Ísafold - 22.09.1915, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.09.1915, Blaðsíða 1
Kfrmur út tvrgTar i viku. Terð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/j dollar; borg- ist fyrir miðjan júli eriendis fyrirfraih. Lansasala 5 a. ei'nt. ísafoldarprentBmiöj'a Ritstjóri: Óiafur Ðjörnssan. Talsimi nr. 455 1 tfppeögp (skriiq.) bundifc viö áranidt, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi sknld- laus við blaðið. XLII. árg. H. Andersen & Sön klæðaverzlun, Aðalstræti 16. Sími 32. Stofnsett 1888. ÞAR ERU FÖTIN SAUMUÐ -3^-aa- FLEST, ÞAR ERU FATAEFNIN BEZT. Húsaleigukvittanabækur fást eins og að undanförnu í Bókverzlun Isafoldar Verð 0.30 aurar 50 blöð. Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. 11. Þær urðu lyktir, að í kosninga- lagafrumvarpi alþingis var svo ákveð- ið, að kosning hinna landskjörnu þingtnanna skyldi fram fara j. áqúst 1916, en kjördæmakosningar ein- stakra héraða á venjulegum degi þ. e. i. vctrardag. Þar sem því um er að tefla svo langan tima til kosninga, er óþarfi að láta óðslega um kosninga-undir- búning. Hitt varðar meiru að þjóðin átti sig vel og vandlega á málefnum og mönnum áður en hún gengur að kosningaborðinu. »Það skal vel vanda, sem lengi á að standa«. Og þessar kosningar munu, ef alt fer með feldn, ráða landsstjórn og löggjöf um 6 ára bil, frá 1917—1923. Þessvegna er svo afaráriðandi að þjóðin við næstu kosningar beri nið- ur á þeim mönnum til þingsetu, er meira meta frjósamt starf og rólegt þjóðinui til framsóknar í hverri grein og hagsmuna, en megnar deil- ur og úlfúðar-stælur, sem meira miða að augnabliksæsingum og þing- þvargi en því, sem þingstörf öll ættu um að snúast. Á öllu framar þarf þjóð vor nú að halda en óþörfum æsingum og þversum-skap. í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, sem birtist í siðasta blaði, er fyrsta boðorðið, að vér íslendingar förum ekki að fitja upp á samningatilraun- um við Dani fyrst um sinn, heldur vinnum sem bezt heima fyrir að efnalegu og andlegu sjálfstæði voru. Að láta deilumálin út á við ijvíla sig, það er hin mesta nauðsyn nú, og verður að koma fram við næstu kosningar hjá þjóðinni, að hún sé þess sinnis. Búast má við, að frá einni hlið verði tilraun gerð til að vekja upp deilumálin út á við með því að senda ejtirvarapvarvið inn i kosningabarátt- una, en væntanlega enduróma þeir tónar nauðalítið með þjóðinni, ef að likindum fer, sbr. fylgisleysið magn- aða með þversum-mönnum hjámegin- þorra manna'. Reykjavík, miðvikudaginn 22. september 1913. 73 . tölublað Kvittur um tortíming ,Gullfoss‘. I gærinorgun barst hingað til bæjarins símfregn frá Færeyjum, sem setti höfuðstaðinn svo að segja á annan endann og vakti sorg og kvíða í hugum manna um land alt, svo langt sem sími nær. Fregnin, sem barst Ditlev Thom- sen konsúl frá verzlunarstjóra hans í Færeyjum, var svolátandi: »Flóra segir, að Gullfoss Tiafi verið skotinn niður af pyzkum neð- ansjdvarbdti í Norðursjónum á hingað leið«. Þessi símfregn barst fljótt eins og eldur í sinu manna milli og verkaði á hvern mann sem hið ægilegasta reiðarslag. Til þess að sagan yrði eigi bor- in rangsnúin og ýkt út meðal manna, sendu ísafold og Morg- unblaðið út fregnmiða með skeyt- inu í, eins og Thomsen barst það, en jafnframt var þess getið, að Eimskipafélaginu hefði ekkert skeyti borist og að vonandi reynd- ist fregnin því misskilningur. En svo mikil áhrif höfðu þessi tíðindi á bæjarbúa, að mönnum féll verk úr hendi og söfnuðust í smáhópa á strætum og gatna- mótum til að ræða fram og aft- ur um, hvort sönn mundi fregn- in eður eigi. Eimskipafélagsstjórnin símaði þegar til Færeyja, bæði til Flóru- skipstjórans og amtmannsins þar, til að spyrjast fyrir um hið sanna. En svo liðu margar kl.st., að eigi kom svar, og var því flest- um órótt orðið, eigi sízt þeim, er bjuggust við að eiga ástvini sína með skipinu. Loks kl. 4 barst svarið frá amtmanni