Ísafold - 27.03.1915, Page 1

Ísafold - 27.03.1915, Page 1
Kemur út tvisvar í vikn. Yerð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða l‘/2 dollar; borg- , ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. ; Lausasala 5 a. eint. XLII. árg. Reykjavik, laugardaginn 27. marz 1915« Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. 0g sé kaupandi skuld- laus við blaðið. 23. tölublað Aiþýöafól.bókasafn Templaraa. 8 kl. 7—9 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 11 -8 og 5—7 Bœjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 1 —7 Bæjargjaldkerinn Lanfásv. 5 kl. 12—8 og 5 ÍBlandsbanki opinn 10—21/* og 5*/t—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 sföd. Alm. fundir fid. og sd. 8ljt sibd. Landakotskirkja. öubsþj. 9 og 0 á helgum Landakotsspítali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-21/*, 51/*—6l/t. Bankastj. 12 2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útíán 1—8 Landsbúnaöarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 5—6. Landsskialasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Náttúrugripasafnið opið lJ/t—2*/t á sunnrd. Pósthúsið opið virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6 ^ Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Reykjavíkur Pósth,8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Vifilstaðahælið. Heimsóknartimi 12—1 I>jóðmenjasafnið opið sd., þd. fmd. 12—2, Útflutningur íslenzkra hesta. Fá íslenzkir hestaeigendur nægilegan hluta söluverðs þeirra? Það eru ekki liðin næsta mörg ár siðan farið var að flytja íslenzka hesta að ráði til Danmerkur. En eftir því sem íslenzkir hestar hafa unnið i áliti þar, hefir sala þeirra stórum aukist, þótt aldrei hafi verið svipað því, sem var í haust, og hefir verið í vetur. Stafar þessi útflutn- ingsvöxtur af því, að danskir hestar seldust geysiverði til Þýzkalands, svo að danskir bændur rúðu sig að samlendum hestum og neyddust til að kaupa aðra hesta í skarðið. Danir hafa raunar ella orðið stöð- ugt að kaupa nokkuð af útlendum hestum, rússneskum, belgiskum, uorskum o. s. frv. En nú eru belg- iskir hestar úr sögunni, sem verzl- unarvara, um mörg næstu ár og þessvegna ei£i lengur i þá átt að flýja. Rússneskir hestar munu ekki heldur um langan tíma — hver veit hvað lengi — verða fluttir út. Út- flutningur norskra hesta er einnig bannaður. Það er því alveg áreið- anlegt, að markaður verður mjög góður fyrir íslenzka hesta fyrst um sinn. Það spillir og eigi heldur íyrir tnarkaðiuum, að einhver kunnasti sjálfseignarbóndi i Danmörku L. Nielscn Skensved, — sem mörgum íslendingum er góðkunnur, beim er við búnaðarnám hafa verið hjá hon- um — hefir í vetur ritað rækilega í dönsk b!öð um ágæti islenzkra hesta fyrir smábændur. Telur hann þá vera nægjusömustu, harðgerðustu og þolnustu hestana, eftir stærð, sem völ geti verið á, auk þess sem þeir séu ódýrastir í byrjun. Hafa ummæli hans vakið mikla athygli í Danmörku, eftir því sem ísafold er ritað þaðan — og talið víst, að þau muni ýta undir notkun íslenzkra hesta þar í landi. Víst er um það, að gera má ráð fyrir allmikilli hestasölu til Dan- merkur næsta ár og mundi þá eigi úr vegi fyrir islenzka hestaeigendur að gæta svo hagsmuna sinna, að eigi lendi meginágóðinn í vösum ein- stakra manna, danskra eða annara, eins og sennilega hefir orðið nú upp á síðkastið — eftir þvi sem ísafold er ritað og heimildarmaður að þessu talinn ofangreindur sjálfseignarbóndi. í þessu bréfi(dags. i9.jan.