Ísafold - 08.08.1914, Blaðsíða 2
240
ISAFOLD
dæmi eftir sem áður á 6 ára fresti.
Að þessu leyti er breytingin engin.
Eigi að síður hefði slík breyting all-
mikil áhrif.
Frá þjóðræðis- og kjósenda sjón-
armiði er hagnaðurinn einsýnn.
Með þessu skipulagi eru kjósendur
(i þriðjung kjördæma) spurðir annað-
hvort ár hversu þeim falli stjórnar-
farið, en nú á 6 ára fresti. Þó
þriðjungur kjördæma sé ekki einn
um kosningahituna getur hann velt
litlum meiri hluta, en sýnt stórum
í »tvo heimana«. Þjóðin á með
pessu móti viiklu auðveldara með að
segja stjórninni til syndanna.
Stjórnmálaflokkunum ætti að falla
skipulag þetta vel í geð. Fyrir
þeim verður sjón sögu ríkari um
það, hvaðan vindurinn blæ*. Þeir
vita miklu betur en fyr um pjóðar-
viljann, hvort kjósendum fellur
stjórnarfarið vel eða illa, og geta
hagað sér eftir því.
Þá er það ekki minstur hagnaður
að stjórnarskijti í landinu verða miklu
minni tilviljun undirorpin. Þó ein-
hver flugufregn, einhver misskiln-
ingur, eitthvert þjóðfrægt hrópyrði
sé á ferðinni, þegar kosningar fara
fram, verkar alt slíkt að eins á þriðj-
ung kjósenda. Svo er þjóðinni aft-
ur gefinn umhugsunarfrestur í 2 ár,
og sami tími stjórninni til að sýna
snild sína eða bæta ráð sitt. Þá
kýs annar þriðjungur kjósenda og
ef til vill á annan veg en hinn fyrri.
Svo gengur þetta koll af kolli. Alt
fær heilbrigðari, fastari rás en fyr.
Enn er einn góður kostur ótal-
inn. Þetta er cðlileqasti ot? bezti veq-
urtnn til pess að halda við lijandi
stjórnmdlaáhuga í landinu. Við hverj-
ar kosningar, myndu allir flokkar
prédika sinn boðskap fyrir fólkinu
og ætið myndi það nokkrum tíð-
indum sæta, hvernig kosningar tækj-
ust annað hvort ár og hverir kæm-
ust á þing.
En nú sofa flestir í 6 ár og vakna
með andfælum við illan draum:
herblásturinn til stjórnarskiftakosninga
um land alti
Eg hefi nú aðeins að bæta því
við að ef kosningum væri hagað á
þennan hátt, þá er um leið ráðin
sú gáta hversu sleppa megi hjá nýj-
um allsherjarkosningum við stjórn-
arskrárbreytingar. Hvenær sem
stjórnarskrárbreyting væri samþykt,
væri þriðjungur þingmanna nýkos-
inn og má ætla að hann sé í fullu
samræmi við kjósendur. A næsta
þingi er annar þriðjungur nýkosinn
og nemi atkvæðatala þessara a/3 þing-
manna er greitt hafa atkvæði með
breytingunni, meira en helmingi allra
atkvæða þingmanna, ætti það að
nægja til þess að breytingin yrði af-
greidd til fulls frá þinginu.
Stjórnarskrárbreyting sem fengi
góðan byr, yrði því samþykt til
fullnustu á 2 reglulegum þingum án
sérstakia kosninga, en á 3 ef fylgi
væri af skornum skamti.
Frh.
Guðm. Hannesson.
Morðmálið.
Yfirréttur hefir staðfest undirrétt-
ardóminn í málinu gegn Júlíönu
Jónsdóttur fyrir bróðurmorðið. —
Verður málinu nú vísað til hæsta-
réttar. __
Heiðursmorki.
Landritarinn, Klemenz Jónsson
er nýlega orðinn kommandör danne-
brogsorðunnar og skrifstofustjórarn-
ir Indriði Einarsson og Jón Her-
mannsson dannebrogsriddarar.
