Ísafold - 20.05.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.05.1916, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD Ásg. 6. Gunnlaugsson & Go. Austurstræti 1, Reykjavík, selja: Vefnaðarvörur — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innritatnaði. Regnkápur — Sjóföt — Ferðaíöt. Prjónavörur. Netjagarn — Línur — Öngla — Manilla. Smurningsoliu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan af landi svarað um hæl. Ofriðurinn. Yfirlit Uppreist í írlandi. Það er nú helst i frásögur fær- andi að uppreist var hafin á írlandi og gengust fyrir henni þeir menn, er Sinn Feiners nefnast. Hafa þeir lengi Bretum óvinveiftir verið. Hófst uppreistin í höfuðborginni Dyflinni og náðu upphlaupsmenn þegar á vald sitt ýmsum stórhýsum borgar- innar, og var þar alt í hers hönd- um í nokkra daga. Brezka stjórnin lýsti þegar borgina í hernaðarástandi og var þangað sent herlið hvaðan- æfa þaðan er til náðist og lukti það um borgina á alla vegu. Bjuggust menn þá við að uppreistin mundi þegar í stað bæld niður aftur, en svo fór fram um hríð að barist var þar á strætum og gatnamótum, og veittu upphlaupsmenn örðugt viðnám. Tók þá að brydda á óspektum víðar og rak þá að því að alt landið var lýst í hernaðarástandi og herlög látin gilda þar. Skipuðu Bretar þá Sir John Maxwell yfirshershöfðingja liðs þess er kúga átti uppreistarmenn, og tókst honum eftir fáa daga að kæfa uppreistina i höfuðborginni en síðan hefir eigi frézt þaðan. Það þykir líklegt að Þjóðverjar standi á bak við þessa uppreist og það vissu menn að uppreistar- menn höfðu þýzk skotfæri og þýzk vopn. Um sama leyti og uppreistin hófst, kom og þýzkt flutningaskip til írlandsstrandar og var kafbátur í för með því. Skaut kafbáturinn út báti og sendi í land. Var báturinn tek- inn af Bretum og mennirnir tveir, þá er í land kom, og kom þá í ljós að annar þeirra var Sir Roger Casement, sem mönnum er aðal- Iega kunnur stðan í fyrra, þá er hann bar það á Findley, sendiherra Breta i Kristjaníu, að hann hefði sett fé til höfuðs séi. Síðan það mál var uppi hefir Casement dvalið í Þýzka- landi, enda var hann meiri vinur Þjóðverja en Breta og vænti þess að Þjóðverjar mundu verða til þess að leysa írland undan yfirráðum Breta. — Casement var fluttur til Lundúna og bíður þar nú dóms fyr- ir landráð. Enginn efi er talinn á því að hann muni hafa ætlað að skara að ófrið- arglæðunum í Irlandi og muni skipið, sem var í för með kafbátnum, hafa haft vopnafarm handa írum. Skip- inu náðu Bretar þó eigi. Það sökti sér sjálft áður það yrði tekið. Blöð- in í Bretlandi skeltu að nokkru leyti skuldinni á Mr. Birrel, írlandsráð- herra, fyrir þessar óspektir. Þótti þeim hann hafa fylgst all illa með því, sem gerðist á írlandi, og töldu það sýnt, að hefðu Bretar haft bet- ur augastað með írum þá hefði þessi uppreist aldrei orðið. Varð þetta til þess að Mr. Birreí varð að segja af sér ráðherraembættinu. Foringjar íra, þeir Sir Edward Carson og Redmond, hafa báðir lýst því yfir skýrt og skorinort að þeir hefðu hina megnustu andstygð á þessari uppreist, enda er hún alls eigi runnin undan rifjum þeirra eða þeirra manna. Sjálfboðalið Red- monds gekk og einna bezt fram í því að kæfa niður uppreistina.