og skipstjóra Flóru, þess efnis, að með Flóru hefðu þær fréttir borist, að í norskum blöðum frá 18. sept. hefði sú frétt staðið, að dönsku skipi Gullfoss hefði verið sökt í Norðursjónum af þýzkum neðansjávarbáti, en áður verið bjargað skipshöfninni og hún flutt í annað verzlunar- skip skamt frá. Þessum skeytum bar saman við skeyti, sem Thom- sen ræðismanni barst um líka mund. Þegar þessi skeyti bárust létti þungu fargi af flestum, því að óhugsandi með öllu þótti það, að um okkar Gullfoss gæti verið að tefia í norsku blöðunum 18. þ. mán., þar sem skipið hefði komið til Leith þ. 15. og framkvæmdar- stjóra gat eigi til hugar komið, að Gullfoss þyrfti minna en 3 daga til að Ijúka erindum sínum í Leith. Er óhætt að segja, að þá hafi bæjarmenn »tekið gleði sína aft- ur«, er þetta fréttist. I morgun barst Eimskipafélag- laginu símskeyti frá Leith um, að Gullfoss hetði farið það- an í gær og er þar með öllum skelki lokið, en Gullfoss verður oss eigi síður kær eftir þetta, né heldur Eimskipafélagið og þætti oss ei ólíklegt að það komi fram áþreifanlega. hjá mörgum manni, er sýna vilji samúð sina með því að rita sig fyrir hlutum í hinu nýja hlutaútboði félagsins. SíldveiðaráYestfjörðum Síðan hringnótaveiðar og rek- netaveiðar fóru að tíðkast, hafa síldveiðar nær eingöngu verið reknar við Eyjafjörð, Siglufjörð eða frá síldarslóðum þar. Það fer því að líkindum, að svo afardýr, staðbundinn 0g timabund- inn útvegur hljóti að vera mjög mikið fjárhættuspil. Þarf ekki annað en að síldar- göngur breytist eða hafis tálmi veiðum til þess að stórtjón hljót- ist af. Þess vngna er full þörf á — og um það ætti þetta sumar að hafa fært oss sanninn — að síldar- stöðvar rísi sem víðast upp á land- inu, til þess að skipin geti leitað sem bezt fyrir sér. En engu minni nauðsyn er á, að lengja síldveiðitímann. Er það gamalt mál, og styðst við athugun margra manna, að flskigöngur, er með landi fara, mupi yfirleitt ganga sólarsinnis. Sama lögmál mun gilda um síldargöngur. Að minsta kosti verður fyrst vart við síld á vor- in í Jökuldjúpinu og þar vestur af. — Og víst er líka um það, að vor- síldargangna (smásild) verður helzt vart hér á Vestfjörðum, einkum í fjörðunum vestan Djúpsins. Sé þetta rétt athugað, má því yfirleitt ganga að því vísu, að síldargöngur gangi fyr um Vest- fjörðu en fyrir Eyjafirði. Og sönnun fyrir því meðal ann- ars er, að Siglfirðingar sækja á stundum framan af sílcfSrtíman- um talsvert af afla sínum vestur undir eða vestur fyrir Horn. Síldarstöðvar um Vestfirði hljóta því að lengja sildveiðitimann. En það gerir hvorttveggja í senn, að tryggja síldarútveg- inu og gera hann. arövæn- legri. Hér á Vestfjörðum má sjálfsagt velja um þó nokkurar síldar- stöðvar, en hór skal aðeins bent á tvær. I. ísafjörður. Eins og flestum mun kuunugt, er ísafjörður miðstöð fiskiveið- anna við Djúpið, sem að líkind- um ræður, því að bæði er honum snildarvel í sveit komið og svo hefir hann, auk margmennisins, fiesta þá kosti, sem góð fiskistöð má eigi án vera. Sama gegnir um síldveiðarnar, bæði til ádráttarveiði og hring- nótuveiði. Er það atburðaleysi einu að kenna að ísafjörður er eigi fyrir löngu orðinn öflug síldveiðistöð, atburðaleysi, sem stafar af fram- kvæmdadeyfð þeirra, sem betur mega, og getuleysi smælingjanna, og sýnist hér sem oftar, að bezt er á öllu hófi, því hér hefir ekkert verið á milli stórflska og smásíla. Því það er áreiðanlegt, að Isa- fjarðardjúp og miðin þar norður af hafa ekki verið afskift af síld, fremur en öðrum fiskigöngum. Hefi eg fyrir því orð mýmargra sjóm., útlendra og innlendra, að þeir þrásinnis hafi siglt gegn um sildar- torfur, og sjálfur hefi eg farið hér gegnum gríðarstórar síldartorfur, og séð allan fjörðinn og »Pollinn« með löðra í síld landanna á milli. Og þetta staðfesta þeir litlu við- burðir, sem tvö sumurin síðustu hafa verið " hafðir til hringnóta- veiða héðan af Eyrunum. í fyrra