Ísafold - 22.09.1915, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.09.1915, Blaðsíða 2
2 IS A F O L D + Kristján Þorgrimsson konsúll. Hann lézt á laugardagsmorgun 18. sept. eins og skýrt var írá í síðasta blaði. Banamein hans var galiblöðrubólga. Kristján heitinn var fæddur að Staðarbakka 1 Helgafellssveit í Snæ- fellsnessýslu þ. 8. febr. 1857. Voru foreldrar hans Þorgrímnr hreppstj. Víg- lundsson og kona hans Kristín Jóns- dóttir. Átján vetra gamall kom Kristján til Rvíkar og hóf bókbandsnám hjá Agli Jónssyni og lauk þvi á 4 árum. Hann Iivarf samt frá þvi ráði að gera bókband að lífsstarfi sínu, en stofnaði verzlun 1880 og hafði jafn- an síðan einhverja verzlun. Tuttugu tveggja ára réðst Kr. Ó. Þ. i að kaupa dýra lóð i miðjum bænum og reisa á henni myndarlegt hús. Þótti mönnum djarft í ráðist það fyrirtæki af svo ungum og efna- lausum manni, en þar sem i mörgu öðru, kendi hagsýni Kr. Ó. Þ. og góðs hyggjuvits, því að með þessu hófst uppgangur hans. Næstu ár lagði hann margt á gerva nönd. Hann var ritstjóri og útgefandi Þjóðólfs frá 1880—1882 og útgef- andi Suðra, blaði því, sem Gestur Pálsson stýrði, var hann ásamt Ein- ari gamla Þórðarsyni. Einnig fekst hann talsvert við bókaútgáfu og bókaverzlun. Gaf út svo merkar bækur m. a. sem ljóð- mæli Matthíasar og Stðingríms, For- málabókina eldri o. s. frv. Hann var og einn af útgefendum Iðunnar (ásamt Birni Jónssyni, Jóni Óiafssyni og Steingrími Thorsteinsson). Bæjarmál og safnaðarmál lét Krist- ján sig jafnan allmiklu skifta. Sat hann í niðurjöfnunarnefnd um 11 ár, í sóknarnefnd hefir hann verið síðustu 22 árin og lengi umsjónar- maður dómkirkjunnar. Bæjarfulltrúi var hann 188 5—1887 og svo aftur frá 1903—1914. Loks var hann brunamálastjóri 4 ár. Eins og menn sjá er það eigi lít- ið af almennum störfum, sem kom- ið hafa til kasta Kr. Ó. Þ. Áttu þau vel við hann og mörg þeirra voru í mjög góðnm höndum þar sem hann var, Leiklist fekst Kr. Ó. Þ. við leng- ur en nokkur annar maður hefir gert með oss, eða um 34 ár. Þótti honum takast mætavel flest hlutverk, en frægastur varð hann fyrir Kranz birkidómaraí »Æfintýri á gönguför«. Ótrauður starfsmaður Leikfélagsins var hann jafnan, gjaldkeri þess um mörg ár og síðast formaður. Kristján .var starfandi maður í mörgum félagsskap höfuðstaðarins og oft á hann dembt vandamestu störfunum, ekki sízt féhirðisstörfum og bendir það á traust manna á horfnm í því efni. Enda mun það sammæli allra kunnugra, að reglu- samari mann um öll þesskonar störí geti eigi margan hér í bæ, né hag- sýnni. Til marks um þesskonar dugnað Kr. Ó. Þ. má telja umsjón- armensku hans með Baðhúsi Reykja- víkur, sem hann hafði síðustu árin og rækti svo vei, að fjárhagur þess. hefir stór batnað. Við skuldheimtu fekst Kr. Ó. Þ. um mörg ár. Svo lítt vinsælt starf sem það er talið, þá tókst þó Krist- jáni að eignast eigi marga óvildar- menn út af því. Kom það vafa- laust af því, hve góðlátiega hann kom fram við það starf, þótt fastur væri fyrir og gengi eftir, að gefin loforð um