---- Orustan hjá Verdun. Enn geisar hin grimmilegasta or- usta hjá Verdun og vinna hvorugir á öðrum. Er orðið ógurlegt mann- fall í Iiði beggja og margar þúsundir manna verið herteknar af hvorum tveggja. Þjóðverjar segjast t. d. hafa hertekið þar nær 40 þúsund manna fram að páskum. En fytir þann tima voru áhlaup tíðari. Nú er meira barist með stórskeytum. Síðustu fregnir þaðan að sunnan benda til þess, að Þjóðverjar séu að hugsa um að flytja liðsafla sinn burtu frá Verdun og beita honum annars staðar. En Frakkar gefa þeim eigi ráðrúm til þess. Gera þeir svo grimmileg áhlaup í hvert skifti, þá er Þjóðverjar búast til brottflutnings, að þeir neyðast til að halda kyrru fyrir með allan herinn. Má af því marka, hvað Frakkar þykjast þarna öruggir fyrir. Frá Mesopotamia. Suður í Mesopotamíu hafa gerst þau tíðindi að yfirhershöfðingi Tyrkja þar, von der Goltz Pasha, hefir lát- ist. Segja Tyrkir að banamein hans hafi verið heilablóðfall, en 1 löndum bandamanna gengur sú saga, að hann hafi verið myrtur, þá er Rússar tóku Trebizond. Von der Golts var þýzk- ur hershöfðingi í hárri elli. Hann var skipaður landsstjóri i Belgíu haustið 1914 og hafði þann starfa á hendi nokkra hrið. En er Tyrkir höfðu gengið inn í ófriðinn gegn bandamönnum, var hann sendur suður tál Miklagarðs, þeim til trausts. Dvaldi hann þar um hrið og lagði ráðin á það, með þeim Enver Pasha og Liman von Sanders, hvernig Tyrkir skyldu verjast hjá Hellusundi. En þá er sundin voru úr allri hættu, en Bretar sóttu sem ákafast fram í Mesopotamíu, var honum falin yfir- herstjórnin þar eystra og hafði hann þá þegar þegið miklar sæmdir af soldáni Tyrkja, og nafnbótina Pasha. Þykir Goltz hafa sýnt i því ágæta herstjórn hvernig hann stöðvaði fram- sókn brezka liðsins, sem sent var Townsbend hershöfðingja til hjálp- ar og átti að leySa Kut-el Amara úr umsát. Nokkrum dögum eftir fráfall Goltz varð Townshend hershöfðingi að gefast upp með öllu Iiði sínu, 13 þús. manns, sökum vistaskorts. Brltar höfðu reynt að senda hon- um vistflutningaskip upp eftir Tigris, en það komst aldrei á ákvörðunar- stað, og tóku Tyrkir það herfangi með öllum farminum.--------- Bandaríkin og Þýzkaland. Deila Þjóðverja og Bandaríkjanna liggur nú niðri um stund. Þjóð- verjar létu sér lengi hægt með svör- in og reyndu að jafna málið með vífilengjum eins og áður, en sáu þó brátt, að nú var Bandaríkjunum full alvara. Gáfu þeir þá þau svör, að þeir skyldu eigi skjóta farþegaskip í kaf fyrirvaralaust, en kröfðust þess jafnframt, að Bandaríkin sæu þá til þess, að Bretar linuðu á hafnbann- inu, og leyfðu frjálsar siglingar. Bandaríkin svöruðu aftur, og kváð- ust taka loforð Þjóðverja góð og gild, og mundu eigi viðskiftasam- bandi ríkjanna slitið meðan svo færi fram, að kafbátarnir grönduðu eigi skipum fyrirvaralaust. En á hinn bóginn neituðu þeir því alveg, að skifta sér nokkuð af þvi, hverju Bretar færu fram um hafnbannið. — Þess má geta í sambandi við þetta, að þýzkn blöðin hafa nú hafið allsvæsna árás á Mr. Gerard, sendiherra Bandarikjanna í Berlín og kenna honum mest um það, hvað Bandaríkjastjórnin sé Þjóðverjum óvinveitt. Segja þau að hann hafi borið róg á mílli og látið til þess leiðast að áeggjan þeirra manna í Bandaríkjunum, er vilja fyrir hvern mun hafa fjandskap við Þýzkaland. Herskyldan í Bretlandi. Svo sem fyr hefir verið getið, hafa Bretar verið að bræða það með sér, að koma á allsherjar herskyldu, jafnt fyrir kvænta menn sem ó- kvænta. JVirðist svo sem það mál hafi valdið meiri sundurþykkju held- ur en