Ísafold - 12.01.1916, Blaðsíða 4
4
ISAFOLD
Félagsrit I,
geflö Út af Sláturfélagi Suður-
lands, er út komið. Eru deildar-
Haírnrs
stjó'ar beðnir að láta vitja þess við
tækifæri, í sláturhúsinu í Rvík, og
hjá Magnúsi Jónssyni kennara í
Borgarnesi.
Sl. Sl.
Gístihúsið Geitháls og eyði-
jörðin Vilborgarkot er óselt enn.
Gjöf Jóns Sigurðssonar.
Sarokvæmt reglum um >Gjöf Jóns
Sigurðssonar* skal hérmeð skorað á
alla þá, er vilja vinna verðlaun úr
téðum sjóði fyrir vel samin vísinda-
leg rit, viðvíkjandi sögu landsins og
bókmentum, lögum þess, stjórn eða
framförum, að senda slík rit fyrir
lok de8embermánaðar 1916 til undir-
ritaðrar nefndar, sem kosin var á
alþingi 1915, til að gera að álitum,
hvort höfundar ritanna séu verð*
launa verðir fyrir þau eftir tilgangi
gjafarinnar.
Ritgerðir þær, sem sendar verða
í því skyni að vinna verðlaun, eiga
að vera nafnlausar, eu auðkendar
með einhverri einkunn. ISlafn höf-
undarins á að fylgja í lokuðu bréh
með sömu einkunn, sem' ritgerðin
hefir.
Reykjavík 31. desember 191S.
Björn M. Olsen. Jón Jónsson.
Jón Porkelsson.
6 Söflglög
eftir Friðrik Bjarnason,
fást hjá bóksölum.
Jörð fæst til ábúðar.
Jörðin Úthlíð í Biskupstungum
í Arnessýslu fæst til ábúðar i næst-
komandi fardögum. Menn snúi sér
til Gests Linarssonar bónda á Hæli
eða Magnúsar Sigurðssonar lögfræð-
ings í Reykjavik, er gefa allar nauð-
synlegar upplýsingar.
peningaskápar
O. Jofjnson & Jiaaber.
eru ábyggilegastir. Hafa verið í stærstu brunum erlendis, en það sem i
þeim hefir verið geymt aldrei eyðilagst.
Aðalumboðsmenn fyrir ísland:
Konungl. hirð-verksmiðja
Bræðurnir Cloétta
mæla með sínum viðurkendu Sjokólade-tegundum,
sem eingöngu eru búnar til úr
fínasta Kakaó, Sykri og Vanille.
Ennfremur Kakaópúlver af beztu tegund.
Agætir vitnisburðir frá efnarannsóknarstofum.
Jðrð til sölu og ábúðar ná-
lægt Reykjavik. R.- v. á.
Síafsefningar-orðbók
Bjðrns Jónssonar er viðurkend langbezta leiðbeiningarbók um ísl.
stafsetning.
Fæst hjá öllum bóksölum og kostar að eins 1 krónu.
222
223
Aggerbecks Irissápa
or óviRjaínanlegfa jróft fyrlr húMna. Uppáhalt,
allra kvenna. Bezta bara&sápa. Biöjið kunp-
menn yh&r om hana.
221
búinn og sté eg upp í hann og skip-
aði að aka heim til mín.
Við fórum hart og kveið eg ekki
öðru en að eg kynni að tefjast eitt-
hvað á leiðinni, því þó að það, sera
bar fyrir mig á fljótinu um nóttina,
benti til þess, að uppreistarmennirn-
ir væru í nánd, þá benti það líka til
þess, að yfirvöldin væru árvökur og
létu til sfn taka. Hafði eg meðferð-
is bæði vegabréf Púgatscheffs og fyr-
irskipun frá Súrín ofursta til þess að
vera við öllu búinn, en enginn mætti
okkur á Ieiðinni og í dögun kom eg
auga á litla furuskóginu, sem skygði
á þorpið okkar. Ökumaðurinn herti
á hestunum og litlu síðar vorum við
komnir til N.
Hús foreldra minna var við hinn
enda vegarins, sem lá gegnum þorp
ið, og fóru hðstarnir nú á harða
stökki. Alt í einu reyndi ökumaður-
inn að stöðva þá.
