Ísafold - 01.07.1916, Side 3
ISAFOLD
/. v5*. /.
Kappsund
um sundbikar Islands fer fram sunnu-
daginn 13. ágúst næstk. Þeir sem
keppa vilja sendi skriflega umsókn
til Olafs Gíslasonar verzlunarmanns
í Liverpool fyrir 5. ágúst.
Stjórn U. M. F. R.
getgátu, að þótt almenningur
hefði reynst tiltölulega fús til
framlaga til þess að koma félag-
inu á fót, gæti það að borið, að
menn yrðu tregari nú um stund
og teldu þessu félagi hafa verið
og vera fært að græða eins og
öðrum, þegar segja má, að í lófa sé
það lagið öllum gufuskipafélögum.
Ætli þetta sé úr lausu lofti grip-
ið? — Við þessu, þ. e. effélagið
þyrfti fjár, sem ekki fengist með
hlutasöfnun, hafa menn jafnvel
viljað slá þann varnagla, að lands-
sjóður (þingið) yrði þá að hlaupa
undir bagga, því aö félagið væri
einskonar »þjóðstofnun«. En bæði
er nú það, að þótt félág þetta sé
í alla staði þjóðlegt og »þjóðþrifa-
fyrirtæki®, þá er það þó ekki
þjóðfélagseign. Það er að því
leyti óhjákvæmilega með sama
marki brent og önnur hlutafélög,
að það á og verður að bera og
efla sig sjálft, nema óumflýjanleg
neyð hindri. Og hins vegar^ber
ekki að gera ráð fyrir alt of
miklu örlæti í þessum efnum hjá
þinginu, fram yflr það, sem nú
er félaginu í té látið (næsta fjár-
hagstímabil er nú heldur ekki
fyr en 1918 og 1919).
Það er eins og sumum hætti
til að skoða þetta félag sem eins
konar líknarstofnun handa ósjálf-
bjarga aumingjum, en svo ber
ekki að líta á. Það er stofnað
með aðstoð einstaklinga og þjóð-
arheildar til þess að verða hjálp-
arhella frjálsra og framgjarnra
mannn, til viðskiftasjálfstæðis og
velmegunar. En því að eins get-
ur það rækt þessa köllun sína,
að það sé og verði fært í allan sjó.
Á þessum tímum er hlutverk
Eimskipafélags Islands áreið-
anlega fyrst og fremst að halda
uppi sem greiðustum samgöngum
til landsins og frá því. Því að
það er oss mest áríðandi.
Og nú hefir verið um hríð og
á að vera enn tækifæri til þess
að styrkja stofninn og auka vöxtinn
— þrátt fyrir aðra óáran tímans
— með því að láta félagið ekki
að eins halda, við, heldur grœða
og græða mikið, án þess það
komi tilfnnanlega niður á nokkr-
um manni.
Eins og það er vonandi, að
slík ósköp, sem nú geysa úti í
heiminum, dynji aldrei aftur á,
eins er það víst, að það tækifæri,
sem af þessum sökum hefir gefist
hlutlausum þjóðum til þess að
afla sér fjár í ríkum mæli, kem-
ur aldrei aftur.
En andstreymið kemur á bll-
um tímum. Og þá ekki sizt að
afstöðnum þjóða-ófriði eða því
um líku heimsböli. Er því sá
einn kostur góður, að vera undir
það húinn. Fyrir það fær enginn
ámæli sinna eftirkomenda.
Læt eg svo útrætt um þetta
mál, nema sérstakt tilefni verði
Samkomulagið viðBreta
Einhverjum misskilningx hefir ból-
að á hér í bæ um samkomulagið,
sem * gert hefir verið við Breta um
sölu íslenzkra afurða. Um það mál
er grein í blaðinu Vísi í gær, sem
Isafold leyfir sér að taka upp. Grein-
in er svolátandi:
Þess hefir orðið vart, að margir
leggja rangan skilning í samkomu-
lag það, um viðskifti vor við Breta,
sem skýrt hefir verið frá i blöðun-
um og alkunnugt var orðið að í
aðsígi var.
