Ísafold - 18.11.1914, Side 4

Ísafold - 18.11.1914, Side 4
355 í SAFOLD flugtnenn hafi kastað sprengikúlum á Dover eins og þýzk blöð segja. WolíF fréttastofan þýzka segir, að Tyrkir hafi unnið sigur og tekið fallbyssur í Egiptalandi, en það er gersamlega ósatt. Tyrkir þykjast hafa unnið sigur á Rússum, en það er einber upp- spuni, sem dreift hefir verið út i Miklagarði að skipun Þjóðverja. Frankfurter Zeitung segir að þýzk- ir fangar í Englandi eigi svo ílt, að af 700 föngum hafi 46 dáið úr lungnabólgu og typhoid. Sannleik- urinn er sá, að af öllum þeim sem í haldi eru hafa 5 dáið. London 14. nóv. kl. 12.10 e. h. Serbar vinna sigur. Opinber tilkynning frá Cettinje hermir að mikill her Austurrikis- manna hafi ráðist á Svartfellinga hjá Klobuk og Timon en varnarliðið, sem var miklu fámennara, rak óvin- ina af höndum sér. Æðisgengin orusta við Ypres. London 13. nóv. kl. 11.47 e. h. Hermálaráðuneytið gaf út eftirfar- andi tilkynningu í kvöld: Prússneska lifvarðarliðið gerði æð- istrylt áhlaup II. nóv. á nokkurn hluta fylkingarbrjóstsins. þar sem 1. höfuðdeild vor var fyrir framan Ypres. Herlið vort varð fyrir þeirri mestu skothrið, sem það hefir enn komisti. Skothriðin byrjaði í dögun og stóð i 3 kl.stundir. Þar næst gerðu 1. og 4. stórfylki prússneska lifvarðarliðsins áhlaup i þéttum hóp. Menn halda að þetta úrvalalið hafi verið sent þangað í því sérstaka skyni að brjót- ast gegn um fylkingarnar, þar sem fótgönguliðinu hafði eigi tekist að gera það. Óvinirnir hertu áhlaupið sem mest þeir máttu og sýndu mikla hreysti. En vorir menn tóku djarflega á móti þó að liðsmunur væri mikill og ráku óvinina af hönd- um sér svo að þeim tókst eigi að ryðja sér braut til Ypres. En vegna þess, hve miklu liði var teflt fram af óvinanna hálfu, rofnuðu fylkingar vorar á þrem stöð- um, þó voru óvinirnir brotnir á bak aftur og þeim varnað að vinna frek- ara á. Þjóðv. biðu feikilegt manntjóti. 700 Þjóðverjar fundust dauðir á því orustusvæði einu saman, sem var fyrir aftan fremstu skotgryfjur vorar. Manntjónið í liði þeirra hlýtur að hafa verið gífurlegt. Vér höfum og mist margt manna. Agæt framganga vorra manna verður eigi nógsam- lega lofuð. London 14. nóv. 12.15 s‘ðd. Opinber frönsk tilkynning send út í gærkvöldi, segir: Áhlaup Þjóðverja á svæðinu frá sjó austur að Lys hafa ekki verið eins áköf og fyr; sumstaðar á orustu- svæðinu hefir verið sókn af vorri hálfu. Vér höfum komist suður fyrir Bixscoote. Fyrir austan Ypres höfum vér tekið Hamlet aftur, sem vér höfðum mist. Fyrir sunnan Ypres höfum vér hrundið áhlaupum prússneska lífvarðarliðsins. Annars staðar frá orustusvæðunum hafa engar fregnir komið nema um skothríðar. Rússar sækja fram f Galiciu. í Galiciu hafa Rússar komist til Dinainz, þrátt fyrir mótspyrnu aftur- fylkingar Austurrikismanna, sem biðu ógurlegt mannfall þegar Rússar tóku Krosno. í héruðunum við Sanok og Turka halda Austurríkismenn undan. Tyrkland dauðadaemt. Frændi Tvrkjasoldáns, Sabah