsby 7. ágúst. Grimsby-höfn er lokuð vegna ófriðarins. Til Mr. Berrie. Glasgow í gær. Ófriðarhorfurnar eru óbreytar. Til H. Zoega. Grimsby 7. ág. (kom hingað kl. 8). ^ Skipið skipstjórum að halda ekki til Grimsby fyr en með sér- stökum fyrirskipunum. Khöfn 7. ágúst, kl. 8,40. Orustan í Norðursjónum (á Doggersbank) heldur áfram. Þjóð- verjar hraktir suður að Hollandsströndum. — Belgar hafa rekið af höndum sér Þjóðverjaárás hjá Luttich; 8000 Þjóðverjar fallnir. — Sveaborg tekin. 40,000 þjóðverjar settir á land í Finnlandi. Þórshöfn, Fær. 8. ág. kl. 9%. Þjóðverjar hóta að segja ítölum stríð á hendur, ef þeir hjálpi sér ekki. Belgir hafa stöðvað innrás Þjóðverja í landið. Þjóðverjar biða mikið manntjón. Englendingar hafa sent her frá Dover til Ostende til þess að hjálpa Belgíu. Namur lögð í auðn, Þjóðverjar hafa tekið Verviers. Englendingar hafa sökt þremur þýzkum beitiskip- um í Norðursjónum. Enskt beitiskip rekst á tundurdufl í Norðursjónum. 131 maður druknar. Serbar hafa unnið sigur á Austurríkismönnum á Dónárbökkum. Botnía átti örðugt með að komast til og frá Leith. Fekk þar eúgar vörur. Varð að taka herlóds út og inn Leithfjörðinn. Við Orkneyjar var hún stöðvuð af ensku beitiskipi, sem heimtaði nafn hennar og ákvörðunarstað. Lét hana síðan fara. 60 farþegar eru Weð, en engir ferðamenn. Ceres og Tjaldur eru stöðvuð í Leith. Nýmæli. Frh. II. Skugvahliðar pingrœðis. Nýtt kosningajyrirkomulag. Þegar þingræðið komst hér á með stjórnarskrárbreytingunni 1903 þótt- ust flestir hafa himin höndum grip- ið. Mér duldist það ekki að svo færi, hér sem annarstaðar, að því fylgdu margir og miklir gallar og eg tel það sjálfsagt að þeir tímar komi er mjög verður um það rætt, hversu vér getum úr þeim bætt. Reynslan hefir sýnt það ótvirætt á þessum fáu árum, að gallarnir segja fljótt til sín. Þingið hefir lengst af verið skift í tvo andstceða flokka, sem berjast um voldin framar öllu öðru. Þetta er eðlileg afleiðing þess, að sá flokkur fær öll völd í hendur, sem ræður yfir einu eða tveimur atkvæðum fram yfir hinn flokkinn. Stjórn landsins verður ekki landsstjórn heldur flokks- stjórn. A þinginu eru sifeldar við- sjár milli flokkanna, en illdeilur og ófriður, ef út af ber. Það mun og sanni næst, að mörgum verður gjarn- ara að líta á flokkshag en landshag. Óðara en þingræðið kemst á, er þingfriðnum slitið. Þingspilling og flokkadeilur rísa að jafnaði upp og í þessu erum vér ekki eftirbátar ann- ara. . Það breytist fleira en þingið. Blöðin verða öll önnur. Þau verða ætíð að harðsnúnum flokksblöðum, sem gera ýmist að lofa alt, sem þeirra flokkur hefst að, eða lasta alt, sem andstæðingarnir gera. Kjósendur þurfa meira en litla skarpskygni til þess að greina rétt frá röngu þegar flokksspillingin hleypur í blöðin og sem mestu er logið. Flokkadráttur- inn veldur blaðaspillingu. A þessum fáu árum höfum vér orðið glögglega varir við hana. Og það breytist miklu fleira en stjórnin, þingið og blöðin. — Kosn- ingarnar gjörbreytast. Þær verða að geysilegu kappsmáli milli flokkanna, því á þeim veltur það hver við völd- in er. Fundir