Ísafold - 29.07.1916, Page 2

Ísafold - 29.07.1916, Page 2
2 I S A F O L D LÖÐ A RogNETASPIL P. J. Tenfjord’s Aalesund (Norge) er f>að lang-praktiskasta og bezta lóðar og netaspil sem til er; í stattu máli, í öllum atriðum b e t r a en nokkurt annað spil á markaðinum, einnig til að draga inn legufæri, ferma og afferma skip o. fl. Allir sem skoða þessi spil, hugsa ekki um nein önnur. Spilin eru smíðuð í 2 stærðum; fyrir smærri og stærri báta. Eg er þegar búinn að selja ofannefnd spil til þessara manna: Yfirréttarmálaflutningsmanns Lárusar Fjeldsted, ‘ Reykjavik. Verzlun H. P. Duus, Reykjavík (2 stk.). Kaupm. O. G. Syre, Isafirði (2 stk.). M.b. »Elliði« Einars Ölafssonar, Höfnum. — »Framtíðin« Ingibers Ólafssonar, Keflavík. Bryggjuv. Steingríms Torfasonar, Hafnarfirði. M.b. »Haukur« Arna Þorkelssonar, Vatnsleysu. Kaupfélagsstjóra Guðm. Guðmundssonar, Eyrarbakka. Utgerðarm. Eliasar Þorsteinssonar, Keflavík. Blikksm. Bjarna Péturssonar, Reykjavík. Útgerðarm. Halldórs Jónssonar, Akranesi. Hreppstj. Jóhanns Björnssonar, Akranesi. M.b. »Sæfari« Bjarna Ólafssonar, Keflavík. Útgerðarm. Halldórs Þorsteinssonar, Vörum í Garði. — — Gísla Magnússonar, Skálholti, Vestmanneyj. — — Lofts Loftssonar, Akranesi (2 stk.). ------Einors G. Einarssonar, Grindavík (2 stk). M.b. »Reginn« Odds Jónstonar Ráðagerði og G. Breið- fjörðs Reykjavík. Skrifið eftir upplýsingum og pantið tímanlega hjá aðalumboðsmanni á íslandi 0. Ellingsen, Reykjavík. mikiö, að eg fæ ekki skilið þá gamla Sjálfstæðismenn, sem, er þeir íhuga málið, verða á báðum áttum, er velj.a skal millí Sjálfstæðislistans (E-listans) og Þversumlistans (B-listans). Þeir, Þversummenn, hafa reynst ekki einungis kyrstöðumenn, heldur hreinir Þrándar í Götu fyrir sjálf- stæðismálum vorum, eins og ísafold hefir áður bent á. kýs E-listann — af því eg er þess al-sannfærður, að flokkurinn, sem að honum stendur muni eftirleiðis bezt sýnt um að halda fram sjálfstæðis- stefnunni — í öllum greinum stóryrðalaust, en með hóglátri festu og framkvæmda-þreki. E? kýs Elistann af því að á hon- nm eru þjóðkunnir og þjóðnýtir menn, sem fulltreysta má til að gæta sérlega vel hagsmuna allra stétta í samræmi við landsheill. E% kýs E-listann af þvi eg veit, að E-listamennirnir munu spyrna sem bezt móti óhollum stétaríg. Eq kýs E-listann af því eg full- treysti þvi, að merkisberi hans, Einar Arnórsson, muni, ef hans nýtur við, vís til á næstu árum að bera fram þjóðholl nýmæli i löggjöf vorri. E% kýs E-listann af því annar mað- urinn á honum, forseti Fiskifélags íslands, Hannes Hafliðason, er hinn bezti fulltriii hinnar fjölmennu sjó- mannastéttar, sem hægt er að fá, maður, sem bráðnauðsynleqt er, að eignist sæti á þingi. Af kýs Elistann, af því að auk hinna tveggja fyrstu manna á honum eru þar þaulreyndir, gamlir þingmenn, þeir Bjorn Þorláksson og Siqurður Gunnarsson og valinkunnur sæmdar- maður úr bændastéttinni, Jónas Arna- son á Reynifelli. Es; kýs E-listann, framar öllum hin- um listunum. Mér líkar ekki Heimastjórnarlist- inn, af því hve lítið Heimastjórnar- menn vildu gera sig ánægða með við stjórnarskrár-staðfestinguna og hve hægfara þeir hafa verið yfirleitt í sjálfstæðismálum vorum. Mér lík- ar ekki Þversumlistinn vegna öfganna á hinn bóginn, sem alt gera vitlaust eins og að ofan greinir. Hinir list- arnir eru allir meira og minna riðnir við hvimleiðan stéttaríg, en sú stefna á eigi fylgi skilið. Framsókn sjálfstæðisstefnunar út á við og inn á við í Jramkvcsmd en ekki orðin tóm — það er stefna hinna sonnu Sjálfstceðismanna. Fulltrúa þeirrar stefnu er að finna á E-listanum. Munið því, allir góðir Sjálfstæðis- menn að fylkja ykkur um E-listann á laugardaginn kemur. Þá verður landskjörsdagurinn 5. ágúst laugardagur til lukku fyrir land og þjóð. Ji.