Ísafold - 25.09.1915, Qupperneq 2
2
IS A FO L D
það skapast, eigi einungis af því,
að landið yrði betra, heldur, og
einkum, af því að þá hefði menn
eitthvað lagt í sölurnar fyrir það.
Þá er að athuga, hverjir séu
annmarkar á að koma þegnskyldu-
vinnunni í framkvæmd og hverja
erfiðleika hún bakar landsmönn-
um. Það er vitaskuld, að það
kostar landssjóð allmikið fé að
undirbúa verkstjóra, en það mega
lika heita einu erfiðleikarnir, sem
teljandi eru fyrir landssjóðinn.
Það mundi og fljótlega borga sig
í haganlegri verkstjórn.
Fyrir landslýðinn er eigi önn-
ur óþægindi að telja en vinnutap
um lengri eða skemri tíma, alt
eftir því, hve langur eða stuttur
þegnskyldutíminn væri. En þótt
menn hugsuðu sér heilt ár, og
lengri tími hefir engum enn kom-
ið til hugar, þá mundi það geta
skoðast sem fé, er lagt væri á
vöxtu. Mennirnir yrði sem sé
miklu nýtari menn sér sjálfum og
öðrum og þeir gæti verið að taka
út á þessa eins árs vinnu alla sína
æfi. í sárfáum tilfellum mundi
þetta verða neinum tilfinnanlegt,
og naumast munu þess dæmi í
útlöndum, að nokkur fjölskylda
hafi fyrir þá sök farið á vonar-
völ og er þó hervarnarskyldan
þar víðast lengri tími en eitt ár,
sum8taðar jafnvel þrjú ár.
Að þessu athuguðu leyfum við
okkur að bera fram tillögu til
þingsályktunar um atkvæða-
greiðslu í þegnskyldumálinu, á
þingskj. 518.
Látinn Vestnr-íslendingur.
Dáinn er 5. júli í sumar Krist-
ján Jónsson frá Straumfirði. Hann
var fæddur 25. apríl 1871 í
Knarrarnesi á Mýrum. Olst uppi
Straumfirði, fór vestur um haf
fyrir 20 árum og dvaldist þar á
ýmsum stöðum. Síðast átti hann
heima í Red Deer í Alberta-fylki.
Dauðamein hans var Ptomaine
Poisoning. Var veikur að eins
sex daga. Jarðarförin fór fram 6.
júlí frá Methodista-kirkjunni í
Red Deer, undir umsjón Foresters-
félagsins, sem hann var félagi í,
að viðstöddu mörgu fólki.
Hinn látni var þektur og hinn
vinsælasti, jafnt meðal Islendinga
sem þar lendra manna. Hefir
þar ekkja, einn sonur og sex
dætur að sjá á bak og syrgja
ástríkan eiginmann og elskaban
föður.
(Eftir Lögbergi).
Embættaveitingar.
Annað yfirdómaraembættið er veitt
E^erti Briem skrifstofustjóra, frá i
október.
Aftur er skrifstofustjóraembættið^
sem Eggert Briem gegndi, veitt
Guðmundi Sveinbj'órnsson aðstoðarm.,
frá sama degi.
Loks er Bj'órn ÞórSarson cand. jur.
skipaður aðstoðarmaður á r. skrif-
stofu í stað G. Svbj.
í laga-prófessorsembættið er settur
Olafur Lárusson cand. juris frá Sel-
árdal.
Settur læknir í Miðfjarðarhéraði er
Ólajur Gunnarsson cand. med. &
chir.
Húsaleigukvittanabækur
fást eins og að undanförnu í
Bókverzlun Isafoldar
Verð 0.30 aurar 50 blöð.
Erl. simfregnir.
Opinber tilkynning frá brezku
utanríkisstjórninni í London.
flugbelg, brutum stórar brýr, eydd-
um bátabrú og annari stöplabrú,
flugvélafallbyssu og skutum niður
eitt loftfar. Vér skutum í rústir raf-
magnsverksmiðju í Turcheim og ger-
eyddum fótgönguliðssveit og járn-
brautarlest í Lothringen, eyddum
járnbrautarstöð í Thiancourt og 4
skotfærageymslum í Vogesafjöilum.
Annarsstaðar varð aukinn árangur af
þessari óvenjumiklu skothríð.
Milli Somme og Aisne tókum vér
skotgröf og guldum fallbyssuskot-
hríð Þjóðverja i sömu mynt.
19. september gerðu Þjóðverjar
stórkostlega sprengingu vestan við
Peronne og hóf fótgöngulið þeirra
áhlaup rétt á eftir, en því var
hrundið.