gekst fyrir því Aust- maður einn héðan úr bænum, O. G. Syre að nafni, með lélegri leigunót og lítt vana menn; en Djúpbátsnefndin tók á sig að lána póstbátinn til þess að tilraun þessi yrði gerð. Tókst veiðin eftir at- vikum vel og varð arður sæmi- legur. Varð þetta til þess, að í vor gerðu þeir félag með sér, Karl verzlunarstjóri Olgeirsson, eigandi b/b. »Freyja« og útgerðarfélag, sem í eru Helgi bankastjóri Sveins- son, Jóhannes kaupmaður Péturs- son og Magnús símstjóri Thor- berg, eigendur b/b. »Leifur« og »Hrólfur«, keyptu 2 hringnætur og komu upp síldarstöð. Varð aflinn frekar 7000 tunnur síldar, og er það ágætur afli, miklu meiri en nokkurn hafði órað fyrir, enda gaf útgerðar- mönnum góðad skilding. Til samanburðar skal þess get- ið t. d., ;að 2 b/b. úr Hnífsdal, eign Sigurðar Þorvarðssonar kaup- manns og þeirra félaga, gengu fi’á Siglufirði og öfluðu tæpan þriðjung á við ísafjarðarbátana, og sumir botnvörpungarnir, er úr Eyjafirði gengu, gerðu lítið betur en bafa við þeim.1) Og þó er víst að bér hefir oft verið miklu, miklu rneira um síld. Tel eg engan vafa á, að síldarút- vegur á hér mikla framtíð, og þó serstaklega í sambandi við síld- arstöð við Horn. II. Höfu við Hornvík. Höfn hefir sakir legu sinnar verið lítt kunn, af henni fáir vitað aðrir en þeir, er þangað hafa hleypt undan ofviðrum, en lífhöfn hefir hún mörgum mann- inam reynst og svo nefna sjó- menn hana. Hafnarlagið er lítið og fremur grunt en vel lagað og enginn efi á að með nokkrum kostnaði má !) Síðan þetta var ritað, hafa kunnugir menn sagt mér, að eng- inn bátur við alian Eyjafjörð muni hafa aflað tiltölulega eins vel og ísafjarðarbátarnir. þar verða afbragðs sumarhöfn og þó var fyrir rekís. Sandar eru þar miklir innar af höfninni og vel fallið til ádráttar, og er það ómetanlegur kostur, því að oft eru ógrynnis sildartorfur þar á víkinni. Það sem þó öllu öðru fremur gerir Höfn að sannnefndri síldar- kjörstöð er lega hennar fast við langsamlega mestu sildarsvið landsins, að því mai’gir herma. Leggur það sig sjálft, hve af- armikla þýðingu það hefir, að sem minst af hinni stuttu og dýrmætu síldarvertíð fari í flutn- inga, auk þess sem stórmikið af sild, sérstaklega smærri síld, sem er eða á að vera verðmest, skemmist í löngum flutningum. Leiðir eru allar hreinar að Hoi’nvík. Enn meiri þýðingu hefir það samt, að höfnin er á veðramót- um, og má sækja þaðan austur og vestur, eftir því sem áttir eru. Þorskfiskimið eru þar hin afl- sælustu í allar áttir og sumarafli hefir orðið þar ágætur á þá fáu báta, er þaðan hafa gengið. — Flestir munu hugsa sér Horn- vík einhvern ömurlegasta vistar- stað þessa lands. Og svo hafði mér farið. Mér þótti því kyn- lega bregða, er eg kom þar og sannfærðist um að óvíða á land- inu getur meiri sumarfegurð, því þar fer hvorttveggja saman un- aðsblíð sveitasæla í grasi vöfðum dalnum, með fossunum fimm upp af víkinni og einhver stórhrika- legasta náttúrufegurð, er mér hefir auðnast að sjá, þar sem ei’u björgin (Hælavíkur og Hornbjarg) beggja vegna. Og víst er um það að enginn, sem horft hefir af Hornbjargi 1200 fet beint nið- ur í grængolandi hafdjúpið, verð- ur svo gamall, að hann geti gleymt því ógnarbliki. Kæmi mér eigi á óvart þótt eigi liði mörg ár til þess ekkert ferðaskip færi fram hjá Hornvík í góðu sumarveðri — því bjargið dregur. ísafirði 16. sept. 1915 Magnús Torfason. » Yms erlend tíðindi. Látnir Danir. Tveir nafnkunnir danskir menn eru nýlátnir: Jacob Paulli stiftsprófastur og hirðprestur (f. 1844) og skáldið Sophus Bauditz (f. 1850). NorBurför Vilhjálms. Mikla at- hygli ainn hún vekja meðal ailra íslendinga hin góða frétt utn, að landi vor Vilhjálmur Stefánsson skuli úr helju heimtur, fram kominn með nýja landafundi að baki sér og ó- smeikur við nýja erfiðismuni tii frekari rannsóknar á því, er hann hefir sett sér að marki að vinna fyrir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.