Ísafold - 27.05.1916, Blaðsíða 4

Ísafold - 27.05.1916, Blaðsíða 4
4 IS AfOLD tygðarlagi. Þeir lifa lengsfc < minn- ingunni, er mestum kœrleik hafa miðl- að öðrum. Ein af qrannkonum hinnar látnu. Kr. Ó. Skagfjörð fór til Færeyja með s.s. Islandi og bjóst við að verða þar um hálfs mánaðar tíma. Frú Christensen frá Einarsnesi fór utan með íslandi síðastl. fimtudag al- farin. Gnllfoss fór í gærmorgun til Vest- fjarða með mikinn fjölda farþega. M. a. Baldur Sveinsson skólastjóri, Nisbet trúboöi, Einar Vigfússon kaupm. ísland fór í fyrradag til Vestmanna- eyja og útlanda. Jörð er nú fa,rin að grænka tölu- vert hór um slóðir. Kvöldskemtnn verður haldin í Báru- búð ‘á morgun til ágóða fyrir fátæka berklaveika atúlku á Vífilstaðahælinu. Skemta þar Magnús Helgason skóla- stjóri, Þórarinn og Eggert Guðmunds- synir, frúrnar Stefanía Guðmundsdóttir, Herdís Matthíasdóttir og Elín Laxdai. Vatnsgeyminn kvað nú eiga að fara að byggja í vor. Má það ekki seinna vera, því að síðan fiskþvottur byrjaði hór fyrir alvöru í vetur má heita að alveg hafi verið vatnslaust á daginn í öllum húsum er standa á SkólavÖrðu- hæðinni. Eggert Stefánsson hólt söugskemt- un í gærkvöldi í Bárubúð og var troð- fult húsið. Söngurinn tókst pr/ðisvel, einkum þó Gígjan eftir Sigfús Einars- son og Afram eftir Arna Thorsteinsson við hið ágæta kvæði H. Hafsteins. — Frú Asta Einarson lók á píanó undir söngnum af frábærri smekkvísi eins og henni er lagið, og er ætíð unun að heyra leik hennar. — Söngskemtunin verður endurtekin í kvóld. Flora fer til Noregs á hádegi í dag. Með skipinu taka sór fari m. a. konsúi Klingenberg, Forberg landssímastjóri, Frederiksen kaupm., frú Laura Finsen, frú Lier og Leif Lier. »Enginn getnr gizkað á« verður leikið síðasta sinni annað kvöld. Dr. Alex. Jóhanneason er settur þýzkur ræðismaður hór < bæ í fjarveru Ditlevs Thomsens. Messað á morgun í Frlkirkjunni í Rvík kl. 5 síðd. (síra Ól. Ól.). í dómkirkjunni kl. 12 (síra Jóh. Þorkels— son). Engin síðdegismessa. E.s. Kristján IX. kvað Ásgeir Pót- ursson hafa selt til Noregs um þessar mundir, og ákveðið að skipið haldi til Kristjaníu héðan beina leið. t Rannveig Signrðardóttir móðir síra Magnúsar Bjarnarsonar á Prests- bakka lózt nylega að heimili sonar síns. ErL simfregnir (frá fréttaritara ísaf. og Morgunbl.). Kaupmannahöfn 25. maí. Bfllow greifi er farinn áleiöis til New York í stj'órnmálaerindum. Það er álitið að tðr hans til Vesturheims standi í sain bandi við ummæli Wil- sons forseta um að nú sé kominn tími til þess að reyna að koma á friði. Alþingisffðindi og Landsreikningar. Forsetar Aíþingis hafa ákveðið, að selja fyrst um sinn bóka- sðinum og lestrarfélögum hér á landi Alþingistiðindi 1845-1905 fyrir 50 krónur, auk burðargjalds. Einstaka árganga Alþingis- tiðindanna frá sama tímabili hafa forsetar ákveðið að selja bókasöfnum og lestrarfólögum á 1 kr. 50 aura, auk burðargjalds. Ennfremur hafa forsetar ákveðið, að selja bókasöfnum og lestrarfó- lögum