greiðslu væru ekki rofin. Sænskur vísikonsúll varð Ktistján 1907 og gegndi þeim störfum til dauðadags. Lét sér mjög ant um að greiða götu Svía þeirra, er að garði báru, svo að þeir rómuðu mjög, er heim komu. Má þar til nefna t. d. Albert Engström, hinn nafnkunna ritstjóra kýmniblaðsins Strix. Hélzt góð vinátta með honum og Krist- jáni eftii dvöl Engströms hér á landi. Kristján var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Nikulásdóttir frá Norðurkoti í Vogum (d. 1908). Eignuðust þau 5 börn og lifa 3: Guðrún kona Hans Hoffmanns verzl- unarmanns, Þorgrimur cand. phil. og Kristinn (við verzlunarnám). Síðari kona Kristjáns var Magnea ekkja M. Johannessens kaupm., er lifir mann sinn ásamt börnum af fyrra hjónabandi sínu, sem Kr. Ó. Þ. reyndist hið bezta. Kristján var einn þeirra manna, sem synd er um, að eigi skuli lengri lifdaga njóta. Það var fjarri þvi að hann væri þreyttur orðinn á lífinu, enda stórheilsugóður fram til hins síðasta. Mjög munu kunningjar Kristjáns sakna hans, og voru þeir harla margir, bæði innan bæjar og utan. Það var jafnan kátt kringum Kristján í kunn- ingjahópi — og fáa hefi eg þekt, er jafnvel kunnu með kýmnisögur að fara og græzkulaust skop, eins og hann; kunni hann öll ósköp af gam- ansögum, mest úr Reykjavíkurlífinu 1880—1890. Er illa farið, ef Krist- ján hefir engar þeirra skrásett. Oss hinum yngri mönnum, sem alist höfum upp hér í bæ, finst vafa- laust talsvert vanta i svip bæjarins, þegar Kristján Þorgrimsson er horf- inn braut. Hann var orðinn svo samgróinn Reykjavík. Sildafli fsienzku skipanna. Hér fer á eftir skrá yfir síldarafla þann, sem islenzku skipin hafa fengið Norðanlands í sumar. Höfum vér hana eftir mjög ábyggilegum manni, sem dvalið hefir við útgerð á Norð- urlandi í sumar. Mai Ingólíur Arnarson Skallagrímur Snorri Goði Njörður Earl Hereford April Baldur Bragi Snorri Sturluson Viðir Jailinn Rán Jón Forsefi Islendingurinn Alfa Eggert Ólafsson 8800 tunnur 6700 — 6500 — 5800 — 5600 — 5 S°° — 5800 — 5100 — 5100 — 5000 — 4700 — 4300 — 4100 — 4000 — 3800 — 3800 — 3200 — AIIs 87800 tunnur Þá hafa alls 3 islenzkir vélbátar stundað sildveiðar á Siglufirði eða Eyjafirði og hafa þeir að likindum aflað tiltölulega bezt allra skipanna. Hrólfur og Leifur unnu saman og fengu samtals 4500 tunnur og Freyja fekk 2700 tunnur. Brezkur kousúll á Akureyri er nýlega skipaður Rat;nar kaupmaður Olaýsson. Heimsstyrjöldin. Verður þessi ófriður h'rnn siðasti? í danska tímaritinu Ugens Revy hefir Georg Brandes nýlega ritað grein, er hann nefnir: Veríur pessi ójriður hinn siðasti? Segir þar m. a.: >Enn af nýju heyrist land úr landi hið heimskulega viðkvæði: »Sú er eina huggunin, að þetta verður þó síðasti ófriðurinn*. Með öðrum orð- um á mannkynið frá næsta ári að telja, að gerbreyta eðli sinu. Hin óumræðilega heimska þess á að verða að rósemdar skynsemi, grimdaræðið botnlausa að meinleysis friðsamlegri velvildc. Um hernaðarþjóðirnar sjálfar fer G. B. þessum orðum: »Rik rök liggja að þvi, að hugur Dana hörfar írá