Ísafold - 12.01.1916, Side 3

Ísafold - 12.01.1916, Side 3
ISAFOLD 3 ofstæki«. Hvað veit hann um, hvað vakað hefir fyrir höfundunum ? Er hann bær um að dæma um það ? Eg held ekki. Mér finst greinar- höfundarnir eigi lof skilið fremur en last, fyrir að hafa djörfung til að fletta ofan af ósómanum, vitandi það fyrirfram, að þeir með greiu- inni mundu egna upp á móti sér fjölmennustu embættism.stétt lands- ins. Og frá mínu sjónarmiði eiga þeir eindregið lof skilið fyrir grein- ina, og ísafold fyrir að hafa flutt hana. Þá segir prófastur að erfití sé fyrir Jónmund að liggja undir þessum á- burði og máske líka fyrir kirkjustjórn- ina að þola þenna mann í kenni- mannsstöðu. Þessi ummæli virðast mér mjög einkennileg. Eg get nfl. ekki dregið aðra ályktun en þá, að honum sé svona hérumbil sama hvernig kennimenn kirkjunnar rækja embætti sín og hvernig vienn þeir eru. Þá talar prófastur um, að kirkju- stjórninni sé otað fram og hún höfð að hlífiskildi. Var ekki svo sem sjálfsagt að kirkjust|órnin léti málið til sín taka ? Eða hverjum stóð það nær ? Kirkjustjórnin hefir lika tekið í taumana, jafnvel þó prófastur hefði líklega helzt viljað að hún hefði hummað málið fram af sér, eða svo skil eg grein hans. Prófasturinn klykkir út með því, að eftir 9 ára þjónustu Jónmundar komi það upp úr dúrnum, að hann sé svikari og fjárdráttarmaður. Veit prófastur nokkuð um, nema á þessu hafi borið áður en 9 árin voru lið- in? Veit hann nokkuð um, nema búið hafi verið að fyrirgefa Jón- mundi oft og oft, og honum hafi verið sýnt umburðarlyndi á meðan þess var nokkur kostur ? Líklega veit hann ekkett um þetta. Eða veit prófastur ekki að »svo má brýna deigt járn, að bíti um síðir*. Satt að segja veit eg ekki hvað komið hefir prófasti til að halda hlífiskildi fyrir Jónmundi á »þessu stigi málsins*, nema ef svo væri, að hann með henni hafi ætlað sér að hafa áhrif á úrslit málsins. En eg get fullvissað hann um það, að hann hefir engan greiða gert Jónmundi með skrifi sinu. Að minsta kosti hefði þessi grein ekki tilorðið, ef prófastur hefði ekki talað. Eg get ekki skilist svo við þetta mál, að eg ekki leiðrétti ofurlitla klausu, er stendur í »Norðurlandi« 15. júlí s. 1., og geri örfáar athuga- semdir við hana. Hún er um skiln- aðarsamsæti, sem Jónmundi og fjöl- skyldu hans var haldið í Haganesi, hjá mági Jónmundar, »af Fljótamönn- um«, segir í klausunni. Þetta er svo loðin frásögn, að ókunnugir geta hugsað, að menn í Fljótum hafi álment tekið þátt í samsætinu, enda hefi eg heyrt eftir einum, sem i hófinu var, að það hafi alt verið bændur, sem kvöddu þar sinn elsku- legan leiðtoga og kennimann. — En sannleikurinn er sá, að í hófinu var um 40 manns. Þar af var 7 Barðs- fjölskyldan, 22 úr Haganesi, heima- fólk þar, og 12 annarsstaðar frá úr sveitinni. Þetta aðkomufólk var: 4 bændur, 1 verzlunarstjóri, 4 kon- ur, 1 vinnukona prestsins, fyrv., og 2 kongsins lausamenn — alt vild- ustu vinir Jónmundar prests og með- haldsmenn hans í gegnum súld og svækju. Af þessu er augljóst, að alment tóku Fljótamenn engan þátt x samsætinu, né heldur heiðursgjöf þeirri, er prestinum var gefin. — Lesendur geta dæmt um sannleiks- gildi visunnar, sem í er klausunni, er þeir bera hana saman við ísa- folargreinina í sumar og það, sem að framan er sagt, Hraunum í Fljótum. Guðm. Davíðsson. Frá Landakotsspítala. Páfavaldið á Islandi. Eg hélt að trúfrelsið væri svo mikið í landi voru, að öllum væri frjálst vor á meðal að lesa og heyra guðs orð á öllum tímum og öllum stöðum, þar sem er á