ed Dina, hefir sent honum skeyti og segir að Tyrkland sé dauða dæmt með því að berjnst fyrir Þýzkaland og biður hann að gera alt sem í hans valdi stendur til þess að hætta ófriðnum gegn bandamönnum. Með þvf að halda áfram fremji Tyrkland sjálfsmorð. þjóðverjar um Bretaher. Nú kveður við annan tón hjá Þjóðverjum um brezka herinn. Þýzk- ír hermenn biðja þjóðina i bréfum sinum, að meta ekki oflítið hreysti og hernaðarkunnáttu Breta. Þetta er ekki að undra, þegar gáð er að því hvern hlut hinn fámenni en duglegi brezki her hefir átt um eyðileggingu kærustu fyrirætlanir Þjóðverja. Sjúkdómar Austurrikls- manna. Samkvæmt áreiðanlegum fregnum hafa Serbar tekið mikið af læknis- lyfjabirgðum, svo að skortur er orð- inn á þeim hjá Austurríkismönnum. Hjá þeim er mikill skortur á for- ingjum. Þeir, sem áður voru tnldir ótækir í herinn, eru nú teknir. Ástandið á þýzkalandi. Times befir það eftir mikilsmetn- um manni frá hlutlausu landi, sem er gagnkunnugur á Þýzkalandi, að það megi ekki dæma um hagi Þýzkalands eftir því sem blöðin þar segi. Betri menn á Þýzkalandi sjái nú að Þýzkaland hefir fknað út i hryggileg glæfrafyrirtæki. Herfor- ingjiráðið hefir ekki náð nokkru þvi takmarki, er það hafði sett sér. Þjóð- verjar hafa verið stöðvaðir á öllum svæðum og þeir hafa lítið annað haft upp úr hinum áköfu árásum sínum 100 fyrstu daga ófr'ðarins en langan mannfallslista. Hann bætir því við, að hatur manna á Þýzka- landi til Englands stafi af því að þeir séu sannfærðir um að ósigur- inn sé óumflýj.mlegur. Viðureignin i Frakklandi. Þjóðverjar vinna ekkert á. London 14. nóv. kl. 4.10 síðd. Opinber frönsk tilkynning, gefin út síðdegis í dag segir að Þjóðverj- ar hafi enn á ný gert áhlaup i hér- aðinu hjá Lasfigny og á svæðinu frá Aisne til Berry au Bac, en þær árás- ir hafa mishepnast. I Argonne er orustan hafin á ný og er grimmari en áður. Þjóðverjar reyndu að t3ka, aftur vigið de París Og St. Hubert. Stórskotalið vort gat hindrað fram- sóknartilraunir óvinanna kringum Verdun áður en fótgöngulið þeirra komst af stað. Hjá Bixcboote höfum vér komist áfram um 1 kilometer austur á bóg- inn. Rússar vinna. London 15. nóv. kl. n f. h. Frá Aðalherstöðvum Rússa er til kynt að Rússar hafa stöðugan fram- gang í Austur-Prússlandi. Áhlaupum Þjððverja hrundið. London 15. nóv. kl. 11 f. h. Opinber frönsk tilkynning, send út í gærkveldi, segir: Bandamönn- um hefir veitt betur í dag milli sjávar og norður fyrir Lille. Hjá Ypres. London 15. nóv. kl. 5.10 síðd. Frönsk opinber tilkynning gefin út í kvöld segir að viðureignin i gær hafi verið tiltölulega hæg. Hafi það aðallega verið stórskotaliðið sem lét til sin taka. Arásir Þjóðverja norðan, austan og sunnan við Ypres hafa verið brotnar á bak aftur og hafa árásarmenn beð- ið mikið manntjón. Hinar áköfu árásir Þjóðverja nú um nokkra daga hafa ekki borið annan ávöxt en þann, að þeir hafa tekið rústirnar af Dixmundeþorpi. Tyrknesknum skipum sökt. Opinber tilkynning