Ísafold - 07.06.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.06.1916, Blaðsíða 2
2 IS A F O L D Asg. 6. Gunnlaugsson & Go. Austurstræti 1, Reykjavík, selja: Vefnaðarvörur — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innritatnaði. Regnkápur — Sjóíöt — Ferðaföt. Prjónavörur. Netjagarn — Línur — Öngla — Manilla. Smurningsoliu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan af landi svarað um hæl. i TJmi Eiríhsson |j TJusfurstræfi 6 □ *27o)naéar- ófrjona- og Saumavcrur □ □ □ hvergi ódýrari né betri. þvoíía- og cTCrcinlœtisvorur beztar og ódýrastar. SJEciRföncj og c^œRifcerisgjafir hentugt og fjölbreytt. □BSZSESSSZSanBSBKSSSBa og Baastrup sævátrygg- ingarforstjórí, eru dauðir. Púðurmylla í Frederiks- værk sprakk i loft upp. Erí. simfregnir tií ísafofdar. Khöfn. 6. júní 1916. Beitiskipið Hampshire, með Lord Kitchener um- borð, sokkið. — Engum bjargað. Islenzknr nútíðar-skáldskapnr. Höfuðskáld fjárlaganna. Eftir Arna Jakohsson. ----- Frh. Sönqva borqa. Þessi saga er styst og Iíkiega best. Hún er af konu, sem höf. sýnir í >millibilsástandi«, milli brjálaðrar og alheilbrigðrar manneskju. Þó verð- ur lýsingin nær hinu fyrnefnda, í meðferð höfundarins. Bendir þar margt til: Afkárabúningur, sundur- laust samtal við fólkið, og svo söng- urinn. Hann er svo mikill, að óvit- skert kona hefði eigi sungið svo. Ekki nærri því. En þó ern mistökin ekki veruleg fyr en síðast í söngnum, er hún sér loks Kristínu Gottskálksdóttir. Þá voru mestar líkur fyrir, að hún tap- aði sér fyrir fult og alt. En í stað þess lætur höf. hana þá ranka við sér og skilja loks líf sitt og tilveru, þegar Kristín talar við hana. Persóna þessi er því vafasöm, eins og höf. gengur frá henni. Þó er niðurlagið fallegt samtal þeirra Kristínar og Borgu. F'yrir nokkrum árum kom út saga eftir Einar Hjörleifsson, sem heitir »Vitlausa Gunna*. Skil ekki i öðru, en að efni og meðferð þeirrar sögn hafi fest svo rætur í vitund þeirra, er lásu, að þær hyrfu eigi á næsta augnabliki. Þegar eg las niðurlag »Söngva Borgu«, datt mér þessi saga E. Hj. í hug. Æfi Boígu minnir á Gunnu, þó söguefnið sé annað. Og hljóm- öldurnar i samtali þeirra Kristínar og Borgu hafa líkan hreim, og þeir strengir hafa, sem sálarlif búsfreyj- unnar á Hóli og Vitlausu Gunnu eru skapað af í sambandi við norn- ina Guddu. Eg skal ekki dæma, hversn höf- undar mega ganga langl í eftirlik- ingum. Má vera að því leyti sé hér ekkert athugavert. En samt minkar hið áhrifaríka gildi sögunnar við þá niðurstöðu, að hugsjóna andblærinn sé úr öðrum stað. Skáldskaparlegt gildi þesSarar bók- ar er vort hægt að telja mikils virði. Þar eru öll einkenni J. Tr.: lýsinga- vaðall, smekkleysur í frásögu, ósam- ræmi frásagna og skortur á sálarleg- um skilningi til að skapa sálir per- sónanna og færa sálarlíf þeirra með nokkurri nákvæmni inn í viðburða- rás sagnanna. Þegar fyrsta saga J. Tr. kom út, sagði einn ritdómarinn: »Höf. Höllu hefir skáldaugu — en vantar skáld- eyra, skáldtungu og skáldhendur — og skáldhjartað er alt of þröngt«. Þessi siðasta bók