Ísafold - 08.08.1914, Blaðsíða 3
I S A F 0 L D
241
an hag bankans, hvenær sem hann
vill,
4. Bankaráðið er nú, samkvæmt
reglum bankans, svo að segja alveg
valdalaust, hefir eigi einu sinni rétt
til að líta í bækur bankans, kemur
einu sinni á ári á bankaráðsfund
svokallaðan, kvittar ársreikninginn
og tekur út kaup sitt. Þess verður
eigi vart, að bankaráðið skifti sér,
eða geti skift sér, af bankanum.
Það þarf því að auka va!d banka-
ráðsins að stórum mun, og jafnframt
tryggja landinu jafnan meiri hluta í
því, svo að það geti haft yfirlit yfir
útlán og alla starfsemi bankans og
eftirlit í þá átt. Nú er bankaráðs-
staðan skoðuð einungis sem ábyrgð-
arlaus og athafnalaus staða. En á
þessu þarf að verða breyting hvoru-
tveggja, áður en viðlit geti verið að
láta bankanum í té mein hlunnindi
til frambúðar en nú hefir hann.
5. Málmforðann, til tryggingar
seðlum bankans, virðist sjálfsagt að
færa upp úr 3/s í 4/8 eða 50 % af
seðlafúlgu þeirri, er hverju sinni er
i umferð, eins og var í upphafi,
eftir lögum 7. júní 1902, en breytt
var með lögum nr. 65, 10. nóv.
1905. í Þjóðbankanum danska skal
málmforðinn aldrei minni vera en
50 °/0, og er banki þessi þó talinn
mjög tryggur. Landið ber i raun
og veru ábyrgð á seð'um bankans,
þar sem seðlarnir eru lögboðinn
gjaldmiðill, og fall bankans, vegna
ógjaldfærni, hiyti að verða, af þess-
ari ástæðu, mjög alvarlegt fyrir land-
ið og stórum alvarlegra en fall
hvers annars banka einstakra manna,
er eigi gefur út seðla.
Enn fremur sýnist nauðsyn á því,
að ríkara eftirlit sé haft með því,
að lögboðinn málmforði sé í raun
og veru, á hverjum tima sem er,
fyrir hendi í bankanum.
6. Rikara eftirlit þarf og með
seðlum bankans, sérstaklega með
því, hvað sé ónýtt af þeim.
7. Yfirlit yfir hag bankans ætti
að birta mánaðarlega í blaði þvi hér
á landi, er stjórnarvaldabirtingar
flytur, og auðvitað á íslenzka tungu.
Þetta er að vísu ákveðið nú, en
hefir eigi verið fylgt nú á þessu ári.
Þá ættu ársreikningar bankans að
vera glöggvari en nú er, svo að
betur sæist, hvað í hverjum lið felst.
»Ymsir skuldheimtumenn*, nema t.
d. yfir hálfu þriðju miljón á síðasta
ársreikningi. Og er ýmsum getum
um það leitt, hvað felist í þessari
upphæð, enda óvanalega há á reikn-
ingi eigi stærra banka en íslands-
banki er. Vekur slík reikningsupp-
gerð tortrygni gagnvart bankanum,
sem vér ætlum þó óþarfa.
8. Upphaflega (sbr. Alþt. 1901 A.
þingskjal 45), sýnist tilætlunin hafa
verið sú, að bankinn skyldi eigi
feka sparisjóðsstarfsemi, sakir þess
að slík starfsemi yki áhættu hans,
og enda eigi vel fallið seðiabanka
að reka þesskonar störf. Þetta at-
riði vill nefndin líka, að tekið verði
ril rækilegrar athugunar, áður en af-
ráðið yrði til frambúðar um aukinn
seðlaútgáfurétt til handa bankanum.
9. Það hefir viðgengist, að bank-
inn hefir veitt lán gegn sjálfs sins
blutabréfum sem handveði. Þetta
Þýkir hvarvetna, að því er oss er
bezt kunnugt, allskostar óviðeigandi
°g eigi hættulaust. Og ætti það
því eigi að eiga sér stað, því að
uni leið og bankinn tapaði, minkar
Verðmæti veðsins, enda vel fallið til
a^ koma hlutabréfunum í óeðlilega
hátt verð.