—T5) segir m. a. svo:' »E(tir fregnum, sem hafa borist hingað til Danmerkur frá íslandi, hefir verð á hestum þar verið um eða litið yfir 100 kr., þegar þeir seldust hér á 250—500 kr. — eða jafnvel 350 kr., eftir því sem eitt blaðið hér (Öst-Sjællands Folkeblad) segir. Slikt er verðmunur, sem ís- lenzkir bændur ættu ekki að láta sér standa á sama um. Hvað hestar þeir hafa selst eða munu seljast, er síðast komu hingað, get eg því miður ekki sagt um, að svo stöddu, en aukakostnaður sá, er á þá hefir fallið fyrir hernám Breta, er aukaatriði, sem í sjálfu sér kemcr alls ekki við málinu, hver sem að siðustu greiðir þann kostnað. Bréfritarinn heldur svo áfram: »Er það nú ekki hugsandi, að ís- lenzkir hestaeigendur gætu bundist haganlegum samtökum um að senda hesta sína út, án milligöngu »hrossa- kaupmanna* heima og fengið mann til að annast viðtökur þeirra og sölu i Danmörku ? Við það mundi að miklu leyti sparast kostnaður sá, sém ávalt legst á við milliliða-verzlunina og það sem mestu skiftir: hinn hreini ágóði (Surplus gróðinn), sem millilið- urinn sífelt stingur í sinn eigin vasa. Ætla mætti, að Búnaðarfélag íslands léti til sín taka í þessu efni«. ísafold tekur undir það, að hér sé um nauðsynjamál fyrir íslenzka bænd- ur að tefla, er veita beri rækilega athygli. Væri vel, að eitthvert fram- tak væri haft i þá átt, að nota hinn ágæta markað, sem vafalaust verður fyrir islenzka hesta á þessu ári — ekki aðeins í Danmörku, heldur vafalaust líka á Bretlandi, meðal bænda þar — þann veg, að ágóðinn komi landbúskap vorum sem mest að haldi. Og þnð er áreiðanlega hægt, ef eigi verður látið ónýtast af tómlæti og samtakaleysi. / ---------------------- Botnvörpungaflotinn vex. Botnvörpungurinn „Rán“. Nýtt skip hefir nýlega bæzt botn- vörpungaflota vorum. Er það botn- vörpungurinn Rán, eign útgerðar- félagsins Ægis. Rán kom hingað á laugardag siðdegis beina leið frá Kaupmannahöfn, eftir 6 sólarhringa ferð. Útgerðarfélagið Ægir telur 12 hlut- hafa og var stofnað i fyrra. Fram- kvæmdarstjóri félagsins er Magnús 'Blöndahl kaupmaður. Skipstjóri er Jón Sigurðsson, sem áður var á »Jóni forseta*. Láns bakjarl félagsins er íslandsbanki, þ. e., hann hefir lán- að út á skipið. Rán er-hinn fyrsti íslenzki botn- vörpungur, sem smíðaður hefir verið í Þýzkalandi. Skipasmíðastöðin, er leyst hefir verkið af hendi, heitir Unterweserwelt G. M. B. H., i Geestemiinde. En umboðsmaður henuar hér er Sigfús Blöndahl kaup- maður. A sunnudag voru ýmsir bæjarbúar boðnir til að skoða skipið. Er Rán að öllu hið álitlegasta skip. Á lengd er skipið alls 43 stikur (141.4 fet), kjölurinn er 40 stikur (131.3 fet), breiddin 7.15 stikur (23.5 fet), dýpt 4.15 stikur (13,75 fet). Allsherjar smálestatala 250. Á reynsluferðinni sýndi vélin yfir 500 hestöfl og fór skipið þá fullar 16 milur á vöku. Að ýmsu er fyrirkomulag annað á Rán en öðrum islenzkum botn- vörpungum. T. d. er aðal-háseta- klefinn uppi á þilfarinu framanverðu og þykir sparast rúm á því. Þá er og í skipinu sérstakur lýsisbræðslu- klefi með 2 kötlum—á miðju skipi — þar sem ella er venjulega skip- stjóra herbergi. Aftur á skipinu gat að líta 2 föngulega báta, með ný- tízku björgunartækjum, þau fyrstu er