Ísafold - 12.01.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.01.1916, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD Verðlagsnefndin mjólkin. Nú rétt fyrir jólin hefir hin hátt- virta verðlagsnefnd ákveðið vérð á nýmjólk. Ákvæðið er þannig, að sú tnjólk, sem hefir 3 °/0 fitu, skuli seld á 22 aura lítrinn, en mjólk, sem ekki hefir þessa fitu, seljist fyrir 12 aura hver lítri. Þessi ráðstöfun hefir verðlagsnefnd og einhverjum fleiri þótt sjálfsögð og réttlát. Ráðstöfun þessi sýnist þeim meinlaus, sem ekki vita hvað er að framleiða mjólk, eins og líka þeim, sem vita ekki, að fullur þriðji hluti 95 sýnishorna, sem rannsökuð voru á einum mánuði veturinn 1913 —14, reyndist að hafa fitu fyrir neð- an 3 °/0, sbr. Morgunbl. 3. des. 1913. Eftir ráðstöfun verðlagsnefndar á að selja nýbærumjólk á I2auralítr- inn; hollustu mjólkina á þá að selja eins og undanrennu, sem hefir Va% fitu. Sé ákvæði verðlagsnefndar íylgt. sem sízt þarf að efa, selst nýmjólk með 3 % fitu á 22 aura lítrinn, en mjólk með 2,99 fitu fyrir 12 aura lítrinn. Sjá ekki allir, að þetta er bæði bjánalegt og ósanngjarnt. Skort- ur á t/aoo fitu færir hvern lítra nið- ur um 10 aura. Þær kýr, sem framleiða fituminni mjólkina, þurfa sama fóður og hin- ar, og sami kostnaður liggur á hverj- um lítra. Ráðstöfun verð^gsnefndar er sjálf- sagt fram komin af því, að einhver setti auglýsingu í Morgunblaðið 4. þ. m., að öll mjólk, eftir 6. des., yrði seld á 24 aura lítrinn. Við þessa auglýsingu vilja mjóík- urframleiðendur ekki kannast, eng- inn af öllum þeim mörgu, sem eg hefi talað við. Það er ilt, ef að eins fáir menn hafa orðið til þess, að baka mörg- um mjólkurframleiðendum óþægindi. Mér er kunnugt um, að engir á Alftanesi ætluðu að hækka mjólk sið- astliðið haust, þrátt fyrir nauðsyn, því þó nýting væri góð, var gras- spretta í minna meðallagi og fólks- hald dýrt. 1 sumar var hey í hærra verði en áður; munaði það einum eyri á hverju kg. þess heys, sem kölluð er taða, en er vallendishey. Er ekki þessi ráðstöfun verðlags- nefndarinnar gerræði gagnvart fáum vöruframleiðendum, að ákveða verð á nýmjólk, en láta hlutlaust verð á öðrum vörum framleiddum í land- inu, sem miklu brýnni nauðsyn var að lækka í verði? Hér eru teknir örfáir framleiðendur af öllum fjöld- anum og þeim skipað að selja mjólk- ina með ákvæðisverði, sem áður er getið, án tillits til framleiðslukostn- aðar. Þetta cr gert af handahófi. Enginn mun neita því, að ómögu- lega borgar sig að framleiða mjólk, ef lítrinn er seldur á 12 aura, en mikla mjólk verða framleiðendur að selja með því verði, eins og áður er sýnt, og þetta kemur harðast nið- ur á fátækustu mönnunum, sem ekki eiga nema 1—3 kýr. Það hefir sýnt sig. Ekki getur verðlagsnefndin neitað því, að þetta er að skerða rétt ein- staklingsins. En það má hún ekki vegna vernd- ar stjórnarskrárinnar, enda mun það ekki hafá verið ætlun þingsins með bráðabirgðarlögum nr. 10, 8. sept. 1915. Hitt mun hafa verið ætlun þingsins, að verðlagsnefnd ákvæði verð á þeirri vöru, sem seld væri með miklum hagnaði eða seld langt fyrir