Ie>. Þá virðist oss sanngjarnt, að
seðlaúlgáfuréttur bankans er auk-
lnn, þá skuli bankinn greiða hundr-
aðsgjalö til landsjóðs af seðlafúlgu
Þeirri, sem hverju sinni er í umferð
ram yfir málmforðann. Þetta er
e*nskonar endurgjald fyrir áhættu
landsins á seðlunum, og á jafnframt
að koma í veg fyrir það, að réttur-
inn sé misbrúkaður.
Þótt vér getum eigi, samkvæmt
framanskráðu, gengið að stj.frv. eða
frv. eins og það kom til deildarinn-
ar frá háttv. efri deild, þar sem
réttur til aukningar seðlaútgáfurétt-
arins er veittur bankanum ótíma-
takmarkað og án þess að sett séu
nokkur ný skilyrði um eftirlit með
bankanum og skipulagi hans, þá
þykir oss að því gangandi nú, sér-
staklega með tillit til þess voveiflega
hernaðarástands, sem nú stendur,
að heimila bankanum að auka seðla-
útgáfu sína um 700 þús. krónur í
mesta lagi, gegn 50% málmforð*-
tryggingu og 2% árgjaldi i lands-
sjóð af því, sem fram yfir málm-
forðann er í umferð. og að þetta
verði aðeins til bráðabirgða, gildi
eigi lengur en til októberloka 1915.
enda leysi bankinn, fyrir þann tíma,
inn það af þessum 700 þús. kr.
sem þá verður í umferð fram yfir
2 */a miljón, nema næsta þiug geri
aðra ráðstöfun.
Berum vér því fram fyrir háttv.
deild breytingartillögurnar á þingskj.
404 við frv., og ráðum háttv. deild
til að samþykkja það með þeim
breytingum.
Alþingi 7. ágúst 1914.
Einar Arnórsson. Sig. Gunnarsson,
með fyrirvara að því er
snertir sum atriði i
nefndarálitinu.
Eftir atvikum samþykkir breyting-
artillögunum, en ósamdóma ýmsu í
nefndarálitinu.
H. Hafstein. Pétur Jónsson.
Við, sem ritum hér undir, erum
samþykkir framanrituðu nefndaráliti,
að því er snertir innganginn og lið-
ina 1—10, en sjáum eigi ástæðu til,
að veita neinn aukinn seðlaútgáfu-
rétt, eins og lagt er til þar að síð-
ustu.
Á þessutu ófriðartimum, þegar að-
eins gull er gjaldgengt, þá virðist
æði ískyggilegt, að ýta undir það,
að gefið sé út meira af seðlum en
áður er leyft, því slík aukning gæti
verkað öfugt, þannig, að vér yrðum
í enn meiri vandræðum með borg-
un útlendra nauðsynja en nú, eins
og síðar skal sýnt.
Þegar þess er gætt, að innlenda
viðskiftaþörfin krefur eigi meir en
sem svarar helmingnum af seðlum
íslandsbanka, auk Landsbankaseðl-
anna, þá virðist nauðsynin ekki vera
brýn, og má sjá seðlaumferð íslands-
banka af meðfylgjandi fylgiskjali sið-
ustu 6 árin.
Ef allir núverandi seðlar beggja
bankanna eru úti, þá nemur það 38
krónum á hvert mannsbarn á land-
inu, fyrir utan útlenda seðla, sem
hér eru í umferð, sem er ekki lítið,
og fyrir utan silfur og koparmynt.
Gull sést sjaldan. 1901 segir Þjóð-
bankinn danski, að peningaumferðin
í 3 löndunum, Danmörk, Noregi og
Svíaríki, hafi verið um 20 ára bil
37 kr. á mann. Nærri má geta
hvort innanlands peninga-umferðin
er meiri hér nú en þar var þá.
íslandsbanki getur því ekki þurft
meira af seðlum en hann hefir nú,
og mun eiga fult í fangi með að
útvega nægt gull, ef þeir eru allir
settir í umferð.
Þar sem auðsætt er, að innlenda
viðskiftaþörfin heimtar eigi meiri
seðla, þá getur eigi verið beðið um
þá af öðrum ástæðum en þessum:
1. Af ótta fyrir því, að sparisjóður
íslandsbanka verði tæmdur, en
til þess ótta er nú engin ástæða,
síðan lögin um vernd banka og
sparisjóða voru staðfest. Auk
þess eru útborgunarskilmálar ís-
laudsbanka úr sparisjóðsbókum
hans þannig, að bankinn getur
borgað svo lítið sem hann vill.