Landstjórnin hefir ekki gert bind-
andi samning um neitt annað en
að skylda skip, sem héðan fara með
farm til útlanda, til að koma við í
brezkri höfn i leiðinni til ákvörð-
unarstaðar síns. — Gegn þessari
skuldbindingu lofar brezka stjófnin að
hindra ekki vöruflutning til annara
landa en þeirra er liggja að Norð-
ursjó og Eystfasalti, og lofar einnig
að hindra ekki flutning á þeim af-
urðum landsins til Danmerkur, sem
notaðar verða þar í landi.
Það er ekki á neinn hátt samþ.
af ísl. stjórninni, að Bretar hindri
vöruflutning til Norðurlanda. Og
því síður er þess heitið, fyrir lands-
manna hönd, að engar afurðir verði
seldar tii þessara landa, eða Bretum
gefinn forkaupsréttur á nokkrum af-
urðum landsins. Mönnum er því
eftir sem áður frjálst að selja vör-
urnar hverjum sem hafa vill, en eftir
sem áður eiga kanpandi og seljandi
það á hættu, að þær vörur, sem seld-
ar eru og flytjast eiga til Norður-
landa og Hollands verði stöðvaðar í
Bretlandi.
Þvf fer því mjög fjarri að lands-
menn, eins og menn virðast halda,
séu nokkru v e r settir vegna þessa
samkomulags. — Að Bretar stöðv-
uðu flutningana að og frá landinu,
áttu menn og eiga að þessu leyti
enn á hættu. En öllum er frjálst að
selja afurðir sínar á opnum markaði.
En ef Bretar banna flutning á
afurðum vorum til þessara landa,
sem um er að ræða, þá eru fram-
leiðendur að þvf leyti betur settir
hér eftir, að brezka stjórnin hefir
skuldbundið sig til að kaupa þær
vörur, sem þess vegna yiði ekki
unt að fá markað fyrir annarsstaðar,
fyrir ákveðið verð. — En engan for-
kaupsrétt eiga þeir á þeim, hvorki
fyrir þetta ákveðna verð eða neitt
annað.
Enn hafa Bretar ekki bannað flutn-
ing á afurðum vorum til nokkurs
lands, og geta menn því þess vegna
selt þær hverjum sem hafa vill, fyrir
hvaða verð sem vera skal. En viss-
ast er að selja þær á höfn hér.
En auk þess hefir það unnist við
þetta samkomulag, að Bretar hafa
skuldbundið sig til að sjá um, að
vér getum fengið allar nauðsynjavör-
ur fluttar tíl landsins.
Það er því enginn efi á þvf, að
samningar þessir eru oss afar mikils
virði, og þeir eiga miklar þakkir
skyldar, sem komið hafa þessu í kring.
Skipafregn;
í s 1 a n d fór hóðan vestur og norð-
ur um land á leið til útlanda á mið-
vikudag, Mesti aragrúi farþega, svo
að hvert rúm var skipað. Margt
manna, aem verið heflr í kynnisför í
höfuðstaðnum, hvarf heim aftur, svo
sem Guðm. Thoroddsen læknir, Júlíus
Havsteen yfirdómslögmaður með frú
sinni, Sigr. Einarsson bæjarfógetafrú
frá Akureyri, Ivarl Nikulásson for-
stjóri frá Akureyri, frú Schiöth frá
Akureyri ásamt dóttur sinni.
Af Reykvíkingum tóku sór fari m.
a. frú Theódóra Thoroddsen (til Húsa-
víkur), jungfr. Ragna Stephensen, Skúli
Thcroddsen cand. jur. o. m. fl.
