Ísafold - 09.09.1914, Page 1

Ísafold - 09.09.1914, Page 1
Kemur út tvisvar 1 viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða 11 dollar; borg- ist fyrir miðjan júll erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. XLI. árg. Eeykjavík, miðvikudaginn 9. september 1914. | TJppsögn (skrifl.) | bundin við áramót, | er ógild n ema kom- 1 in sé til útgefanda I fyrir 1. oktbi. og | sé kaupandi skuld* 1 laus við blaðið. 69. tölublað Erí. símfregnir. Frá Norðurálfu-ófriðnum. London j. sept. kl. 6.5 síðd. Ekki getið um neinar nýjar orustur í nánd við Paris. Mótstöðuherirnir halda áfram framsókn sinni án þess að til orustu hafi komið. Hermálaráðuneytið í Bordeaux skýrir frá því að óvinaherinn, sem á í höggi við vinstra herarrn Frakka, virðist ekki skeyta um París, til þess að reyna að komast í kring um her Frakka og hafi þeir farið fram hjá Reims og haldi nú áfram vestan við Argonne- hálsa. Samt sem áður er mælt að annar her sé miklu nær höfuð- borginni. Það vakti óhemju-fögnuð í Frakklandi og Rússlandi að Lem- berg var tekin og þótti bæta upp vonbrigði manna yfir ósigri skyndilega sendar til Galiciu, áður en Lemberg gafst upp og skipað að hjálpa Austurríkismönnum til þess að verja borgina. Tilkynt er að Vilhjálmur keisari hafist nú aðallega við í Metz. R e u t e r. Przcmysl er bær í Galiciu, vestur af Lemberg. Eru 50 þúsund íbúar þar, kornverzlun töluverð og verksmiðjur margar. London 8. sept. kl. 6 e. h. Aðstaðan á orustusvæðinu er sérlega hagstæð fyrir banda- mannaherinn. Fyrir hreystilegar framkvæmdir Frakka, með drengilegri að- stoð Breta, hefir liði Þjóðverja, sem var á leiðinni austur — suð- austur af París, verið þröngvað til þess að snúa aftur. Þetta hefir valdið mikilli ánægju í höfuðborgum bandamanna. Parisarbúar eru rólegir og bera fult traust til hersins. Sú ályktun er dregin af varlega orðuðum opinberum tilkynn- ingum, viðvíkjandi herframkvæmdum í Frakklandi, að nú geysi mesta orustan í ófriðnum á 150 mílna svæði, frá Senlis til Verdun. A.lþýðufól.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10-8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 1 —7 Bæjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 12—8 og 5—7 íslandsbanki opinn 10—2l/« og B1/*—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 3Íöd. Alm. fundir fid. og sd. 81/* sibd. Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 8 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-2V*, B1/*—6'/*. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—8 og B—8. Útlán 1—8 Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og B—6. Landsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Náttúrugripasafnib opib l1/*—21/* á sunnud. Pósthúsib opib virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Samábyrgb Islands 10—12 og 4—6 Stjórnarráós8krifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavíkur Pósth.8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Vifilstaðahælib. Heimsóknartimi 12—1 Þjóbmenjasafnib opib sd., þd. fmd. 12—2, Sferifstofa Eimskipafélags íslands. Landsbankanum (uppi). Opin daglega kl. 5:—7. Talsími 409. Rússa í Austur-Prússlandi, og er talið að taka Lembergs hafi mikla hernaðarþýðingu fyrir Rússa og sé þeim til eigi lítillar hvatningar og geri þeim auðveldari innrás í Þýzkaland og Austurríki. Fregnin í gær um þýzku tundurbátana og tundurbátaspillana er mönnum ráðgáta, geta verið tundurbátar og tundurbátaspillar sem tóku þátt í orustunni við Helgoland. Þeir, sem fróðastir eru