frá Miklagarði staðfestir það, að Tyrkir hafi mist 3 flutningaskip hlaðin herliði og skotfærum, sem rússnesk herskip söktu. Herskipin á Tsingtauhöfn. Er Tsingtau féll fundust eyðilögð í höfninni eitt austurrískt beúiskip, 5 þýzkir fallbyssubátar, 1 tundur- bátaspillir og eitt skip, sem notað var til að leggja tundurdufl. Framgangur Rússa. London 16. nóv. kl. 1,3 siðd. Frá aðalherstöðvum Rússa er til- kynt: í Austur-Prússlandi hefir lið vort haft góðan framgang hjá Stallu- ponen. Þrátt fyrir örugt viðnám óvinanna sóttum vér fram í héraðinu hjá Niedenburg. Á vinstri bakka Weichsel nær fylkingarbrjóstið frá Plock til Wartafljótsins. Óvinirnir halda undan til Kalisz-Wielum 12 mílur frá landamærum Slesiu. Suðurfrá hafa óvinirnir reynt að hefja sókn, en hefir mistekist það. Vér höldum áfram að sækja til Kraká. í Galiciu reyna Austurrikis- menn að búa um sig til varnar hjá ánni Dunatz og í héraðinu fyrir vestan Zuabno, Tarnow, Wisloka og hjá Jaslo. Rússar halda til skarðanna í Karp- atafjöllunum. Serbar sigra. Opinber tilkynning frá Serbum segir að austuríkskum hersveitum hafi verið stökt undan i Herzego- wina og hafi þær beðið ákaflegt manntjón. Flugmenn eyða vígjum. Flugmenn bandamanna hafa ger- eytt tveimnr gömlum vígjum hjá Lille, sem óvinirnir notuðu fyrir forðabúr. Brezku hersveitirnar hafa tekið marga fanga og býlsur þessa seinustu daga. þýzk blöð. Þýzku blöðin fara mjög lofsam- legum orðum um Roberts heidnn lávarð og drengilega framkomu Breta við fyrirliðana á Emden. Frá Suður-Afriku. 1 Suður-Afríku hefir de Beer hers- höfðingi tekið heila hersveit upp- reistarmanna ásamt 70 hestum skamt frá Schweizer Reneke. Vlisser hers- höfðingi hefir tekið höndum ýmsa uppreistarmenn á landamærum Kap- nýlendunnar og Transwaal. Meira lið og meira fé. Parlamentið gaf í dag samþykki sitt ul þess að auka herinn enn um 1 miljón manna, er þá reglulegi herinn 2,186,400 manns, auk land- varnarliðsins. Auk þess voru veittar 225 milj. sterlingspunda til herkostn- aðar í viðbót við það sem áður var veitt. í Belgíu. London 16. nóv. kl. 6,15 síðd. Opinber frönsk tilkynning, send út síðd. í dag hljóðar svo: Vatni hefir á ný verið veitt á svæð- ið suður frá Dixmude til staðar 5 kilometra frá Bixchoote. Lið Þjóðverja gerði tilraunir til þess að komast yfir skurðinn á þessu svæði, en þeir voru reknir aftur yfir um brýrnar. Þýzk hersveit var ger- eydd fyrir sunnan Bixchoote. Á því svæði hefir þjóðverjum verið hrundið og vér höfum tekið nokkrar þýðing- armiklar aðstöður. Vér höfum sótt dálítið fram milli Lys og Oise. Annatstaðar á orustusvæðinu hefir lítil breyting orðið. Jörð til sölu. Breiðabólstaður í Reykholts- dal fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Upplýsingar sölunni við- víkjandi gefa þeir síra Guðmundur Helgason í Reykjavik og Sveinn kaupm. Guðmundsson á Akranesi. Ingólfur Gnðmnndsson. Breiðabólstað. Kransar. IMlædi. Likkistnr. Lítið birgðir minar áður en þér kaup- ið annarsstaðar. Teppi