eru haldnir, mikið talað, blöðin ganga berserksgang og þá er mörgu logið. Víðast er stór- fé varið til hverra kosninga og vita allir, að sumt fer í mútur. Hvað lakast er það, að svo fer ætíð er fram í sækir, að kjósendur ráða ekki hverir í boði eru, því flokksstjórnir sjá um það og þær spyrja ekki hver muni hæfastur, heldur að eins hver sé líklegastur til að ná kosningu og verða jafnframt dyggur flokksmaður. í stuttu máli, það rís upp margvís- leg kosningaspilling. Þannig gengur það erlendis. Vér höfum fengið smjörþefinn af þessu þó í smáum stíl sé. Og það er ekki líklegt að vér verðum betri en aðrir að þessu leyti er fram í sækir. Og enn er eitt mikilvægt atriði ótalið. Þingflokkarnir með flokks- blöðum sinum valda því að sjálfur landslýðurinn skiftist í illvíga flokka, sem eiga í sífeldum erjum og tor- tryggja hvorir aðra. Friðnum er slitið í landinu. Þegar mikið geng- ur á verður úr þessu nokkurs konar innanlandsstyrjöld, þess á milli er ætíð grunt á því góða. Úr öllu þessu verður tilfinnanleg kjósendaspilhng. í sumum héruðum vorum hefir mikið á þessu borið og það svo, að mátt refir heita hálfgerð landplága, víða miklu minna, en engir munu hafa :'arið allskostar varhluta af þessu góð- gæti. Þá er að lokum eitt atriði ótalið og tel eg það ekki minstu varða: Öll stjórnin er á hverfanda hveli. Hvort sem hún er ill eða góð er hún oltin úr völdunum þegar minst vonum varir. Andstæðingaflokkur- inn og blöð hans sitja um hana eins og fjandinn um sál, leggja allar hennar gerðir út á versta veg og fyr eða síðar fara kjósendur að trúa því, að eitthvað hljóti að vera bogið við hana. Hún fer svo óðum að missa fylgi. Þegar til kosninganna kemur ná andstæðingarnir meiri hluta þing- sæta og stjórnin er oltin úr völd- unum. Og hvað tekur svo við? í stað gömlu stjórnarinnar, sem fengið hafði meiri eða minni reynslu við stjórnarstörfin koma ef til vill al- gjörlega óreyndir, óvanir menn, sem veitir alt erfiðara. Menn sem aldrei hafa skipi stýrt eru nú alt í einu settir við stýrið. A einu ári eða tveimur fá þeir smámsaman æfingu og reynslu. Þá er viðbúið að alt fari aftur um hrygg, stjórnin veltist úr völdum og ný komi í staðinn, að minsta kosti hafa hér orðið 4 stjórnarskifti á síðustu 6 árunum. Ekki myndi nokkur óvitlaus mað- ur haga þessu þannig ef um einfalt félag væri að ræða, sem ræki ein- hverja atvinnu. Það væri sjálfsagt bein leið til þess að setja félagið á hausinn. Þessum sifeldu stjórnarbyltingum fylgir auk kostnaðar annað verra. Ef ekki er því meiri stjórnmála- þroski í landinu, verður sin stjórn- málastefna hvert árið. Hún verður eins og stjórnin öll á hverfanda hveli. Sumir telja þetta ástand alt fram- för og menningarvolt. Þeim finst þessi innanlandsstyrjöld vottur um heilbrigt þjóðarlíf. í mínum augum er hatur og sundurlyndi böl, æsing og hlutdrægni hættulegir gripir, flokkalygin beinlínis skaðræði. Eg hefi nú í fám orðum drepið á nokkrar skuggahliðar þingræðis- ins. Eg hefi ekki gert það i þeim tilgangi að hvetja menn til að kasta þingræðinu frá sér. Það er ekki kominn tími til þess, ekki fyr