hingað hafa komið á botnvörp- ung. Rafmagnsljós eru um alt skip- ið, yfirhitunartæki að sjálfsögðu o. s. frv. — Yfirhöfuð verður eigi annað sagt, en að fyrir leikmanns augum virðist skipið óvenjulega vel vandað og ber rækilega vott vand- virkni og verklægni Þjóðverja. Þykir oss líklegt, þá er stundir líða, að fleiri botnvörpungar þýzk- smíðaðir muni eftir fara. Erfiðleikum miklum mun það hafa verið bundið að fá skipið fullgert og koma því klaklaust hingað á þessum ófriðartímum. Hefir framkvæmdar- stjórinn, hr: M. Th. Bl., verið i Geestemunde frá því í des. til að herða á verkinu. Ætlaði það að ganga ærið tregt að fá að sigla skipinu frá Geestemunde til Khafnar og um Kílarskurðinn var því stjórnað af þýzkum hermönnum, en íslendingar tengu eigi að vera á þiljum. Um tundurduflasvæðin þýzku var þvi og stjórnað af þýzk- um sjóliðsmönnum, og landaruir lok- aðir niðri i skipinu á meðan. Hver góður íslendingur fagnar hverri viðbót við botnvörpungaflota vorn, sem reist er á heilbrigðum grundvelli. Heilbrigð viðkoma hefir orðið meiri síðustu árin en menn þorðu að búast við. Botnvörpuút- gerðinni islenzku hefir vaxið mjög fiskur um hrygg, til stórmikils gagns landsmönnum, atvinnuauka innan- lands og viðskiftaauka bæði innan- lands og eigi sizt utanlands. Nýtt útgerðarfélag er hér hlaupið af stokkunum, og óskum vér því farsældar, svo að eigi verði langt að bíða dættanna i hjónabandi Ægis og Ránar. Skákþing íslendinga var haldið hér á dögunum og voru þátttakendur 12. Hlutskarpastur varð Eggert Guðmundssou píanóleikari, með 9^/3 vinning og vann hanti því skákborð það, sem kept var um. Þarf að vinna það þrisvar til þess að eignast það; áður hafði Pétur Zophoniasson tvisvar unnið það. Eigum vér íslendingar þar efnilegan mann í þessari grein, sem Eggert er, því hann er ennþá mjög ungur og má því búast við að hann taki ennþá miklum framförum. Sjálfstæði. í áttatíu ár hefir þjóð vor verið að berjast fyrir sjálfstæði sínu, og mikið hefir henni orðið ágengt á þeim tíma. Barátta þessi hefir aldrei ákafari verið í orði kveðnu, heldur en nú. Allir stjórnmálaflokkar landsins berj- ast fyrir sjálfstæði, hver á sinn hátt og eftir sínum skilningi. Einn flokk- urinn hefir tekið sjálfum sér einka- rétt á nafninu. En í allri þessari baráttu virðast Fjölnismenn einir, sem hófu barátt- una með fullri meðvitund, hafa gert sér einna ljósast eðli og skilyrði þ j óðar-s j álf stæðis. Af því að svo fáir virðast gera sér fulla og ljósa grein fyrir skil- yrðunum fyrir eðlisrétti þjóðar til sjálfstæðis, þá virðist ekki úr vegi að minnast fám orðum á þetta grund- vallaratriði. Hvað er það sem veitir ibúum lands eða landsvæðis siðferðislegan rétt á þvi að vera sjálfstæðir í stjórn- málum sínum ? Það er óefað fyrst og fremst af öllu það, að þessir íbúar séu sérstök þjóð, hafi sérstakt þjóðerni. Hafi þeir það ekki, muu þeim oft eða jafnvel oftast vera hollast og farsæl- ast að vera ásamt öðrum þegnar f sem stærstu ríki. En hvað er að vera sjálfstæð þjóð ? Því má nú svara á ýmsa vegu. En ein allra Í5'rstu og fremstu höfuð- skilyrðin fyiir því, eru þau, að fólk- ið tali sama mál og eigi sömu sögu. Tannsýkin og skólarnir. Eftir Brynjólf Björnsson, tannlækni. Á síðari hluta nítjándu aldar fóru menn að gefa því gaum, að tann- sýki og tannveiklun fór mjög í vöxt meðal Norðurálfubúa. Því var það, að