Sú ástæða fellur því um sjálfa sig.
2. íslandsbanki segir:
Eg þarf seðlanna með, til þess
að borga út fiskfarma fyrir út-
lend verzlunarhús og banka, sem
eg hefi viðskifti við.
En það er nauðsynlegt, að gera
sér ijóst, hvað verið er að gera þeg-
ar seðlar eru auknir í því skyni.
Það er verið að tálma því, að qull
geti komist inn í landið, sem borgun
fyrir okkar gullsígildi, vörurnar, og
verið að setja bankann og landið í
hættu, verið að stuðla að því, að
vörur okkar fari úr landinu dn pess
nokkur ábyggileg trygging sé jyrir
borguninni.
Slík útborgun á förmum fyrir út-
lend verzlunarhús og banka fer
þannig fram :
Bankinn borgar farmana með
skuldabréfi á sjálfan sig, seðlunum,
lætur þjóðina lána sér andvirði farms-
ins upp á landsins ábyrgð. í stað-
inn fyrir upphæð þá, sem bankarn-
ir hér og iandið hafa þannig sett
sig í skuld fyrir, fá þeir oftast 3
mánaða víxla á útlent verzlunarhús
eða banka.
Þessa 3 mánaða víxla senda þeir
svo stundum með skipinu er flytur
farminn til »Ordru«-hafnar á Skot-
landi, eða í pósti. Og er engin
trygging fyrir, á slíkum ófriðartím-
um, að víxlarnir komi fram.
Komist víxlarnir sína leið, til Lund-
úna vanalega, eru þeir samþyktir,
og liggja bessi blöð því þar í 3
mánuði.
Margt getur skeð á þeim tíma, á
hernaðartímum.
a. Að prívatbankar þeir eða verzlun-
arhús, sem viðskifti eru við, verði
gjaldþrota.
b. Að bankarnir verði eyðilagðir
og rændir, og er þá þessum pappírs-
blöðum hætt.
A hernaðartímum reynir óvinveitta
þjóðin allra mest að skaöa peninga-
stofnanir óvinarins og að ræna þær
fé. Það liggur í augum uppi, að
slík viðskifti eru á ófriðartimum
stórhættuleg fyrir landið. Bankinn
á á hættunni að standa í skuld fyrir
fiskfarmana, en fá ekkert i staðinn.
Og hvar stendur bankinn þá ?
Ekkert getur undir þessum kring-
umstæðum verið trygg borgun nema
gull i landinu sjálfu, og helzt til
mikil léttúð að líta öðruvísi á.
í staðinn fyrir að gefa út meiri
seðla, á þingið að fá íslandsbanka
til að láta sína útlendu viðskiftavini
vita að undir pessum kringumstaðum,
geti hann ekki borgað fiskfarma fyrir
þá, nema þeir, á eigin ábyrgð, sendi
andvirðið hingað heim i gulli.
Hvert gætið þing mundi fara þann-
ig að. Og þá eru nokkrar likur
fyrir að landið fái mynt til þess
að kaupa fyrir nauðsynjar sínar í
Vesturheimi. Það virðist liggja nær
fyrir þing og stjórn, að semja heim-
ildarlög fyrir stjórnina til þess að
banna að vörur vorar fari til Spánar
og Ítalíu fyr en andvirði þeirra er
komið í gulli hingað til landsins,
eða þangað til ófriðarhættan er af-
staðin.
Það bann mundi tryggja bankana
og landið gegn allri hættu og sem
full þörf er á að tryggja, eins og
nú er ástatt.
Við leggjum því til að frumvarpið
verði felt ásamt með breytingartil-
lögunum.
Alþingi 7. ágúst 1914.
Björn Kristjánsson. Þorl. Jónsson.
Hjörtur Snorrason.
Eftirlaunin. Þingsályktunar-
tillagan um skipun milliþinganefndar
til að rannsaka eftirlaunamálið í sam-
bandi við launakjör embættismanna
yfirleitt var til umræðu í Neðrideild
i gær. Lagðist einn embættismaður
landsins Sig. Sigurðsson ráðunautur
mjög hávært móti tillögunni, en
ráðherra og Sv. Bj. mæltu með
henni. Var tillagan að lokum sam
>ykt tneð öllum atkv. gegn 5.