»Hvað er nú?« spurði eg óþolinmóður.
»f>að er slá þvers yfir veginn, náð-
ugi herrac, svaraði ökumaður og átti
auðsjáaulega fult í fangi með að stöðv-
a hestana á sprettinum.
það var slá þvers yfirvegínn, eins
og hanu sagði, og hjá henni var bóndi
Alxcander Phusckin: Pétur og Marfa.
einn á verði með barefli í hendi.
Hann gekk til mín, tók ofan og krafð-
ist að fá að sjá vegabréf mitt.
»Hvað á þetta að þýða?« spurði eg.
»Til hvers er þessi slá og yfir hverju
áttu að halda vörð?«.
»Nú — nú, góði herra! jj>að er upp-
reist hérna«, svaraði hann og klóraði
sér fyir aftan eyrað.
»Hvar eru húsbændur þínir?« spurði
eg enn fremur og fór nú ekki að lítast á.
»Húsbændurnir!« sagði hann. »Ja,
húsbændurnir eru í kornhlöðunnu.
»í kornhlöðunni? Hvernig stendur á
því?».
»Jú, hann Andrúschka, sem er hjá
fylkisstjóranum, hefir lokað þau inni
í kornhlöðunni og lagt handjárn á
þau. Hanu ætlar að færa keisaraD-
um þau«.
»Guð komi til! — Opnaðu slána
fljótt, klaufinn þinn! — A hvað ertu
að glápa?«.
Hann færðiat undan. Eg stökk úr
vagninum, rak honum utanundir og
opnaði sjálfur slána, eu bóndi blíndi
á mig steinhissa. Sté eg sto aftur
upp í vagninn og hélt sprettinum til
úeimilis foreldra miuua. Koruhlað-
an var þar rétt hjá.
Hér voru sömuleiðis tveir bændur
á verði með barefli 1 höndum og nam
vagninn staðar rétt hjá þeim. Eg
stökk út úr vagninum og hljóp tilþeirra.
•Ljúkið upp hurðinni!« hrópaði eg.
Það hefir víst verið æðimíkið fas
á mér, því að þeir fleygðu báðir bar-
eflum sínum og lögðu á flótta. Eg
reyndi að brjóta upp hurðina, en
hún var úr eik og skráin stór og
sterk og lét hvergi undan.
Rétt í þessu kom strákur úr verka-
mannabænum og spurði mig mjög
ósvi'fnislega hvernig stæði á því, að
eg leyfy mér að gera þennan hávaða.
Hvar er vinnumaður fylkisstjórans?
— Hvar er hann Andrúschka«, hróp-
aði eg. Láttu hanp koma undir
eins!«.
»Það er eg, sem heiti Andrós Afan-
assewitsch en ekki Andrúschka«,
svaraði hann og teygði úr sór. —
»Hvað þóknast yður«.
Eg þreif í lurginn á honum
í stað þess að svara honum, dró
hann að kornhlöðunni og skiþaði hon-
um að opna. Hann færðist undau í
fyrstu, en eg gaf honum þá »föður-
lega áminningu*, sem hafði æskileg
áhrif á hann. Tók hann lykiliun
upp úr vasanum og lauk upp.
Eg fór inn og sá þá foreldra mfna
úti í dimmu skoti, er fekk daufa birtu
frá litlum þakglugga. Voru þau fjötr-
Úfbreiefcfasfa
blað íandsins et
Ísafoíd.
Þessvegna er hún bezta auglýsingrablað landsins.
Kaupendum fer sí fjölgandi um land alt.
Allar þær tilkynningar og auglýsingar, sem erindi eiga til landsins
í heild sinni, ná því langmestri útbreiðslu í Isaiold.
Og í Reykjavík er Isafold keypt i flestum húsum borgarinnar og
vafalaust lesiu í þeim öllum.
Þessvegna eru einnig auglýsingar og tilkynningar, sem sérstakt er-
indi eiga til höfuðstaðarins, bezt komnar í Isafold.
Landhelgisvörnin í Garðssjó.