annað borð leyfilegt að koma saman og tala saman um sérhvað annað. En nú hefi eg komist-að raun um, að svo er ekki. Eg kom í Landakotsspít- alann í heimsóknartíma einn dag á milli jóla og nýjárs, i þeim erind- um að halda guðsþjónustu með sjúk- lingunum þar, sem vildu heyra guðs orð. Fyrst las eg upp fyrir þeim jólaguðspjallið, ásamt sögunum um Símeon og Onnu, svo 483. sálm- inn í sálmabókinni, og bað svo stutta bæn frá eigin brjóstl. Svo gaf eg sjúklingunum kristilegt smárit eftir sjálfan mig. Eg ætlaði að koma í allar stofur spitalans í þessum er- indum, ef það væri ósk sjúklinganna að fá að hlýða á mig. En þegar eg var búinn að koma i 4 stofurnar, þá kom forstöðukonan inn til mín og sagði að eg yrði tafarlaust að hætta og fara þaðan, af þeirri ástæðu, að það væri ekki leyfileqt undir nein- um kringumstæðum, að lesa quðs orð l heyranda hljóði yfir sjúklinqum peim, sem lœgjti á spitalanum. Hún kvað það vera móti lögum spítal- ans, og svo hefðu ekki sjúklingarnir allir gott af að heyra það. Einnig sagðist húti verða að taka ritið af sjúklingunum, sem eg hefði gefið þeim, af því að það mætti ekki út- býta ritum meðal þeirra, sem væru á spítalanum, án þess að katólsku prestarnir yfirfæru þau fyrst, til að vita hvort ekkert væri í þeim, sem væri athugavert gagnvart hinni kat- ólsku kirkju. En af því að prest- arnir sáu ekkert athugavert við ritið mitt, þá var farið með það aftur til sjúklinganna, og þeim leyft að hafa það. Eg varð undrandi yfijj því, er forstöðukonan sagði við mig, því eg hafði ekki heyrt það fyr, að ekki mættu allir heyra guðs orð, sem vildu hlýða á það. En eg v&rð samt að hlýða skipun hennar og fara. — Eftir það gekk eg á fund hr. próf. Guðm. Hannessonar, til þess að fá upplýsingar hjá honum um lög spít- alans, til þess að fá fulla vissu um að það væri rétt, sem forstöðukon- an hafði sagt við mig. Hr. Guðm. Hannesson sagði mér, að forstöðu- konan hefði haft fullan rétt til að skipa mér að hætta, samkvæmt lög- um spítalans og samkvæmt lögum hinnar katólsku kirkju. Hann sagði, að af því að spítalinn væri katólskra eign og kostaður af katólsku fé, þá bæri öllum, sem þar væru innan húsa að fylgja katólskum siðareglum —- eins og hverjum heimilismanni ber að hlýða skipuu húsbónda síns. Eg gat ekki haft eitt orð á móti þessu, heldur verð eg að játa, að eg hafði brotið log hinnar katólsku kirkju, með því að fara að lesa guðs orð yfir sjúklingunum í Landakots- spítalanum. — En sárt er fyrir hvern þann, sem ann af heilum hug sinni evangelisku kristnu trú, að þurfa að beygja sig undir slík lög sem þessi, að vera ekki frjáls að vitna um guð og son hans Jesúm Krist, yfir sorg- mccddum sálurn, sem liggja á spítala, ef til vill fyrir dauðans dyrum, og eru í fylsta máta meðtækilegar fyrir guðs heilaga orð, ef þær aðeins mœttu hlýða á pað. Eg vil í tilefni af þessu leyfa mér að biðja hina háttvirtu landsstjórn vora að ráða bót á þessu hneyksli sem fyrst, biðja hana að semja lög, sem ákveði að land vort geti varð- veitt sína eigin þjóð frá útlendu of- beldi, svo að oss sé öllum frjálst að bera sannleikanum vitni, hvar sem vér erum staddir á vorri fósturjörð. Reykjavík í janúar 1916. Scemundur S. Sigýússon. Svar frá Servaes presti. Þér hafið, heiðraði herra ritstjóri, sýnt mér þá velvild að senda mér ofanskráða grein frá herra Sæmundi S. Sigfússyni um »Páfavaldið á ís- landi*. Eg ætla að það sé ekki ó- maksins vert að svara henni að ráði, því greinin segir til sin og mætti telja verðlauna verða og ætti skilið að sjást í erlendum