ofan sanngjarnt verð, hvort heldur framleidd væri í landinu eða keypt frá öðrum löndum. En hvað hefir nefndin gert í þessu efni? Hún hefir beitt valdi sínu við örlítið brot framleiðenda í landinu, en látið all- an fjöldann hlutlausan. Samkvæmt skýrslum nautgripa- ræktarfélaganna er sannað, að meðal- kýr mjólkar um árið 2250 lítra. Þessi lítratala gerir f krónutali, með 22ja aura verði á lítra, 495 kr. Nú er þess að gæta, að nautgriparæktar- félögin hafa að jafnaði betri kýr en hér eru í grend við Reykjavik og í sjálfum bænum. Kemur það til, af því, að þau ala upp undan beztu kúm og kynbótanautum. En mjólkurframleiðendur í Rvík og grend eru neyddir til að kaupa kýr sínar að, og geta nautgriparækt- arfélögin ekki fullnægt eftirspurninni, þó framleiðendur sneru sér eingöngu til þeirra með kúakaup. Verða þeir því oft að kaupa kýr þar, sem þær eru falar utan félaganna. Nú er að athuga, hvað lagt er í sölurnar fyrir þessar 495 kr., sem ársmjólk úr einni kú gerir. Þá er fyrst hvað kýrin þarf af fóðri gjafatímann, sem eg geri 250 daga. Mín reynsla hefir verið sú, að kýrin þurfi á dag 15 kg. af töðu til jafnaðar. Nokkura reynslu hefi eg í því efni eftir að hafa tekið til fóður handa kúm í 18 ár. Og ekki mun þetta fóður um of ætlað, þeg' ar litið er á, að Torfi sál. frá Ólafs- dal lét gefa frá 15—20 kg. af töðu og að auki 3 kg. af súrheyi hverrj kú á dag, en þar var öll meðferð á skepnum fyrirmynd. Eftir minni reynslu verður þá kýr fóðrið 430 kr., þegar kg. er reiknað á 12 aura, og er það verð þó ein- um eyri fyrir neðan nútíðarverð. Þá er sumarbeit í 115 daga kr, 16,40 fyllilega, húsaleiga yfir árið 6 kr. í minsta lagi, hirðing yfir árið 36 kr., og eru þessar tölur settar eftir reynslu undanfarin ár. Flutningskostnaður á 2250 litrum er 45 kr., útsölulaun, 2 aurar af hverjum lítra, 45 kr. nefnda lítratölu. Þá er að nefna yfirmál, sem er 3 lítrar af hverjum 100 lítrum. Gerir það kr. 14,85 á ársmjólkinni. Kostn aður við að framleiða þessa 2250 lítra verður: Fóður . . . Sumarbeit . . Húsaleiga . . Hirðing . . . Flutningskostn. Útsölulaun . . Yfirmál . . . 450 kr. 00 aur. 16 — 40 — 6 — 00 — 36 — 00 — 45 — 00 — 45 00 I4 85 — Samtals 613 kr. 25 aur. Og eru þó ótaldir vextir af verði kýrinnar, en upp úr áburðinum má hafa þá. Sést nú á þessu, að hall- inn á framleiðslu hverra 2250 lítra verður 118 kr. 25 aurar, ef lítrinn er seldur á 22 aura. En komist hann niður í 12 aura verður skaðinn á 2250 lítrunum 343 kr. 25 aur., og verður þá augljóst réttlæti verð- lagsnefndarinnar á úrskurði hennar fyrir jólin, er hún ákvað mjólkur- verðið. Nú er komið til kasta þeirra bænda, sem framleiða mjólk og selja hana í Reykjavík, og treysti eg því, að þó að þeir leiði hjá sér brígzl, getsakir og lúaleg fárvrði blaðanna sumra og einstakra manna, þá muni þeir koma fram eins og sómir sjálf- stæðum og heiðvirðum tændum, — þegar réttur þeirra er skertur a' vinnumönnum þjóðarinnar, sem gæta eiga réttar þeirra, — að mótmæla. Isafold hefir verið svo kurteis, að bjóða mönnum rúm til að ræða nauðsynjamál, og er eg henni þakk- átur fyrir, því illa færi, ef öllum blöðum væri svo farið og sumum, að vilja ekki birta. annað en það, sem kemur heim við þeirra eigin einfeldni. Eyvindarst. 