Þeir, sem vildu takast á hendur vcrnina 6—8 mánuði frá byrjun
apríl næstk. og leggja sjálfir til vélbát og alla útgerð, eru beðnir að senda
fyrir 20. febr. tilboð um, hvað þeir vilja gera það fyrir á mánuði, og
rita utan á: Landhelgisyörnin Gerðum.
Útboð.
í 13. gr. C. III. 5. A. Fjárlaganna fyrir fyrir árin 1916—1917 eru
veittar 3000 kr. hvort árið til bátaferða milli Vestmanneyja og Vikur,
með skilyrðum, sem nánar eru ákveðin í fjárlögunum.
Þeir, sem gera vilja tilboð í ferðir þessar fyrir árið 1916, sendi þau
til skrifstoíu Skaftafellssýslu fyrir febrúarlok þessa árs. Æskilegt væri að
bátur, sem notaður yrði til þessara ferða, flytti 20—30 smálestir.
Vík 3. janúar 1916.
Fyrir hönd sýslunefndar Vestur-Skaftafellssýslu.
Sigurjón JTlarkússon.
Minningarritið um Björn Jónsson.
Eg Ieyfi mér hér með að beina þeim vinsamlegum tilmælum til
þeirra, er hafa kunna í höndum bréf frá föður mínum heitnum, að lána
mér þau um tíma til yfirlesturs — í því skyni að taka ef til vill eitthvað
upp úr þeim í siðara bindið af minningarritinu um hann, sem á að verða
fullbúið í vor.
Reykjavik 5. okt. 1915.
Ólafur Björnsson,
ritstjóri ísafoldar.
224
nð á höndum og fótum. Eg hljóp
til þeirra og faðmaði þau að mér,
en kom ekki upp nokkuru orði. f>au
horfðu á mig forviða, því að þriggja
ára herþjónusta hafði breytt útliti
mínu svo mjög, að þau þektu mig
ekki aftur.
Alt í einu heyrði eg rödd, sem eg
þekti vel og mér var kærkomin.
»Pótur Audrejitsch! -Eruð það þér?«
Eg sneri mér við og kom þá anga
á Maríu íwanównu í öðru skoti og
var hún líka fjötruð. Var eg nú sem
steini lostinn og faðir minn horfði á
mig án þess að mæla orð frá munni
- Hann þorði ekki að trúa sínum
eigin augum, en gleðin skeiu út úr
audliti hans.
Velkominn, kæri Pétur! Vertu vel-
kominn!« hrópaði hannloksinsogfaðm-
aði mig að sér. »Guði bó lof, að við
feugum loksins að sjá þig aftur!«.
Móðir mín hljóðaði upp yfir sig
og fór að gráta.
»Pétur litli, elsku drengurinn minn!
Hvernig hefir guð leitt þig hingað?.
Ertu nú hress og heilbrigður?«.
Eg flýtti mér að taka af þeim
fjötrana og ætlaði að leiða þau út úr
fangelsinu, en þegar eg tók í hurð-
225
ina var búið að loka henni aftur.
»Audrúschka!< kallaði eg. »Opnaðu!«
|>að er nú líkast til!« svaraði vinnu-
maður fylkisstjórans fyrir utan. —
»Nei, nú geturðu sjálfur dúsað þarna
í klefanum, en við skulum kenna þér
hvað það kostar að gera þennan há-
vaða og lúberja embættismenn keis-
arans!«.
Eg leitaði fyrir mór alstaðar í
hlöðunni og gætti að, hvort ekki væri
I hægt að komast út með einhverju
móti.
»Vertu ekki að hafa fyrir þessu«,
sagði faðir minn. »Eg hefi verið betri
búmaður en svo, að eg lóti vera göt
á húsunum mínum, sem þjófar og
bóvar gætu troðið BÓr inn um«.
Móðir mín hafði fyrir stundarkorni
verið í sjöunda himni yfir komu minni,
en henui félst nú alveg hugur þegar
hún sá, að eg var lentur í sömu
ógöugunum og þau. Aftur á móti
var eg rólegri með að vera hjá þeim
og Maríu. Eg hafði sverð mitt og
tvær skammbyssur og gat því varist
umsát. Auk þess hlaut í]úrín að
koma undir kvöld og frelsa okkur.
Sagði eg foreldrum mínum frú þessu
og hepnaðist mér þannig að hugga