Ísafold - 08.10.1914, Blaðsíða 1

Ísafold - 08.10.1914, Blaðsíða 1
w Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr., erlendisö kr. eða l^dollar; borg- ist i'yrir miðjan júlí e.leiiíis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri : Ólafus* BJðvinissor;. Talsími 48. . Uppsögn (skrifl.) bundln við áramót, er ógild nema kom- In só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðlð. XLI. árg. Reykjavík, fimtudaginn 8. október 1914 77. tölublað Hæður við jarðarför Potsfeins Eríingssonar, fíuffar í FríAirA/unni. „Þekking vor er í molum". Ræða prófessors Haralds Nielssonar. »Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í moluni; en þegar hið fullkomna kemur, þá líður það undir lok, sem er í raolum«. (1. Kor. 13, 9—10.) Það er einkennilegur bógværðarblær á þessum orðum hins mikla postula. Honum rinst mest þörf á að taka þetta fram um þekking sína, að hún sé ófullkomin — sé í molum. Þó er bann sér þess meðvitandi að hafa hlotið alveg sérstika opinberun; hann veit hann hefir með alveg sérstökum og óvanalegum hætti séð meira en öðrum al- ,ment auðnast að sjá, meira af þeim hulda heimi, sem felst bak við þessa sýnilegu náttúru. Hann veit líka að hann á það, sem þá var nefnd spádómsgáfa: hæfileika til að tala af mikilli andngifi um andlega hluti og aðdáanlega innsýni til þess að dæma um og skilja í þvi, sem andans er, og oft er öðrum hulinn leyndardómur. En sú gáfa er og takmörkuð, svo að spádómur hans er líka ófull- kominn — erí molum. Vér sjáum að eins »svo sem í skugg- sjá í óljósri mynd«, segir hann. En jafnframt því, hve glögt hann finnur til þes.;a, horfir. hann með hugarrósemi fram á við, því að hann veit, að honum er ætlað að eignast síðar fullkomnari þekk- ing. Þá liður það undir lok, sem er í molum. Hann minnist bernskuára sinna og þess, hvernig hann þá talaði, hugsaði og ályktaði. Nri, eftir að hanu er orðinn full- orðinn, segist hann hafa lagt barnaskapinn niðnr. En eins mikill og mnnurinn sé á hugsunarhætti bernskuár- anna og fullorðinsaldursins, eins mikill munur fullyrðir hann að muni verða á þeirri þekking, sem hann nú a, og þeirri, er hann öðlast, »þegar hið fullkomna kemur«, þeg- ar hann flyzt burt úr jarðlífmu og fær að »vera með Kristi«, eins og hann orðar það. Þekking vor er í molum. Finnum vér ekki öll til þess, er vér stöndum gagnvart alvarlegustu atburðum lífs- ins? Stöndum vér nokkuru sinni svo við banabeð þess, er vér höfum elsksið, að vér vildum ekki fegnir vita meira? Verðum vér þá ekki við það að kannast, að þekking vor nær skamt? Oe er það ekki fyrir þessa sömu sök, að oss greinir svo mjög á, er vér reynum að skilja lífið og tilgang tilveru vorrar? En vér gleymum svo oft hógværð og auðmýkt postulans, gleymum því svo þráfaldlega, að vér hver um sig cigum að eins til smá sannleikskom, en tölum ósjaldan eins og vérættum sannleikann alian, að minsta kosti allan aðalkjarna hans. Vér erum eins og börn, sem einhver af góðleik sinum hefir gefið faeinar krónur, en ætla siðan að þau eigi of fjár — ef ekki miljónir, er unt sé að kaupa alt fyrir, svo að segja hvað sem þeitn dettur í hug. — Og eins er um hugvit vort og skynsemi; sumir halda að hrin sé sá lampi, er lýsi upp alla tilver- una fyrir oss, og ekkert sé til, sem hdn fái eigi gripið. Og í hinu mikla trausti til skynsemi sinnar þylja þeir spádóma sína, en gleyma tíðast að taka það fram, að þeir séu í molum, eins og postulinn gerði. Skáldin hafa löngum verið talin náskyld spámönnnn- um. Þeim er gefin fögur og merkileg gáfa: innsýni og andagift. Þau vekja og æfinlega öldur í hinu andlega lifi kring um sig. Svo var og um hann, sem hér hvílir nár í þessari hvítu kistu. Oft stóð gustur af ljóðum hans. Hann bar fram hugsanir sínar með óhlifnara hætti en vér höfðum áður átt að venjast. Hann vildi rífa niður ýmis- legt í hugsunarhætti fólks, er hann taldi rangt og honum var orðið illa við. Hann nefndi ljóð sín »Þyrna«, því að hann vissi að ýmislegt í þeim mundi særa aðra. A þyrn- unum eru hvassir broddar, sem stinga og rifa það, er þeir snerta. 