Ísafold - 15.07.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.07.1916, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD Grunur sá, að stjórnin ætti í samn- ingum við Búlgara fór dagvaxandi, og róstur urðu víðsvegar um landið, ýmist á móti hinum friðsamlegu að- förum stjórnarinnar gagnvart Búlg- örum, eða menn fjandsköpuðust á móti sambandsþjóðunum og aðför- um þeirra — fylti lögreglan heldur þann flokkinn. I sama mund varsetulið sambands- þjóðanna í Saloniki aukið um ioo þús. manna. Heyrzt hefir að Konstantín kon- ungur hafi leitað ráða hjá Vilhjálmi keisara hvað gera skyldi, og hafi keisarinn ráðlagt honum, að ybbast ekki að óþörfu við sambandsþjóð- irnar. — Þjóðverjum myndu Grikkir lítið gagn geta gert þótt þeir vildu svo. En sendiherrar sambandsþjóðanna báru fram þær kröfur í þessu, að ný stjórn skyldi koma til valda, er væri þeim vinveitt. Þá var flotadeild úr liði sambandsþjóða þar útifyrir og sást reykurinn úr landi. En sendi- herrarnir í landi þurftu ekkj annað en með einu orði að segja þeim þar úti í hafinu, að gera vart við sig — ef þörf gerðist. En Grikkir létu undan, og nú hafa þeir fengið bráðabirgðastjórn undir forustu Zaimis. Er haDn sambands- þjóðunum vinveittur. Telur hann það nú starf sitt, að gera það sem þær stórþjóðirnar segja honum unz þjóðkjörin stjórn tekur við. Frá Alpafjöllunum. Síðan Rússar hófu hina geigvæn- legu árás sina á Galiziu, hafa Austur- ríkismenn ekki getað sint ítölum svo, að þeim hafi nokkuð áunnist. Upp á siðkastið eru það jafnvel Italir sem ráðast á, þótt Htið verði þeim ágengt sem fyr. — En líkurnar til þess, að Austurrikismenn komist niður á Langbarðaland, minka dag frá degi, þvi örðugt er miklum her að eiga vist tii langframa þar í fjöll- unum — þar >annað hvort aftur á bak. — Verdun. En öðru máli að gegna með Þjóð- verjann við Verdun. Dagana fyrir þ. 2o. þ.“ m. voru menn farnir að haida, að þessi 5 mánaða orusta myndi nú úti. En þá sem oft áður ekki annað en hlé, og 22. taka Þjóðverjar til óspiltra málanna og vinna næstu daga talsvert á. Taka þeir nú bæinn Thiaumont og þorpið Fleury. Eru þeir þar eina 6 km. rá Verdun og hafa ekki verið nær. Arásin hefir aldrei verið magnaðri en nú. — 100 þúsundir manna réðust fram á einum 5 km., þ. e. 20 manns á hverjum meter. Og ekki bilar dugur Frakka, ,þótt lítið heyrist frá Englendingum enn. Samvinna sambandsþjóðanna. Margt ber vott um það, að sam- vinna milli sambandsþjóðanna sé nú komin á betri rekspöl en verið hefir fram til þessa tíma. — Þótt örðugt sé að vita, hvaða samband er á milli aðfaranna á fjarlægum stöðum, á ófriðarsvæðum, þá er það talið vist, að þeir sambandsmenn sníði gerðir sínar eftir sameiginlegri áætl- un. Ljósasti votturinn um samvinnu þeirra er viðskifta- og verzlunarfund- ur sá, er haldinn varíParís 14—17 þ. m. Fulltrúar voru þar frá ðllum löndunum. Enginn getur leitt getum að því, svo í lagi fari, hvernig umhorfs verður í Evrópu eftir ófriðinn, en líklegt er, að hún verði þá aðskilin í tvo heima, og hver hugsi um sig, hjálpi sínum. — En hvað verður þá um litlu léndin hlutlausu, er kom- ast máske hjá hörmungunum nú. En sá munur er á þeim tveim aðilum, að Þjóðverjar tala og hugsa um að geta komist af upp á eigin spýtur, án hinna, er í nauðir rekur, en sambandsþjóðir vilja útiioka Þjóð- verja frá öllum viðskiftum við sig til lengdar. Briand farast svo orð í inngangs- ræðu sinni á fundinum í Paris, að svo sé til ætlast, að um leið og þeir sjái um, að viðskifti og verzlun sambandsþjóðanna taki skjótum og heillavænlegum framförum eftir ófrið- inn, þá gangi þeir algerlega í skrokk á öllu viðskiftalifi óvinanna. Með