Til útlanda fóru m. a. Ólafur Þor-
steinsson læknir með frú sinnij Sigfús
Einarsson organisti, Jón Brynjólfsson
kaupm., Helgi Hjörvar kennari, frú
Guðmundsson o. fl. o. fl.
Ceres fór kringum land á fimtudag.
Meðal farþega héðan: Ingólfur Gíslá-
son Vopnfirðingalæknir og Sigbvatur
Grímsson Borgfirðiugur, fræðimaður
frá Höfða.
Skálholt fór Eieðan í gær áleiðis til
Leith.
Hólar eru væntanlegir hingað á
morgun eða svo með kolafarm til Sani-
einaðafólagsins.
Tjaldur fer frá Kauptnannahöfn 4.
þ. m. Með honum koma Einar Árn-
órsson ráðherra, Ól. Johnson konsúll
o. fl.
25 ára stúdentsafmæli hóldu ýms
ir stúdentanna frá 189-1 hátíðlegt nú
fyrir skömmu. í þéim hóp voru m.
a. Dr. Helgi Pjeturss, Magnús Ein-
arsson dýralæknir, Guðm. Sveinbjörns-
son skrifstofustjóri, Jens B. Waage
bankabókari, Karl Nikulásson forstjóri,
Magnús Þorsteinsson prestur, Björn
Björnsson prestur.
Hjúskapur: Ólafur Þorsteinsson
læknir og jungfr. Kristín Guðmunds-
dóttir (Einarssonar frá Hraunum). Ný-
giftu hjónin fóru með Islandi brúð-
kaupsferð til Norðurjanda.
Sigfús Einarsson tónskáld brá sór
utan með íslandi. Hygst hann að
dvelja sumarlangt víða um Norður-
lönd og kynna sór nýjustu framfarir
á sönglistar og söngstjórnarsviði. —
Pótur Lárusson gegnir organistastörf-
um hans á meðan.
Brezkir ferðamenn tveir komu
’ningað með íslandi. Annar, mr. Bell
er eigi nýr gestur hór, heldur gamall
laxveiðimaður við ýmsar ár hór. Hinn,
roskinn maður, Mac Kelvey að nafni,
fór á fimtudag austur i sveitir til að
skoða sig um. Fylgdarmaður hans er
Stefán Stefáusson.
Brezkn viðskiftasamningarnir.
Kaupmannaráðið hefir, eins og getið
var í skýrslu stjórnarráðsins í síðasta
blaði, opnað skrifstofu hór í bænum,
er veitir aila vitneskju um viðskifta-
samningana við Bretland. Skrifstofu-
stjóri er hr. C a r 1 P r o p p ó.
Betur að þessi skrifstofa kaupmanna-
stóttarinnar yrði fyrsti vísir sameigin-
legs samkomustaðar kaupmanna, sem af
gæti sprottið á sínum tíma: í s 1 e n z k
kauphöll.
Nú verður að lsera betur. Nú er
enginn sýslumaður á landinu sem heitir
Ari Jonsson. Nei — heldur Ari Arn-
a 1 d s. Nú er ekkert skáld lengur til
sem heitir Einar Hjörleifsson — heldúr
Einar K v a r a n. Nú er enginn kenn-
ari, sem heitir Helgi Salómonsson —
heldur Helgi Hjörvar og enginn
íþróttamaður sem heitir Magnús Tóm-
asson — heldur Magnús K j a r a n.
A því herrans ári 1916 urðu misl-
ingasótt og ættarnafnapest landlæg á
íslandi!
Synodus hefst á sunnudaginn kl.
12 á hádegi. Síra Árni próf. Björns-
son pródikar í dómkirkjunni. Engin
síðdegismessa.
Messað á morgun í Fríkirkjunni í
Hafnarfirði kl. 12 á hád. (sr. Ól. Ól.)
og' í Fríkirkjunni í Rvík kl. 5 síðd.
(sr. Ól. Ól.).