halda að þar sem Kiel er nefnd, bendi það til þess að þeir hafi annaðhvort lent á tundurduflum í Eystrasalti eða þá að rússneski flotinn sé kominn á kreik. R e u t e r. London 6. sept, kl. 6 síðd. Þýzki herinn á Frakklandi hefir horfið frá þvi ráði að um- kringja vinstra fylkingararm bandamannahersins. Skeytir ekki heldur um París, og heldur suðaustur á bóginn til Marne og á móti vinstri og miðfylkingum Frakkahers. Menn vita enn ekki hvort þessi breyting er með vilja gerð, eða þeir hafa orðið að hverfa að þessu ráði vegna aðstöðu hers síns. Samkvæmt fréttum frá Vínarborg, er allur her Austurríkis- manna í Galizíu á flótta. Eina vonin nú er þýzka hjálparliðið, sem er á leið til vígvallarins. Remo, skip Wilsonsfélagsins (í Hull) sökk 40 mílur frá austur- strönd Englands. öllum bjargað nema 20 rússneskum flóttamönnum. öll löndin, Frakkland, Rússland og England hafa kornið sér saman um að semja ekki frið hvert í sínu lagi. R e u t e r. 1 London 7. sept. kl. 7.05 síðd. Áköf orusta stóð milli Belga og Þjóðverja á föstudag og laug- ardag. Mikið lið Þjóðverja fór úr Brussel á föstudag áleiðis til Ter- monde í þvi skyni að hindra samgöngur milli Antwerpen og Ostende. Belgar rufu flóðgarða og veittu vatni á landið. Það er sagt að Þjóðverjum hafi komið þetta mjög á óvart og flúið. Þeir yfir- gáfu virki, en Belgar hófu á þá skothríð og varð mikið mannfall í liði Þjóðverja. Gizkað er á að 5000 manns hafi fallið og særst og margir druknað i nánd við Termonde, þegar flóðgarðarnir voru rofnir. Það er opinberlega tilkynt frá Rússlandi, að Rússar séu smátt og- smátt að umkríngja Przemysl, sem verður bráðlega að gefast upp eða verður tekin með áhlaupi. Skeyti frá Rómaborg skýrir frá því að heilir hópar austur- rískra hermanna hafi beðið að taka sig til fanga, þar eð vista- skorturinn væri óþolandi. Samkvæmt skeytinu frá Vínarborg voru þýzkar hersveitir Rússar hafa tekið 82 þúsund fanga í nýafstöðnum bardaga í nánd við landamæri Austurríkis. Hafa allir fangarnir verið fluttir til innri héraða Rússlands. Rússar hafa og tekið rammlega víggirta borg, Mikolajiff í Galiciu. Þjóðverjar hafa kastað sprengikúlum og eytt borgina Din- ant (í Belgíu) 0g skotið þar 100 málsmetandi borgara. Þjóðverjar fullyrða að þetta grimdarverk hafi verið framið vegna þess að skotið hafi verið á þá þar í borginni. Þjóðverjar hafa ennfremur gjöreytt borgina Termonde (Belgiu). R e u t e r. Island erlendls. Fáninn og Knud Berlin. Rauðkufjendurnir hér heima og Knud Berlin, hinn danski, hnfa komið sér innilega vel saman um að rejma að afstýra því með öllu móti, að rauði krossinn verði settur inn í hvíta krossinn í fána vorum. Um það mál ritar Berlín langa grein í blaðið Köbcnhavn og skulum vér til fróðleiks lesendum ísafoldar skýra ögn frá ærslum prófessorsins út af þessu atriði. Hann kveðst ekki hafa rokið svo mjög upp út af forsetaskeytinu 17. maí, sér hafi fundist tal dan^kra blaða um það vera að gera úlfalda úr mýflugu, borið saman við sumt annað i dansk- íslenzku deilunni. Enhannkveðsthafa spáð því þá að von mundi á öðru og miklu meira um verðu storkunarefni, sem sé því, að hinn nýi íslenzki fáni yrði með norsku litunum í öf- ugri röð. Þarna kveður Berlin sig hafa verið forspáan, þar sem aðaltil- laga fánanefndarinnar hafi reynst á þá leið, Hann prentar svo upp um- mæli fánanefndarinnar og sömuleiðis ísafoldar út af því, að þríliti fáninn hafi sömu liti eins og fánar Breta og Norðmanna. Segir hann að auð- vitað sé Bretar teknir með í þessu sambandi til