Ísafold - 14.10.1914, Page 1

Ísafold - 14.10.1914, Page 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða dollar; borg- ist fyrir miðjan júlí éi'lendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. Uppsögn (skrlfl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- ln só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandl skuld- laus vlð blaðlð. M nii.i iiiiniiiniiii»iiimiii»iiiniiinniniiinnii»n M XLI. árg. Reykjavík, miðvikdaginn 14. október 1914. ...=3 79. tölublað Hlutleysi Islands. í sumar á þingi gerði Guðm. land- læknir Björnsson fyrirspurn til ráð- herra um það, hvort stjórnin hefði gert eða ætlaði sér að gera nokkrar ráðstafanir til þess að tryggja sér- staklega hlutleysi íslands, ef Dan- mörk lenti i ófriðnum. Út af þessari fyrirspurn ritar Hol- geir Wiebe magister grein í danska blaðið Hovedstaden 12. sept. Segir hann að fyrirspurnin hafi «með nokkrum rökum vakið þykkju i hóp Dana«. Hann segir, að slík fyrir- spurn sé »vægast sagt óviðeigandi« og kailar það óskiljanlegt, að hátt- settur embættismaður og ákveðinn sambandsmaður skuli hafa leyft sér að koma með slíka fyrirspurn. Hann minnist þvinæst á fram- kvæmdir Magnusar konferenzráðs í ófrðnum 1807—1814 — þá er hann fekk komið því til leiðar, að hlut- leysi vort var viðurkent af Breta hálfu — þótt í striði ættu við Dani. En hann kveður ólíku saman að jafna nú og þá. Þá hafi Danmörk þegar verið lent i stríðinu, en nú sé þvi svo farið, að »Danmörk (og þar með ísland) hafi þegar lýst hlut- leysi sínu«. Ef danska stjórnin færi nú að snúa sér til utanríkisstjórna annara ríkja með tilmælum á þá vísu, er hann kveður G. B. gera ráð fyrir í fyrir- spurn sinni —mundi það talið móðg- un við þær stjórnir og lýsa miður hreinum tilgangi af Dana hálfu og aukþessspor í áttinatilviðurkenningar á skilnaði. »Hlutleysi íslands« árin 1907—1914 var afbrigði sem ástæðu- laust er að fárast yfir; sérstakt hlut- leysi íslands nú væri óhæfa, auk þess, sem það mundi aldrei fást. Vér skulum eigi fara langt út í þá sálma að ræða þessar athuga- semdir Holgers Wiehe. En sökum þess, að það er eins og ósk af vorri hálfu um að reyna að halda hrutleysi voru i ófriði, hvað sem i skærist; sé skoðuð sem óvild- armerki í Dana garð — jafnvel af svo skilningsgóðum manni og Hol- ger Wiehe, þarf að benda á enn af nýju, að þetta erjfullkominn misskiln- ingur. Því skyldi það lýsa nokkurri óvild til Dana og verðskulda óhœju-nafn, þótt vér viljum í iengstu lög komast hjá ófriði, vér, sem liggjum svo afar fjarri ófriðarstöðvunum, og engin ófriðarþjóðanna getur í sjálfu sér haft neitt gagn af. Er hægt að lá oss, þótt vér óskum að búa svo í haginn, ef unt er, að vér getum siglt í friði með þessa fáa botnvörp- unga — þótt sambandsþjóð vor, Danir, kynnu að verða neyddir til ófriðar, sem allir óska að eigi verði ? Og hvaða akkur væri Dönum, ef svo færi, í því, að hlutleysi vort væri þá eigi lengur viðurkent? Það fáum vér eigi séð. Gagn getum vér ekkert gert þeim í ófriði eins og allir vita, fremur en þeir gætu varið ísland. Þessvegna getum ?ér eigi neitað, að oss furðaði á því, að það skyldi einmitt verk Holger ^Viehe, sem á þessa lund tæki í Þessar eðlilögu óskir, sem spretta af sömu hvötum og hjá öðrum þjóð- urci, er óska hlutleysi sitt varðveitt. vonum vér að við nánari íhugun átti hann og aðrir góðir Danir sig \ þessu máli, sjái, að engin óvild til Dana felst þar bak við, og veiti því liðlegar undirtektir, ef eitthvað kæmi til um þær. A.lþýöufél.bókasafn Templaras. S kl. 7—0 Borgrarstjóraskrifstofan opin virka daga 11 ~8 og 6—7 Bœjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og i -7 Bæjargjaldkerinn Lanfásv. 