því einu móti geti þeir unnið al- gerðan sigur. Sambandsþjóðirnar eru alment ánægðar með þessar fyrirætlanir — nema helzt Rússar. — Þeir þykjast eiga örðugt með að komast af án Þjóðverja. Eftir skeyti frá Paris 24. þ. m. hafa Þjóðverjar sent þau til boð til Sviss, að þeir þar fái engin kol frá Þýzkalandi eða aðra nauðsynjavöru, nema þeir fái i staðinn þá matvöru, er þeir vilji. Hafa Svisslendingar ekki svarað enn, en leitað ráða hjá Frökkum, um hvað gera skuli. En sambands- þjóðir geta ekki leyft matar aðflutn- ing frá Sviss frekar en annarsstaðar að, því þá vilja aðrir græða á sulti Þjóðverjans, og þeir fá mat, ófriðn- um til aldurs. Uppreisn i Arabíu. Þann 9.|þ. m. hófu Arabar upp- reisn. Ráku þeir Tyrki út úr borg- inni Mekka og sitja nú um Medina. Hafa þeir lýst því yfir, að þeir séu Tyrkjum óháðir. í raun og veru hafa Tyrkir aldrei unnið Arabíu og Ung-Tyrkir, sem tóku við stjórn eftir stjornarbylting- una 1908—09, eru ekki játendur hinnar réttu múhamedönsku trúar. Auk þess telja Arabar Tyrki ekki lengur sjálfs síns herra, þar eð þýzkir herforingjar sitji í raun og veru að völdum. Alt þetta gerir uppreisn næsta eðlilega. Hve víðtæk hún verður eða hve mikil áhrif hún hefir, er næsta óvist. Síðan ófriðurinn hófst hafa Arab- ar mest átt sig sjálfir; höfðingjar þeirra verið með þeim sem verkast vildi. En undanfarin ár hefir verið unnið að því, að þeir kæmust und- an yfirráðum Tyrkja og stofnuðu sjálfstætt ríki. Þó er líklegt, að Eng- lendingar hafi ætlað að hafa þar hönd i bagga. Bandarikin og Mexíkó. Skærur hafa verið þessa dagana milli Bandaríkjanna og Mexikó út af ránnm og gripdeildum ræningja- flokks úr Mexikó í suðurfylkjum Bandarikja. Var ekki annað fyrirsjá- anlegt um tima en drægist til ófrið- ar. — Jafnvel álitið, að Þjóðverjar láti sig skifta þau viðskifti, þyki eigi miður, þó Bandamenn þurfi að nota eitthvað af skotfærum þeim yfir í Ameriku, sem þeir framleiða þar og annars lenda á Þjóðverjanum. En þegar á átti að herða, dró Wil- son úr og er nú búist við sættum. 27. juni—3. júli. Árás Englendinga. Þessa dagana hefir alheims-athyglin beinst mest að Englendingum. Mörgum þótti mál komið, að þeir létu meira til sín taka á blóðvöllum álfunnar en verið hefir undanfarið. Um þann 27. fóru þeir að láta á sér bæra til árása, víðsvegar á her- stöðvunum. En aðfarir þeift-a þykja næsta varkárar. Þeir eins og leita fyrir sér, leggja mikla alúð við að skima inn yfir stöðvar fjandmann- anna úr loftförum, gera lítilsháttar árásir rétt til þess að kynna sér að- stöðu og viðbúnað óvinanna. Et á slíku hafði gengið nokkra daga, byrja þeir stórfelda árás þann 1. júli, er nær yfir 5 danskar míl- ur og vinna þá í fyrstu lotunni fremstu röð skotgrafa Þjóðverja, á fjögra milna löngu svæði. Þessi stórfelda árás er beggja vegna við ána Somme. Liggur herlinan þar i boga inn í Frakkland, og er auð- sætt, að áformað er að rétta þann áhalla. Mun það og vera tilætlun Englendinga, að ná sem fyrst á sitt vald bænum Bapaume, sem er mikil vegamót járnbrauta þar um slóðir. Truflaði það aðflutninga Þjóðverja, en þeir lífsnauðsyn fyrir nokkra vörn, þar sem annarsstaðar. Þótt Frakkar taki þátt í þessari miklu árás, þá eru Englendingar taldir fyrir henni, því þeir eiga hana að mestu leyti. Frakkar hafa alt af mikið að gera við Verdun. Ekki'er að sjá sem Þjóðverjar slái þar slöku við, þótt þeir þurfi að sinna Englendingum. Sem dæmi upp á aðganginn þar um mánaða- mótin má heimfæra, að Frakkar unnu vígið Thiaumont tvisvar einn dag- inn úr höndum Þjóðverja og náðu Þjóðverjar því í bæði skifti aftur, alt sama daginn. Liklega litið um vígi eftir þann