Ísafold - 20.05.1916, Blaðsíða 4

Ísafold - 20.05.1916, Blaðsíða 4
4 ISAf OLD Hæst verð greiðir kjötverzlun E. Milners, Laugavegi 20 B, fyrir nautgripi, eldri og yngri, einnig kálfa. Borgað samstundis. Til stóðhestakaupa var einu hrossa- ræktarfélagi (í Austur-Landeyjum) veittur ioo kr. styrkur, þriðjungur verðs. Þeir styrkir eru jafnan veittir með því skilyrði, að ef hætt verður að nota hestinn til undaneldis innan 5 ára, þá verði félaginu endurgreidd- ur þriðjungur verðs hans eins og það verðnr þá. Til girjðinqa fyrir kynhótahross var veittur 269 kr. styrkur, í 2 staði. Styrkurinn var þriðjungur kostnaðar og sama skilyrði bundinn og styrk- ur til girðinga fyrir kynbótanaut. Búast má við að gjöld félagsins til hrossaræktar muni aukast allmikið á næstu árum, því að minsta kosti í einu héraði, Borgarfirði, er nú vakn- aður mikill áhugi á að koma hrossa- ræktinni í lag, með nýrri kynbóta- samþykt og með stofnun hrossa- ræktarfélaga og hrossagirðinga í öllu héraðinu. Til héraðssýninga hrossa í Húna- vatnssýslu voru veittar 300 kr. Þetta ár er ætlast til að haldnar verði hér- aðssýningar á hrossum í Borgarfirði og 1 Þjórsártúni (fyrir Arness- og Rangárvallasýslur og einn eða fleiri hreppa í Vestur-Skaftafelissýslu). Til sauðfjárkynbótabúa 7 var veitt- ur alls 1100 kr. styrkur. Hrútasýningar voru haldnar í haust sem leið í Húnavatns, Dala, Snæ- fellsness, Mýra og Borgarfjarðar sýsl- um og í Bæjarhreppi í Strandasýslu. Jón H. Þorbergsson var til leiðbein- inga á öllum þessum sýningum, og kostaði Búnaðarfélagið ferð hans, en gat fjárhagsins vegna ekki veitt fé til verðlauna alstaðar, veitti fé til verðlauna aðeins i Dala og Snæfells- ness sýslum, 240 kr., því að þær sýslur höfðu ekki áður fengið slíkan styrk. Næsta haust er í ráði að hrúta- sýningar verði haldnar í Árness, Rangárvalla, Vestur-Skaftafells og Þingeyjar sýslum. Verður Jón Þor- bergsson til leiðbeininga á sýning- unum syðra, en Hallgrímur Þor- bergsson í Þingeyjarsýslu. Biinað- arsambandi Austurlands hefir einnig verið heitið styrk til nokkurra hrúta- sýninga, Leiðbeiningarýerðir í sauðfjárrakt hefir Jón Þorbergsson farið i vetur fyrir félagið, skoðað fé á fjölda bæja og haldið fyrirlestra á mörgum stöð- um: hér austanfjalls í Gulibringu- sýslu og í Mýra og Borgarfjarðar sýslum. Þessar leiðbeiningarferðir virðast þegar vera farnar að hafa sýnilegan árangur. Fóðurtilraunif sauðjjár voru gerðar í fyrra vetur á 2 stöðum, eins og getið var um í aðalfundarskýrslunni í fyrra. Þeim var haldið áfram í vetur á sömu bæjum og með sama tillagi, 100 kr. á hvorum bæ. Styrkur til verklegs sauðfjárrœktun- arnáms hérlendis (í Þingeyjarsýslu) var veittur einum manni, Eyjólfi Sigurðssyni á Fiskilæk, 50 kr. Þeim námsferðum ætti að fjölga. Ejólfur hefir nú stofnað sauðfjárræktarfélag í sinni sveit (Leirárhreppi og Mela) og 'fengið þangað kynbótahrút að norðan. Búnaðarnámsskeið í Stykkishólmi, sem Búnaðarsamband Dala og Snæ- fellsness gekst fyrir, styrkti félagið og sendi þangað 2 fyrirlestramenn, þá Sigurð búfræðing Sigurðsson og Jón H. Þorbergsson. Sama stóð tij að gera fyrir námsskeið Bdnaðarsam- bands Vestfjarða i Barðastrandarsýslu, en það námsskeið fórst fyrir vegna veikinda á bænum, þar sem átti að halda það. Námsskeið Búnaðarsam- hands Austfjarða styrkir félagið með fjárframlagi. A