5 kl. 12—8 og 5 íslandsbanki opinn 10—21/* og 61/*—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd,—10 siðd. Alm. fundir fid. og sd. 8*/• slbd. Landakotskirkja. Gnbsþj. 9 og 6 á belgnm Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn H-21/*, 61/*—61/*. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—S og 6—8. Útlán 1—8 Landsbúnaóarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhirðir 10—2 og 6—6. Landsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Náttúrngripasafnib opib l1/*—21/* á snnnnd. Pósthúsib opib virka d. 9—7, snnnnd. 9—1. Samábyrgb Islands 10—12 og 4—6 Stjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Reykjaviknr Pósth.8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Vifil8tabahælib. Heimsóknartimi 12—1 Þjóbmenjasafnib opið sd., þd. fmd. 12—2, Skrifstofa Eimskipafélags íslands. Landsbankanum (uppi). Opin daglega kl. 5—7. Talsími 409. Hjörtur Hjartarson yfirdóms- lögmaður, Bókhl.stíg 10. Sími 28. Venjul. heima 12Ú2—2 og 4—j1/^- Frá þýzkum sjónarhóli. AmerikumaSur lýsir styrjöldinni. ----- Nl. Serbiu, þessa litla, kámuga skræl- ingjalands hefir naumast verið minst í þessari grimmu veraldarglimu. Misgerðir Serba hafa að eins verið notaðar sem átylla af Rússum og Bretum. Svo árum skiftir hafa Serbar beitt Austurriki óhyggilegum og bleyðilegum undirróðri. Hið eigingjarna mark sitt hafa þeir kallað »Panslavismus«, reynt að dylja það með þessu háklingjandi nafni. Þessa hreyfing hafa Rússar stutt leynt og ljóst. Loks kom til morðið á ríkis- erfingjanum, og var það ekki verk trylts einstaklings, heldur samsæri að nokkuru leyti í embættismanna hópi. Og þá var Austurrikismönn- um nóg boðið. í Vínarborg hefði orðið uppreisn, ef Austurrikismenn hefðu engar bætur heimtað. Blöð Serba vörðu verkið, kölluðu það »ófriðar-ráðstöfun« og Serbar gera morðingjana nú að pislarvottum fósturjarðarinnar. Austurriki hefir, eftir ráðum stjórnarinnar i Berlín, sint öllum réttmætum kröfum Rússa. Enginn maður í Austurríki vildi hleypa á stað heimsstyrjöld vegna þessa morðs. Um það hugsuðu Rússar eigi og nú byrjaði samkepni í ósannindum milli Rússa og Breta, er skaut Serbum langt aftur fyrir. Það er alveg nýtt og mjög sárt, að brezku blöðin reynast nú bæði ósanninda- og svívirðinga-smiðjur. Jafnvel Mr. Asquith hefir margsinnis lýst yfir, að Bretland væri óháð og hefði enga leynisamninga. En f Berlin vissu menn, að hann fór með ósannindi, því að hernaðaraðferðin kvað hafa verið lengi rædd i her- stjórnar-ráðinu. Rússakeisari og ráð- herrar hans gáfu svonefnt dreng- skaparorð fyrir því, að eigi yrði vígbúist, en í Berlín vissu menn, að þeir sögðu ósatt, þvi leyniskip- anir um vígbúnað höfðu legið á borðinu hjá herstjórnarráðinu. Frakkland hlýtur maður að kenna i brjósti um. Það hefir verið dreg- ið út i ófrið, án þess nokkur áhugi væri fyrir honum. Á því lendir borgun stórra reikninga og það mun liggja eftir sigrað og í sárum. Og ennfremur verður það að bera böl- bænir hinna sviknu og prettuðu Belga. Þýzkaland, og einkum Vil- hjálmur keisari, langaði til að geta hlíft Frakklandi og Belgíu. Allstað- ar kveður við: »Aumingja, fagra Frakkland, þvi var það svo blint«. Gegn Frökkum er styrjöldin rekin haturslaust. En Bretlandi verður það til ævarandi skammar, að það hefir gert óheilagt samband við hina daunillu hrægamma, sem krukka í vesalings bændurna rússnesku og troðið i duftið hverja þá hugsjón, sem það hingað til hefir barist fyrir. Rússar vildu hafa ófrið sökum þess, að þeir hugðu hinn almáttka flota Breta geta unnið það, sem þeir sjálfir voru of veikir og duglausir til. Bretar voru svo grunnhygnir og vondir, að þeir hugðu sig geta