aðgang! Verdun. Sagt er að svo hafi verið til ætl- ast, að Frakkar héldu Þjóðverjum við kolann við Verdun meðan Eng- lendingar og Rússar hertygjnðust, og er að sjá, að það hafi tekist, því enn halda Frakkar Verdun og nú eru félagar þeirra komnir á stað. Frrm á þennan dag bafa Engl. tekið 7000 Þjóðv. til fanga. “ En stórskotadunurnar heyrast í kyrru alla leið til París. Og í París eru menn í bezta skapi. Nú vinna allar sambandsþjóðirnar sem einn maður, ef svo mætti að orði komast. Og Frakkar eru hreyknir yfir vörn sinni við Verdun. írar. Sættamál þeirra íra og Englend- inga hafa verið á döfinni enn á ný þessa daga. Nokkrir af meðlimum enska ráðuneytisins hafa tjáð sig miður ánægða með frumvarp Lloyd George í sambandsmálum Ira. Þykir það miður hentugt, að leiða mál þau til lykta meðan á ófriðnum stendur. Einn ráðherranna, Selborne landbúnaðarráðh., hefir sagt af sér. Líkur voru til um tíma, að fleiri þeirra afturhaldssamari færu að dæmi hans. En likindi eru til, að Asquith forsætisráðh. geti miðlað svo mál- um, að ekkert verði úr, enda yrði það Englandi ómetanlegt tjón, ef það ráðuneyti gæti ekki haldið stjórn- artaumunum áfram, er settist á rök- stóla í ófriðarbyrjun, einmitt til þess að vinna að efling ensku ríkisheild- arinnar. — Er það nú ákveðið, að íhuga skuli aánar allar ástæður á írlandi, áður en stjórnin kveðnr upp dóm sinn á frv. Lloyd George. Lundúna samþyktin. Eftirtekt mikla hefir það vakið, að Englendingar hafa nú lýst því yfir, að héðan í frá fari þeir alls ekki eftir hinni nafnkunnn Lundúna-samþykt, er gerð var á alþjóðafundi i Lund- únum 1909. Aðalefnið að hernaðar- þjóð mætti ekki taka vörur úr hlut- lausum skipum, er væru á leið til hlutlausrar hafnar, nema vörurnar væru bannvörur (Kontrabande), jafn- vel þó vitanlegt væri, að vörurnar lentu að síðustu í hernaðarlandi. Að visu samþyktu Englendingar þetta aldrei, enda hafa þeir fótum troðið ákvæði þessi alt frá byrjun ófriðarins. En nú vilja þeir gera hreint fyrir sigum dyrum, og nema þau úr gildi fyrir sitt leyti — og vona, að samb.þjóðir þeirra geri hið sama. Frakkar fylgja þeim að mál- um. Hver áhrif þetta hefir á sam- göngur, er enn óvíst. Þótt ítalir sæki enn hægt á Austur- ríkismenn í Olpunum, þá er nú talið svo að, blóðtökurnar í Galiziu geri Austurrikismönnum ómögulegt að komast suður úr fjöllunum. Hafa Rússar tekið yfir 200,000 fanga auk ógrynna allskonar her- gagna. Stefna þeir nú aðallega til járnbrautarbæjarins Kovel, sem er sambandsstöð milli Þýzkalands og Galizíu og t&lin að yrði þeim mikill fengur. Vitneskja er nú fengin um lið það frá Englandi, er komið hafði til Rússlands. Var það aðeins 2500 manns i brynjuðum bifreiðum; úr- valalið úr öllum áttum. Höfðu þeir lagt á stað frá Englandi í nóvember til Archangelsk, en ekki komist þangað fyr en í vor, sökum isa. Þýzki jafnaðarmaðurinn Liebknecht hefir nú fengið dóm sinn. Er hann dæmdur i 2 ára og 6 mánaða tugt- hús fyrir landráð og óhlýðni við herþjónustu. En borgaralegri æru týndi hann ekki, og dómurinn var mildur ger vegna þess að talið var að stjórnmálaofstæki hafi ráðið gerð- um hans. Aðalsakir á 'hendur honum, að hann hafi talað máli friðarins alt frá byrjun ófriðar — þ. e. haldið fast við stefnu flokks sins. „Landið“ og samkomulagið við Breía. »Landið< skrifar enn langt mál brezka samkomulagið. Það mál hefði mátt vera miklu styttra. Að eins hreinskilnisleg játning á að það hafi farið með rangt mál, iðraðist þess og beiddi afsökunar. Því hjá þvi kemst »Landið« eigi áður en lýkur, hversu sem það reynir að hylja hið rétta. Blaðið byrjar á því að segja að »fjöldi manna* hafi látið í ljós »ánægju sina og