bændanámsskeiðinu á Hvanneyri í vetur voru 3 fyrir- lestramenn af hendi Búnaðarfélags- ins, þeir Jóhann Fr. Kristjánsson, leiðbeiningamaður i hdsagerð, Magn- ús dýralæknir Einarsson og Sigurður búfræðingur Sigurðsson. Guðmund- ur kennari Hjaltason hefir htldið nokkra fyrirlestra um búnaðarmál fyrir félagið. Bússtjórnarkenslu hefir félagið haft í vetur í Barðastrandarsýslu og Dala- sýslu, alls 8 námsskeið, 2 '/2—3 vikna, og veitt styrk til tveggja mán- aða námsskeiðs á Eyrarbakka. Einn- ig hefir það heitið að borga kenslu alt að 6 vikna tíma í vor á Siglu- firði og heitið styrk til alt að 6 viku námsskeiða í Reykjavík íyrir hús- mæður, sem Kver.réttindafélag íslands gengst fyrir. A mjólkurskólanum á Hvítárvöllum hefir verið tilsögn í matreiðslu í vetur, eins og í fyrra. Mjólkurmeðjerðarkenslan á Hvitár- vóllum. Um hana verður að vísa til skýrslu kennaratrs, sem kemur út í Biinaðarritinu. Slátrunarnámsskeið var haldið í haust. Sóttu það fáir. Þau náms- skeið falla nú niður um sinn. Vefnaðarnámsskeið var haldið. í haust í Rangárvallasýslu, að tilhlut1 un sýslunefndarinnar og með styrk frá henni. Bdnaðarfélagið veitti styrk til þess í eitt skifti, 200 kr. til áhalda- kaupa. Utanjararstyrkur var veittur þessi: Til búnaðarháskólanáms Gunnari S. Hallssyni, Lúðvíki fónssyni og Niljóni fóhannssyni 200 kr. hverj- um, til garðyrkjuháskólanáms Ragn- ari Asgeirssyni og Sigmari Guttorms- syni 200 kr. hvqrum, og til verk- legs búnaðarnáms 1 ár í Noregi Arna Guðmundssyni, Einari fósefs- syni og Magnúsi Kristjánssyni 100 kr. hverjum. Af vöxtum gjafasjóðs C. Liebe* voru ennfremur veittir þessir utanfararstyrkir: Guðrúnu fóhannes- dóttur til hússtjórnarnáms í Noregi 200 kr., Edvald Bóassyni til búnað- arnáms í Noregi 200 kr., og Lofti Rögnvaldssyni til verklegs búnaðar- náms i Danmörku, 100 kr. Valtý Stefánssyni búfræðiskandídat var heitið 600 kr. styrk á ári í 3 ár til bóklegs og verklegs náms erlendis í því er lýtur að vatns- veitingum og öðrum mannvirkjum til jarðræktar. En þann styrk var fyrst byrjað að greiða á þessu ári. Erl. simfregnir (frá fréttaritara ísaf. og Morgunbl.). Kaupmannahöfn 19. maí. 1 *I»jóðverjar geragrimmi- leg áblaup á vesturvig- stöðvunum. * Italir og Austurrikis- menn berjast nú aí hinum mesta ákafa. Austurríkismenn hafaflog- ið tilFeneyja ogkastað þar niður sprengikúlum en gert lítið tjón. Tveir plægingamenn óskast. Upplýsingar_ hjá Ísíenzk frímerki Allskonar brúkuð íslenzk frímerki keypt háu verði. Menn út um land, sem vilja selja frímerki, eru beðnir að senda þau i ábyrgðarbréfum. Borgun send um hæl. Áreiðanleg viðskifti. Tilboð send ef óskað er, þegar um mikið er að ræða. Frímerkin verða að vera hrein og ógölluð. Pétri Eiríkssyni, Litla búðin, Þingholtsstræti 1. Gróðrarstöð (Sími 72). Fram skilvindao skilur 130 flitra á kl.stund og !kostar að eins 63 krónur. Á seinustu árum hefir enginn skilvinda rutt sér jafnmikið til rúms vegna þess hve mæta v,tl hún reynist, og hve mjög hún stendur öðrum tegundum Fremri. AUSTRI er eina blað landsins sem alment er lesið á öllu Austurlandi, því ættu kaupmenn og heildsalar og aðrir, er vilja hafa viðskiftasambönd við sem flesta landsmenn, og kynna og selja vörur sínar sem viðast, að * auglýsa í Austra. Reynsla þeirra heildsölu kaupmanna, sem sezt hafa að á Austurlandi, sannar að þar er hægt að selja