Ísafold - 16.02.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.02.1916, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD landi 22,000, í Rdsslandi 350,000 og á Balkanskaga 91,000. Á sama tíma hafa bandamenn að eins náð á sitt vald 1000 fer-röstum í Elsass og 4000 fer-röstum i Galiziu. Miðveldin hafa því náð daglega á sitt vald sem svarar 1000 ferröst- um eða nákvæmlega jafnmiklu, og Frakkar i Elsass á 17 mánuðum. í byrjun ófriðarins var íbúatala Miðveldanna 116 miljónir, en Banda- manna 230 miljónir. Erhéráttvið Norðurálfu eina — og ítalia eigi talin með. í löndum þeim, sem Miðveldin hafa hertekið, eru íbúarn- ir 34 miljónir: 7 milj. í Belgiu, 7 miij. i Frakklandi, 15 milj. í Rúss- landi og 5 milj. i Serbíu. Þegar þessum 34 milj. er bætt við upp- runalega íbúatölu Miðveldanna, verð- ur hún 150 miljónir, en þegar þær eru dregnar frá Bandamönnum, verða eigi eftir nema 196 milj. Munurinn því eigi meiri en 46 milj. í stað 114 í öndverðum ófriðnum. Svo mörg eru orð hins þýzka blaðs, en vissulega mun bandamcnn- um þykja þau þurfa »skýringa« við. Afmæliskveðjur til Matthíasar. Aldrei hefir nokkurt íslenzkt skáld fengið eins margar, miklar og hlýjar afmæliskveðjur eins og sira Matthí- as á áttræðisafmæli sínu. Austan hafs, vestan hafs og sunnan hafs hafa íslendingar kepst um að sýna honum sæmd og virðing. Síðast kemur nú Eimreiðin sunn- an um haf með einkar-hlýja afmæl- isgrein eftir ritstjórann, dr. Valtý, og henni fylgja afmæliskveðjur frá þrem íslenzku skáldunum í Dan- mörku, þeim Gunnari Gunnarssyni, Jóhanni Sigurjónssyni og Jónasi Guð- laugssyni. Ekki er rúm til að taka þær upp hér allar, en Jóhanns er á þessa leið: >Eg var á sjöunda árinu, þegar eg sá sjónleik í fyrsta skifti á æfinni. Og það var í heimahúsum. Egill bróðir var lífið og sálin í fyrirtækinu, og hann lék aðalhlutverkið — sjálf- an Skuoqasvtin. Aldiei, hvorki fyr né siðar, hefir nokkur leiklist gripið mig með jafn- mikilli aðdáun og skelfingu, eins og þegar Skuggasveinn hristi atgeirinn og kvað með ógurlegri raust: Ógn sé þér í oddi, í eggjum dauði, hugur í fal, en heift í skafti. Löngu seinna, þegar eg var kom- inn til vits og ára, skildi eg, að þá snart gyðja sorgarleiksins hjarta mitt í fyrsta sinni með sínum volduga væng. Þetta datt mér í hug í morgun, þegar eg las i dönskum blöðum, að nú hefði skáldj'öfurinn mikli náð átt- ræðisaldri. Og í kvöld flaug hugurinn yfir hafið og tók þátt í afmælisgleðinni. Þegar eg stóð upp og lyfti glas- inu, brosti heiðursgesturinn til mín, og eg skildi, að hann gaf mér leyfi til þess, að tala að skálda sið og segja þú við konunginn: >Sit þú heill, skáldkonunqur, á þin- um heiðursdegi, i hásæti elztu og ágætustu tungu Norðurlanda! Sit þú heill, qœfumuður, þú, sem berð átta áratugi léttstígur með lof- söng á vörunum! Látnir skörungar og allir núlifandi íslendingar, stórmenni og smælingj- ar, hafa fagnað ljóðum þínum. Komandi kynslóðir munu verma hjörtun við eld þinna bjartsýnu söngva — og gráta yfir þinni ó- gleymanlegu »sorg«. —« Salurinn hvarf. Eg sá norður- Ijósin loga á himinhvolfinu. Boðs- gestirnir voru nú tugir þúsunda. Þeir sungu allir: »Ó,guðvorslands! Ó, lands vors guð! vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn. Mér varð litið á skáldið, áttræðan heiðursgestinn, og sá, að honum vöknaði um augu — við að heyra sín eigin ódauðlegu orð — lofsöng- inn mikla — um æfi föðurlandsins — sunginn einum munni af allri þjóðinni«. Um þegnskylduvinnuna, sem nú er deilt svo mjög um, flutti H e r - mann Jónasson snjalt erindi í Bárubúð á fimtudagskvöldið. Var hon- um þakkað meS dynjandi lófataki. Vonandi fær erindi Hermanns aS sjá dagsins ljós — einnig á prenti. Skipafregn. G u 11 f o s s fór vestur á sunnudags- kvöldiS meS fjöldan allan af farþegum. Meðal þeirra voru Hólmverjarnir: Arni P. Jónsson, Einar Vigfússon, Hjálmar Sigurðsson og Oskar Clausen. Ennfr. Daníel Bergmarm verzlunarstj.. frá Sand. C e r e s fór til útlanda á laugardag- inn. Meðal farþega var Ólafur G. Eyjólfsson kaupmaður. F 1 o r a kom frá Noregi og Aust- fjörðum í gærkvöld. Farþegar m. a. Pótur J. Thorsteinssou kaupm., frá Vestmannaeyjum Gísli Johnson konsúll Frá Eskifirði Björn Sveinsson með unn- nstu sinni. Söngfélagið 17. júní ætlaði að syngja fyrir bæjarbúa á föstudaginn og sunnudaginn, en hefir orðið að fresta samsöngnum að svo stöddu, vegna veikinda í hóp söngfólaganna. Drnknnn. A laugardaginn fórst vólbátur Lofts kaupm. Loftssonar, sá er hingað hefir flutt fisk handa bæjar- búum. Slysið varð fram undan Kirkju- bólshverfi á Garðskaga. Veður var eigi hvast, en brimólga mikil, og vaxandi er á daginn leið. Tveir menn voru á bátnum: Markús Magnússon frá Litla-Seli formaður og auk hans vólamaður, Kristján Einars- son. Þeir druknuðu báðir. Fisksalan til Bretlands. Snorri Sturluson er kominn frá Fleetwood (i gær). Seldi afla sinn fyrir 862 sterl- ingspund, en April sagður hafa selt sinn afla fyrir 1200 sterlingspund. — »Ælintýra« prísarnir virðast nú vera á förum. Síma-sambandslanst við útlönd er ísland búið að vera síðan 8. þ. m. Loftskeytasamband verður með hverju ári' nauðsynlegra. Leikfélagið ætlar að syna nýtt leik- rit, sennilega um næstu helgi. Heitir það á íslenzku: Tengdapabbi og er eftir hið kunna skáld Svía, Gustaf af Geijerstram, og er ekki sorgarleikur. Veðrið. Snjókoma mikil um viku- tíma, en gæftaveður. Bjart og stilt siðustu daga. Aðkomnmenn: Böðvar Þorvaldsson, Sveinn Guðmundsson kaupmenn frá Akranesi og Borgarnes-Jónar Björns- synir, kaupmenn. Látinn ec hór í bænum J ó n J ó n s- s o n frá Ökrum, fyrrura kaupm. í Borg- arnesi, á sjötugsaldri. Hann rak fyrst- ur manna verulega verzlun í Borgar- nesi og átti með því sinn þátt að framþróun kauptúnsins. Hann var maður hæglátur og jafnan þokkaður hið bezta. Samskotin til Belga. Samskotsfé það, sem hér hefir verið safnað til hjálpar nauðstödd- um mönnum í Belgíu nemur alls kr. 5570.60. Var þetta fé afhent ræðismanni Belga hér á íslandi, kaupmanni L. Kaaber, áður en hann fór utan á >íslandi« og ráðgert að afhenda beint landsstjórn Belga. Thorefélagið er nú hætt áætlana-bundnum ferð- um hingað til lands, eftir að Sterling er fargað af félaginu. Félag þetta hefir haldið uppi milli- landaferðum hér við land um langt árabil og mun mega gera ráð fyrir, að ef stofnanda þess og aðallífgjafa, Þórarins Tulinius hefði notið við enn, mundi eigi hafa orðið svo snubbótt viðskifti þess. Aldrei hafa samgöngur vorar við umheiminn verið neitt líkt því eins góðar og meðan Thorefélagið stóð með mestum blóma. Sá mun nú margur maðurinn, ekki sízt í kaup- mannastétt, er sér, hversu viti sneydd- ar og skammsýnar árásir þær voru, er beint var að landsstjórninni 1909 —1910 fyrir samgöngusamninga þá. Hlutafjársöfnun Eiinskipafélagsins. Eftir því, sem í s a f o 1 d hefir frótt mun nú safnað