þakklæti* út af þvi hversu »sanngjarnlega, rétt og hógværlega* blaðið hafi skýrt frá samkomulaginu brezka. Þetta er eigi mjög trúlegt. Því það er á allra vit- orði sem hafa kynt sér satnkomu- lagið að greinin i »Landinu« var rön% skýrsla frá upphafi til enda í öllum atriðisgreinum, um sumt að flestra áliti vísvitandi ron%. Það var rangt skýrt frá tildrögum samkomulagsins. Það var ranqt skýrt frá efni sam- komulagsins í aðalatriðum þess. Það var ranqt skýrt frá árangri samkomulagsins. ® Það var ranqleqa reynt að gera úr samkomulaginu hlutleytisbrot og þar með gerð glæfraleg tilraun til að stofna öryggi landsins í hættu. Það var ranqlega ráðist á Kaup- mannariðið út af samkomulaginu og ranglega leynt afskiftum velferðar- nefndar af málinu. Blaðið getur eigi komist fram hjá því: Að Bretar höfðu látið stjórnina vita að það væri ætlun þeirra að stöðva allan vöruflutning austur á bóginn. Að hið eina sem stjórnin hefir skuldbundið sig til er að ákveða, að skip megi eigi afgreiða frá is- lenzkum höfnum austur á bóginn nema þau lofi að koma við í brezkri höfn. Að vér höfum fengið vilyrði frá Bretum, sem eru oss ómetanleg og tryggja verzlun vora og viðskifti. •Að hverjum manni á landinu er Jrjálst að gera við voru sína, hvað sem hann vill, selja hana hverjum sem hann vill, hvert á land sem hann vill eða gcytná hana. Það er að eins svo um þá vöru, sem Bretar rnundu stöðva og vér ættum undir högg að sækja hvort vér fengjum nokkuð fyrir eða ekkert, um hana er fengið lojorð Beeta að greiða fyrir hana ákveðið verð, sem er svo hátt að enginn þarf að óttast tap á venju- legri framleiðslu. Af því þessu verður eigi hnekt, en það ber með sér að skýrsla »Landsins« um samkomulagið var gersamlega röng, reynir blaðið að bjarga sér út úr kiípunni á þann hátt, að staðhæfa að samkomulagið loki fyrir oss markaðinum á Norð- urlöndum og í Hollandi, sem vér hefðum ella haft og getað notað oss með miklum hagnaði áhættulaust fyrir oss Hvernig má þetta ske? Hið eina sem vér bindum oss til er að sjá um, að skip lofi að koma við i brezkri höfn á austurleið. Lok- ar petta markaðinum á Norðurlönd- um? Vita ekki allir að Bretar hafa nú svo góðar gætur á, að ekkert skip» sleppur frá Islandi án þess að hitta brezkt varðskip, sem oftast tekur skipin til brezkrar hafnar. Að skip* lofi að fara sjálfkrafa til brezkrar hafnar getur eigi gert oss erfiðara um þetta en ef brezk skip taka þau nauð- ug, nemá síður sé. Það hlýtur hver maður að sjá, að ef af þessu hlýzt lokun á Norðurlandamarkaðinum, þá er það eigi samkomulagið, sem gerir það, heldur vörður Breta á hafinu í sambandi við ásetning þeirra um að' hefta vöruna eða taka, og við það ráð- um eigi vér, þó’tt voidugri værum en vér erum. Það er pessi vissa um aðgerðir Breta, sem orsakar að stríðsvátrygg- ingu verður ef til vill örðugt að fá- á vörum til Norðurlanda eða Hol- lands, sem tryggi þær gegn töku. Því hver væri hin aukna áhætta ef eigi væri hætta á að Bretar tækju vörurnar? Viðkomur skipa, sem héðan fara, i brezkii höfn er engin nýjung; þau hafa flest gert það frá byrjun striðsins. En hitt er nýjung, að Bretar muni taka flestar islenzkar afurðir sem eigi að fara til Norður- landa og Hollands. Sú ákvörðun var tekin áður en samkomulagið varð og vegna hennar var leitað samkomu- lags. En ákvörðuu þessi, hún ein og ekki viðkoman á brezkri höfn getur haft áhrif á vátryggingu var- anna. Að ætla að telja mönnum trú um hitt, er barnaskapur. Meðal annars með þetta fyrir aug- um erum vér óhræddir um, að reynslan muni staðfesta það, að sú staðhæfing vor muni rétt, að um

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.