Héraírunivarpið margrædda
er nú Ioks að lögum orðið. Gerðist
sá atburður i Efrideild í gær, með
terkjum þó. Var frv. um friðun
téra samþykt með 6: 5 atkv. (Bj.
Þorl., Guðm. Bj., Karl Einatsson,
Kr. Dan. og Magn. Pét.)
Djóðjarðasala. Frv. um sölu
á jörðinni Núpur í Öxarfirði var
felt í Neðrideild í gær með mikl-
um atkvæða mun.
Heimildarlögin um rekstur
Vífilsstaðahælis, heimflutning á lista-
verkum Einars Jónssonar og vita-
smíði á Grímsey, eru nú samþykt i
Neðrideild, en lávarðarnir eftir.
Nýr liáskólakennari. Frum-
varpið um stofnun kennaraembættis
klassiskum fræðum við háskólann
refir Efrideild samþykt. í Neðri-
deild kom það til r. umr. í gær og
fekk að lifa þar með 17:8 atkv. (E.
P., G. H., Bj. H., Einar Jónsson,
Magn. Kr., Sig. Sig., St. St. Þór. B.)
Fóðrun sauðfjárá kraft-
fóðri.
Eftir ^Andrés Lyóljsson.
í grein, sem Jón Þorláksson lands-
verkfræðingur ritar i Lögr., 27. tbl.
þ. á., skýrir hann frá reynslu Magn-
úsar bróður síns á Blikastöðum, við-
víkjandi fóðrun sauðfjár á korni (rúgi).
Það væri æskilegt að allir þeir, er
ábyggilega reynslu hafa um fóðrun
sauðfjár á kraftfóðri, er bændum
mætti að haldi koma, létu reynslu
sina í ljósi, því tíðin nú, bendir ó-
tvíræðilega til þess, að heyfengur
verði ekk: svo mikill í sumar, að
bændur geti sett á allan sinn bú-
stofn, þar sem líka heyfyrningar
munu óviða vera eftir síðastliðinn
vetur. Útlitið er þvi það, að bænd-
ur virðast neyddir til að afla sér
hjálparfóðurs handa skepnum sinum,
ef þeir eiga ekki að farga þeim að
mun, eða setja þær í voða með slæmri
ásetningu. En bændum er yfirleitt
ókunnugt um, hvaða fóðurtegund
þeir eiga að nota, hvaða gildi hver
þeirra hefir og þarafleiðandi hversu
kostnaðarsamt er að fóðra búfé sitt
þannig.
Ábyggilegar tilraunir eru nauðsyn-
legar til að leiða þessi atriði i ljós,
en »flest skal i neyð nota«, og þess
vegna eiga menn að skýra frá reynslu
sinni í því efni, enda getur reynsl-
an, sé hún margreynd, gert fult gagn.
J. Þ. segir að Magnús á Blika-
stöðum telji 2/8 pela eða V7 kg. af
korni hálfa gjöf framan af vetri, en
1 pela seinni hluta vetrar.
Af reynslu Magnúsar, sem skýrt
er frá i greininni, nm gjöfina siðast-
liðinn vetur, er nú eigi vel hægt að
sjá hvort svo er í raun og veru, að
að þetta magn svari til hálfrar gjaf-
ar, þar sem bæði beitín og heygjöf-
in, einkum gæði heysins, eru óþektir
liðir, sem gildi kornfóðursins velt-
ur á.
Þess er getið í greininni, að beit-
in á Blikastöðum sé »mjög kjarn-
lítiL.
Sé tekið tillit til þeirrar umsagn-
ar, ásamt þvi að heyið af jörðinni
er talið létt, og nýting þess hefir
eðlilega verið í verra lagi, svo og
þess hvað heyeyðslan var lítil, og
síðast en ekki sízt þess, að fénað-
urinn var í góðu standi, þá liggur
nærri að álykta, að kornskamtur-
inn hafi gefið mjög góða raun, eða
verið i raun og veru meiri hluti
fóðursins.