1 vöggugjöf hafði hann eignast gagnrýninn og efa- gjarnan hug. Og þeir, sem svo eru gerðir, taka snemma að velta fyrir sér þyngstu ráðgátum tilverunnar, einkum ef gagnrýnigáfunni fylgir þrá til þess að skilja sem bezt til- gang tilverunnar; en sú þrá er i insta eðli sínu náskyld því, er vér nefnum trdarþörf. Hana eigum vér vafalaust öll í einhverri mynd, en mjög misjafnlega rík er hrin í oss. Þau árin, er þetta alt brýzt fastast um í huga vor- utn, lifði hann erlendis, við háskólann í Kaupmannahöfn, þar sem alt andlegt líf var og er með meira fjöri en hjá oss. Þar var andlega loftið heitt á þeim áfum. Annars vegar ríkti þar í landi mjög þröngsýn og öfgakend og einhliða trrimálastefna, en hins vegar meðal margra helztu* mentamannanna önnur jafnæst og einhliða vantrriarstefna, er sýndi kirkju og kristindómi opinberan fjandskap. Jafn- «amt þessu var þá jafnaðarmannahreyfingin sem óðast að ryðja sér til rúms með kröfur sínar um frelsi, jafmétti og bræðralag. Sú hreyfing var og kirkjunni andvíg og fann henni það með réttu til foráttu, að hún væri jafnan fúsust til bandalags við valdhafana og auðæfin. Skáldin eru næmari fyrir eldi andans en aðrir. Og Þorsteinn Erlingsson varð gagnteknari af þessum hreyf- ingum en flestir Islendingar aðrir. Önnur stefnan sló á efastrengi hjarta hans, jafnframt því sem hún lyfti anda hans og auðgaði með ýmsum hætti. Hin kom við enn viðkvæmari strengi: þrá hans eftir réttlæti og löngun til þess að þeir, sem lægra eru settir og snauðari eru, öðlist viðunanlegri kjör. Því lengur sem hann lifir í þessu andlega umhverfi, því betur sannfærist hann um þetta: lífið er fult af rang- læti, eins og það er; mannfélagskipunin öll óviðunandi, því að valdhafar og auðmenn beita kúgun, svo að »rétt- urinn er hrakinn á hæl og réttlætið stendur langt í burtu«. Og kirkjan tekur þátt í kúguninni; dregur taum þeirra, sem betur eru settir og heftir hugsanafrelsið og vaipar óvild sinni á þá, sem hafa frábrugðnar skoðanir henni sjálfri. Krists eigin boðskapur er fjötraður i kenningar- kerfi, sem siðar er til orðið, og fær eigi að njóta sin. Og íoks kemst skáldið svo langt, að hann missir al'.a trú á framhald lifsins eftir dauðann. Og tilveran verður vond í augum hans, eins og Jobs, sem óskaði þess, að hann hefði aldrei fæðst. Æðsta hugsjónin verður þá að bæta kjör mannanna hér í lífi, koma meiri jöfnuði á: jafnaðar- menskan yerður fagnaðare/indi hans. En við ofurefli er að etja, og mannkyninu miðar lítið afram. Gremjan verð- ur þá ruest við höfund tilverunnar, sem hafi skapað oss til þessa vesala og kvalafulla lifs. Þeim, sem komnir eru ínn á slikar hugsanabrautir, er það mesta efaefnið, hvort guð sé til, og ef hann sé til, hvort hann sé góður. Sliks hugsunarháttar kennir víða i kvæðum Þorsteins Er- lingssonar. Og það er ekki nema eðlilegt, að hans kenni þar. Hví átti hann ekki að yrkja um það, sem hugur hans fjallaði mest um, og hví átti hann ekki að boða það, sem hann taldi sannast? Það er því i fullu samræmi við þetta, að einmitt ádeilukvæði hans sum eru mikilfengleg- ust og í þeim er mestur kraftur og eldmóður. Og óvild hans bitnar sérstaklega á kirkjunni. Honum finst alt það rangt, sem hdn hafi kent sér, og hann vill má áhrif hennar burt dr huga sér. »En til þess að skafa það