kom- ið Þýzkalandi á kné með aðstoð Frakka og Rússa og þar með haldið heimsveldi sínu. Síðar munu þeir sjá, að þeir hafa glatað bæði verzl- un og sóma sínum. Það feikna- ódæði að siga Japönum á Þjóðverja í Austur-Asiu mun guð almáttugur aldrei geta fyrirgefið, nema stór frið- þæging komi fyrir. Hvort refsing Englands kemur fram i missi heims- valds þess eða erfiðleikum í Indlandi — verður sagan að sýna, en refs- ingin kemur — og verður afdrifa- mikil, því að þetta verk er hið mesta afbrot við kristindóminn, við Japan, við Bandaríkin og við Kina. Aum- ingja Frakkar! Þeir hafa haldið i fáfræði sinni bæði sögu og landfræði- legri, að Bretar, Prússar og Belgar mundu hjálpa sér að fá »hefnd«. Daglega svifu þeim fyrir sjónum uppspuna-fréttir um að jafnaðar- mannaflokkurinn þýzki væri í þann veginn að gera uppreisn, og bylting- arhugurinn ólgaði vegna harðstjóra- drotnunar keisarans, og svo hafa þeir loks hoppað inn á — ófriðinn. Að þeim skuli til hugar koma, að ofáts-auðmennirnir drambsömu, er sitja i makindum i Lundúnaklúbbun- um, kæri sig mikið um sæmd Frakk- lands. Bretar héldu í grunnhygnis- fáfræði sinni, að Þýzkalandskeisari gerði ekki annað dag og nótt en að hugsa um landgöngu á Bretlandi og vonuðu, að Rússar og Frakkar gætu veikt svo hinn hataða andstæð- ing, að Bretland fengi haldið ein- veldi sínu, án þess að leggja það á sig að hlita heraga og afla sér áreið- anlegrar vitneskju um viðburðina. í stað draumanna er nú komið hið raunverulega ástand. Hver einasti sundrungargerill í Þýzkalandi er druknaður í hinni miklu þjóðarhreyf- ingu. Því að hver maður litur nú á ófriðinn sem baráttu um hið hæsta í lífinu og gengur í hann gunnreifur. Jafnaðarmenn standa i þéttri fylk- ing með hinum stjórnmálaflokkun- um. Þeir fórna fé sínu og fjörvi feðra, sona og foringja sinna fyrir fósturjörðina. Þeir handsöluðu það keisaranum að berjast fyrir hinu góða málefni fram í rauðan dauð- ann. Og keisarinn sat ekki hjá og horfði á, heldur fór sjálfur með alía sex syni sína i hernaðinn. Og keisarasynirnir hafa ekki hlíft sér, heldur verið jafnan þar sem bardag- inn var harðastur. Tveir prinzar, frændur keisarans, eru þegar fallnir. Greifar og barónar, bændur og búa- lið keppast í drengilegri framsókn í orustunni. Hver sá er viðstaddur hefði verið undirbúningsdagana, þegar mest brann í hugum manna, mundi ætla að hann væri við altarisgöngu. Eng- inn hlátur heyrðist á götunni. En það var eins og rafmagn væri í loftinu og hver um sig reyndi að gera landi sinu einhvern greiða. »Vor guð er borg á bjargi trrust* heyrðist sungið í hverri kirkju og einnig á strætum úti. Menn, sem sjálfsagt höfðu eigi gert bæn sína síðan í æsku, þyrptust utan um her- prestana og sungu hina voldugu, gömlu þýzku sálma af guðmóði. Gamlir hermenn tóku fram einkenn- isbúninga sína og brýndu sverðin. Hetjurnar frá Wörth, Metz og Sedan voru sem ungir í annað sinn. Kon- urnar fundu sér allar eitthvað til að gera af því sem á lá og gengu að því verki. Fé er eigi eytt að óþörfu, en enginn skortur er sjáanlegur. Vöru- verðið hefir ekki hækkað, heldur jafnvel lækkað. Uppskeran hefir verið ágæt og viðskiftabolmagnið furðulega, sem í landinu býr, sjá allir og viðurkenna með þakklæti. Enginn svangur maðnr fyrir finst, og örbirgðin, sem er svo mikil i Lundúnum, jafnvel á friðartímum gerir naumast vart við sig á Þýzka- landi, þótt á styrjaldartímum sé. Vísindalif! Þjóðverja, embættisfærsla, trúarlíf, samfara samvizkusemi, frjáls- lyndi og áreiðanleik hafa vakið að- dáun alls heimsins. Enginn gerir lítið úr hinum ægi- legu andstæðingum og feiknastarf- inu, sem fram undan er. Glíman er grimm, en enginn efast um lok