lánuð ó k e y p i s í kirkjuna, Eyv. ÁrnaKoo, trésmiðaverksmiðja, Laufásveg 2 Klæðayerksmiðjan Alafoss kembir, spinnur, tvinnar, þæfir, ló- skér, pressar, litar, gagneimir (afdamp- ar) og býr til falleg tau, Vinnulaun lægri en hjá öðrum klæðaverksmið- jum hér á landi. Alafoss-afgreiðslan, Laugavegi 34. Rvik. Simi 404. Bogi A. J. Þorðarson. Trúlofunarhringar ^ 3^ra ^ýi115^ lægsta verði hjá Jóni Sigmundssyni, gullsmið Laugavegi 8. Bijðið nm Eivesa Cacao í blýumbúðum með safnaramerkjum og áprentuðu söluverði frá I & II. Salomonsen, Köbenhavn. :Dulrúnir eftir Hermann Jónasson fást 'hjá flestum bóksölum hér andi og í Söluturninum í Rvík. Minningarritið um Björn Jónsson, fyrra bindi með mörgum myndum, er komið út og fæst í bókaverzlunum. Verð: 1.50. Hjartans þakklæti til allra þeirra, sem á einn eða annan hátt hafa sýnt mér hlut- tekningu við fráfail og jarðarför konu minnar, Þuriðar sál. Guðmundsdóttur. Kristinn Jónsson. Sjúkrasamíag Hetjkjavíkur heldur fyrri aðalfund sinn í húsi K. F. U. M. (kjallarasalnum), fimtudag- inn 26. þ. m. kl. 9 síðd. Yfirlit yfir hag samlagsins verður lagt fram á fundinum, og rædd ýms þau mál, er samlagið varða. Ungu stúlkur og piltar! Tryggið heilsu yðar með því að ganga i sam- lagið sem allra fyrst! Reykjavik 17. nóv. 1914. J6n Páfssön p. t. form. SkiftafnDdur í dánaibúi Guðmundar Magnússonar úr Reykjavik, er druknaði haustið 1911 á Bcrgarfirði eystra, /erður haldinn laugardag 21. þ. m. kl. 12 á hádegi í bæjarþingsstofunni hér. Væntanlega lokið þá skiftum. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 14. nóv. 1914. Jón Magnússon. Ung, góð, jólbær kýr, til kaups. Uppl. á Laugavegi 40 (niðri). Grátt hesttryppi, á að giska tvæ vett, marklaust og halt á vinstra níturfæti er í óskilum hjá lögregl- unni. Réttur eígandi vitji þess innan 8 daga og borgi allan áfallinn kostnað. Ella verður það selt. Reykjavík, 17. nóvbr. 1914. Bæjarfógetinn. Jörðin Loftsstaðir vestri í Árnes- sýslu fæst til kaups og ábúðar í far- dögum 1915. Tún og engi nfgirt. Jörðin liggur að sjó og fylgir henni fjörubeit og reki. Semja ber við Stefán Guðmundsson Vorsabæjarhjá- leigu í Árnessýslu. Jörð til kaups. Til kaups og ábúðar i næstu far- dögum fæst Kalmanstjörn í Hafna- hreppi 22.2 h. ásamt þurrabúðum Reykjanesi og Traðarhúsum. Á jörðinni er íbúðarhús úr timbri 12 X16 al., mjög vandað. Fénaðnrhús járnvarið, roeð steypugólfi, 9X33 al. Þurkhús, salthús ásamt fleiri húsum. Frá Kalmanstjörn er eitt hið hægasta og bezta útræði á Suður- landi, sauðfjárganga ágæt. Eggja- og fuglatekja mikil. Viðarreki mik- ill á 10 rasta svæði. Matjurtagarðar um 1000 Q lm. ásamt steinsteypu- blómgarði. Um kaupin má semja við herra undirritaðan eiganda nefndrar jarðar. Kalmanstjörn 3. nóvember 1914. Olafur Ketilsson. Aggerbecks Irissápa er óviHjBlnanlepta góB fyrir húðina. Cppáhalú allra kvenna. Ðezta barnanápa. Bib.jið kaap" menn y?)ar um bana.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.