málamynda, en aðal- atriðið sé líkingin við norska fán- ann. Þá getur Berlin þess, að málgagn Hannesar Hafstein Löqrétta minnist eiunig á, að fáninn minni á skyld- leika vor og Norðmanna og Breta og bætir við. »Ef það skyldi satt vera, sem fleygt er, að Hannes Haf- stein hafi fengið loforð konungs um staðfesting þessarar gerðar fyrirfram, hefir hann naumast gert konungi ljósa þessa líkingarmynd hins nýja fána«. Eftir þessar bollaleggingar kemur svo Berlín að þrámælgisefni sínu, þessu, að Zahle hafi gert sig sekan um frámunalega vitleysu, er hann lét fánaúrskurðinn fram ganga, og að til þess að bæta úr þeirri villu sé það skylda hans að leggja alt fánamálið fyrir rikisþingið og þess skylda aftur annað tveggja, að gefa út yfirlýsing um að hinn nýi fáni megi aðeins löggiltur verða á landi, ekki í landhelgi, eða, að löggilda fyrir ísland almennan verzlunar- og sigl- ingafána, en sá fáni eigi að vera Dannebrogsjáninn með sérstökuíslenzku merki í. Og ef Zahle fáist til þess arna, beri öllum stjórnmálaflokkum dönskum að fylkja sér um hann í þessu atriði, þrátt fyrir villur hans vegar áður. En geri hann það ekki beri flokkunum og þá fyrst og fremst vinstriflokknum að gera mál- ið að umtalsefni í danska ríkisþing- inu. Hælist hann svo um út af því, að hann hafi fengið yfirlýsingar frá formönnum vinstriflokksins bæði i landsþinginu og þjóðþinginu, þeim J. C. Christensen og Jörgen Peder- sen, þar sem þeir viðurkenni fjar- stæðu-afstöðu þá, sem Zahle hafi komið Dönum í út af þessu máli. »En skyldi nú ríkisþingið, segir loks Berlín, vera kjarklaust orðið og hugsa sem svo, að ísland sé hvort sem er tapað Danmörku, og að þv. megi alveg eins nú, eins og síðar fella hinn danska fána á íslandi og Hjðrtur Hjartarson yfirdóms- lögmaður, Bókhl.stlg 10. Sími 28. Venjul. heima i2ll%—2 og 4— á íslenzkum skipum — má eigi gleymast, að ef Danmörk fer út á þá kjarkleysisbraut að fella Danne- brogsfánann á ísl.indi og veita þar ekkert viðnám, — að afleiðingarnar geta orðið ákaflega afdrifamiklar I öðru fjarlægu landi, sem numið var í öndverðu af öðrum þjóðstofni en Dönum«. — Á hann þar við Fær- eyjar og lætur sér eigi minna nægja en 2 langar greinar til að sýna fram á T. að Færeyingar komi á eftir oss með kröfuna um sérstakan færeyskan rána og 2. að þegar danski fáninn sé felaur á isienzkum skipum í land- helgi Islands, muni réttur skipa þeirra, er undir dönskum fána sigla eigi verða talinn jafnsjálfsagður til fiskiveiða í landhelgi eins og nú — og muni það mest koma niður á Færeyingum. ------Því fer betur, að þessi Iest»r Berlíns og mikla hvatning til danskra stjórnarvalda um að láta fánamálið til sín taka kemur, — hvað sem öðru líður — eftir dúk og disk, þar sem vilyrði konungs er þegar fengið um staðfestingu á fán- anum, sem Berlín f jargviðrast mest yfir. Tíðartarið er sagt hið versta um alt Suður- land. Óhemju rigningar og rosi siðasta hálfa mánuðinn. Áður en óþurkarnir hófust höfðu menn naum- ast náð inn helmingi af heyjum. En það, sem ónáð var, hefir spilst ákaflega og sumstaðar beinlínis farið á flot, t, d. i Borgarfirði. Þar hafði sést mikið hey á floti úti á firðinum, er Ingólfur var síðast á ferðinni. Horf- ur til sveita voðalegar í haust fyrir bragðið. ___ Stelnolíusalan til íslands. Stjórnarráðið fékk í gær skeyti um, að sala hefði verið leyfð á 2000 steinolíutunnum til Fiskifélagsins frá Noregi með þeim skildaga, að hún verði flutt til landsins innan septem- berloka.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.