mikið og græða mikið. Sendið auglýsingar til blaðsins eða snúið yður til hr. Vig- fúsar Einarssonar bæjarfógetafulltrúa í Reykjavik og semjið við hann. Ekkert blað býður betri auglýsingakjör en Austri. Hún er mjög sterk, einföld, fljót- leg að hreinsa, skilur vel og er ódýr. Bændur! Kaupið því Fram-skil- vinduna, hún er ekki að eins öðrum fremri, heldur þeirra Fremst Nægar birgðir ásamt varapörtum fyrirliggjandi hjá Kr. Ó. Skagfjörð, Patreksfirði. Auglýsing. Duglegur meistari í járnsmíði óskar tveggja drengja til náms við iðnina, 16—17 ára gamla,- heilsugóða og lipra. Góð kjör í boði. Lysthafendur snúi sér til oia oisen, Vaag, Sude||j, Færeyjum. V Diplomierte junge Reichsdeutsche, die 6 Jahre an einer Schule tatig gerwesen. ist, der russischen Sprache vollkommen machtig, schwedisch verstehend, musikalisch, sucht Anstel- lung als Lehrerin oder Gesell- schafterin. Zeugnisse stehen zur Verfúgung. Adr.: Selma Oest, St. Johannesgatan 6, Uppsala, Schweden. Líkkistnr frá einföldustu til fullkomnustu gerðar Líkklæði, Líkvagn og alt sem ,að greftrun lýtur, fæsi ávalt hjá Eyv. Árnasyni. Verksmiðjan Laufásvegi 2. Sildleverance. Fra dampere eller kuttere kan fersksilden overtages paa Island under indstnndende sildfiske. Svar med billigste Prisforlangende merket: »Sildleverance 1916« modtager Nor- diska Annonsbyrán, Göteborg Sverige. iOrgel-Harm., Piano, Flygel útvega eg að eins frá alþektum og vönduðum verksmiðjum. Verðið eins og áður afarlágt og borgunarskilmálar góðir. — Gömul hljóðfæri kaupi eg háu verði í skiftum fyrir ný hljóðfæri. — Tónstillingar og viðgerðir á hljóðfærum hvergi eins ábyggiiegar og ódýrar. Sendið hljóðfærin sem fyrst, svo að vissa sé fyrir að þau verði send til baka meðan samgöngur eru sem greiðastar að sumrinu. Reykjavik, Frakkastíg 25, 18. maí 1916. ísólfur Fálsson. Þeir, sem vilja fá sér mölunarkvarnir fyrir fiskúrgang, b e i n eða korn, eða aðrar þær vélar og vörur sem eg útvega frá Ameríku, en hefi ekki á »lager« hér, ættu að senda mér pantanir sínar ásamt borgun (minst ca. j/í verðs), fyrir þ. 30. júní n. k. Stefán B. Jónsson Reykjavík. Hólf 315 Sími 521 Cigarettur. Það er ómaksins vert að bera saman tóbaksgæðin, í sambandi við verðið á innlendu og útlendu cigarettunum, það atriði fer ekki fram hjá neinum þeim, sem þekkingu hefir á tóbaki ofj gæðum þess. Gullfoss-cigapettan erf búin til úr sama tóbaki og »Tree Castle«, sem flestir reykjendur hér kjnnast við, en verðið er alt að 20°/0 lægra. Sama er að segja um.hinar tegundirnar: Isl. Flagg, Fjóla og Nanna að þær eru um og yfir 20% ódýrari en útlendar sambæriiegar tegundir. Þetta ættu cigarettuneytendur vel að athuga, og borga ekki tvo pen- inga fyrir einn, heldur nota einungis ofantaldar tegundir. ^ Þær fást í Leví’s tóbaksverzlunum og^víðar. 1~og 2. kennarastaða við barnaskóla Ólafsvíkur er laus. Umsóknarfrestur til 13. júlí 1916. Kenslutími frá 1. |okt. til 13. apríl. Launfeftir fræðslulögunum. Þeir sem óska að fá 2. kennarastöðuna, að veittri i.‘kennarastöðu, geti þess f umsókn sinni, sem sendist til skólanefndar Ólafsvíkur. Guðm. Einarsson, p. t. form. skólan. Sfafsefningarorð-bók Björns Jónssonar er viðurkend langbezta leiðbeiningarbók um fsl. stafsetning. Fæst hjá öllum bóksölum og kostar að eins 1 krónu.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.