þvi að hallast að Þjóð- verjum, en eigi að síður er aðdáun- in á dugnaði Þjóðverja mikil. En ástæðan til þess að hugur mentaðra einstaklinga með engu móti verður talinn hallast fremur að bandamönn- um, hún er sú, að þeir alls ekki geta talist nein heild, þótt mjög sé revnt með ósannindum að draga fjöður yfir andstæðurnar milli þeirra. Það er ekki með neinu móti kleift þeim, sem fengið hafa annan og meiri fróðleik en þann, sem blöðin flytja, eða þeim er reynslu hafa og þekkja til hvernig horfur eru i Norð- urálfunni — að finna i senn til sam- úðar með Bretum, Frökkum og — Rússum — þvl einmitt það, sem skapar samúðina með Bretum og Frökkum, tortímir allri samúð með Rússum. Það er eðíilegt að ýmsir íhalds- og afturfaraseggir víðsvegar um heim, þeir er hata þjóðfrelsi, en unna ein- veldi — þ. e. ekki því einveldi er ann mentun og upplýsing — held- ur hinu ljósfælna einveldi, að þeir óski Rússum sigur. Jafneðlilegt er það, að þeir hinir mörgu er knnna að meta stjórnfrelsi, mannúð i stjórn allri og alþýðumentun, hallist að Bretum og Frökkum. En ofstækis- mennirnir einir, sem fullir eru þjóð- ernishaturs og blindaðir af því, geta til samúðar fundið bæði með Austur- löndum og Vesturlöndum, því með Rússum er einmitt mikið til af því sem þeir hata í Þýzkalandi, en þar í landi aftur margt til af því, sem þeim þykir vænt um með Bretum og Frökkum. Gísli J. Ólafsson. Eg held að ísafold hafi ekki gert Gf. J. O. neinn greiða í raun og veru, með því að leyfa óþverra þeim rúm, er hann sendir frá sér í síðasta blaði. Á þessu skrifi mannsins sést, að það er svo langt frá að hann hafi látið sér segjast (sem hann hafði þó allar ástæður til), að hann þvert á móti hefir nú gersamlega mist öli tök á því, sem menn hafa nefnt »heilbrigða skynsemic, en einhverjum snefil af henni búast menn við í lengstu lög, jafnvel hjá þeim, sem fengið hafa á sig þorskhausanafnið. Eitt sýna þessi skrif G. J. 0. fyrir víst — það, að það er óhæfa að strákur sá skuli vera látinn sitja í opinberri og áriðandi stöðu í þjóðfélaginu. Það er að minsta kosti ljóst orðið, að hann ætti fremur heima í einhverri annari stofnun en landssímanum. Tuíírólíi kvetma. Ffrk kvenna-mtnni 12. sept. 1915. Hvað segið þér karlar, er kveðið svo að að konum gefið þér? Vitið þér — hvað: eg veit enga ambátt um veraldar geim, s«n var ekki borin með réttindura þeim. Þeim réttarins lögum að ráða sér sjálf, og ráða til fulls og að vera ekki hálf! Hvað þoldir þú, píndist þú, móðurætt mín? O mannheimur, karlheimur, blygðastu þín! Hvað skuldum vér, svanni ? — vér skuldum þér flest; ar skaparinn gaf oss, og mest er og bezt;, með helstríði lífið þú lént hefir oss og með ljúfasta yndi þann Bætasta koss. Ó brúður, þú galzt þess er bezt var þér veitt, þú barst undir hjartanu, kramin og þreytt menning og framför, já mannkynið alt á meðan í herfjötrum réttvisin svalt. En bundin og sigruð þú sigurinn vanst, úr samúð og kærleik þinn guðvef þú spanst, er blóðböndum, helgaði heiiöili og stjórn, eu hornstein hvern lagði þín