blöðum. Manni verður ósjálfrátt að brosa við lestur hennar. Þó að eg hafi þegar skrif- að stuttlega um sama efni í blöð hér í bænum árið 1906 út af öðru sams konar tilefni, þá vil eg þó leyfa mér í fáum orðum að upplýsa — ekki bæjarmenn alment, heldur — höfund greinarinnar um það, sem hann viðurkennir í grein sinni að hafa aldrei heyrt fyr. Þess er þá fyrst að geta, að sjúkra- húsið í Landakoti er velgjörðastofn- un, einstakra manna eign, og því hefir forstöðukonan leyfi til að banna það, sem henni finst nauðsynlegt að banna, rétt eins og hver annar hús- bóndi á sínu heimili. Þá er á það að líta, að enginn einstaklingur — hvort sem hann er trúboði eða ekki — hefir heimild til að halda guðsþjónustu í sjúkraher- bergjunum í Sjúkrahúsinu. En ástæð- an til þess er sú, að margir sjúkl- íngarnir þola það ekki sakir veikinda sinna, og margir þeirra hafa kært yfir þessum herrum við systurnar og beðið þær að vísa þeirr. í burtu. Aftur á móti hafa þjóðkirkjn- og frikirkju-prestarnir ætíð leyfi til að finna og hughreysta hina sjúku og gæta sálarástands þeirra. Hindrar sjúkrahússtjórnin þá ekki á neinn hátt að framkvæma prestsverk sín; þeir eru þvert á móti velkomnir í sjúkrahúsið. Það er aftur á móti gagnstætt allri reglu og stjórn, að leyfa hverj- um einstakling, jafnvel skóurum eða sóturum að halda fyrirlestra eða »guðsþjónustur« fyrir sjúklingunum. Væri herra Sæmundur Sigfússon hæfur til prestsstarfa, þá vil eg ráð- leggja honum að sækja um að kom- ast í guðfræðideild háskólans, og læra þar það sem hann þarf að vita, svo að hann einn góðan veð- urdag geti náð prestsvígslu og geti svo náð í prestsembætti hér í Reykjavík. Hvað viðvíkur bókum og flugrit- um, þá er fullkomlega bannað að útbýta þeim án eftirlits og leyfis sjúkrahússtjórnarinnar. Hlýtur hver heilskygn maður að viðuikenna, að bækur og flugrit, sem flytja róg- burð og skröksögur um kaþólsku kirkjuna og sjúkrahúsið, getur ekki verið að tala um að útbýta meðal sjúklinganna. Aftur á móti er sjúkra- húsið þakklátt hinum heiðruðu rit stjórum fyrir blaðasendingar þeirra í sjúkrnhúsið. Eg vona að þessi fáu orð verði til upplýsingar herra Sæmundi Sig- fússyni um þau efni sem hann vissi ekki áður. Eg þakka yður hér með, heiðraði herra ritstjóri, og bið yður að taka línur þessar í yðar heiðraða blað. /. Sesvaes. Gullbrúðkaup Sighvats Borgfirðings. Frá Dýrafirði er ísafold ritað 3. des: Gullbrúðkaup sitt héldu þau hjón, sagnfræðingur Sighvatur Gríms- son Borgfirðingur frá Höfða í Dýra- firði og kona hans Ragnhildur Brynjólfsdóttir, mánudaginn 29. nóv. siðastliðinn. Þann dag var þeim af ýmsum vin- um þeirra úr hreppunum beggja megin Dýrafjarðar, — Mýra- og Þing- eyrar-hreppum — haldið samsæti að fornkunna bændasetrinu Mýrum. Voru þeim þar afhentar gjafir; sagn- fræðingnum: vandað, útskorið blek- hús eftir snillinginn Stefán Eiríks- son; húsfreyjunni: rokkur úr ma- hogni, og hafði húsgagnameistari Jón Halldórsson annast um smíðið. Báðir voru munir þessir prýddir með áletruðum gullspjöldum. Kvæði var þeim hjónum flutt, er ort hafði Sig- urður Fr. Einarsson. Samsætið fór hið bezta fram; voru margar ræður fluttar fyrir minni þeirra hjóna og itarlega minst dæma- fárrar elju og afkastasemi sagnfræð- ingsins Sighvat gamla frá Höfða. Framundir morgun skemtu menn sér við samræður, söng og dans og héldu svo heimleiðis í skínandi góðu haustveðri. Allmörg heillaskeyti bárust þeim hjónum gullbrúkaupskvöldið; þar á meðal eitt frá syni þeirra Pétri úr- sraið á Sauðárkróki og konu hans. Tjáði það