Heljarslóðarorrusta
stórveldanna
og alþingi.
Boðarnir frá Heljarslóðarorrustu
stórveldanna brotna hér á klettun-
um og sækja upp á landið. Boð-
arnir heita hér kornvöruskortur, kola-
leysi, saltskortur og peni.ngaleysi. —
Alþingi hefir setið nótt og dag á
fundum, til þess að finna út bjarg-
ráð móti boðunum, að þeir gangi
ekki á land upp. Það hefir ákveðið
að landsstjórnin og velferðarnefndin
skuli útvega kornmat, sem nægi
rneðan þessi trylti hildarleikur varir.
Þeir eiga að útvega ko'. Landið
þarf 9000 smálestir af kolum á mán-
uði. Hvern mánuð sem kol vantar
skaðast þjóðin um hér um bil 600
þús. kr. — við að fiskiveiðar og
verksmiðjur liggja niðri. England
hefir lokað kolamarkaðinum út á við,
það þarf auk annars að byrgja 600
herskip með kolum, svo þau séu á
verði dag og nótt. Til að hafa eitt-
hvað til að kaupa fyrir hefir löggjafar-
valdið hér á landi tekið til sín gull-
forða Islandsbanka og gert seðla bank-
ans óinnleysanlega, þangað til í októ-
ber næstkomandi. Alþingi hefir unn-
ið öll þessi verk með flýti, samhug
og einlægum vilja til að frelsa land-
ið undan boðunum frá Heljarslóð. —
Kornmatur er fáanlegur og ísland
framleiðir mikið af matvælum til út-
flutnings, það er naumast sérleg hætta
á verulegum matarskort. Hver dag-
ur, sem landið er kolalaust, kostar
20 þús. kr., fyrir utan þjáninguna,
sem kuldinn hefir í för með sér
þegar vetrar að. Það getur orðið
erfitt að eiga við kolin. En þegar
komið er upp að því hámarki, sem
gefa má út í seðlum (3.2 miljónir),
þá verður hver gjaldþrota um annan
þveran, ef innlendu viðskiftin þurfa
meiri peninga en mest má gefa út
í seðlum.
Gull eða útlendir seðlar.
Gull er enn fáanlegt á Norðurlönd-
um. Frá öðrum löndum getur Is-
landsbanki ekki fengið gullforða. —
Gullforði hans verður að vera í mót-
aðri norðurlandamynt eftir lögunum.
Meðan þessi trylti hildarleikur varit
þorir engin bankastjórn að láta senda
sér gull. Fyrir herháska er engin
vátrygging til, skipin geta farist á
tundri, sem hefir verið lagt í sjóinn.
Slík tundurskeyti geta fluzt til neð-
ansjávar, eins og t. d. net, sem lögð
eru hér í sjóinn. Seðla frá Noregi
mætti sömuleiðis fá, en Norðmenn
eru einnig búnir að leggja tundur-
vélar í sjóinn á ýmsum stöðum. Á-
hættan við að láta senda sér norska
seðla er svipuð áhættunni við að
senda gull frá Danmörku. Svo er
hættan fyrir því, að skipið, sem flyt-
ur gullið eða seðlana, verði hertekið
og skaðabætur algjörlega óvissar. —
Einstakir menn kringum Dybböl hafa
enn ekki fengið skaðabætur fyrir her-
skaða sem þeir biðu 1864. Norskir
seðlar eru ekki lögeyrir hér á landi,
þótt þcir sjáist stundum manna á
milli. Það mætti setja út á það.
Seðlar þjóðbankans í Danmörku eru
lögeyrir hér, en söm er hættan við
flutninginn eins og við flutninginn
á gullinu. Það er hætta, sero engin
bankastjórn mundi þora að taka upp
á sig.
Bankastyrjöld innan lands.