til hins nýa skips 17 0. OOOkr. utan Reykjavik- u r. Væntanlega birtir Eimskipafólags- stjórnin bráðlega skýrslu um söfnun- ina, svo aS í ljós komi hvar á landinu bezt er þektur vitjunartími þjóðar- innar og hvar miSur og hvar verst. Þótt hér só myndarlega af stað farið þá má þó betur ef duga skal. Og aldrei verSur of miklu fó safnað tii Eimskipafólagsins. f Björn Pálsson verzlunarstjóri Braunsverzlunar á Isa- firði lózt í gærmorgun þar í bænura. — Hann mun hafa veriS liðlega fim- tugur maður, prýðilega gáfaSur, lipur og framgjarn. Hann var á sinni tíð helzti frum- kvöðull og stofnandi Good-templarregl- unnar á íslandi. Kvæntur var hann Margróti Snorra- dóttur, heitins Pálssonar á Siglufirði. Sonur þeirra er Ottó símritari hór í Reykjavík. Merkar hngvekjnr um skólamál, þegnskylduvinnuna, launamál o. s. frv. hefir ísafold liggj- andi hjá sér og munu þær birtaBt smátt og smátt í næstu blöðum, eftir því sem rúm vinst til. En biðja vilj- um vér háttvirta greinarhöf., að taka ofur lítið á þolinmæðinni, því þótt eigi vantr viljann til þess að koma þessum ritgerðum sem fyrst á flot, þá er rúmið eigi nógu mikiS enn til þess að koma þeim svo fljótt út, sem vér vildum. Kostakjör ísafoldar. Þeim, sem kynnu aS ætla sór að gerast kaupendur ísafoldar, meS þeim kostakjörum, sem nú eru auglýst í blaðinu, viljum vér ráða til þess að hafa hraðann á, því að upplag kaup- bætisbókanna er ekki óþrjótandi, en eftirspnrnin mikil. Tjón af sjóróti. Laugardag 5. þ. mán. gerði af- skapa-stórviðri á ísafirði og fylgdi því sjórót svo mikið, að mörg hús, sem næst liggja fjörunni, skemdust allmikið og talsvert af verðmætum lausamunum tók út, t. d. 250 salt- tunnur, sem Karl Olgeirsson kaupm. átti o. s. frv. Tjónið á ísafirði er metið lauslega á nál. 20.000 kr. í Hnifsdal urðu allmiklar skemdir á bryggjum og fleiru — metið alls á nær 8000 kr. Loks varð mikið tjón að í Bol- ungarvík. Geymsluhús brotnuðu og lausa muni tók út. Tjónið talið líkt og í Hnífsdal. Snjóflóð 1 Hnífsdal. Þ. 8. s. mán. féll snjóflóð yfir Hnífsdal, á nákvæmlega sama stað og mikla snjóflóðið 18. febr. 1910, sem varð 18 manns að bana. En með því, að eigi höfðu aftur verið bygð ibúðarhús á þessum stað — varð eigi manntjón að, þótt við lægi, þar sem einn maður, Jóhannes að nafni Elíasson, járnsmiður, gam- all maður, varð fyrir flóðinu að þessu sinni. Tókst að grafa hann upp eftir klukkutima — lifandi. Snjóflóð þetta tók aftur fjárhús, fjós og hlöðu og fór með út á sjó. Drápust 16 kindur og 1 kýr. Sömu- leiðis tók flóðið vélsmiðju með sér út á sjó. Tjónið því tilfinnanlegt. Laus prestaköll. 1. Barð í Fljótum í Skagafjarðar- prófastsdæmi, Barðs- og Knappstaða- sóknir. Heimatekjur: Kr. a. 1. Eftirgjald eftir prestssetrið 103,36 2. — — hjáleigur 196,40 3. Prestsmata.................35)í>4 Kr. 335,40 A prestakallinu hvilir: 1. Húsbyggingarlán, upphaflega 300 kr., tekið 1909 samkv. lögum nr. 30, 16. nóv. 1907. 2. Ræktunarsjóðslán, upphaflega 700 kr., tekið 1908 samkv. 6. gr. í reglugjörð fyrir Ræktunarsjóð ís- lands 31. júli 1906. Prestakallið veitist frá fardögutn 1916. Umsóknarfrestur til marzloka 1916. 2. Skútustaðir. Skútustaða- og Reykjahlíðarsóknir. Heimatekjur: 1. Eftirgjald eftir prestssetrið kr. 225,00. 2. prestsmata af Reykjahlíð 180 pd. smjörs. Prestakallið veitist frá fardögum 1916. Umsóknarfrestur til marzloka 1916. 