skeyti, að nýfæddur son- ur þeirra yrði skírður það kvöld og ætti að heita Sigvatur. Er sá sveinn 23. barnabarn gullbrúðhjónanna. Dýrafirði 3. des. 1913. Þ. G. Verðlagsnetndin. Þess var getið í ísafold um dag- inn, að forseti Búnaðarfélags Islands, Guðm. Helgasoti væri formaður verð- lagsnefndarinnar. En hann hefir íjáð oss, að svo væri eigi, því að hann hafi í sumar verið leystur frá þeim starfa vegna lasleika. í hans stað var skipaður í nefndina sem formað- ur hennar Eggert Briem yfirdómari. Þetta mun hvergi hafa verið aug- lýst og því eigi von, að menn hafi um þessa breyting vitað hið allra- minsta. Manntjónið í Vestmaun- eyjum. Björgunarskipið »Geir« kom um helgina úr leiðangri sínum til Vestmanneyja að leita hins týnda vélbáts. En fann hann ekki, svo að engin von er lengur, að heimtur verði úr helju. Slysfarir. Síðastliðinn föstudag urðu tvær manneskjur úti á leið úr Fnjóskadai inn á Akureyri. Voru fimm í hóp, 2 karlmenn og 3 stúlkur. A Vaðla- heiði skall á dimm hrlð og gafst þá upp annar karlmannanna, Júlíus Krisjánsson. Hin héldu áfram, en brátt urðu stúlkurnar máttfarnar og lcgðust fyrir. Hinn karlœaðurinn, Arni Jóhannesson frá Brunná við Akureyri komst við illan leik aftur að Steinkirkju í Fnjóskadal. Fékk hann þar menn til hjálpar- Leituðu þeir að hinu fólkinu, fundu slúlkurn- ar, tvær þeirra málhressar, en 12 vetra telpu, systur Arna, meðvitund- arlausa. Lézt hún daginn eftir, en hinar stúlkurnar lifðu. Lík Júliusar fanst síðar. Niðurjöfnun í Hafnarfirði. Hæst útsvar í Hafnarfirði greiða þetta ár: Bookles Brothers 2800 kr. A. D. Birrel & Co 2500, Einar Þorgilsson kaupm. 150. Verzlun Böðvarssona & Co. 800, Edinborgar- verzlun 500, Fiskiveiðafélögin Víðir og Ymir 400 hvert, August Flyg- ering400, Egill Jacobsen 373, kaup- félag Hafnafjarðar 330. Þórður Edi- lonsson læknir 330, »Dvergur« sam- eignarfélag 350. Erl. simfregnir. (Frá fréttaritara ísaf. og Morgunbl.). Kaupmannahöfn, n. jan. Grimmileg orusta stend- ur nu milli Austurríkis- manna og Rússa hjá Czernovitz. Þjóðverjar hafa gert áhlaup mikiðí Champagne- héraði, en hafa ekkert unnið á. Yeðurskýrsla. Laugardaginn 8. jan. Vm. a. st. kaldi, hiti 2.8. Rv. a. kaldi, hiti 2.1. íf. a. st. gola, hiti 1.0. Ak. a. st. gola, 0.5. Gr. n. hvassviðri, frost 3.0. Sf. a. kul, frost 4.1. Þh. F. a. gola, hiti 1.2. Sunnudaginn 9. jan. Vm. v. kalífi, hiti 1.5. Rv. v. snarpur vindur, frost 0.1. ísafj. n.v. stormur, froRt 1.8. Ak. s.s.v. gola, frost 0.5. Gr. Sf. v. hvassviSri, frost 2.0. Þórsh., F. stormur hiti 9.0. Mánudaginn 10. jan. Vm. Rv. v. sn. vindur, hiti 0.0. íf. logn, frost 2.8. Ak. n.n.a. gola, frost 4.0. Gr. n.v. sn. vindur, frost 7.0. Sf. n.v. stormur, frost 4.4. Þh. F. v.n.v. st. kaldi, hiti 3.0. 1 Þriðjudaginn 11. jan. Vm. logu, frost 0.5. Rv. a. andvari, frost 4.8. íf. n. st. gol, frost 0.7. Ak. n.n.a, andvari, frost 2.5. Gr. Sf. n.v. kul, frost 0.4. Þh. F. n. kaldi, hiti 1.6. cTií fiQÍmaíiíunar vll*um vér sérstaklega ráða mönnum til að nota vora pakkaliti, er hlotið hafa verð- laun, enda taka þeir öllum öðrum litum fram, bæði að gæðum og litarfegurð. Sérhver, sem notar vora liti, má ör- uggur treysta því, að vel muni gefast. — í stað helllulits viljum vér ráða mönnum til að nota heldur vort svo nefnda Castorsvart, því þessilitui er miklu fegurri og haldbetri en nokk- ur annar svartur litur. Leiðarvísir á islenzku fylgir hverjum pakka. — Litirnir fást hjá kaupmönnum alls- staðar á íslandi. o3ficfis tS’arvafaBriR

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.