en gallarnir eru orðnir svo tilfinnanleg- ir, að ekki þykir lengur unandi við. Þá fyrst myndi róttæk breyting verða skilin, fá fylgi alþýðu og hylli hennar. En má þá ekki breyta þessu að einhverju leyti til batnaðar, bæta úr einhverjum helztu göllunum? Eg hygg að ýmsu mætti breyta til batnaðar, án þess að valda að öðru leyti nokkrum óhag eða trufl- un. Eg skal minnast á fáein atriði, sem mér hafa komið til hugar, en því miður eru þau ekki framkvæm- anleg í svipinn, úr því stjórnarskrár- breytingin er gengin um garð. En þetta skiftir minstu. Það er ekki viturlegt að lögleiða umsvifalaust nýmæli, sem ekkert hafa verið rædd. Þó mér virðist að hér sé að ræða um hyggilegar breytingar, þá er ekki víst að þú sért mér sammála, lesari góður, ekki víst nema íslenzk al- þýða væri þeim fráhverf, að minsta kosti í byrjun meðan málið er lítt athugað. Breyting alpingiskosninga. Eins og öllum er kunnugt, kjós- um vér nú til albingis 6. hvert ár. Ef engin aukaþing eru haldin, vita menn lítið um það, sízt með nokk- urri vissu, hvort fylgi stjórnarinnar vex að mun eða þverrar á þessu árabili. En svo rís kosningaaldan. Flokk- arnir og blöð þeirra leggja nú til höfuðorustu, sem geysar í nokkrar vikur eða mánuði um land alt. Ef kosningar eru sóttar af miklu kappi má með fullum sanni segja að þjóð- in sýkist blátt áfram af andlegu fári. Vér sáum nokkurn vott þessa, er barist var um uppkastið sæla. En hver úrslit verða á þessum vopnaviðskiftum, er mjög undir at- vikum komið. Þau geta jafnvel ráð- ið meiru en öll framkoma stjórnar- innar á undanförnu kjörtimabili. AUir vita hve miklu skiftir um blöð flokkanna, hve mörg og stór þau eru, hve vinsæl og vel úr garði gerð. Sá flokkur sem mestu fé get- ur eytt í blöð sín stendur venjulega miklu betur að vígi. Miklu skiftir það og hverju meg- in vitfærustu. mennirnir eru, menn- irnir sem skrifa ísmeygilega eins og vinur vor Skallagrímur, eða orð- hepnu mennirnir sem veitir létt að yrkja meinlega vtsu, og finna hróp og hnittiyrði sem festast við menn og málefni, en svo hefir verið jafn- an um »Ingólfs«-fólkið (»þess var von að upp úr brceðingnum kæmi gTiiturinn!«). Það kveður meira að segja svo mikið að þessu, að í raun og veru geta kosningar um alt land oltið á einni vel ritaðri grein, einni smell- inni vísu, einu fyndnu hrópyrði, sem gengur mann frá manni, líkt og vísa Páls Jónssonar um þegn- skylduvinnuna. Og þær geta meira að segja að nokkru leyti oltið á tómum missktln- ingi! Eflaust hefir almennur mis- skilningur á opna bréfinu um ríkis- ráðsúrskurðinn átt drjúgan þátt í úr- slitum síðustu kosninga. Það getur með öðrum orðum far- ið svo hvenær sem vera skal, að til- viljun ein valdi pví að alt kollsteypist í landinu, pingið gjörbreytist og stjórn- in veltist úr völdum. Þetta má að nokkru leyti tryggja á einfaldan hátt. 1 stað pess að kjósa um land alt á 6 ára fresti, ættu kosningar að fara fram í þriðiung kjðrdæma annaðhvort ár. En kjördæmi hvers þriðjungs ættu að vera dreifð um land alt. Með þessum hætti kýs hvert kjör-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.