Mér mun nú ef til vill verða svar-
að: Þú talar aðeins um íslandsbanka,
Landsbankinn getur látið borga 100
—200 eða 300 þúsund krónur inn
í reikning íslandsbanka erlendis, og
látið svo senda sér ávísun á hann
með símskeyti; borgi íslandsbanki
ekki ávísunina svo gerir Landsbank-
inn hann gjaldþrota, og það liggur
opið fyrir, þegar Islandsbanki hefir
enga seðla til þess að fullnægja kröf-
unni. — Það væri að segja íslands-
banka stríð á hendur, og til þess
mundi aldrei draga. — íslandsbanki
hefði líka gott ráð til þess að taka
á móti þvi. Hann gæti samstundis
látið síma sér — eigum við að segja —
i.yoo.ooo króna ávísun á Lands-
bankann, og gengið að honum und-
ir aðför að lögum, lokað honum og
gert hann gjaldþrota, það væri þjóð-
félagið sem tapaði mestu. Þótt slík
bankastyrjöld sé hugsanleg, þá er
víst að slíkt getur ekki komið fyrir.
Hagsmunir beggja bankanna og hags-
munir þjóðfélagsheildarinnar eru eitt
og hið sama.
Hámarki seðlaútgáfunar er
hér um bil náð.
Um þessar mundir, á íslandsbanki
inni erlendis hér um bil 1.400.000
kr., en vegna Heljarslóðarorrustu
stórveldanna getur hann ekki átt á
hættu að láta senda sér þær, eða
brot úr þeim í gulli eða þjóðbanka-
seðlum. Hér í námunda við okkur
liggur 4 miljóna króna virði í salt-
fiski. Eigendurnir geta orðið gjald-
þrota, ef þeir geta ekki fengið pen-
inga út á fiskinn, hvort sem hann
verður sendur eða sendur ekki fyrir
ófriðnum. — Þeirra lánardrotnar,
skipstjórar, sjómenn, kolakaupmenn
og verkamenn þurfa laun sín, og
fái þeir þau ekki þá komast þeir á
nástrá, og kannske í gjaldþrot. Mestu
af þessu væri borgið, ef bankinn
gæti dregið að sér peningana, sem
hann á erlendis. En áhættan er
svo mikil við það, að engin banka-
stjórn mun voga það að láta senda
sér það í gulli eða gjaldgengum seðl-
um.
Bjargráðið sem hefir gleymst.
Eg held að alþingi hafi gleymt því,
eða ekki séð fram á það, að þeir
seðlar, sem unt er að gefa út eru
ekki nógir fyrir viðskiftaþörfina, sem
er rétt framundan deginum i dag.
Af því að íslandsbanki getur ekki
styrjaldarinnar vegna dregið að sér
innieignina erlendis, þá eru engar
líkur til að bankarnir geti fullnægt
viðskifta þörfinni næstu vikur. Lands-
bankinn er alveg i sömu fordæm-
ingunni, ef hann léti senda sér gull
(sem er dýrt nú) eða þjóðbankaseðla
sjóleiðina, þá á hann sendinguna al-
veg á sömu hættunni og hinn bank-
inn; á því er enginn munur. Hver
bankinn, sem fyndi upp á ávísunar-
kaupunum á hinn, leiddi mestu ógæfu
yfir landið. Eina opna leiðin sýnist
mér vera, ef íslandsbanki, sem hefir
einkaleyfi til að gefa út innleysan-
lega seðla mætti gefa út seðla út á
gullforða, sem hann legði fyrir til
geymslu í þjóðbankanum í Kaup-
mannahöfn meðan að stórveldin berj-
ast á Heljarslóð, og gera alla alla
aðdrætti óvissa fyrir okkur fámennu
þjóðirnar. Gæti þessi seðilútgáfa
numið 1.500.000 kr. — ef þörfin
krefði — þá yrði það sjálfsagt handa
báðum bönkunum nóg til að forða
viðskiftalífinu innan lands frá pen-
ingasvelíu. Þjóðbankinn f Khöfn er
einstakra manna eign og yrði þess
vegna ekki tekinn af óvinaher, þótt
Khöfn væri tekin með herskildi.
Hann er alveg eins tryggur geymslu-
staður og Bank of England, sem
líka er piivat hlutafélag.
Seðlalögin fyrir þinginn.