En sé aftur á móti litið til þess,
að M. telur að hann hafi eytt alt að
2 köplum af heyi, hefði hann gef-
ið það eingöngu, eða samtals 120
kg. á hverja kind, sýnist rúggjöfin
hafa minna giidi, en þá hlýtur líka
gildi beitarinnar að hækka mjög, eða
nema alt að a/5 fóðursins, eftir þvi
sem heyeyðsla hefir orðið á land-
rýrðarjörðum, þar sem gefið var fram
á miðjan sauðburð.
Þótt þarna virðist vera mótscgn
um gildi kornsins þá er þó enn á
það að líta, að hið siðara er getgáta
M., sem virðist mjög lág, sé miðað
við gildi heyja, eins og þau reynd-
ust síðastl. vetur, þar sem þau megn-
uðu sumstaðar alls eigi að halda líf-
inu í fénaðinum, þó ekki væru spör-
uð, enda heygjöf M. numið litlu
meira en vera til iðrafylla í inni-
stöðuna. Þó virðist mega treysta
því, að áminstur fóðurskamtur svari
til '/2 gjafar eða vel það. — Dæm-
ið virðist fremur benda til að svo sé.
En svo er það enn spurning hvort
minna muni ekki nægja, og á svar-
inu veltur það' mjög, hvort alment
muni borga sig að fóðra sauðfé á
korni upp um sveitir, nema sérstak-
lega standi á.
Sé miðað við verð á kornvöru f
kaupstöðum úti um land, eins og
það hefir verið undanfarin ár og
bætt við það flutningskostnaði upp
um sveitir, þá mun vart gerandi ráð
fyrir að rúg kg. verði minna en kr.
0.20. Sé nú geit ráð fyrir að fóður-
tíminn svari til 20 vikna innistöðu,
og fénu sé gefin hálf gjöf af rúgi,
sem eftir reynslu Magnúsar ætti að
vera um 165 gröm að meðaltali,
þá verður korngjöfin á kind samtals
23 kg. og nemur kr. 4.60 með áð-
urminstu verði, eða fóðrið kr. 9.20
á það fé, sem er sett á korngjöf-
ina.
Uppi i Borgarfirði vissi eg þess
dæmi í vetur að fjáreigandi, sem sá
fyrir heyþrot hjá sér, fór að gefa
ánum rúg. Á jörðinni, þar sem
ærnar voru, var ekki um neina út
beit að tala. Lét hann draga helm-
ing þeirrar heygjafar, er ærnar höfðu
áður fengið og bætti það upp með
100 gr rúgi á dag (Vio úr kg.).
Þetta byrjaði hann síðari hluta
vetrar. Árangurinn varð sá, að ærnar
héldust við, virtust fremur losna eft-
ir fóðurbreytinguna, að dómi eig-
anda og skoðunarmanns hreppsins.
Voru ærnar í góðu standi í vor. —
Megi marka þetta, sem styðst við
gamalt lag, þá virðist kornið, sem
Blikastaðaærnar fengu, hafa verið
meira en hálf gjöf.
í samskonar dæmi og áður yrði
korneyðslan miðuð við þenna skamt
— 14 kg. hálf gjöfin eða kr 2.80.
Af ritgerðum Torfa Bjarnasonar
f. skólastjóra í Ólafsdal (Bún.rit 23.
ár, bls. 185 og sama rit 26. ár, bls.
271), má ráða, að hann telur eining
af korni hafa fóðurgildi á við 24/a
af töðu (gamalt lag) og 4V6 af út-
heyi. Nú mun láta nærri að sauð
kindinni sé ætlað á dag um 1 kg.
af útheyi, meðalkjarngóðu og vel verk-
uðu. Ætti þá V8 svara til
hálfrar gjafar handa kind á dag. Er
það nærri mitt á milli þess, sem
Magnúsi á Blikastöðum reyndist nóg
og þess er virtist nægilegt í dæm-
inu sem eg nefndi hér að framan.
Eftir því væri korngjöf á kind í
samskonar dæmi (hálf gjöfin) 17V2
kg. eða kr. 3.50. Af þessu virðist
þá óhætt að draga þá ályktun, að
það muni geta borgað sig vel, að
setja nokkurn hluta fjárins á korn,
ef illa heyjast, eða þau hrekjast, svo
þau geta ekki fullnægt þörf skepn-
unnar, eins og síðastl. vetur, heldur