alt saman af er æfin að helmingi gengin«. Þegar ort er i slikum móð', verður margt einhliða, og oss, sem kirkjunni unnum, fanst ýmislegt ósanngjarnt, sem hann sagði. En vér vorum líka aldir upp við mjög einhliða hugsunarhátt; oss hafði verið kent að telja kenn- ingar kirkjunnar helga eign mannanna, og vér höfðum eigi verið vandir við hugsunarfrelsið og gagnrýnihuginn, heldur a hitt, að beygja skynsemina til hlýðni við trdna. Hefir ekki kirkjnn tiðast haldið því fram, að hdn ætti trdarsannindin svo fullkomin, sem oss væri ætlað að eign- ast þau á þessari jörð? En eftir því sem árin liðu, kom og mikil breyting á hugsunarhátt ýmissa manna innan kirkjunnar. Nri höfum vér margir lært þnð, sumir fyrir sárt hugarstríð, að ýmislegt í kenning kirkjunnar stendur engan veginn svo fö'tum fótum, sem haldið var að oss. Eftir því sem vér þ:o^uðumst betur og gátum aflað oss víðtækari þekkingar, sáum vér, að þar var ýmislegt full- yrt, sem allar sannanir vantaði fyrir, og að víða fær hinn sögulegi sannleikur ekki að njóta sin fyrir trdarsetningum og erfikenning. Vér fundum líka til þess, að ýmislegt varð að skafa dt, sáum að þekking og kenning kirkju- deildanna var að ýmsu leyti mjög ófullkomin, var í mol- um, eins og þekking postulans. Og eg fæ eigi betur séð en að vér kirkjunnar menn gerum vel í að bugfesta oss þessi orð Þorsteins Erlingssonar: »Það verður á bók þess svo varlega að skrifa, sem veikur er (a^ddur og skamt á að Iifa«. Úr því að það féll í mitt hlutskifti, að mæla hér nokkur orð við kistu hans, þa langar míg til að lýsa yfir því, að eg erfi ekki við hann hörðu orðin um kirkjuna. Mér finst eg skilja, hvernig þau eru til orðin; og sa sem skilur, fyrirgefur alt. Mér finst þau sum enn einhliða og ósanngjörn, en eg er. þess fullvís, að þau voru í sam- ræmi við sannfæring hans þá. Og mér er vaxinn svo mikill þroski, að eg kann að meta snildin.i, eins fyrir því, þótt henni sé beitt á skoðanir, sem eg er ósamþykkur. En hitt er mér mikill sársauki að hugsa til þess, að kirkjan skuli ekki megna að veita þeim neina hjálp, sem komast dt á þær efasemdabrautir, sem hann lenti dt á. Gerum oss fulla grein fyrir því, hve sárt þeir oft hljóta að finna til og hve dapurlegt lifið oft er þeim, sem ekki geta einu sinni í þrautum lifsins hvílt hugann við þá sannfæring, að tilveran hljóti að vera góð og eilíf gæzka sé á leið með ait til fullkomnunar. En hugsar kirkjan ekki oftast mest um að varpa slíkum efamönnum frá sér ? í kenning hennar heyra peir sjaldnast mikið af blíðuróm hans, sem sagði: »Komið til mín allir þér, sem erfiði og þunga eruð hlaðnir, og eg mun veita yður hvíld«. Og því miður hefir kirkjan of fá lyf við efasemdum manna á vorum dögum. í stað þess að ríghalda í gamlar erfi- kenningar» ætti hún miklu fremur að reyna af mætti að afla sér þekkingar ndtímans og gera sér far um að sam- þýða þann dýrmæta sanrileika, sem hdn á, hugsunarhætti ndtíðarmanna, og um fram alt minnast þess, að þekking hennar er i molum, og að því er henni stöðugt þörf að biðja guð um meira ljós. Með þeim hætti mundi og umburðarlyndið vaxa. Eg finn því sárara til þessa sem mér er kunnugt um, að Þorsteinn Erlingsson átti svo marga strengi í sálu sinni, sem í raun og veru gátu ekki annað en bergmálað sumt í boðskap Krists. Enda hafði hann alla daga hinar mestu mætur á Kristi. í sumar sagði hann mér eitt sinn frá þvi, að hann hefði oft verið að hugsa um og sig hefði langað til að yrkja samfeldan kvæðaflokk um Krist, lýsa honum frá því, er hann sagði fyrir, að hann mundi verða líflátinn og til þess er hann var krossfestur. Og eg er sannfærður um, að ef dr því hefði orðið, hefði margt erindið orðið