Hjá skurðinum milli Aisne og
Marne gerðu Þjóðverjar þrjú áhlaup
hvert á eftir öðru á brúna hjá Sa-
pigneul, en unnu ekkert á. 19.
september náðum vér njósnarstöðv-
um þeirra þar fyrir austan.
í Vogesafjöllum skutu óvinirnir á
Hilsenfurst og 415. hæðina, sem er
sunnan við Steinback.
Skýrsla French.
London 22. sept.
Sir fohn French skýrir frá því að
óvinirnir hafi aukið stórskotahrið
sína á stöðvar Breta síðustu tvo dag-
ana. Guldu Bretar þeim það ræki-
lega i sömu mynt.
20. september kviknaði i Hout-
hulstskógi af fallbyssuskotum Breta
og varð þar stór sprenging.
19. september urðu níu orustur i
lofti. Tvö f]andmannaloftför voru
hrakin til jarðar á stöðvum Þjóð-
verja, eldur kom upp i öðru þeirra
en vélin í hinu stóð í björlu báli.
Gullfoss-fréttin. Einstaka menn
hafa viljað liggja þeim blöðnm á hálsi
er opinberuðu fyrstu fréttina um Gull-
foss á mánudaginn.
Þetta er harla mikill misskilningur.
Það var miklu fremur s k y 1 d a blað-
anna að sk/ra greinilega frá hverskyns
fróttin væri, þar sem hún var hvort sem
er kominn út meðal manna og hættan
þá stórmikil, að fengi margýktan og
rangan blæ i meðferðinni.
Minnisvarði Kristjáns konnngs 9.
verður afhjúpaður á morgun á afmæli
núverandi konungs vors. Einar Jóns-
son myndhöggvari hefir gert myndina.
Stendur konungur með útrótta hönd
og á að tákna það augnablik, er hann
gefur íslendingum stjórnarskrá.
Myndastyttan stendur á norðurhelm-
ingi stjórnarráðsblettsins og er hlið-
stæð við minnisvarða Jóns Signrðssonar.
Síra Kristján Eldjárn var einn
farþega á Esbjerg norður í fyrradag,
eftir þriggja vikna kynnisdvöl hér í
bænum. Ennfremur fóru með Esbjerg
Jakob Havsteen etazráð og frú hans,
sömul. frú Yalgerður Nikulásson.
Til Noregs fór botnvörpungurinn
Ingólfur Arnarson / gær. Með hon-
um tóku sór fari: Eggert Briem frá
Viðey, Gunnar Thorsteinsson kaupm.,
Enberg verzlunarm., frú Lára Páls-
dóttir, jungfrú María Þorvarðsdóttir og
Helgi Jónsson verzlunarm.
Hjúskapui'. Magnús Tómasson verzl-
unarmaður og jungfrú Soffía Siemsen.
Gift í dag.
Þingmennirnir Björn Hallsson,
Björn Þorláksson, Jón frá Hvanná og
Þórarinn Benediktsson fóru til Austur-
lands með Ceres í gær. En Karl al-
þm. Einarsson fór til Vestmannaeyja
með Sterling í fyrrakvöld.
Messað á morgun í dómkirkjunni1
kl. 12 síra Bjarui Jóusson, kl. 5 síra
Jóh. Þorkelsson.
Messað á morgun í Fríkirkjunni í
Hafnatfirði kl. 12 síra Ól. Ól., og í
Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 5 síðd.
síra Ól. Ól.
Jarðarför Kristjáns Þorgrímssonar
konsúls fór fram í dag að viðstöddu
afarmiklu fjölmenni. Húskveðju flutti
síra Jóhann Þorkelsson, en í kirkjunni
talaði síra Bjarni Jónsson.
Kistan var borin frá lieimili hins
látna að kirkjunni af Leikfólagsmönn-
um, en inn í kirkjuna báru kistuna
konsúlar Belga, Breta, Frakka, Norð-
manna, Rússa og Þjóðverja og út úr
kirkjunni bæjarfulltrúar. Kirkjan var
tjölduð svörtu og jarðarförin öll hin
kátíðlegasta.
Gullfoss kom til Vestmanneyja í
nótt. Kemur hingað í fyrramálið.
Athugasemdir
viS vegamál Vesíur Húnvetninga.
í 45. tölubl. ísafoldar hefir hr.-
sýslunefndarmaður Gunnar Kristó-
fersson í Valdarási skrifað alllangt
mál um vegamál okkar Vestur-Hún-
vetninga í sambandi við erindi lands-
verkfræðings Jóns Þorlákssonar og
brúarstæði á Víðidalsá. En með því
sumt í þessu skrifi hr. G. Kr. er
villandi og sumt beinlínis rangfært,.
