Ísafold - 08.10.1914, Síða 2

Ísafold - 08.10.1914, Síða 2
306 ISAFOLD En þessa huggandi von átt hann ekki kírkjunni að þakka, heldur hreyfingu, sem enn viðast sætir óvild frá kirkjunni. Þvi enn einu sinni berst mestöll kirkjan gegn nýjum sannleika eða lítur smáum augum á hann, og varpar í blindni frá sér því lyfinu, sem öflugast mun reynast við efasemdum mannanna. Rétt áður en hann lagðist banaleguna, hafði hann byrjað að yrkja erfiljóð eftir einhvern vina sinna, að því er frekast verður séð. Að eins tíu línur voru komnar á blaðið, ekki full tvö erindi. Með leyfi ástvinar hans les eg þau hér upp: »Og nú fór sól að nálgast æginn og nú var gott að hvíla sig og vakna upp ungur einhvern daginn með eilífð glaða kring um sig. Nú opnar fangið fóstran góða og faðmar þreytta barnið sitt; hún býr þar hlýtt um brjóstið móða og blessað lokað augað þitt. Hún veit hve bjartur bjarminn var, þótt brosin glöðu sofi þar«. Eg sé ekki betur en þetta taki af öll tvímæli um, með hvers konar von í brjósti hann hafi dáið. Með þessu hefir hann óafvitandi ort erfiljóð eftir sjálfan sig. Brjóstið hans hafði lengi verið mótt. Angu hans voru fögur, en aldrei fegurri en í dauðanum. Og nú sofa glöðu brosin. — Og vér þykjumst líka mega trúa þvi, að hann hafi þegar reynt, hve ununarfult þetta er: »að vakna upp aftur einhvern daginn með eilífð glaða kring um sig«. Og nú sér hannn enn betur en han eitt sinn grunaði, hve ófullkomin þekking vor er hér í heimi, og hve varhuga- vert er að dæma tilveruna alla út frá þe iing efnishyggju- mannanna einni saman. Eg gæti trúað, að honum fyndist nú þörf að skafa eitthvað út af fullyrðingum þeirra. En ætli vér kirkjumennirnir ættum ekki lika að vera varkárir. Vísast er, að jafnvel sumum trúfræðikennurunum finnist þeir þurfa að skafa ýmislegt út af fullyrðingum sínum er yfir í eilífðina kemur, því að orð Páls munu reynast sönn; »Þegar hið fullkomna kemur, þá líður það undirlok, sem er i molum«. Eitt hið trúhneigðasta skáld, er ísland hefir eignast, minnist á þetta sama í einu kvæði sinu og gerir ráð fyrir, að tilfinningin muni verða lik fyrir því, er yfir um kernur, hve skamt vér höfum skynjað og lítið vitað: »Hérvistar drambið fiá mér fer, eg finn er kemur þar, að allir vöðum villu hér, vitrir og heimskingjar«. En í hinni fullkomnu þekking, er þar fæst, hljóta allir á sínum tima að læknast af vantraustinu, er þeir hafa hýst í brjósti hér í lífi, eða efanum um, að tilveran stefni að vísdómsfullu markmiði. Og þegar vér horfum inn í hina óendanlegu tilveru, mænum héðan úr jarðlífinu upp á eilifðartindinn, hversu litill verður þá munurinn á skoöunum vorum. Bilið milli vor verður svo skamt, að þess gætir varla. Vér lendum allir í sömu linunni og það verður í raun og veru »ein trú og ein von«. Vér finnum öll til þess, hve mjög dauðinn sættir oss. En ekkert máttugra sáttarvald er til en eilífðar- trúin eða eilifðarvonin, þegar hún verður að veruleik og er annað og meira en reykkend óvissa. En þótt oss mjög mörg hafi eitt sinn greint á í trúar- skoðunum við hið framliðna skáld, þá erum vér honum öll þakklát fyrir hin fögru og innilegu ljóð hans, ekki sizt fyrir þau, sem hann orti um ættjörð vora. Þegar vér minnumst þess, stöndum vér öll samhuga kring um kistu hans. íslandi unni hann og sögu vorri og tungu af ein- lægum hug, og þessa ást sina hefir hann túlkað í hreim- þýðum kvæðum, er seint munu fyrnast. Og eitt þeirra verður bráðum sungið. Vér erum að kveðja hann. Vér nöfum talað til hans. En sjálfur er hann þagnaður og má ekki lengur til vor mæla. Fyrir þvi á vel við, að vér