Svar frá Guðm. Hannessyni pró-
fessor til Indriða Einarssonar skrif-
stofustjóra kemur í næsta blaði.
Hallærisvörn.
Út af umræðum, sem orðið hafa
um hallærisvarnamálið nú fyrir
skömmu í bloðunum »Lögréttu« og
»ísafold«, langar mig til að koma
með svolitla ádrepu.
Eg lít svo á, að aðalorsakir til
hallæris og fénaðarvanhalda séu tvær:
1. Langvinn harðirdi, einkum
seinni part vetrar og fram eítir vori.
2. Of létt og óholt fóður, bæði
hey og vetrarbeit.
Úr þeim meinum, sem stafa af
þessu tvennu er lögum um fóður-
forðaeftirlit og fénaðarskoðanir og
lögum um korn og heyforðabúr
ætlað að bæta. En að þær ráðstaf-
anir séu ekki fullnægjandi, á það
virðist margt benda. Til þess munu
liggja margar orsakir, sem ekki er
rúm eða tími til að telja upp hér.
Eg læt mér nægja að benda á,
að í öll þessi lög virðist vanta
hagkvæm ákvæði til að draga úr
féuaðarvanhöldum, sem stafa af
óhollu fóðri og óhollri beit. Það
er þetta atriði, sem eg vil taka til
ofurlítillar íhugunar, ef ske kynni,
að það gæti komið að einhverju liði
til að bæta úr þessum að minu viti
allra alvarlegustu vandræðum sveita-
búskaparins.
Þegar hey eru létt og ódrjúg,
hrakin eða skemd á annan hátt, og
því óholl til fóðurs, mun það undan-
tekningarlítið stafa af því, að í þau
vantar ýms auðmelt efni og sölt.
Sama má segja um létta og að þvf
er virðist óholla haga.
Það er fyrir nokkru fundin mjög
handhæg, og í vanalegu árferði ódýr
ráð, til að bæta úr þessu, sem sé
saltgjöf, og það, að lá'ía lýsi i létta
eða skemda heyið, — þá verður það
að hollu og drjúgu fóðri — en gef-
ur lýsisvætta, góða heytuggu með
léttri og þar af leiðandi óhollri út-
beit. Með þvi er unt að nota út-
beitina miklu meira, og sjá allir hvað
mikil fóðurdrýgindi eru að þvi.
Eg tel óþarft að fara fleiri orðum
um kosti lýsisins sem fóðurbæds,
þeir munu kunnir viða um land, þvi
víða í sveitum er sagt, að það sé
notað, og allir hrósa því fyrir holl-
ustu og fóðurauka. Einnig hefir
nokkuð verið um það ritað, bæði i
búnaðarbiaðið »Fre.y«, Búnaðarritið
og víðar.
Sveitabændum — einkum í þeim
sveitum, þar sem engin veiðistöð er
— mun allerfitt að afla sér lýsis til
fóðurbætis, enda þótt lýsið sé ein
af afurðum sjávarútvegsins og flutt
út úr landinu í tugum ef ekki hundr-
uðum þúsunda tunna. En eftír því
sem eg best veit, er lýsi hvergi, eða
þá mjög óvíða, haft á boðstólum til
innanlandsþarfa.
Á þessu hygg eg að brýn þörf sé
að ráða bót, ef unt er. Og þörfin
er ennþá meiri af því hvað alt lýsi
er í afarháu verði, svo mjög er hætt
við að bændur séu nú afhuga að afla
sér þess, þó þeir hafi annars verið
farnir að nota það. En gæta verða
menn þess, að bústofninn hefir lika
hækkað í verði.