þá vil eg gera við það fáeinar at-
hugasemdir.
Um innganginn í grein hans er
ekkert að segja, fram að því er til
þess kemur, hve mikið hafi verið'
lagt til vegarins fyrir Múlann úr
hverjum einstökum hreppi.
Eg hafði engin afskifti af því máli,
er þvi ekki kunnugur krónutalinu
og tek því umsögn hr. G. Kr. trú-
anlega með það, en þá er að lita á
hlutföllin til þess að sjá hvort Þor-
kelshólshreppur hafi sýnt þar rausn
öðrum fremur.
• Hr. G. Kr. segir sjálfur að 18—20
bæir úr Þorkelshólshreppi noti Múla-
veginn og telur þaðan komið í sam-
skotum 1500 kr.
í Kirkjuhvammshreppi geta alls
ekki nema 6 bæir notað Múlaveg-
inn sem kaupstaðarveg og þaðan
telur hann komið 6—700 kr. Ekki
er sá útreikningur Þorkelshólshreppi
til inntekta. Úr Þve.árhreppi hygg
eg hafi komið minna fyrir afskifti
Víðidælinga af veginum. Þeir vildu
toga hann framá við, Þverárhrepp-
ingar aftur út á við og kendi víst
um tíma allmikillar hreppapólitíkur
hjá hvorum fyrir sig, en sigurinn í
þ?irri sennu varð að lokum Víðidæl-
inga megin, vegna þess að sýslu-
nefndarmaður Þverárhrepps andaðist
vorið 1914.
Tók þá hr. G. Kr. að sér yfir-
umsjón með vegalagningunni fyrir
hönd sýslunefndarinnar, verkstjóri
var Halldór Pálsson, og brá þá svó
við, að verkstjórinn beygði veginn
svo fram á við, að nú liggur aust-
urpartur hans í áttina til heiða í stað
þess að stefna til sveita, er eg ekki
í vafa um að þetta vegareiptog milli
hreppanna frá því fyrsta hefir dreg-
ið mjög úr tillögum úr Þverárhreppi-
Rétt á eftir að hr. G. Kr. befir
talað um, að 18—20 bæir úr Víði-
dal noti Múlaveginn, segir hann:
»Nái þær, 0 tillögur verkfræðings-
ins, fram að ganga, er þéttbygðasta
hluta hreppsins gert ókleift að sækja
til Hvammstanga og þeim heimilun-
um, sem ríflegastan skerf hafa lagt
til Múlavegarins, gert ómögulegt að
Ný síldveiðistöð.
Vafalaust hefir grein Magnúsar
sýslumanns Torfasonar í síðasta blaði
um nýja og ágæta síldveiðistöð að
Höfn i Hornvík — vakið verulega
athygli.
Aldrei hefir sildin hér við iand
orðið eins mikil auðsuppspretta lands
og þjóðar, eins og þetta ár. Færi
því svfc, sem vonir má gera sér um
eftir grein M. T., að þar nyrðra
við Horn mundi geta risið upp nýr
Siglufjörður, jafngóður eða betri en
sá gamli, þá er þar um að tefla svo
mikla upptökugróða-von í framtiðinni,
að mikil lyftistöng mætti verða undir
framtíðarbúskap þjóðarinnar.
Oft er oss borið tómlæti á brýn,
íslendingum, og því miður um of
með sannindum.
Menn vilja altof oft festa sýn við
það eitt sem er, byggja á því einu,
telja það eitt traust, en hafa ými-
gust á nýjungum, vilja gera sig að
svartsýnismönnum i þvi efni, gæt-
andi ekki að þvi, að öll framför og
framsókn i raun réttri byggist á
framtíðartrú hins bjartsýna manns.
Hér hefir nú verið bent á nýja
og væntanlega mikla viðbótar-auðs-
uppsprettu hér í landi.
Hvort réttar reynist skoðanir gagn-
kunnugs manns i þessu efni — því
verður tíminn og reynslan að skera
úr.
En annað er víst og það er það,
að vér höfum eigi efni á þvi, að
láta þá góðu framtiðarvon farast ófyr-
irsynju i órökstuddu tómlæti og trú-
leysi.