fyrst um sinn Landsreikningana 1884-1913 fyrir 10 k r ó n u r, auk burðargjalds. Þetta verð, á Alþingistiðindum og Landsreikningum nær að eins til bókasafna og lestrarfélaga hér á landi. Skrifstofustjóri Alþingis veitir pöntunum móttöku og annast afgreiðslu til hlutaðeigenda, þó þvi aðeins, að borgun fylgi pöntunum og trygging sé fyrir burðargjaldi af hálfu kaupanda. Kaupenduí ísafoldar hér i bænum, og eins þeir sem lengra eru í burtu, eru vinsamlega beðnir að tilkynna afgreiðslunni ef þeir hafa skift um bústað. Jarpur foli, 4—5 vetra, mark: heilrifað hægra og biti framan, járna- laus, i óskilum h]á lögreglunni. Frnkkar hafa náð aftur mestum hluta Douaumont- þorpsins, en beðið ógur- legt manntjón. Fram Veðurskýrsla. Þriðjudaginn 23. maí. Vm. logn, hiti 7.2 Rv. logn, hiti 8.2 ísafj. a. kul, hiti 5.7 Ak. n.v. kul, hiti 8.0 Gr. a. kaldi, hiti 3.0 Sf. a. kaldi, regn, hiti 4.8 Þórsþ., F. s.s.a. kul, hiti 8.0 Miðvikudaginn 24. maí. Vm. a. kul, hiti 7.3 Rv. a.s.a. andvari, hiti 9.0 íf. logn, hiti 8.0 Ak. logn, hiti 8.6 Gr. Sf. logn, hiti 4.6 Þh. F. logn, hiti 8.0 Fimtudaginn 25. maí. Vm. a. kul, hiti 7.9 Rv. a. kul, hiti 8.2 íf. logn, hiti 10.5 Ak, logn, hiti 8.0 Gr. Sf. logn, hiti 3.6 Þh. F. logn, hiti 8.5 Föstudaginn 25. maí. Vm. a. stcrmur, hiti 7,0 Rv. a. kaldi, hiti 7,8 íf. logn, hiti 7,2 Ák. logn, hiti 8,2 Gr. Sf. logn, hiti 3,4 Þh. F. a. st. gola, hiti 8,8 skilvindan skilur 130 litra á kl.stund og kostar að eins 65 krónur. A seinustu árum hefir enginn skilvinda rutt sér jafnmikið til rúms vegna þess hve mæta vel hún reynist, og hve mjög hún stendur öðrum tegundum Fremri. Hún er mjög sterk, einföld, fljót- leg að hreinsa, skilur vel og er ódýr. Bændur! Kaupið því Fram-skil- vinduna, húu er ekki að eins öðrum fremri, heldur þeirra Fremst Nægar birgðir ásamt varapörtum fyrirliggjandi hjá Kr. Ó. Skagfjörð, Patreksfirði. Hagaganga Eins og að undanförnu eru teknir hestar, sauöfó ognautgripir til hagagöngu í Geldinganes. Gjald fyrir hross og nautgripi eru 10 aurar um sólarhringinn, fyrir kindur 50 aurar yfir vorið. Menn snúi sér til herra verzlunar- manns Jóns Lúðvígssonar, Laugav. 45 (verzlun Jóns frá Hjalla) eða Lindargötu 1 D, er annast um inn- heimtu á gjöldum fyrir hagagöngu. Sömuleiðis tekur hann á móti og innheimtir gjöld fyrir skip er leggj- ast upp á Eyðsgranda. Reykjavik í mai 1916. Aðlaug Stephensen. Sig. Oddssen Gufunesi. Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja Xsafoldar í afgreiðsluna, þegar þeir eru á ferð i bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja mjólk til bæjarins daglega. Afgreiðskn opin á hverjum virkum degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 á kvöldin. Kvennaskólinn í Reykjavík. Stúlkur þær, er ætla að sækja um inntöku í Kvennaskólann næsta vetur, geri svo vel að senda skriflegar umsóknir sínar sem fyrst til undir- ritaðrar forstöðukonu skólans og taka jafnframt fram, hverrar undirbún- ingskenslu þær hafi notið. Nauðsynleg vottorð frá umsækjanda fylgi. Umsóknarfresturinn er til 1. ágúst; verður þá öllum umsóknum svarað með póstum í ágústmánuði. Skólinn byrjar 2. okt. n. k. Æskilegast að allir nemendur séu þá mættir. Inntökupróf fyrir nýjar námsmeyjar fer fram 3.