Eg get ekki komist hjá þvi, að
minnast á seðlalögin fyrir þinginu.
Það voru Danir sem fundu upp að
setja takmarkið fyrir seðla útgáfunni
2l/2 miljón, til þess að enginn ís-
lenzkur bankaseðill gæti gengið í
Danmörku, eða mætti missast þang-
að. Það kom líka frá sömu upp-
sprettunni, að hafa seðlana sterkar
trygða en upphaflega var ætlast til,
því við htr áttum ekki að fá neitt
sérlega ódýra seðla, eða neitt sér-
lega góðan banka. Það er sjálf-
stæðismerki að vera svo settur, að
þurfa ekki að lána seðla hjá annari
þjóð á hverju ári, þegar viðskifta-
þörfin er mest. Við erum svo langt
í burtu frá öðrum, að við verðum
helzt að geta hjálpað okkur sjálfir
bæði með seðla og annað. Innleys-
aulegu seðlarair eru sú eina mynt,
sem við getum slegið sjálfir. Seðlar
eru ódýrari gjaldeyrir fyrir land og
þjóð en gullið. I nefndaráliti, sem
dagsett er í gær, stendur, að með
aukningunni á innleysanlegu seðlun-
um sé verið að tálma því, að gull
geti komist inn i landið, og það er
hálfskrítið, að sá hlutinn af nefndar-
álitinu, sem þessi setning stendur i,
er undirskrifaður af bankastjóra, sem
stendur fyrir banka, sem stofnaður
er með óinnleysanlegum seðlum.
Við spörum gull með seðlunum, og
við erum ekki svo ríkir, að við get-
um í bráð keypt nóga gullpeninga
til gjaldeyris. Englendingar hafa
notað innleysanlega seðla til gjald-
eyris síðan 1694, og eru ekki orðnir
svo ríkir enn þann dag t dag, að
þeir hafi látið sér koma til hugar
að bera þá á bálið og lögleiða gull
gjaldeyri í staðinn.
Kjörin, sem efri deild býður eru
svo, að bankinn getur ekki i 2 til
3 ár gefið út nokkurn seðil fram
yfir 2^/2 miljón. Breytingartillögur
neðri deildar eru svo — að mér
sýnist — að bankinn mun aldrei sjá
sér fært að nota þær heldur.
Það er leitt fyrir hann að þurfa að
nota þjóðbankaseðla á hverju hausti
þegar mest kallar að. Það er lítill
sómi fyrir landið, að vera alt af upp
á danska þjóðbankaseðla komið. Þeir
geta stundum verið ófáanlegir þegar
peningavandræði eru erlendis, eða
eins er ástatt og nú er. En harð-
ast verður almenningur úti, og jafn-
vel Landsbankinn, sem er útilokaður
frá því að fá peninga hér í viðlög-
um, þvi íslandsbanki hugsar eðlilega
fyrst um viðskiftamenn sína áður
en hann hugsar um fé handa Lands-
bankanum.
Rvík 8. ágúst 1914.
Indr. Einarsson.
ReykjaYíknr-annáll.
Skipaf regn:
Mjóg tefjast skipakomur hingað
vegna ófriðarins. S k á 1 h o 11 átti að
fara hingað frá Khöfn í fyrradag, en
varð að hætta við.
P o 11 u x gerði það að skilyröi fyr-
ir hingaðkomu sinni, að stjórnarráðið
sæi skipinu fyrir kolum — og var það
gert. Pollux fór frá Bergen í gær-
kveldi.
Gustav Falk, strandferðaskipið
fór á stað í strandferð í gær. Meðal
farþega voru síra Jón Jónsson frá
Stafafelli og Þórh. Daníelsson kaupm.
frá Hornafirði.
B 0 t n í a er farin frá Þórshöfn og
kemur sennilega hingað á mánudags-
kvöld.
Messað á morgun:
í fríkirkjunni kl. 12 síra Jóh. Þork.
kl. 5 síra Har. Níelss.
Frá alþingi.