—Ö. Landar erlendis. Jóhanni Sigurjónssyni er fleira til lista lagt en skáldgáfan. Hann hefir einnig lagt mikla stund á uppfyndingar. Nú síðast hefir hann búið til nokkuð, sem hann á dönsku nefnir »Stövlaag«, þ. e. ryklok. Er það til þess ætlað að leggja ofan á glös og bolla til þess að firra inni- haldið ryki og öðrum óþverra. Ætl- ar Jóhann, að það muni sérlega vel til fallið í sjúkrahúsum og eins. við drykkju undir beiu lofti o. s. frv. Hefir Jóhann feiigið einkarétt á þess- um hlut um Norðurlönd og er þeg- ar farinn að selja talsvert. Danska blaðið »Polifiken« spáir því, að þessi uppfynding Jóhanns muni íara sigurför um landið. t Frú Eugenía Nielsen fæddist á Eyrarbakka 1830, hún var ein af dætrum Guðmundar Thor- grímsens og frú Sylvíu konu hans. Hún ólst upp á Éyrarbakka hjá for- eldrum sínum, en var þó um tíma hjá landlækni Hjaltalin í Reykjavík. Hún giftist eftirlifandi manni sínum verzlunarstjóra P. M. Nielsen 1880. Þau hjónin eignuðust 4 dætur. Af þeim eru tvær á lífi: Guðmunda verzlunarstúlka á Eyrarbakka, og Karen gift núverandi verzlunarstjóra Nielsen á Eyrarbakka. Frú Eugenía Nielsen dó á Eyrarbakka 9. júlí þ. á. Gestrisni. Guðmundur Thorgrímsen og kona hans höfðu haldið uppi um margra ára skeið gestrisni og hibýlaprýði, sem var annáluð innan lands og utan- Ungu hjónin, frú Eugenia og Nielsen, settust i sæti þeirra á Eyr- arbakka, og þeir, sem höfðu heim- sótt Thorgrisen, hugsuðu víst flestir með sjálfum sér, að nú mundi Eyr- arbakki »setja ofan*.. Það fór alt á annan veg. Þegar maður kom heim til Nielsens hjónanna, þá var sama híbýlaprýðin, sama hirðhaldið, sama hjartanlega gestrisnin eins og áður, Þegar maður var kominn inn til þeirra, eftir að vera búinn að draga hestana sina og sjálfan sig hvað eftir annað upp úr flóunum og fenjunum fyrir ofan Eyrarbakka, þá naut maður í fullum mæli hinnar framúrskarandi gestrisni þeirra, og menningarblæsins sem var yfir þeim sjálfum, og öllu í kringum þau. Heima hjá þeim var gesturinn kominn í grænan lund eftir langa leið um ömurlega eyði- mörk. — 'Þeim lét manna bezt að taka á móti gestum. Umstangið og fyrirhöfnin kom, sem eðlilegt er, meira niður á frú Nielsen en manni hennar, þótt hann væri henni alger- lega samhentur. — En aldrei vildi hún viðurkenna, að hún yrði að leggja neitt á sig. »Eg hef ekkert að gera«, svaraði hún ávalt, ef eitt- hvað var sagt í þá átt. Kærleiksstarfaemi. Frú Eugenía Nielsen var mikil trúkona. Aldrei stóðst hún reiðari, en ef einhver talaði óvirðulega um trúarbrögðin. Hún skoðaði það sem mótgerð við sig, og henni gleymdist það seint. — Engin ein kona hér á landi hefir unnið jafnmikið kærleiks- starf og hún. Eyrarbakkafólkið var margt fátækt, eins og gerist í mann- mörgu þorpi, en hún vissi hvernig hverju heimili leið; hún var alin upp með þessu fólki. Hún hjálpaði því eftir megni. Meðan læknislaust var á Eyrarbakka, þá sótti eldra fólkið hana, ef það veiktist eða eitt- hvað af börnunum þess. Nielsens hjónin höfðu húsapothek, og ef hún sat yfir veikum í einhverjum bænum þar, þá sendi hún heim eftir meðul- unum, en maðurinn hennar tók þau til. .Ef hún var spurð, hvort hún væri læknir, þá svaraði hún: »Nei það er eg ekki, en eg hef vit á þvi, hvenær þarf að sífekja læknirinn* — þegar þess þurfti, urðu þau hjónin að leggja til hestana. — Þó var'að líkindum ekki minna verð hin inni- lega samúð hennar með raunum og örlögum fólksins, sem var i kring um hana, enda mun almenningur þar í kring um hana hafa unnað henni hugástum. Undínustriðið. Mark og mið frú Eugeníu var að Snenna Eyrarbakka. Öll framfaramál hans bar hún ávalt fyrir brjósti. — Hún vildi þau, talaði fyrir þeim, og tók á sig hvert ómak, sem þok- aði þeim fram. Maðurinn hennar var henni algerlega samhentur í því. — Barnaskólinn var kominn, þegar Nielsens hjónin tóku við af Thor- grimsen. Ölfusárbrúin kom litlu síðar. »Eg er hrædd við alt«, sagði hún stundum, og þegar einhver benti henni á, að það væri ekki til neins fyrir hana að