látutn hann að síðustu ávarpa oss með einu sinu yndislegasta kvæði. Lagið hafði mörgum árum áður en hann orti kvæðið undirbúið hug hans; það hafði eitt kvöld vaggað honum svo blíðlega, sett hann í þær stellingar, að hann ásetti sér að yrkja undir þvi síðar, er hann vildi leggja sig til. En liggnr máttur ljóðanna ekki í þessu sama? Þau vagga hug vor- um, stilla hann svo, að samúðinni og öllu hinu bezta skýtur upp í hug vorum. Vér kveðjum hann öll með samúð og þakklæti. En sú samúð nær einnig til ykkar allra-nánustu ást- vinanna, sem með honurn lifðuð daglega og til ykkar systkyna hans. — Þér, sem um mörg undanfarin ár hafið staðið við hlið hans og létt honum byrði lifsins með ástríki yðar og stakri umönnun og gert bjart og hlýtt í kring um hann, gleymið því ekki, að dauðinn fær engin ástarbönd slitið að fullu; munið það, að ekki sízt vegna yðar og barnanna þráði hann eilífðina. Og látið það gleðja yður, að þér áttuð eigi lítinn þátt í því að sætta hann við Hfið og kveikja hjá honum eilífðarvon- ina. Treystið því, að guð er enn verndari ekkna og faðir föðurlausra, og getur enn haldið blessun sinni yfir yður og börnunum ykkar. Þau hafa nú mist föður og um leið leikbróður sinn; því að það var hann þeim jafn- framt. Guð styrki yður i stríðinu og láti eilífðartrúna verja yður, svo að tómleikur hjartans verði ekki of til- finnanlegur eftir svo mikinn missi. Kærleikshugsanir fá brúað djúpið, er heimana skilur, og þær verða að bærium, sem enn geta orðið honum til blessunar, þótt hann sé horfinn yður sýnum. Vér höfum hér yfir við kistu hans að lokum hið fagra erindi enska skáldsins, er hann dáðist svo mjög að bæði á frummálinu og eigi síður fyrir það, hve snildarlega það er þýtt á vora tungu: Ef elskan sú, sem altrygg lifir hel, oss æðri heiminn kærri verða lætur; ef þar, sem hér, er ástríkt andaðs þel og augað sama, nema að það ei grætur, — hve mundi þangað sæl þá virðast sýn, hve sætt í dauða’ að lúta höfði sínu, og héðan svífa, er allur ótti dvín, ó eilífð! fyrir dýrðarljósi þinu. Ræða Bjarna Jónssonar frá Vogi. Credo ego yos mirari, quid sit, cur ego potis- simum surrexerim (Undrast munu þér, hverju það sætir, er eg stend upp öðrum fremur). Því að hér ætti að standa í mínum sporum nokkur sá, er hefði umboð til þess, að flytja þessu framliðna þjóðskáldi voru þakkir þjóðarinnar. Mér er eigi skylt að tala i nafni alþjóðar, en að þessu sinni mun eg þó hætta til að flytja Þorsteini Erlingssyni skilnaðarkveðju í hennar orða stað, því að eg veit að mér er það heimilt. Mun eg því reyna að stilla svo orðum sem þjóðin mundi gera, ef hún gæti sjálf flutt kveðjuna. Þjóðin segir svo: »Mér hefir borið margt þungt að höndum og eg hefi oft átt um sárt að -binda, því að oft hjó sá, er hlífa skyldi. Leiddi af því ófrelsi og áþján og margra alda niðdimma nótt. En þá varð mér það til bjargar að starfsamir og andríkir snillingar gerðu mér hvíldarheim fagurra sólargeisla. Þangað leitaði hugurinn ljóss og gleði, þegar örlagamyrkrið lagðist yflr land og hug. Þar vakti orðsnildin mér unað, þótt hið ytra léti úlfagnauð óstjórnar og illviðra. Þar átti eg hávamál að lífslögmáli, þótt eg yrði að beygja mig á marga lund fyrir ólögum þeim, sem gengu i landinu. Þar átti eg höfuðlausn hugargöfgi og gáfum, þótt hið ytra væri allar illvættir settar tíl höfuðs mér. Þaðan er mér og runnin virðing og þökk meðal þjóðanna, en þaðan aftur sú umbót, sem orðin er á högum minum. — Og enn á eg mestar vonir mínar undir því, að mér daprist eigi andar- þroskinn, að vísindi og listir afli mér þess ölnboga- rúms í heiminum, sem eg