27. des. 1915. Stefán Jónsson. Athugasemd. Niðurstaða sú, sem hinn háttvirti greinarhöf. kemst að er sú, að tjónið á hverri kú sé 118 kr. og 25 aurar. Þetta er ein- hver alvarlegasta niðurstaða fyr- ir landbúnaðinn, sem vér höfum nokkurntíma séð. Þeir sem eiga 50 kýr eiga þá t. d. að tapa nærri 6000 kr. á ári á að framleiða mjók. Vegna hinna mörgu, sem eiga að heita að lifa á mjólkurframleiðslu vildum vér óska þess, að útreikn- ingar hans reyndust of háir. Guð, hjálpi ella landbúnaði vor- um 1 Ritstj. Deilan um Fljótaprestinn fyrverandi. »Aumur er sá, sem enginn hlífirc, datt mér í hug, er eg las grein prófastsins á Miklabæ í 19. tbl. »Kirkjublaðsinsc um fónmund Hall- dórsson fyrv. prest á Barði. Mun hann ekki vera eini presturinn, sem tekur upp þykkju fyrir Jónmund vegna ísafoldargreinarinnar í sumar. Það virðist nfl. svo á þessum sið- ustu og verstu tímum, að ef ein- hver embættismaður er opinberlega hafður fyrir einhverri sök, þá er em- bættisbræðrum hans að mæta, og reyna þeir að bera blak af honum, hversu svo sem sakir standa. Það má reyndar tala um þá á bak svona sitt af hverju, en að skrifa stutta blaðagrein um manninn og lýsa at- höfnum hans og sinnislagi — það má ekki eiga sér stað — það er stór- vítavert. Það er reynt að setja höf- unda slíkra opinberana í gapastokk- inn með einhverju móti. »Sam- ábyrgð embættismanna* hefi eg heyrt það nefnt, þegar einhver embættis- stétt tekur upp þykkjuna fyrir em- bættismann sömu stéttar. Og frá þessu séð get eg vel skilið ummæli síra Björns á Miklabæ. Og svo er síra Björn svo mikið góðmenni, að hann vill engan móðga; og vill hann þá náttúrlega ekki heldur, að aðrir móðgi meðbræður sína. Hann vill að allir' séu bræður og fyrirgefi og fyrirgefi í það óendanlega. Þetta er fagurlega hugsað og kristilega. Krist- ur — okkar mikli meistari í öllu fögru og góðu — fyrirgaf líka; en hann veigraði sér ekki við að finna að þvi, sem aðfinsluvert var hjá leið- togum lýðsins. Hann nefndi farise- ana og hina reikningsfróðu »hræsn- ara og nöðrukyn*, og það svo op- inberlega sem framast mátti verða á þeim tímum. Þetta lét hann sér sæma, og hefir, mér vitanlega, eng- inn að því fundið, nema þær stéttir manna, er aðfinslurnar áttu heima hjá. Góðsemin getur líka gengið oflangt og traustið á manninum og trúin á manninn. Það eru til menn, sem misbrúka góðsemina, misbrúka traustið, sem þeim er sýnt, misbrúka alt það gott, sem þeim er auðsýnt. Það getur vel verið, að síra Björn vilji líka sýna þessum mönnum svo mikla góðsemi, að hann vilji alveg óátalið leyfa þeim að bregðast trausti sínu og svikja sig hvað eftir annað. En kemur sú góðsemi niður á réttum stað? Mér er spurn. Eg álít, að slík góðsemi sé »miskunn, sem heitir skálkaskjólc. Tjáir að láta mönnum haldast uppi allskonar ósóma um- yrðalaust? Hvernig færi um þjóð- félagsskipunina, ef þessari reglu væri alment fylgt? Eg er hræddur um, að slíkt fyrirkomulag yrði