J. Tr. er vottur þess, að ekki er nein breyting frá þessu, nema ef vera skildi það, að skáldhjartað væri hætt að slá. — [á! Nú mun mér bent á niðurlag »Söngva Borgu«. fá, þar cr skáldhjarta, en ef þar eru bergmál af aðalslögum annars höf., þá minkar það sönnunar- gildi fyrir náttúrlegu skáldhjarta J. Tr. Þegar svo grátlegt framfaraleysi á sér stað sem hér er um að ræða og það hjá höfundi sem færist það í fang að rita skáldsögur i tilefni sögu- legra atriða úr liðnum tíma, þá er kominn tími til, að þjóð og þing segi við hann: Hinqað oq ekki lenqra. I Þriðja bókin er eftir, sem sizt má falla i gleymskunnar djúp. Það er þjóðsaga í leik, sem J. Tr. nefnir: Dðttir Faraís. Ekkert orð hefi eg séð á prenti, sem ritdóma, um þessa bók. Hvers vegna hafa nú ritdómar- arnir þagað? Eru þeir svo snortnir af kostum og fegurð skáldsnildarinnar, að þeir megi ekki mæla ? Eða er það hitt, að þá hafi þeir loks fengið nóg af þvi sem frá J. Tr. kemur, og þeir hafi þarna séð ávöxtinn af lofi sínu um verk hans, og sá ávöxtur sé þessi bók, sem óefað er það mesta afskræmi, sem út hefir komið eftir íslenzkan höf- und nútimans. En þögnin er viðsjál. Til geta verið menn, sem lesa bækur, en glöggva sig ekki á hvað skáldskapur er og h^ð ekki, og verði það á að telja þetta góða og gilda vöru, og þar eð enginn tekur til máls, þá hljóti svo að vera, þar eð sá ritar, sem hlotið hefir hæst laun meðal ísl. skálda, en af þessu getnr bók- mentasmekk þjóðarinnar verið háski búinn. Þögnin er líka viðsjál vegna höf- undarins. Hún getur verið hlífð við hann, eða ábreiða yfir axarsköft hans, en það er óþolandi fyrir bók- mentir vorar. Eg skal ekki draga dul á álit mitt um þessa bók. Hún er ljós vottur þess, hvernig bókritunartilhneigingin getur orðið að sjúkdómi. Ennig ljós vottur þess, að J. Tr. hyggur sig geta boðið þjóðinni alt. Þetta er ein mynd þjóðsögunnar gömlu, um það, hvað varð af E- gyftalandsmönnum, eftir drnknun þeirra í hafinu rauða forðum. Þjóð- sögumyndin dansk-færeysk. Og meðgöngutími þessa gullvæga af- kvæmis höfundarins er orðinn 20 ár! Að skapa lífandi persónur úi þessari selasögu á þann hátt sem J. Tr. gerir það hér, getur naum- ast náð nokkurri átt, ef skoða ætti þetta frá hlið skáldgildisins. Nokkrar málsgreinar eiga að flytja kenningar, margtaldar áður í skýr- ari og fegurri myndum. Leikritið alt gersneytt skáldlegum frumleik og fegurðarsmekk. Inngangurinn les- andi; annað ekki. Mikið má dr. Valtýr háskólakenn- ari hlakka til að fá næsta leikrit eftir J. Tr.l Allir kannast við það, að íslenzk skáld eru faiin að rita bækur sínar á danska tungu. Mörgum er þetta hrygðarefni vegna ísl. bókmenta. En til þessa liggja margar orsakir og margar afsakanir til fyrir þá, er þetta gera, og nú eftir lestur þess- ara nýjustu verka J. Tr., hefi eg fundið eina nýja ástæðu. Eg skyldi ekki lá hinum ungu höf., sem finna skáldköllun sína, þó þeir hugsuðu á þessa leið: Fyrir þá þjóð, sem lofar og lannar slík verk sem J. Tr. eru, — fyrir þá kynslóð er mér ekki samboðið að yrkja, þó eg fái það eitt í sárabætur, að