Ísafold - 22.09.1915, Blaðsíða 3

Ísafold - 22.09.1915, Blaðsíða 3
T Vélsljóraskóli íslands Skólinn byrjar 1. október. Þeir, sem ætla að sækja skólann, sendi umsóknir og skilríki til undir- ritaðs. Þeir einir< fá að ganga undir vélstjórapróf, er hafa stundað járn- smiði 3 ár, eftir 14 ára aldur, í þeim járnsmiðjum, er stjórnarráðið tekur gildar, og þeir, sem fengið hafa véistjóraskírteini eða undanþágu til að vera yfirvélstjórar, áður en lögin um stofnun. vélstjóraskólans öðlast gildi. M. E. Jessen. Konungl. hirð-Yerksmiðja Bræðurnir Cloétta mæla með sínum viðurkendu Sjokólade-tegundum, sem eingöngu eru búnar til úr fínasta Kakaó, Sykri og Vauille. Ennfremur Kakaópúlver af beztu tegund. Agætir vitnisburðir frá efnarannsóknarstofum. CARLSBER6 ÖLCERBARHÚS mæla með: Carlsberg skattefri alkoholfátækt, ekstraktrlkt, ljúflengt, endingargott. Carlsberg skattefri Porter ekstraktríkastur allra Portertegunda. Carlsberg gosdrykkjum. áreiðanlega beztu gosdrykkirnir. Innilegar þakkir vottum við undirrit- uð öllum sóknarmönnum Þorleifs prests Jónssonar á Skinnastað i Öxarfirði, er heiðrað hafa minningu hans með þvi að reisa legstein á leiði hans. Beigalda 18. sept. 1915. Sesselja Þórðardóttir. Svafa Þorleifsd. Þóra Þ. Grönfeldt. Jðn Þorleifsson. H. Grönfeldt. Tveir óskilaliestar eru i geymslu á Bildsfelli i Grafningi. Rauður góðhestur, mark: standfjöður aftan vinstra; gráskjóttur, ómarkaður. Bildsf. 19. sept. 1915. GuOm. Þorvaldsson. Tennur eru tilbúnar og settar inn, bæði heilir + Halldór Jónasson, frá Hrafnagili. F. 21. maí 1900, d. 27. ág. 1915. Hún er nú nnnin sú þunga þraut, er þú varst dauöaws að bíða. Svo glaður og ungur þú gekst þá braut i gróanda þroskatíða, sem liggur úr sjúkdómssölum heim, á sólfjöll horfinna lýða. Þó varstu samt glaður, vinur minn, og vonin þín lifði unga, og eins er þú kvaddir mig síðsta sinn, þótt sjúkdómsins bærir þunga. í meutaheim undi andi þinn og eins voru hönd og tunga. En nú ert þú hrifinn hóðan burt — við horfum eftir þór leugi. Við ei fáum svör þótt að só spurt: Hví æsku þvarr blóma gengi 1 En harpa vors jarðlífs hljómar þungt á harmanna djúpu strengi. Þú síðstu raununum sæll varst í þá sorgirnar vildu mæta, en móðurhöndin mjúk og hlý öll meinin þín vildi hæta, hún sveipaði skýjunum flestum frá, þá fór alt sem vildi græta. Nú kærleikshönd önnur þig kvaddi heim og klappar þór mjúkt á vanga, því drottinn þig leiðir um dýrðargeim um dagana bjarta og langa. Og þar er ei kvfði, þraut nó sorg, þar þekkist ei erfið ganga. Þó hjörtu ó skilnaðar helgri stund ei hörmunum sínum gleymi, og finnist sem blæði einhver und og indæla minning dreymi, samt andast ei von um endurfund í eilífum kærleiksheimi. Lárus Halldórsson. Bftirmæli. + Á páskadag, 4. apríl síðastliðinu, andaðist Ketilbjörn bóndi Magnússon að heimili aínu, Saurhóli í Saurbæ í Dalasýslu. fíann var sonur Magnúsar hreppstjóra Jónssonar í Tjaldanesi, — þjóðkunnugs manns, er lifir son sinn og er nú orðlnn maður gamall, áttræð- ur. Ketilbjörn heitinn var fæddur í Gilsfjarðarmúla, 25. júní 1885, en flutt- ist þaðan vorið eftir að Innra-Fagra- dal, með foreldrum sínum, og þremur árum síðar að Tjaldanesi. Þar ólst hann upp í föðurgarði. Hinn 17. ág. 1889 kvæntist hann og gekk að eiga Margréti Snorradóttur. Varð þeim hjónum 5 barna auðið, en eigi lifa , nema þrfr synir. Margrét kona hans andaðist 22. febrúar 1897. Nokkru síðar gekk Ketilbjörn að eiga Hall- dóru Snorradóttur, og átti við henni 8 börn. Lifa 4 þeirra. Ketilbjörn heit- inn bjó lengstum og var allgóður bóndi, og þó eigi auðugur. Hann hætti eitt sinn búskap og var þá eltt ár í Reykja- vík. Síðan fór hann þaðan aftur og til Saurhóls og reisti þar bú á ný 1908. Þar bjó hann síðan til daúða- dags. Banamein hans var lungna- bólga. Ketilbjörn beitinn var maður greind- nr, sem þeir frændur allir, lóttur í lund og hvers manns hugljúfi. Fráfall hans er því eigi aðeinS harmur fyrir ástvini hans og náfrændur, heldur og fyrir þá mörgu menn, sem hann hafðl gert sór að vinum. Erl. simfregnir. Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í London. Skýrsla French. LondoD, 16. sept. Sir John French tilkynnir: Engin breyting hefir orðið síð- an 9. sept. Stórskotaorustur hafa þó staðið, einkum fyrir suðaustan Armentieres og í nánd við Ypres. Síðustu fjóra dagana hafa 3 óvina- loftför verið skotin niður. Tvö voru hæfð af fallbyssuskotum vor- um og féllu þau hjá herlínu Þjóð- verja. Hið þriðja var skotið niður af flugmönnum vorura og féll hjá herlínu vorri. Var flugvél sú mjög lítið skemd, en loftfararnir fórust. Síðustu vikuna heflr 22 sinnum staðið orusta í loftinu og í ellefu skifti hafa óvinaloftförin verið neydd til þess að lenda. 10. sept. skaut stór8kotalið vort, með að- stoð loftfars, á 2 njósnarloftför óvinanna, fyrir austan Ypres. — Annað þeirra var ónýtt, en hitt urðu óvinirnir að láta lenda. Sprengjuviðureign hefir staðið, en árangur enginn orðið á hvor- uga hlið. London 17. sept. Útdráttur ðr opinberum skýrslum Rússa 14,—16. sept. Þjóðverjar veita oss enn atgöngu vestan við Jacobstadt á herlínunni til Dwinsk. Sunnan og vestan við Dwinsk hrundum vér áhlaupum Þjóðverja, er þeir voru komnir þétt að virgirðirg- um vorum. Norðaustur af Sventsiany nnnum vér sigur á Þjóðverjum. A vöðunum á Vilia á leiðinni til War- schau járnbrautarinnar stöðvuðum vér áhlaup óvinanna með skothrið, og nokkrar snarpar smáorustur urðu i Jigury-þorpi austan við Skidel. Norðaustur af Vilna fóru óvinirnir yfír Vilia. í Orany-héraði miðar Þjóðverjum dálitið áfram, en þeir voru hraktir aftur á bak austan við Eismonty. Hjá Efri-Niemen hafa óvinirnir nokkrum sinnum hafið sókn. Hjá Pinsk hörfa hersveitir vorar fyrir sókn Þjóðverja. A svæðinu þaðan og suður undir Rovno sækja þeir dálítið fram. Austan við Kovel tókum vér þorp eftir harða viðureign, handtókum þar 2 liðsforingja og 74 hermenn og náðum 4 vélbyssum. í Derason-héraði fórum vér sigri hrósandi yfir Golwn og handtókum þar alt 14. herfylki (Battalion) Aust- urríkismanna og síðar handtókum vér 1200 aðra hermenn. Óvinirnir voru illa leiknir, en reyudu þó að rétta við bardagann með gagnáhlaup- urn, en hersveitir vorar sækja fram og handtóku 1110 hermenn þ. 16. sept. og náðu 8 vélbyssum. í Bukowina hafa óvinirnir farið hrakfarir, mist hvert þoipið á fætur öðru og af handteknum mönnum hata þeir eingöngu mist 20 liðsfor- ingja og 2000 hermenn. Hjá Gontow eyddum vér áhlaupi þeirra, handtókum 140 iiðsforingja og 7300 hermenn og náðum einni stórri fallbyssu, 6 minni, 26 vél- byssum og miklu öðru herfangi. Elt- um vér nú óvinina vestur af Sereth. Þrátt fyrir borginmannlegar fregnir Austurríkismanna hrekjum vér óvin- ina enn lengra vestur á bóginn vest- an við Tornopol, þrátt fyrir liðsauka ISAFOLD : I I»ITM.I1 Mni'M'iw , '"«.v WMinir.i '.11 :i.. =; þann, er þeir hafa íengið þár. Sam- staðar hafa þeir hörfað yfir Strypa. Dagana 30. ág.—12. sept. höfum vér handtekið rúmlega 40,000 þýska og austurriska hermenn. í Svartahafi söktu tundurbátaeyð- ar vorir stóru gufuskipi. London, 17. sept. Útdráttur úr apinberum skýrslum Frakka 16.