fagurt og átakanlegt. Og hver getur lesið svo kvæði hans, að hann finni ekki, að hér talar hjarta, sem fult er af miskunn með smælingjunum og öllum þeim, sem eiga bágt. Átakanlegust eru kvæði hans um fuglana. Hve vorkennir hann þeim i skammdeginu, þegar þeir eiga engan vin að, nema geisla sólarinnar, til að veima kalda fæturna. Þegar sólin er horfin og yfir skyggir, liggur honum við að gráta þeirra vegna. Hann kennir svo í brjósti um sumarbörnin »svöng og dauðaldin«, að hann langar til að byrja að hughreysta þau, líkt og krist- inn prestur reynir að telja um fyrir þeim, sem bágt eiga og eru að gefast upp í lífsbaráttunni: »Litlu vinir, verjist þið, við eigum ekki að deyja, aftur lifna lauf á við«, langaði mig að segja. »Þó að sólu þeki ský, þó hdn sjáist eigi, kemur hdn aftur ung og hlý á þeim bjarta vegi«. »Þessi hörðu harmaspor hyggurðu drauma tóma, þegar þri, litli vin, í vor vappar á milli blóma«. Mundi ekki Kristur hafa sagt við þann, sem svona talan »Þd ert ekki fjarri guðs ríki«. Og ætti það ekki að vera kirkjunni sársauki, að geta ekki gefið sliku hjarta guðstraustið ? Eru ekki fuglarnir honum jafnframt imynd smælingjanna, allra þeirra, sem eiga bágast, þeirra sem hann langar mest til að hjálpa og hugga, en hann verður að þegja, af því að honum finst náttdran grimm og blind, og svartur himininn svarar honum engu ? Var hann ekki sjálfur stundum likum kjörum háður og söngfuglinn, þegar vetra tók: átti lítið fyrir sig að leggja, »ekki af neinu nóg, nemá von og kvæðum* ? I hrifning hans af jafnaðarmenskunni er og mikið af sann-kristilegu hugarfari; sd hreyfing er i insta eðli sínu ger-kristin, þótt hdn enn af skammsýni viðast hvar varpi ttdarbrögðunum frá 'Sér, i stað þess að leita þar öflugustu ástæðunnar fyrir réttmæti sinu. Því að ef allir eiga ódauðlega sál, þá eiga þeir allir jafnan rétt til að þroska hana hér í heimi áður en þeir hverfa inn á næsta tilveru- stigið. Allir sannir Krists lærisveinar vilja stefna með skáldinu að því landi, »þar sannleiki ríkir og jöfnuður býr og syngur þar hósanna saman*. Og hann skildi einkarvel afstöðu Krists til syndaranna og elskaði innileikann, hvar sem hann kom fram. Fyrir því hafði hann svo miklar mætur á sálmum Hallgríms Péturs- sonar. Þetta sýnir oss bezt, hve nálægt vér erum hver öðrum í skoðunum, þegar hið bezta í oss fær að njóta sín. Sd guðfræði, sem Þ. E. kyntist bezt og honum var andstæðust, hélt fram gerspilling manneðlisins. Hinu var hann óvanur að haldið væri fram, að einnar aðal- sönnunurinnar fyrir gæzku guðs væri að leita í góðleik mannlegs hjarta, einkum þar sem þetta birtist á hæsta stigi. Síðustu ár æfinnar tók hann aftur að vona, að til væri framhald lifsins eftir dauðann. Og þegar hann sá hilla undir þá von, fagnaði. hann henni. Eitt sinn sagði hann við mig: »í tuttugu og fimm ár hefi eg þózt sann- færður um það, að ekkert líf væri til eftir dauðann. En þri mátt ekki halda að mig hafi ekki langað til þess, eins og hvern annan«. Og það var hann sem sagði þetta: »Ef ódauðleiki manns-sálarinnar sannast, þá er það svo stórköstleg framför í sögu mannkynsins, að mér fyndist ástæða að taka upp nýtt tímatal frá þeim degi«. Hann lokaði ekki hug sínum, heldur var fds að taka sannleik- anum, hvaðan sem hann kom. Og þótt hann yrði þá að láta það vikja, sem hann hafríi talið rétt áður, hikaði hann eigi yið það. Hann taldi sjáltsagt, að kannast við að þekkingin á þessum efnum væri ófullkomin — væri í molum. Hann hafði oft um þetta þessi orð dr íslend- ingabók: »En hvatki es missagt es í fræþom þessum, þá es scyllt at hava þat heldr, es sannara reynist*.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.