sjálfselskufórn. Af álögum þjökuð um aldir og ár til eilífðar logar þér sigur um brár; og grípi þig ástin þá gefur þú alt, sem guð hefir lánað þér, þúshundraðfalt! Matth. Jochumsson. Slíkt örþrifa-tiltæki eins og þetta síðasta skrif hans — þar sem ekki er komið nærri efni málsins, heldur hrúgað saman fáryrðum út í loftíð, rugli og endileysu — ber merkin vondrar samvizhu, og kemur víst fáum það á óvart. Spurningin var um það, hvort þeir, G. J. Ó. og landsímastjórinn, gætu hrundið af sér því áliti margra manna, að »þeir hafi að einhverju, meira eða minna leyti, staðið á hak við« ofbeldis-atferli simaþjónanna, >róið undir« fá. Hverju hefir G. J. Ó. að svara til þessa ? Ekki með einum staf hefir honum tekist að hrinda þessu af sér! öðru nær. Það hefir aldrei verið eins bert, eins og eftir þessi skrif hans, að nauðsyn er opinberrar rannsókn- ar á málinu. Hér var um afbrot að ræða hjá símaþjónunum, er átti að varða stöðumissi. Það er áreiðanlegt og lögum samkvæmt. Um verkfall opinberra starfsmanna þurfti því ekki þess vegna nein sérstök lög — en þau eru alls ekki ónýt til þess, að almenningi og lögvörð- um verði það í framtíðinni full- ljóst, hvernig ber að >meðhöndlac þess konar tiltektir. í þetta skifti áttuðu menn sig ekki á þessum hlutum í tæka tíð, en framvegis er það óhjákvæmilegt að taka í taumana, tafarlaust, og að þvi styðja vitanlega hin nýju sér- stöku lög — um leið 0g fram- koma þeirra að sjálfsögðu er dá- góður spegill skoðana manna hér að lútandi. — En ekki síður er það ótvírœtt emhœttisafhrot og varð- ar beint við hegningarlögin, ef 1 yfirmenn« landssímans hafa róið hér eitthvað undir. Óbrjálaðir menn gætu þvi ætl- að, að þeir herrar hefðu eitthvað annað sæmilegra að taka sór fyrir hendur út af þessu en að ausa menn auri með níð- 0g fúkyrð- um! — En það eru nú þeirra »varnir«. Það væri að vísu þarft verk að fletta einusinni rækilega ofan af >drengnum við símann«; en eg hefi satt að segja hvorki veru- lega lyst á því né tíma til þees nú um sinn. Fyrir meiðyrðahaug hans í síðasta blaði væri mér auðvelt að fá hann dæmdan til þungrar refsingar. En við það nenni eg ekki að fást, með því að eg tel >ómerk ómagaorðin«. Sakir standa þá þannig, að þessi peyi er að þessu leyti orð- inn hrotlegur við hin almennu hegn- ingarlög landsins. Það þarf engr- ar rannsóknar með. — Að öðru leyti hefir verið sýnt fram á, að full ástæða er til að rannsaka, hvort hann einnig hefir orðið það með afskiftum sínum af verk- fallsofbeldi símaþjónanna. Ekki er furða, þó hann »takí upp í sig«! G. Sv. Erl. símfregnir frá fréttarit. ísafoldar og MorgunbL Khöfn 18. sept. Alt er að komast í uppnám á Balkanskaga. Bandamenn hafa gert Búlgur- um ný tilboð. Kaupm.höfn 19. sept. 1915. Vilna er í hættu stödd. Her Hindenburgs sækir þar fram. Yðlhjálmur Stefánsson. Khöfn, 19. Bept. Vilhjálmur Stef'ánsson kominn fram áBankslandi. — För hans stórmerkileg. Hefir fundið nýtt land sem hann ætlar nú að kanna betur. " 1 1

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.