þarf til þess að ná fullu frelsi og fullri virðing annara þjóða. Mannfæð og fátækt gera það eigi. Undrist því engi, þótt eg setji starfsmenn mína í heimi listar og mannvits skör hærra en aðra menn. Undrist þvi engi, þótt eg harmi fráfall þessa skálds míns, þessa þjóðskálds, sem legst nú til hvíldar við brjóst móður sinnar. Þvi að margan dýrgrip hefir hann gefið mér í listasafn mitt og öll hans ástundun var að auðga og fegra þann hugsjónaheim, sem var mér heimur ljóss og lífs í náttmyrkri liðinna alda og er nú heimur vona minna og verður mér sigur- gjafi. Þakklæti er mér því eigi síður ríkt í hug en sorgin. Þorsteinn og aðrir slíkir gera eigi sem aðrir menn að vinna mér til þrifa og fá um leið umbun og ávöxt verka sinna, heldur taka þeir sér á herðar þyngstu og erfiðustu verkin, sem bera mér allan ávöxtinn, en þeim engan. Enda er það trú manna hér á landi, að það só eigi gæfumerki að vera skáld eður listamaður. Sú trú er á því bygð, að þeir leggja það í sölurnar, sem aðrir nefna hamingju, en það eru hagsmunir, til þess að verja öllum kröftum sínum í þjónustu hugsjónanna. En einmitt þess vegna er mér skyldast að þakka þessum starfsmönn- um mínum, þess vegna er þakklætið mér ríkast í hug yfir moldum þessa manns. Harpa Þorsteins átti til mjúka óma, svo létta og huggleðjandi sem morgungeisla, og fegurð láðs og lagar speglaðist oft í Ijóðum hans, eins og kvöld- roðinn í niðandi blálind. Hann kunni að láta ljósálfa dansa eftir stuðlafallinu í Ijóðum sínum, og þá gat ekki lævirkinn keppt með von um sigur við hreim hans í máli og kveðandi. í þeim flokki eru þau ljóð hans, sem æ munu lifa á vörum alþýðu. En sama harpa bjó og yfir sárum og beizkum ómi. Því að Þorsteinn var bardagamaður. Hann sótti fast að og lét skammt höggva í milli, en harpan var vopn hans. Og hann varð fyrir ákalsi og óvild margra manna fyrir ádeilukvæði sín. Var hann til dæmis eitt sinn á Alþingi sakaður um að þetta væri spill- ingar kvæði. En þá stóð upp einn af merkustu prestum þessa lands og varði Þorstein, sagði sem satt var, að gremja hans bæri vitni um sterka ást á rétti og sannleika. Vil eg heimfæra ádeilukvæði hans undir orð franska skáldsins um byltingar: Þær spretta af gremju yfir undangengnu ranglæti. Þær eru harðhentar, en eftir á er játað að þær hafi hafið þjóðina og mannkynið á hærra menningarstig. Ádeilan er eins sprottin af gremju yfir órétti, sem undan er genginn, hún bítur sárt, en eftir á sannast að hún hefir þroskað þjóðina. Hafi Þorsteinn þökk fyrir gremjuljóð sín. En þótt ádeilukvæðin bökuðu honum ilt umtal og óvild, þá er nú öðru máli að gegna, því að: öfundar hugur horfinn er úr landi hefir nú sigur vegið skáldsins andi. Þú varst sókndjarfur bardagamaður Þorsteinn Erlingsson, og vopn áttir þú gott, þar sem var harpa þín. Hún var einsog sverðin gömlu, sem bitu á alt, en höfðu lífstein undir hjöltunum. En herbún- aður þinn var að öðru leyti ónógur, því að þú áttir í mörg horn að líta; áttir að standast aðkast manna, áttir að verjast þrálátri ásókn fátæktarinnar. Þetta er hverjum manni ærin mótstaða. En auk þess áttir þú helming ævi þinnar að verjast lífshættlegum miljónahersveitum hins »hvíta dauða«. »Þetta er að kunna vel til vígs og vera lands síns hnoss, en skundum fyrr en fellur hann«, segir Sandels herforingi í kvæði Runebergs, er hann sá einn mann berjast við ógrynni liðs. En þeir Sandels komu ofseint. Og eg sá ofseint og eg sá of óljóst,. hversu uauðulega þú varst staddur. Nú er um sein- an að bæta þér það upp, en margur mundi nú fús á að kaupa dýrt hin óortu kvæði þín, sá er lítt var