—4. okt. og' verða nú gerðar sömu kröfur til inntökuprófs í skólann, sem til 2. bekkjar áður — með því að vera má að 1. bekkur verði enginn á komanda vetii vegna f]árskorts skólans. Prófkröfurnar verða því nú þessar: 1. Islenzka. Nemendur verða að geta lesið skýrt og áheyrilega kafla i óbundnu máli, og skýrt frá efni hins lesna; sömuleiðis þekkja helztu almennar málfræðislegar hugmyndir og kunna helztu atriði í íslenzkri beygingarfræði. 2. Danska. Nemandinn verður að hafa lesið í dönsku það sem svarar kennslubók lóns Ofeigssonar eða kennslubók þeirra Bjaina Jóns- sonar og Þorl. H. Bjarnason. 3. Reikningur. Að hafa nunnið það, sem samsvarar III. hefti reikn- ingsbókar S. Á. Gíslasonar. 4. Saga. Að hafa numið stutt ágrip af sögu Islands. . 5. Landafræði. Að hafa numið landafræði þá, sem notuð er i barna- skólum og kunna aÖ nota uppdrætti landa. 6. Skrift. Nemandinn verður að skrifa læsilega snarhönd. Hver nemandi borgi 15 kr. skólagjald í byrjun skólaársins. Gjaldið fyrir heimavist í skólanum verður á komanda vetri 40 kr. á mánuði. Stúlkur þær er hafa í hyggju að sækja um heimavist ættp að gera það sem fyrst, en ráðning í heimavist verður að vera þeim fast- mælum bundin, að ekkert ónýti hana, nema veikindi umsækjenda. Hússtjórnardeild skólans byrjar einnig 1. október. Námsskeiðin verða tvö eins og að undanförnu; hið fyrra frá 1. okt. til 1. marz, hið síðara frá 1. marz til 1. júlí n. á. Gjaldið verður næsta vetur 35 kr. á: mánuði. Kvennaskólinn í Reykjavík 26. maí 1916. Ingibjörg H. Bjarnason, hittist venjulega kl. i2a/2—i1/^. Klæðaverksmiðjan MÁlafoss“ hefir nú sannfært viðskiftamenn sína um hver hagnaður er fyrir þá, að láta hana vinna úr ull þeirra, enda hefir vinnan stöðugt aukist, sem von er, þar sem verksmiðjan, þrátt tyrir dýrtíðina og þar af leiðandi hækkun á öllu, hefir bætt við sig útlendum sérfræðing (spunameistara) og hækkar þó ekki . eDf'.V£’~’,Ví- - .iaaiaíA‘' asaMmr vinnulaunin, en tekur sömu lágu vinnulaunin sem áður, sem ■ ^Wrji'T^aag.'* ’ ■m.Tri- eru mikið lægri en annaistaðar hérfá landi, t. d. eru ‘kemb- ingalaun 10% lægri en annarstaðar, og [önnur vinna eftir þvu Nýtt er/;það hér á landi, að geta fengið spunnið hæði þráð og band, en þetta gerir verksmiðjan »Álaíoss< nú og framvegis fyrir þá, er þess óska. Bogi A. J. Þórðarson. /. og 2. kmnarasfaða við barnaskóla Olafsvíkur er laus. Umsóknarfrestur til 15. júlí 1916. Kenslutími frá 1. okt. til 15. apríl. Laun eftir fræðslulögunum. Þeir sem óska að fá 2. kennarastöðuna, að veittri 1. kennarastöðu, geti þess I umsókn sinni, sem sendist til skólanefndar Ólafsvikur. Guðm. Kinarsson, p. t. form. skólan. Isafofcf er bíaða bezí!

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.