hin fyrri herskyldulög, sem að eins náðu til ókvæntra manna. Lá við sjálft um hríð að Asquiths ráðuneytið (eða samsteypu-ráðuneyt- ið) mundi kollvarpast. Voru það einkum aalsmenn verkaraanna, sem gerðu glundroða, og meðal stjórnar- manna voru skoðanirnar mjög skiftar um hið nýja frumvarp. En þó tókst að stilla svo í hóf, að allir ráðherrarnir urðu á eitt sáttir. Kom þá til kasta þingsins. Því mun hafa getist miður að frumvarpinu, og hefir það enn eigi náð fram að ganga svo kunnugt sé. ,Stoðin‘. í síðast útkomnu blaði sínu held- ur B. Kr. uppteknum hætti, að reyna að hafa gott af minningu Björns Jónssonar. Lætur hann blaðið segja, að B. Kr. hafi verið »helzta póli- tiska stoð Björns heit Jónssonar«, o. s. frv. í 28. tölubl. ísafoldar var þess getið, að B. Kr. hafi verið — að baki — einn af aðalhvatamonmm »sparks ins« svonejnda, er Biini Jónssyni var bolað frávöldum; hafi launað þannig velgerðamanni sínum 1 Áður en nokkur trúir á »stoðina«, verður B. Kr. að hafa sannað, að hann hafi að engu leyti verið við »sparkið« riðinn. Isleozkor nútíðar-ská ldskapor. Höfuðskáid fjárlagannna. Eftir Árna Jakobsson. Höf. lætur Helgu húsfreyju segja á bls. 15 : » . . . Og brennumar á I.önguhlíð og Flugumýri eru svo svartir blettir að ekki mega fleiri vansæma Norð- urland. Á Grund skal bver maður fá að njóta hreysti sinnar*. En þó er áform hennar að svíkja gestina og það með öllum ráðum, »svæfa gestina, glata vopnum þeirra, snúa við brókum þeirra* o. s. frv. bls. 21. Er þetta samræmi? Húsfreyjan særir hinar ungu meyjar til að leika hinn nauðsýnlega leik, leggja sæmd sina í augljósa hættu. Fúsar, en þó skelfdar, sverja þær henni það að ganga til leiksins sem bar ógnar sverð hættunnar yfir höfð um þeirra bls. 19—20. Svo á bls. 49 lýsir höf. þessum stúlkum innan um veizlugestina á þessa leið: » . . . Þær voru kvikar á fæti og snarar i snúningum. Allar hreyf- ingar þeirra báru volt um glaðværð og léttiyndi. Þar var dans í hverju spori. Þær smeygðu sér iiðlega inn og fram milli gestanna, sem voru á reiki um skálann, brostu hlýlega til þeirra og litu feimnislega niður fyrir sig, ef þær mréttu augum þeirra. Þœr sóru si% prýðilieqa i ættina við Jyrstu móðir sína, Evu!« Seinna koma þær flestar grát- bólgnar en ósnertar út úr lokrekkj- unum og því lýst á þessa leið, bls. 80: »Sumar héldu saman að sér föt- unum, sem höfðu verið rifin og slitin utan af þeim. Húsfreyja leit hvast á þær, hverja fyrir sig, um leið og hún hleypti þeim inn hjá sér. Langflestar gátu mætt augum hennar með sigurdrjúgu brosi, jafn- vel þótt það skini gegnum tárin.« Hver vill skrifa und r það, að þetta sé samræmi? Þessi siðasta málsgrein er að öðru leyti býsna góð: Aðeins tvö tilfinn- anleg bögumæli í ekki lengri máls- grein ! Þá er kaflinn um lokrekkjuvistina og lýsingin á ástriðuatlotum gestanna við konurnar alveg óþarfi. Væri betur enginn, því sagan naut sin fyrir því. Hann er líka ekki annað en smekk- leysa. Höf. lýsir lokrekkjuvistinni á bls. 74, m. a. á þessa leið: Æsandi, ástriðu-þrungið hljóðskraf sem smaug í gegnum merg og bein, þungt, eins og fossniður djúpt í jörðu, — heitt, eins og eldhafið undir rótum Islands, sem ógnar með að sprengja jörðina og rlfa hana sundur í tætlur, — þeyta fjöllunum í loft upp eins og hismi*. Eg minnist ekki að hafa heyrt nokkurn höf. lýsa ástríðufýsn karla til kvenna með mikilfenglegri né