Fánamálid. Eftir því, sem
ísafold hefir heyrt mun mega búast
við, að gott samkomulng verði um
afgreiðslu þess í þinginu.
Stiórnarskráin. Nefndar-
álitið er enn ókomið frá stjórnar-
skrárnefndum alþingis, en fullyrt,
að það komi i dag. Fyrirvari
sá er fylgja á mun eigi verða
ágreiningsefni milli þingflokkanna,
að því er fróðir menn telja víst. —
Er velfarið ef tekst að halda þessum
tveim stórmálum nokkurnvegin utan
flokka-deilanna.
íslands banki. Nefnd sú er
skipuð var i Neðrideild til að íhuga
aukning á seðlaútgáfurétti íslands
banka hefir klofnað. — Fylgir hér á
eftir nefndarálit meirihluta og minn-
hluta nefndarinnar.
Frumvarp þetta er í öndverðu
lagt fyrir þingið af stjórninni, og
var í því farið fram á það, að bank-
anum yrði veitt heimild til útgáfu
seðla alt að 5 milj. kr. og með
samsvarandi tryggingu, þeirri er nú
er samkvæmt gildandi lögum bank-
ans nr. 66, 10. nóv. 1905. Telur
bankinn viðskiftaþörfina heimta aukna
seðlaútgáfu. Viðskiftaþörfin vaxi
hröðum fetum um leið og fram-
leiðsla í landinu aukist, og vanti því
bráðlega innlendan gjaldmiðil, nema
seðlaútgáfuréttur bankans verði auk-
inn frá þvi sem nú er (2 J/2 milj.
kr.). Þeir nefndarmanna, er hér
skrifa undir, vilja eigi neita því, að
þetta sé rétt. En þeir líta svo á,
að um leið og til mála komi, að
bankanum verði til fullnaðar veitt
meira lánstraust —- þvi að í aukn-
um seðlaútgáfurétti felst aukið láns-
traust, er landið veitir bankanum,
og um leið aukin ábyrgð landsins á
bankanum, — telja þeir nauðsyn
bera til þess, að breytt verði skipu-
lagi bankans á ýmsan veg, og með
öllu óaðgengilegt að auka réttindi
hans til frambúðar, nema viðunandi
breytingar verði fyrst á þessu gerðar.
Helztu breytingarnar, sem sá hluti
nefndarinnar, er hér ritar undir, tel-
ur sjálfsagðar, eru þessar:
1. Landsstjórnin skipi 1—2 af
bankastjórunum. Með því ætti að
vera aukin trygging fyrir því, að
landið hafi eftirlit með bankanum,
betri og meiri tök í stjórn hans en
nú er. Er þetta svipað og urn
Þjóðbankann danska gildir. Þar eru
2 stjórnkjörnir bankastjórar af 4
eða 5.
2. Þingið kjósi einn og stjórnin
annan endurskoðunarmann, og hlut-
hafar svo sem þeir telja sér þörf.
Nefndarmenn, er hér undirrita, telja
endurskoðun bankans nú svo vaxna,
að hún veiti of litla tryggingu fyrir
því, að allur rekstur bankans sé I
lagi. Sérstaklega viljum vér taka
það fram, að endurskoðendur mega
ekki með nokkuru móti vera skuld-
skeyttir bankanum eða háðir á nokk-
urn hátt. Endurskoðendur þurfa
þvert á móti að vera fullkomlega
sjálfstæðir gagnvart þeim — hér
bankanum — er þeir eiga að end-
urskoða hjá. Þessum skilyrðum mun
eigi hafa verið fullnægt um endur-
skoðendur íslandsbanka.
3. Oss virðist allskostar óheppi-
legt, að formenska í bankariðinu sé
sameinuð ráðherraembættinu. Ráð-
herra á ekki að vera í því ráði, held-
ur á hann að vera yfir þvi og yfir
bankanum, á líkan hátt og dóms-
málaráðberra Dana er kcnunglegur
»Bankkommissær« við Þjóðbanka
Dana. Ráðherra ætti auðvitað enn-
fremur að eiga rétt á, að athuga all-