þess hvetjandi, að þér væri hjálpað til að leggja líf þitt og krafta fram óskift til þeirra stórvirkja, sem þú varst fær til að vinna, en ekki þeir. En það er ekki um seinan að þakka. Enda fylgir þér nú einlægt þakklæti mitt til grafar«. Svofelda kveðju þjóðarinnar flyt eg þessu óska- barni framtiðarinnar. En minna vil eg á það um leið, að þótt þakklæti í verki nái eigi lengur til Þorsteins, þá munu þeir hér nær staddir og honum nákomnir, er það mætti til ná. Að ending legg eg þenna litla ljóðsveig á kistu, þjóðskáldsin: Laufaþytinn og lækjarnið lézt þú í stuðla falla, ljósálfadans og lóuklið, litprýði blómavalla. Þýðleikans minnist brúðurin blárra fjalla. Heyrði stundum með hrannagný hafrót í strengjum gjalla, þórdunur bragnum bornar í bergmála um hamrastalla. Styrkleikann elskar brúðurin blárra fjalla. Heyrði þar niðraf hvörmum tár höfug og úrig falla, auminginn vonlaus sefa-sár sáran á hjálp að kalla. Mildinni ann hún, brúðurin blárra fjalla. Níðingshættinum hatursljóð hörpuna lézt þú gjalla, sem þá bálvinda áhlaup óð ýlfra um jökulskalla. Gremjuna þakkar brúðurin blárra fjalla. Frelsis vonum þú ortir óð, áhrínsbraginn þinn snjalla, einstakling frjálsum, frjálsri þjóð: frjálsa vildir þú alla. Frjáls skal hún verða, brúðurin blárra fjalla. Hugsjón festir þú ástir á, engum þær vanst að spjalla, hugsjónum kveikt bar hjartans þrá hreinleika vetrarmjalla. Hugsjónum elst hún, brúðurin blárra fjalla. Torfylt er fyrir skildi skarð, sköpum má engi halla, sár til ólífis síðast varð söngvarinn góði að falla. Kveður nú svaninn, brúðurin blárra fjalla. Jarðarför þorsteins Erlingssonar. Svo margt fólk fylgdi Þorsteini Erlingssyni til grafar að ekki komust nándarnærri allir inn í Fríkirkjuna. Heima voru fyrst sungin kveðju- ljóð frá konu og börnum, er ort hafði Bjarni frá Vogi. Þá flutti síra Maqnús Helqason einkar hugðnæma húskveðju, sem birtast mun í Nýju Kirkjublaði. Þá voru sungin önnur kveðjuljóð lika frá konu og börnum eftir Guðm. Guðmundsson og loks Hallgrimssálmurinn: Af því að út var leiddur. Á leiðinni frá heimilinu að Frí- kirkjunni lék lúðraflokkur Helga Helgasonar í fararbroddi nokkur sorgarlög. En við kirkjudyrnar tóku sex vinir Þ. E. við kistunni og báru hana inn í kirkjuna. Kirkjan var veglega prýdd svörtum klæðum og ijósum skrýdd. Athöfnin þar hófst með því, að sungin voru 3 fyrstu versin af minn- ingarljóðum Guðm. Guðmundssonar. Þá gekk Bjarni ýrá Vogi í kórdyr og kvaddi Þorstein í nafni íslenzku þjóðarinnar bæði í stuðluðu og óstuðluðu máli. Haraldur Nielsson prófessor flutti því næst snildar fall- ega ræðu. Hvorttveggja þessar ræður eru birtar í ísafold í dag. Eftir ræðurnar söng Einar E. Hjörleifsson 3 erindi úr Aldamótar- ljóðum Þorsteins og loks söng söng- flokkurinn (10 menn úr söngfél. 17. júni) lafneska sálminn: Requiem æternam. Úr kirkjunni var kistan borin af 6 skáldum, þeim Jóni Ólafssyni, Bjarna frá Vogi, Einari Hjörleifssyni, Þorsteini Gíslasyni, Guðm. Magnús- syni og Guðm. Guðmundssyni. Nýmæli, Síðasti kaflinn af grein G. H. bið ur næsta blaðs, vegna þrengsla. Fisksalan til Englands. Matthías Þórðarson útgerðarmaður, form. Fiskifólags íslands ritar nýlega fólaginu og segir, að flotamálaráðuneyt' ið brezka telji skipaleiðina að vestur- strönd Englands (til Fleetwood) örugga. Hann segir fiskmarkað í Fleetwood iremur góðan og »útlit fyrir, að hann hækki seinna, þar sem fiskkaupmenn eru smámsaman að koma hingað til fiskkaupa, en hafa yfirgefið markaðinn í Hull og Grimsby«. -----------................... I

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.