Það mun nú vera svo, að-tii þess
að ganga úr skugga um nothæfi
þessarar fyrirhuguðu sildveiðistöðvar
þarf fyrst og fremst að rannsaka
höfnina í Hornvík og gera af henni
teikning. Kemur þar til landsstjórn-
arinnar kasta að reyna að sjá fyrir
þvi, að það verði gert á ábyggileg-
an hátt. Ennfremur mun þurfa að
rannsaka símaleiðir þangað. Þykir
oss líklegt, að landsímastjórnin bregð-
ist vel við um það efni, þar sem
svo mikið getur verið í húfi um
framtíðar-framleiðslu-möguleika lands-
ins, eins og vorir mun mega gera
sér um þenna stað.
Erl. sfmfregnir
frá fréttarit. ísafoldar og Morgunbl.
Brezkur katbátur sökti
þýzku beitiskipi meö
tundurskeyti í Kjöge-flóa.
Þjóðverjar hafa tekið
Vilna.
Þjóðverjar hafa roíið
herlínu Itússa í Kúrlandi.
Japansmenn hafa komið
á fót 1200 hergagnaverk-
smiðjum.
Prófessor Anton Thom-
sen dauður.
fAnton Thomsen var ungur mað-
ur, nýorðinn prófessor í heimspeki
eftir Höffding).
London, 21. sept.
Útdráttur
úr opinberum skýrslum Rússa 17.—20. sept.
Á svæðinu milli Riga og Dwinsk
urðu aðeins smáskærur norðvestan
við Mitau. Rússum tókst að sprengja
brú, sem Þjóðverjar ætluðu að Ieggja
yfir Aa. Nær Dwinsk varð viður-
eignin skarpari. 17. september
hrundum vér áhlaupi Þjóðverja á
Illusk, sem er norðvestur af Dwinsk,
og unnum þeim mikið manntjón
og handtókum hundrað manns.
Vestar hrundum vér einnig af oss
áhlaupum.
í öðru áhlaupi náðu Þjóðverjar
bóndabænum Steidern og ónýttu
skotgrafir vorar með stórskotahríð.
En vér náðum þeim stöðvum dag-
inn eftir og tókum nokkurt herfang
i skotfærum.
Sunnan við Dwinsk hafa óvinirn-
tekið þorpin Vidzy og Dowgelisky
og 17. sept. sóttu hersveitir þeirra
fram og tóku Vileika eftir að sæg-
ur af riddaraliði Þjóðverja hafði bar-
ist við oss og reynt að komast á
hlið við oss að sunnan og austan.
í öllum þessum orustum sýndu her-
sveitir vorar óbifanlega hreysti í hin-
um mestu mannraunum.
Þjóðverjar sækja ákafast fram í
áttina til Vilna, sunnan og austan
við Meiszagola.
Suðaustur af Orany eru þorpin
tekin til skiftis og óvinirnir halda
áfram grimmilegri stórskotahríð hjá
Dombrovo.
Þjóðverjar hafa farið yfir ána Scara
og eru komnir rétt að Pinsk, en
stöðvar vorar eru alveg óbreyttar
fyrir þvi.
Að sunnanverðu komumst vér til
Derazno og hröktum óvinina til
næsta þorps. Tókum vér þar 4
vélbyssur að herfangi og handtókum
2000 manns. Annarstaðar handtók-
um vér f gagnáhlaupum 12 liðsfor-
S4° hermenn, og 14 liðsfor-
ingja og 800 heimenn.
í héraðinu umhverfis Rowno
tvístruðum vér miklu liði óvinanna
og handtókuro hershöfðingja 8. tví-
fylkis og rúmlega 800 hermenn.
Rússar hafa gert harða hríð um-
hverfis Luck og handtekið þar 5
liðsforingja, 7000 menn og mikið
af herfangi, þar á meðal 10 her-
eldaskála. Ákafar árásir, þessu líkar,
hafa hnekt áhlaupum óvinanna og
þess vegna hafa þeir fengið sér
ógrynni aukaliðs.
London, 21. sept.
Útdráttur
úr opinherum skýfslum Frakka 17,—20. sept
Brezkur floti hefir skotið á varnar-
stöðvar Þjóðverja á Belgíuströndum
og veitti stórskotalið vort honuro
vígsgengi á landi.
Látlaus og grimmileg skothríð
hefir staðið alla vikuna á endilöngu
orustusvæðinu. Sérstaklega var hún
áköf í Artois-héraði. Er nú mjög
farið að draga úr skothríð Þjóðverja
þar, og árangur skota vorra á vél-
byssustöðvar Þjóðverja og sprengju-
varpara er sýnilegur.
I Champagne-héraði unnum vér
óvinunum mikið tjón og ónýttum
skjóigarða þeirra.
Hjá Meuse var stórskotahríð vor
einna mest hjá St. Mihiel. Þessa
dagana skutum vér þar niður njósnar-