ekki lán- gefið. Og eg þykist sannfærður um, að grein síra Björns á rót sína að rekja til ókunnugleika hans á Jón- mundi presti og athöfnum hans, auk samábyrgðarinnar og góðseminnar. Það er mjög varasamt fyrir ó- kunnuga að dæma í þessu Jón- mundarmáli, áður en þeir þekkja málavexti. Greinarhöfundarnir eru báðir fullorðnir menn, gætnir og greindir í betra meðallagi, eftir því sem eg þekki þá, og nauðakunnugir högum Jónmundar bæði að fornu og nýju, svo það er mjög ótrúlegt að þeir hafi farið með fleipur eitt og staðlausa stafi í nefndri grein sinni. Og eftir því sem eg þekki Jónmund prest nú, þá er eg sannfærður um, að í greiuinni er ekkert einasta orð ofsagt, Þar á móti er mörgu slept — fjöldamörgu — sem ekki mundi auka álit hans e’f opinbert yrði. Vafalaust kemur eitthvað af því í ljós við væntanlega vitnaleiðslu í málinu. Eg er þeirrar skoðunar að Jónmund- ur sé alls óhæfur til að vera í prests- legri stöðu. Það væri auk heldur óhæfa að láta hann vera meðhjálpara eða hringjara. Og eg vil bæta því við, að eg lít á hann svo sem illgresi á akri íslenzku prestastéttarinnar, og þvi fyr sem það er upprætt úr peim akri, því betra. Mér virðist prestastéttin mætti og ætti að verða glöð við, þegar ein- hverir hafa einurð til að finna að því sem aðfinsluvert er hjá stéttinni. Það verður henni aldrei til þrifa, eða þóknunar þeim, sem hún á að- allega að þjóna, að einstakir með- limir hennar brjóti svo í bág við allar almennar reglur siðferðis og sóma, að þeir mega teljast verstu mennirnir í söfnuðinum. En svo eg snúi mér aftur að grein prófastsins á Miklabæ, þá bendir ýmislegt í greininni á ókunn- ugleika hans og þess vegna hefði greinin betur verið óskrifuð. Hann talar um trúnaðarstörf, sem Jónmundi hafi verið faliu. Satt er það, að trúnaðarstörf voru honum falin. En hvernig fór hann með þau trúnaðarstörf ? Það þykist pró- fasturinn ekki vita. Eg get t. d. sagt honum frá þvi, að á einurn sýslufundi taláði Jónmundur fagur- lega fyrir tveimur málum, og greiddi þeim jákvæði sitt, sem hann heima í héraði mælti fastlega á móti og kvaðst mundi berjast gegn á sýslu- fundi alt hvað hann gæti, enda fólu sveitungar hans honum að berjast á móti þeim. Þetta varð til þess, að til orða korn heirna í sveit hans að svifta hann sýslunefndarstörfum á miðju kosningatímabili, þó ekki yrði af, vegna meinleysis umburðarlyndis kjósenda. Þá trrlar prófastur um það, að »þeir vilji endihaa að hann beitist fyrir verzlunarmáli þeirra«. Þetta er að sumu leyti satt, en að sumu ekki. — í fyrstunni var »Kaupfélag Fljótamanna« stofnað fyrir bænastað Jónmundar, og beinlínis til að firra hann vítum. En þegar kaupfélags- skapurinn var myndaður, var ekki nema eðlilegt þó menn endileqa vildu halda í Jónmund sem kaupfélags- stjóra Það væri nú líka skárra, ei: ekki ætti að trúa þeim manni, sem bæði var langmentaðasti tnaður sveit- arinnar, og þar að auki prestur. —• Enda vildu menn endilega hafa hann og sýndu honum svo ótakmarkað' traust, að þeim datt ekki í hug að' væna hann nokkurra svika eða pretta. in þegar til átti að taka, að skifta