hennar. Með alvöru og stillingu, en ljóma i augum, gengur þýzka þjóðin í þessa heljar-styrjöld og með rósemi og þakklætishug mun Þýzka- land sliðra hið sigursæla sverð og tryggja síðan heiminum langvinnan, þráðan frið. Engan ósigur hafa Þjóðverjar enn beðið og allar fyrirætlanir herstjórn- arráðsins hafa verið framkvæmdar samkvæmt áætlun. Hin hræðilega refsinorn fer áfram án tafar, til þess að kyrkja samsæri, sem á lygum er reist, og Þýzkaland mun sitja áfram samhuga, fast fyrir og sigursælt i öndvegi Norðurálfu og beina henni braut áfram. 9. sept. Thomas C. Hall (New-York) valinn Roosevelt-prófessor við Berlínarháskóla árin 1915—1916. Athugasemd ritstjóra. Vór ætlum lesendum ísafoldar að kunna að draga fra, eftir því sem þörf er á, hinum hiklausu fullyrðingum og stórskömm- um, sem þessi höfundur lætur dynja á andstæðingum Þjóðverja. En eins og latneska máitækið segir : A ud i atu r et altera pars (Rótt er að hlusta einnig á hinn málsaðila). Og símfregn- ir allar og flestar aðrar fréttir af strið- inu koma hingað frá Bretlandi, svo að eigi er nema rétt og sjálfsagt, að eitt- hvað só sagt frá skoðunum þeim, er Þjóðverjum eru hlyntar. Þessi grein hins ameríska prófessors sýnir ljóst hvað þjóðarhræringin þýzka er ótrú- lega, afskaplega róttæk og mikil fyrir sór, að hann, óþýzkur maðurinn, skuli þó svo gagntekinn — svona hjartan- lega hispurslaus í ósanngirni sinni gagn- vart bandamönnum og eigi sjáandi neitt gott í fari þeirra. ÞessL grein ber eindreginn vott um hið sárgrætilega hatur, sem Þjóðverjar auðsjáanlega hafa lagt á Breta. Eve úrslitamikið það getur orðið fyrir fram- tíðarmenning heimsins, fær enginn dæmt um enn, þótt fullyrða megi þeg- ar að það tjón verði ómetanlegt. Vór höfum heyrt, að sumum hafi þótt grein þessi hvassorðari en svo, að birta bæri í blaði í hlutlausu ríki. En það fáum vór eigi sóð. Og víst er um það, að blöð á Norðurlöndum hafa birt ýmislegt ómýkra en þetta, sem báðir málsaðilar hafa látið fjúka hvor um annan. ísafold mun hór eftir eins og hing- að til reyna að skýra frá skoðunum b e g g j a málsaðila á viðburðum ófrið- arins og orsökum og afleiðingum þeirra og dómum um þá. Birtir t. d. í dag aðra grein um hryðjuverk Þjóðverja, einnig eftir Ameríkumann. Þá fyrst er fullkomins hlutleysis gæit, ef svo er farið að. En algert hlutleysi hlýtur að vera vort æðsta boðorð meðan á ófriðnum stendur. Harður vetur eða góður. Hvort verður heldur, spurði Geir á Hofi Jón bónda á Fornastekk hérna á dögunum. Jón fletti upp í gamla »Atla« og segir svo: Þegar snjóar í bygð i september, þá vænta menn þess, að snjólítið verði fram að jólum. »En spákonan í Dala- sýslu, sem kvað hafa spáð því», segir Geir, »að fáar skepnur muni á lífi á íslandi vorið 1915«. »Ojá«, segir Jón, «en sumir halda að hann þarna Dalakollur hafi búið söguna til, til þess að hafa eitthvað i fréttum að segja, en aðrir meina að þetta sé sama vizkudísin og spáði í fyrra- vetur eftir draumum, að ísland yrði sokkið í sjó rpi8. Sá hún það tákn« að með rauðu letri, trúi eg. En hvað sem þessu líður er ávalt hyggilegast að búast við mesta vetri eftir þetta stutta og þurklitla sumar. Hættulegastar verða útbeitarjarðirnar, Ef hver bóndi á landinu setur að eins á ær og sauði og kýr og þarfa hesta og ætlar hverri á 3 þurrabands- hesta af fóðurgæfu heyi, hvern hest 140 pd., og 40 hesta handa kúnni (160 pd.) og 12 hesta handa hverju hrossi, þá mun alt fara vel, enginn fjárfellir verða, þótt gefa þurfi 26— 30 vikur, sem annars eru fá dæmi, nema » Langaveturinn« 1913—1914, sem er eins dæmi, ekki að hörku, heldur fyrir jarðbönn um alt land.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.