tannlæknar í ýmsum löndum tóku að rannsaka, nokkru fyrir aldamótin síðustu, hversu tannsýkin væri al- menn eða útbreidd meðal skólaskyldra barna og hermanna. Þessi rannsókn leiddi það í ljós, að í mesta lægi væru það 3,5 pct. af börnum innan fermingaraldurs og herskyldum mönn- um, sem hefðu heilbrigðar tennur. Þegar þetta varð Ijóst, leist mönn- um ekki á þessa afturför, sem var, eftir öllnm líkum að dæma, afleið- ing af breyttum lifnaðarháttum, af- kvæmi svokallaðs menningarauka. Mönnum þótti sem hér væri hætta á ferðum og full þörf væri á því að hefjast handa og vekja fólk til um- hugsunar á þvi, hversu nauðsynlegt það væri að gera einhverjar ráðstaf- Það fólk, sem þessi skilyrði hefir er sérstök þjóð, hvort sem hún er ríki út af fyrir sig eða ekki. Og sú pjóð, sem byggir sérstakt land eða afmarkað sérstakt landsvæði, hún á siðferðislegan rétt á að vera sjálf- stceð í stjórn sinni, meira eða minna, eftir þvi, hvert bolmagn og andleg- an þroska hún hefir. Þetta er oss íslendingum auðsjá- anlega ekki ljóst. Væri það oss ljóst, mundum vér gæta þess betur að efla og styrkja pjóðerni vort. Þjóöerni vort er í lífsháska. Tunga vor, dýrasti arfur vor, er í hraðfara hnignun. Ritmál vort er að spillast, svo að stórskömm er að, og. blöðin ganga þar á undan með illu eftirdæmi. En blöðin eru mest Iesin og þau hafa því mest spilling- aráhrif á alþýðu manna. Og skóla- gengnir menn ganga hér fremstir með eftirdæmið. Orsakirnar til þessa eru bersýni- lega tvær: 1. Kenslunni í skólum vorum, bæði æðri og lægri, hlýtur að vera meir en lítið ábótavant að einhverju leyti. Það er t. d. hneykslanlegt að mentaskólinn skuli útskrifa stúdenta, sem ekki þekkja orðflokkana (»parta ræðunnar*), og það iðeð góðum meðalvitnisburði i móðurmálinu. Ekki að nefna ósköpin, að reglugerð skólans er svo visdómsleg, að menn geta náð stúdentsprófi, þó að þeir fái »o< (núll) í einhverri námsgrein, þ. e. með öðrum orðum viti ekkert í henni. Og nemendum er það val- frítt, hverri af inum lögboðnu náms- greinum þeir vilja algerlega sleppa. Af skiljanlegum ástæðum kemur það væntanlega varla fyrir, að móður- málíð verði til þess kosið, því að þótt ekki væri annað, verða menn þó að vera talandi, til þess að geta stundað nám í skóla. 2. Lestur fornsagna vorra er orð- inn svo fátiður, að minsta kosti við- ast um land, að eg ekki tali um anir til þess að stemma stigu þessa heilsuspillis, þessa kvilla, sem var svo almennur meðal unga fólksins. Allsherjar tannlæknafélag, sem nefnist »Frédération dentaire inter- nationale* tók nú tnálið í sínar hend- ur og fór að ihuga, hvaða ráð mundu bezt til þess að reyda að hefta út- breiðslu tannsýkinnar eða að hún færi svo mjög í vöxt meðal æsku- lýðsins. Menn sáu það brátt, að fyrsta skil- irðið til þess að einhverju yrði áork- að í þessurn efnum væri það, að vekja ■ á málinu athygli og áhuga þeirra, sem með uppeldismál fara. Sérstakri nefnd, sem kölluð hefir verið »Internationale Hygiene Com- mission®,1 hefir verið falið að hafa framkvæmdir í þessu atriði. Var hún skipuð mönnum úr ýmsum x) Hefir hún látið búa til ágæta tannbursta handa börnum, sem seld- ir eru við lágu verði, eftir gæðum. Fást þeir i lyfjabúðinni hér í Reykja- vík og geta menn þekt þá á þvi, að þetta sama nafn er letrað á skaftið. \

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.