gróðanum, reyndist hann mínus c. 10 þús. kr., og er þó ekki enn upp- gjört að nokkru leyti; og þessi- dæmalausi kaipfélagsstjóri þvó sinar íendur og sagðist ekki vita hvernig ætta hefði farið svona — en það var hann viss um, að enginn eyrir íafði inn til hans runnið. Mikið má þó vera, ef ekki er eitthvað sam- an við þessi ummæli hans. Og nokk- uð er það, að i lok fyrra ársins, er i élagið stóð, kvað hann það eiga tií góða um 4 þús. kr., en þegar farið var að »gjöra uppc, taldi hann fé- agið skulda sjálfum sér 12 púsund trónur, einmitt frá sama árinu. Þetta er nú hans nákvæmni í reikninga- sökum, og svona lauk því trúnaðar- starfi hans. Síra Björn hefir lika ekki munað' eftir því. að Jónmundur hefir enn til þessa dags ekki hreinsað sig af svo nefndri Erlendargrein. Máske- ika að Jónmundur hafi talið pró- j’asti trú um, að Erlendur hafi beðið sig fyrirgefningar, og hann hafi mátt til, svo sem góðsamur og sannkrist- inn maður, að láta málið falla niður aess vegna. Vel tryði eg þessu um- Jónmund. En sé þessu þannig var- ið, þá veit eg að slikt á sér engam stað. Málið mun hafa fallið niður' fyrir bænastað Jónmundar — eins1 og mál, er höfðað var á móti hou- um s. 1. vetur, út af röngum bjófn- aðaráburði á eitt sóknarbarna hans. Þá veit sira Björn líklega ekki heldur, að eitt sinn — fyrra kaup- félagsárið — hafði fónmundur gert skriflegan og vottfastan samning við annan mann, um, að selja honum gærur, og þann samning sveik hannr og varð að greiða manninum rúmar 500 krónur fyrir svikin, og færði- svo seinna kaupfélaginu þessar krón- ur til gjalda. Þá veit sira Björn liklega ekki heldur, að á sama tima sem Jónm.. var kaupfélagsstjóri Fljótamanna — ráðinn upphaflega til 5 ára — þá réð hann sig til verzlunarþjónustu hjá eina keppinautnum, sem félagið' átti i Fljótum, og það að öllum fé- lagsmönnum og sóknarbörnum sín- um fornspurðum. Svona mætti halda áfram að telja upp atreksverk JónmundarMtoM prests- skapar. Um framkomu hans sero prests oft og tíðum, er bezt að tala sem minst að svo komnu — það bíður síns tima. Eg nl. býst við,, að prófastsdómur austur á landi geti lítið sem ekkert af viti dæmt um mál Jónmundar, nema vitnaleiðslæ fari fram hér heima í héraði, og þá geri eg ráð fyrir að ýmislegt komi upp úr kafinu, sem hvorki síra Björn né nokkurn annan ókunnug- an grunar. Eg vil þess vegna í einlægni ráðieggja sira Birni, og öll- um öðrum mönnum, málinu ókunn- ugum, að hafa sem allra fæst orð um það. Yfirleitt virðist mér öll grein pró- fastsins svo barnalega rituð, að eg er meira en háljhissa á því, að hann skyldi láta hana frá sér fara. Hann er t. d. hálfhissa á þvi, að »ísafoldc skyldi taka greinina. Fyr má uú vera undrunarnæmleiki. Til hvers eru annars opinber blöð ? Eru þau ekki til þess að menn geti látið þar i ljós skoðanir sínar á mönnum og málefnum ? Ekki veit eg betur. En það leggur einhvern samábyrgðar- þef af þessum ummælum hans. Þá gerist prófasturinn »hjartnanna og nýrnanna rannsakari« og segir, að hér sé að ræða um »hatursfult

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.