Mér þykir ekki ólíklegt, að vel-
ferðarnefndin með hjálp og i sam-
ráði við sýslunefndii^ gæti náð í
vitneskju úr sveitunum víðast hvar
um landið, um hvað mikið bændur
óskuðu að fá keypt af lýsi til fóð-
urbætis á næstkomandi hausti og
vetri, og þessa vitneskju gæti nefnd-
in að likindum fengið svo snemma,
að tími yrði til innkaupa-ráðstafana
og sendingaráðstafana á verzlunar-
staðina í kring um landið, i haust
eða framan af vetrinum. Þetta
mundi eg telja mjög heppilega
aðferð, eins og nú stendur á, því
afnvel þó málið strandaði að lokurn
i þetta sinn, af einhverjum ástæðumr .
þá mundi sú hreyfing sem kæm-
ist á það í öllum sveitum landsins,
eflaust flýta mjög fyrir almennri
notkun lýsisins sem fóðurbætis.
Einnig gæti ef til vill komið til mála
að greiða á likan hátt fyrir útvegun
á saltaðri síld og síldarmjöli til fóð-
urbætis. Hvorttveggja hefi eg heyrt
að ýmsum mönnum hafi reynst vel,
einkum síld, til að gefa með útbeit,
og^um síldarmjölið hefi eg heyrt að
svo hafi reynst við fóðurtilraunirnar
sem gerðar hafa verið í Slðumúla
undanfarna vetur voru bezt fram-
gengnar að vorinu þær ærnar sem
síldarmjölið fengu.
— Þó velferðarnefndin hafi þegar
gert eða áformað að gera einhverjar
slíkar ráðstafanir þá væri það til að
styðja mál mitt um þörfina á að
greiða fyrir útvegum og aðdráttum
sveitabænda á þessum fóðurbætis-
efnum, sem eg tel ýyrstu og s]dlf-
söqðustu bjargráð sveitabúskaparins.
24. júní 1916
Guttormur Jönsson.
Nýir stúdentar.
í gær útskrifuðust 24 stúdentar
frá Mentaskólanum.
Nöfn þeirra og einkunnir eru á
þessa leið:
Anna Bjarnadóttir
Ágúst Olgeirsson
Arni Pálsson
Arsæll Gunnarsson
Brynj. Stefáusson
Egill lónsson
Friðrik Friðriksson
Helgi Jónasson
Jófríður Zöega
Kristín Ólafsdóttir
Lárus Jónsson
Lúðvík Nordal
Ólöf Jónsdóttir
Sigurður lónasson
Svanlaug Arnason
Sveinbjörn Blöndal
Valtýr Blöndal
Þórhallur Sigtryggss
Þorkell Gíslason
Utanskóla:
Árni Sigurðsson
Helgi Ingvarsson
Stig Meðal- eink.
88 6,77
69 S>31
69 S,3i
S3 4,08
83 6,38
6 2 4,77
65 S,oo
52 4,00
72 S,S4
61 4,69
S9 4,S4
60 4,62
65 S,°°
63 4,8S
60 4,62
S8 4,46
S7 4^ 00
67 S,iS
6S S,oo
63 4,85
6 0 4,62
60 4,62
68 S>23
6S S,oo
2 skólasveinar og 2 utanskóla-
sveinar veiktust í prófinu af misling-
um, þeir ljúka við próf í næstu viku.
2 aðrir utanskólasveinar hafa enn
eigi lokið prófi, og einn stóðst eigi
prófið.
Það er nýstárlegt við þetta próf,
að við það hefir gefin verið hæsta
einkunn, sem fyrir hefir komið sam-
kvæmt hinni nýju reglugerð og að
þá einkunn hlaut kvenstádent jungfrú
Anna Bjarnadóttir (Sæmundssonar
aðjunkts).
Hún sýnir sig víða framsókn
kvenna — samfara réttinda jafn-
ræðinu.
Bftirmæli.
Þann 12. nóvember s. 1. andaðist að
heimili sínu, Skeljabrekku i Borgar-
fjarðarsýslu, bændaöldungurinn Jóhann
Bergþórsson, 84 ára gamall, sonur
Bergþórs bónda í Árdal og á Staðar-<
hóli, Gunnlaugssonar bónda í Voga-