háleitari samlíkingu en þessari, og því ekki að undra þó listadómarnir telji sögu sem þetta flytur »ágætan sagnaskáldskap« 1! — Iðunn 2. h. bls. 194. — Þá er að nefna niðurlagsatriðið í sögu þessari. Því má ekki gleyma. Þar lætur höf. Helgu segja við munkinn: »Bráðum get eg búið mig til suð- urgöngu, pater, þegar Björn minn vex betur upp. Lengi hefir leikið hugur á að sjá Rómaborg. Hingað til hefir það hindrað mig, að eg hefi ekkert sögulegt haft til að segja hin- um heilaga föður, páfanum. ílt var að gera sér og (jonum slíkt ómak fyrir smá-yfirsjónir einar. — Hvað' segirðu um það, pater, að slást i förina.« — Bls. 103. Segir þetta hljótt við eyra munks- ins. Þannig slær höf. botninn í þessa sögu. Vissulega var verkefni fyrir höf, að sýna siðar áhrif og afleiðingar þessa tiltækis konunnar — veizlu- svikanna — á sálarlíf hennar sjálfrar og lýsa orsökunum til endurferðar- innar frá peirri hlið. En því sleppir hann. En kemur aðeins með létt- úðarkulda og skinhelgi í sambandi við þessa suðurferð, í huga konunn- ar, og þar á ofan býður hún munkn- um að vera með, þeim manni sem hún vissi að bar til hennar ástareld, eins og höf. gefur óspart í skyn í sögunni, sem höf. lætur hana segja um á bls. 102 ->>peim manni jæ e% aldrei að Jullu launað«. Svo eiga allir að geta í eyðurnar hvernig þar hafi farið. Svona skilur höfundur við mestu konuna i land- inu, og er þessi meðferð engu af- sakanlegri fyrir höfundinn, þó þeíta atriði sé í svo lausu lofti, að hann geti vikið sér undan höggum fyriff þennan frágang sinn. Frh. Nlislingarnir. Avarp til alþýðu manna (Niðurl.) Heimilisvarnir gegn mislingum. Eftir að lögskipuðum vörnum var hætt 1907 urðu fjöldamargir við á- eggjan minni þá, vörðust mislingun- um ef sjálfsdáðum. Tókst það við- ast vel, þar sem reynt var. í Fá- skiúðsfirði t. d. kom ekki veikin nema á 5 bæi af 30; í Seyðisfjarðarhéraði vörðust Mjófirðingar véikinni; fc Húsavikurhéraði hepnuðust varnirn- ar vel í sveitunum; i Rangárheraði varfist einn bær, sem líka hafði var- ist mislingunum 1882; i Reyðarfjarð- arhéraði varðist einn hreppur; sva var og um ýmsar sveitir í Akur- eyrarhéraði, Grímsneshéraði, Síðu- héraði Vopnafjarðarhéraði, Þing- eyrarhéraði og víðar. Og m j ö g v i ð a vörðust einstök heimili sótt- inni, þó hún gengi um alla bygðina, jafnvel hér í Rvík. Vörnin var al- staðar i því íólgin, að þau heimili, sem vöiðust, gættu þess: 1) að eng- inn heimamanna, sem ekki hafði haft mislinga, kæmi á mislingaheimili eða grunsöm heimili; 2) að taka ekki á móti neinum gestum, nema þeim sem vist var um, að þeir hefðu áður hafr mislinga. Meðgöngutími mislinga (frá þvfc maður smitast þar til hann sýkist)F eru réttir 10 dagar Byrjun veikinn- ar er þá kvef, nauðalíkt algengu kvefi, og oftmjögvægt; en á 4.—5, degi (14. degi frá smitun) byrjar útþotið, mórauðir flekkir, og komar fyrst í andlitið. Veikin er smitandi frá fyrstu kvefbyrjun (ef til vill deg- inum áður en kvefsins verður vart) og þar til er hreistrun er lokið (3—4 vikur frá upphafi veikinnar). Sótt- hreinsun þarf aldrei. Sóttkveikjurnar deyja strax út, og það svo fljótt, að þær berast aldrei með heilbrigðum mönnum (eða dauðum hlutum) húsa á milli. En veikin er afskaplega bráð- smitandi, ef einhver, sem ekki hefir haft mislinga, kemur til sjúklings- með mislingakvef (inni eða úti).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.