vera af hinni sömu kynslóð talinn sýna ræktarleysi við móðurmál mitt og ísl. bók- mentir. Að taka til lesturs leikrit þeirra Jóh. Sigurjónssonar, Guðm. Kambans, — einnig Einars Hjörleifssonar, — eftir lestur þessa nýja leikrits J. Trv eru álíka mikil viðbrigði og það eru, að koma úr pestnæmu sjúkra- lofti út í hreint vorloft, þrungið ný- græðingsilmi. --------------------- ■ ■■ Dómurinn og J. H. Það er þó sýnu lægra risið á prófessomum i Isafold síðasta laugardag en í grein hans í 38. tölubl., þegar æðið kom á hann út af hæstaréttardómnum í máli síra Arboe Rasmussens. Að vísu má líkt um báðar greinar hans segja að því leyti, að öll lang- lokan er í rauninni sama tuggan upp aftur og aftur — efnið mátti setja fram i örfáum línum —, og eins að hinu, að skilvíslega rekur þar hver vitleysan aðra hjá hon- um á báðum stöðum. En þó er eins 0g dálítið sé farið að »renna af honum«, svo að ekki þarf að vera með öllu vonlaust um aftur- bata. Af þessum sökum get eg verið stuttorður, því að eg hefi ekkí mikla lyst tii þess að reka aftur sömu lokleysurnar æ ofan í æ. Þess hefði nú mátt vænta, að próf. J. H. væri þess vitandi, hver var — að allra dómi — »kjarni« máls síra A. R., sem sé sá: Iívort kenningar A. R. brytu bág við lærdóma hinnar ev. lúthersku þjóðkirkju, hvort hann gæti þeirra vegna verið áfram prestur í þjóð- kirkjunni, bæði að lögum og eins samkvæmt eðli málsins, og hvort hann hann hefði eigi þegar rofið prestaheit sitt. Hversu oft sem prófessorinn neitar því (að lik- indum gegn betri vitund), að þetta, og þetta eitt, hafi verið hjarni málsins, þá fer hann með ósatt mál. En fram hjá þessu — þessum kjarna málsins —.gengur hæsti- réttur algerlega, og segir það sjálfur berum orðum (sbr. dóminn). Hann kemur sér hjá að útkljá þetta atriði, og er enginn vafi á því, að það er með vilja gert, enda mun hinum háu dómurum sjálfum vera það ljósast allra manna. En að dómstóllinn sá sér þetta kleift, og sjálfsagt talið þetta heppilegustu úrslitin eftir atvikum, eins og ástatt er nú í Danmörku, það skiftir oss engu. Vér verðum að taka dóminn eins og hann er. Hæstiréttur hefir, eins og öll- um er augljóst, fundið aðra ástæðu til þess að byggja dóm sinn á, um leið og dómstóllinn telur sig eiga í þessu dómsmáli einungis að úrskurða um það (»det nærværende Sag alene drejer sig om«), hvort síra A. R. verði refsað. Og þessi ástæða dómsins, sem að sjálfsögðu er fyllilega lögmæt, þótt hún þyki nokkuð »uppgrafin« í þessu sam- bandi (hvorki sækjandi né verj- andi hafasýnilega búist við henni), hún áhrærir ekki málefnið, held- ur manninn, hún er ekki hlutlæg (»objektiv«), heldur persónuleg (»subjektiv«). Þótt óskaplegt sé af manni, sem á að heita pró- fessor við háskóla, þá virðist J. H. ekki skilja þetta, né vilja við það kað kannast, er honum er bent á það. Þegar maður er kærður til »refsingar«, þá er bæði rétt og skylt að líta á, ekki að eins verknaðinn, heldur líka hug- arfar þess, er verknaðinn framdi, eða hugmynd þá, sem hann gat um athafnir sínar haft1). Og hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu, að þessi maður hefði að þessu sinni haft nokkura ástæðu til að ætla sig vera að flytja heimilar kenningar (»í grundvall- aðri góðri trú«), og sýknar hann því í fessu máli (eða vill ekki x) Heldur próf. J- 2. t. d., ef maður er, kærður, segjum fyrir manndráp, en dómstóllinn kæmist að þeirri qiðurstöðu, að hann hefði framið verkið í dáleiðslu eða ein- hverju því sálarástandi, er eigi teld- istað hann gæti borið refsiábyrgð á, 0g sfjknaði hann af þeim sökum, — að meðþeira dómisé þá úrskurð- að, að manndráp sé ekki saknœmt f Það væri rétt hugsana-afleiðing af skýringu hans á; »merkingu« hæstaréttardómsins. í þessu dæmi væri sýknunin líka bygð eingöngu á »subjektivum« ástæðum. »refsa« honum). Þetta ætti að vera skiljanlegt, enda verður ekki séð, að á þessu leiki mikill vafi meðal skynbærra manna í Dan- mörku, af blöðum þeim að dæma, sem hingað hafa borist. Sumir merkir menn þar hafa og meira að segja opinberlega haldið því fram, síðan dómurinn var upp kveðinn, að eftir málavöxtum geti síra A. R. nú ekki lengur verið í »góðri trú« um kenningar sínar, og mundi því trúlegast verða dæmdur, ef kærður yrði á nýjan leik. Og án þess að fara út í að rekja ummæli danskra blaða, skal eg að eins tilgreina, að sjálft núverandi átrúnaðargoð og aðal- heimildarrit próf. J. H.r blaðið »Politiken«, segir réttilega í »leið- urum« 8ínum þ. 10. f. m.: ». . . Greinir dómurinn ekkert um það, hver sé merking orðannar evangelisk-lúterskur, né heldur um það, að hve miklu leyti skoðanir- Arboe Rasmussens falli inn undir eða fyrir utan þetta hugtak«. Sömuleiðis: y>Dómstóllinn kemur sér (9: hefir komið sér) hjá því að fjalla um hið hlutlœga (objektive) þrœtuefni, að hve miklu leyti slra A. R. stendur á grundvelli þjóðkirkjunn- ar eða hefir brotið algert bág við lærdóma hennar«. Og enn: »Dómur réttanns (0: hœstarét.tar) er, þar sem ekki er útkljáð neitt um hið hlutlœga (objektive) þrœtu- efni, algerlega bygður á því per- sónulega (subjéktive) atriði einu saman: A. R. hefir verið i grund-. vallaðri góðri trú«. Það er rétt eins og prófessor- inn hafi »gleymt« að tilfæra þessi ummælin, eða ætli honum hafi fundist þau vera dálítið hjáleit sínum málsstað? Og þetta er þó blaðið (sem þannig mælir)r er guðfræðisprófessorinn hefir sýni- lega mesta stoðina af, því að það hefir líka sitt hlutverk að vinna,. sem engum í Danmörku er ókunnugt um: Sem sér að rlfa niður trú og kirkju!! Verðugt samneyti handa próf. J. H. Annars má nú taka það fram, að afstaða þess blaðs (»Politiken«), sem nú er stjórnarblað í Dan- mörku, er upp á síðkastið orðin harla merkileg: í staðinn fyrir að vinna að því, ekki sizt út úr þessu »máli«, að skilnaður ríkis og kirkju geti sem fyrst farið fram, eins og stefnuskrá stjórnar- innar mun í ráun réttri hafa ver- ið áður (og það er vitanlega eina bjargráðið út úr ógöngunum þar eins og hér), þá virðist blaðið nú,. og stjórnin, þar sem helztu menn- irnir eru taldir »guðleysingjar«,. vilja halda uppi karbættri þjóð-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.