3. Kirkjubær i Hróarstungu, nú Kirkjubæjarsókn, en Hjaltastaðar- prestakall legst við, er losnar. Erfiðleikauppbótin, 200 kr., greið- ist fyrst er sameiningin kemst á. Heimatekjur: Prestssetrið Kirkju- bær með ítökum 220 kr. Lán til íbúðarhúss 6000 kr., tekið 1898 og 1899, með 6%, eða 360 kr. greiðsla 28 ár. Prestakallið veitist frá fardögum 1916. Umsóknarfrestur til marzloka 1916. Erl. símfregnir (frá fróttaritara íaf. og Morgunbl.) Kaupmannahöfn, 7- íet>r- Búlgarar og Þjóðverjar draga saman ógrynni liðs hjá víg- stöðvunum hjá Saloniki. Rúmenía hallast að banda- mönnum. Rússar sækja fram í Kákasus. Skeyti þetta kom með skipi frá Færeyjum til Seyðisfjarðar. Ýms erl. tíðindi. Framtiðarhugmyndir Edisons um styrjaldir. Hinn heimsfrægi hugvitssnillingur lyftir eigi upp neinni glæsiblæju af hugmyndum sinum um styrjaldir framtíðarinnar. í viðtali við blaða- mann sagði hann nýlega m. annað þetta: í styrjöldum framtíðarinnar munu mikið notað sprengingar, sem geta með eitruðum gastegundum í einni svipan eytt heilum herjum, eða ef til vill heilum þjóðum. Frá verk- légu (praktisku) sjónarmiði er ekkert til fyrirstöðu því að láta drepandi eiturstraum fljóta um stóreflis land- flæmi og drepa alt kvikt, menn og dýr. Rafmagn mun og notað að miklum mun meira en nú tíðkast — t. d. mun »hleypt af« öllum byssum »þráðlaust«. Eigi mundi það koma mér á óvart, þótt her- skipum yrði gerbreytt og gerð á þann hátt, að eigi gætu sokkið, þótt fyrir tundurskotum verði«- Edison gaf í skyn, að hann mundi geta komið fram með morðtæki, er væru miklu geigvænlegri en gas- eitur-sprengikúlur, en að sér hafi jafnan verið það óbærilega hvimleitt að brjóta heilann um það, hvernig hægast sé að myrða menn. »Ö1L starfsemi mín hefir að því miðað að bæta kjör manna, og en hvað eg kynni að gera, ef Bandarikin lenti nú í ófriði — til þess að vinna að sigri þeirra — það skal eg ekki segja.« Nýlega hefir verið skipuð nefnd í Bandaríkjunum til að hugsa um við- búnað undir ófrið, ef til kæmi. í þeirri nefnd er Edison. Loftfirðtalstæki til Vesturheims. Norskur verkfræðingur, Frost að nafni, kveðst hafa uppgötvað loft- firðtalstæki nýtt og hefir hann ásamt: Marconi sjálfum fengið einkaleyfi til starfrækslu þess. Það er með þeim hætti að tala* má saman »útíloftið« í hvaða fjarlægð sem er. Verkfræðingurinn segir, að ef þetta nýstárlega tæki njóti sín, eins og vonir megi gera sér um, verði lafhægt að tala milli t. d. Bretlands og Vesturheims. Það líður ef til vill eigi svo lang- ur tími þangað til vér íslendingar getum farið að »masa« við Winni- peg-íslendinga qegnum loftið! Spádómnr Brandesar um þýzkaland. Fyrir 34 árum ritaði Gtorq Brandes í einu af ritum sínurn þessi orð um Þýzkaland: »Frá stjórnmálasjónarmiði eru hin- ir ungu gamlir og hinir gömlu einir ungir. Frelsisást í þess orðs brezkri merkingu er nú hvergi til í Þýzka- landi, nema í hjörtum þeirra, sem dánir munu út eftir 10 ár. Og þegar svo er komið mun Þýzkaland verða tinmana, einangrað og hatað aý nágrannapjóðunmn, standa uppi í miðri Norðurálfunni sem vígi afturhaldsins. í löndunum i kring, í Ítalíu, Frakklandi,- Rússlandi og á Norðurlöndum mun þá rfea upp kynslóð með heimsmenningar hug- sjónum og leggjast öll á að koma þeim í framkvæmd. En Þýzkaland situr þar gamalt og fölnað, en al- vapni, jrá hvirfli til ilja, útbú- ið öllum ptitn morðvopnum og vam- artœkjum, sem visindin framast fé

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.