—17. sept. Þessir dagar hafa verið merkilegir að því leyti, að ekkert hefir verið aðhafst annað en það, að haldiS hefir verið áfram látlausri og öflugri stórskotahríð á allri víglínunni. Var hún sérstaklega áköf í Arras, Cham- pagne, Argorine, Lothringen, hjá brúnni yfir Aisne-Marne-skurðinn hjá Sapignol og í Belgiu. A Meuse-hæðum komumst vér að því hvar þýzk fallbyssusveit var og léttum vér eigi fyr en henni var gereytt. Sprengjuviðureign varð umhverfis Neuville og stórum sprengikúlum var skotið á St. Hubert. í Le Prare-skógi hófu Þjóðverjar sprengjukast, sem leiddi til þess, að tekið var að skjóta með skotgrafa- fallbyssum og seinast með stórum fallbyssum. London 20. sept. Skýrsla French. Sir John French sendir þessa skýrslu 19. september: Engin breyting hefir orðið á her- svæði voru siðan 15. sept. Tals- vert hefir verið gert að sprenging- um á báða bóga, sérstaklega i sunn- anverðum herarmi vorum. Austan við Ypres hefir stórskotalið vort og óvinanna haft sig talsvert i frammi. Hjónaefni: Bjarni Sighvatssou bankaritari og jungfrú Kristín Gísla- dóttir frá Vestmannaeyjum. Daníel Oddsson símritari og Jóhanna Friðriksdóttir, símamær, Vestmanna eyjum. Skipafregn. E s b j e r g kom frá útlöndum á sunnudag með kol og steinolíu. SkipiS fer norður um land áleiSis til útlanda klukkan 6 í kvöld. MeSal farþega eru alþingismennirnir: Magnús Kristjánsson, Pótur Jónsson, Stefán Stefánsson skólameistari og Steingrímur Jónsson. Ennfremur Jakob Havsteen etazráð meS frú sinni, læknisfrú Olga Jensen o. fl. Aðkonmmenn: Magnús Torfason bæjarfógeti frá Isafirði, Pótur Ólafs- son konsúll frá PatreksfirSi, Kristján Torfason frá Flateyri, Einar Friðgeirs- son præp. hon. frá Borg, Sigurður Fjeldsted bóndi frá Ferjukoti, Magnús Thorberg símastjóri frá ísafirði. Frá síldveiðunum eru allir botn- vörpungar vorir horfnir hingað, nema Skallagrímur einn. Hefir sjaldan eða aldrei jafnvel hepnast síldafli norðan- lands. Slysfarir. Reykvíkingur einn, Bjarni Guðmundsson aS nafni, hefir sennilega druknað í Hafravatni í Mosfellssveit aðfaranótt 20. þ. mán. — Fundust hestur hans og hundur druknaðir, reknir á land úr vatninu í gærmorg- un. Hefir Bjarni, sem var ölvaður, Bennilega riðið út í vatniS í myrkri og eigi kunnaS taumhald á hestinum, er á sund lenti og því farið á kol- svarta kaf i opinn dauSann. Deilur Gíslanna. Eins og tekið var fram í síðasta blaði, þótti ísafold deilutónn þeirra nafna orðinn óþarflega hvass. Vildi þó leyfa G. Sv. að svara einu sinni, með þvi, að mjög var á hann ráðist persónulega, en nú vill ísafold, að deiln þessari sé lokið i sínum dálkum. Þakkarorð. Innilegt þakkiæti votta eg hérmeð hr. Skúla Arnasyni lækni í Skálholti fyrir ókeypis læknishjálp og ágæta aðhjúkrun á hei.nili hans i sumar, þegar eg varð fyrir því slysi, að brenna mig á báðum fótum. Sömu- leiðis kann eg frú Ragnheiði systur hans alúðarþökk mína. Mun eg seiut gleyma nákvæmni hennar og samúðaryl, þegai hún kom til min að hvernum, þar sem slysið vildi til, og hjálpaði mér heim að bænum. Bið eg algóðan guð að launa þessum göfugu systkinum mannelsku þeirra og hjálpsemi mér auðsýnda. Skálholti 16. sept. 1915. Olafia I. Klemensdóttir. Fjármark mitt er: And- fjöður aftan hægra, fjöður aftan v. og biti framan. Brennimark: Illugi. Illugi G. Póstur, Hvítsstöðum Mýrasýslu. Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja Isafoldar í afgreiðslnna, þegar þeir eru á ferð i bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja mjólk til bæjarins daglega. Áfgreiðslan opin á hverjum virkum degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 á kvöldin. tanngarðar og einstakar tennur á Laugavegi 31, uppi. Tennur dregnar út af lækni dag- lega kl. ri—12 með eða án deyf- ingar. Viðtalstími 10—5. Sophy Bjarnason. Þrátt fyrir verðhækkun á efni selur Eyv. Árnason lang ódýrastar, vandaðastar og fegurstar Líkkistur. Lítið á birgðir mínar og sjáið mis- muninn áður en þér festið kaup annarsstaðar. Sími 44. The North British Ropework Co. Kirkcaldy Contractors to H. M. Government búa til rússneskar og ítalskar fiskilfnnr og færi alt úr bezta efni og sérlega vandað Fæst hjá kanpmönnum. Biðjið þvi ætíð um Kirkcaldy fiskilínnr og færi, hjá kaupm. þeim, er þér verzlið við og þá fáið þér það sem bezt er.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.