gleðjast yfir brúnni, því hún mundi aldrei þora að fara yfir hana, þá svaraði hún því: »Jú, eg skal heldur skríða brúna, heldur en leggja hestana á sund«. Til þess kom nú samt ekki. Að svo trúrækin kona lagði fram vinnu fé og fortölur til að koma upp veglegri kirkju á Eyrarbakka furðar engan, sem þekti hana. — Bindindishreifingin kom á Eyrarbakka og brey.ti þar ótrúlega miklu á betra veg. — Frúin gekk í það mál með sannfæringu. Eyrarbakki húsaðist á stuttum tíma til þess að gera að timburhúsum. Aður var þar torfbæir. Það átti nú við hina miklu menningar- þrá hennar að horfa á það. Fertug kendi hún sjálfri sér að leika á forte- píanó, líklega af því, að henni fanst að sönglistiuni á Eyrarbakka hefði ekki þokað nógu langt áleiðis. Þar kom upp söngfélag, sem starfaði lengi. 1899 var lúðrafélag á Eyrar- bakka, sem lék vel á horn, og var vel æft. Frú Nielsen var lífið og sálin í öllú þessu. Alt tókst, þegar hún var með, en miklu síður, eða alls ekki, þar sem hún var ekki með. Konurnar á Eyrarbakka komu upp kvenfélagi, sem enn er við lýði. Ein af hennar innilegustu óskum var, að fá læknir á Eyrarbakka, og læknirinn kom. Það eina, sem hún óskaði eftir og ekki fekk, var spítali á Eyr- arbakka, eða í Arnessýslu, til þess að ekki þyrfti að flytja sjúklinga um hávetur til Reykjavíkur yfir fjall- garðinn. Kynslóðin, sem nú er að líða undir lok, hefir þokað landinu meira áleiðis til ^velmegunar og menning- ar, en allar kynslóðirnar á undan okkur hafa komið í verk í þús- und ár. Hvert fótmál hefir kostað hana þjáning, vinnu og Undínustrið móti heimsku, hlejípidómum og ódrengskap. Frú Nielsen var prýði þessarar kynslóðar, og hefir án efa ekki farið varhluta áf Undínustríðinu fyrir menningu og framþróun. Látlaus — Sigursæl. Margir spyrna á móti aldrinum og vilja ekki viðurkenna að þeir séu á leiðinni út þangað, sem ellin og dauðinn bíða manns. »Never say die« (nefndu aldrei að deyja) er skozkt máltæki. Frú Nielsen vildi án efa halda fullu starfsþreki og fram- takssemi og fullri heilsu svo lengi sem auðið yrði, en var kærulaus um árafjöldann. Þegar hún var fertug sagðist hún vera »hálft hundrað ára«. Hún var látlaus og vildi helzt ekki heyra hól um sig, því þegar vinir hennar, sem þektu alt hennar mikla starf, álitu hana vera hina ókrýndu drotningu Eyrarbakká, og kölluðu hana Bakkadrotninguna, þá svaraði hún: »Við kerlingarnar í Flóanum«. Á æfinni fá flestir sáralíti af því sem þeir óska að fá. Sumir fá stór- mikið af því, sem þeir þrá og óska eftir. Frú Nielsen var ein af þeim síðarnefndu, hún var sigursæl á æf- inni. Til þess bar, að hún fekk ágætan mann, og sá sem Drum- mond segir að sé »mestur í heimi« studdi hana til sigurs. Hún bar svo mikinn kærleika til samferðafólksins á lífsleiðinni, að hún fekk því nær alt, sem hún þráði.* Þáð sannaðist á henni, sem nýtizku kennarar mann- kynsins halda fram, að sá sem hefir kærleikann fær allar óskír uppfyltar, — þeir óska einkis, sem er eigin- gjarnt. /. E. Kaupmannaskuldbindingin til Breta. Skuldbinding sú, er Bretastjórn hefir krafist að útflytjendur hér á ís- landi skrifuðu undir — er á þessa leið: Eg undirritaður, fyrir hönd o. s. frv., ábyrgist hér með statt og stöð- ugt, að allur fiskur og fiskafurðir, sem aflast á skip, er nefnt firma ár eða hefir umráð yfir, verði sett á laúd og selt á Islandi, og að ekkert af aflanum verði sent rakleiðis eða óbeint til lands, sem á í ófriði við Bretland hið mikla, né til Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur eða Hollands. Ræðismaður Breta í Reykjavik skal ætið hafa greiðan aðgang að öllum bókum og skjölum, sem koma skip- unum við og afla þeirra, eða afurð- um, sem úr aflanum eru gerðar, og eg skuldbind firmað til þess að greiða brezkum stjórnarvöldum, fyrir milli- göngu ofannefnds ræðismanns, eða á annan þann hátt, er þau ákveða, tíu (iö) krónur fyiir hvert kíló- gramm af fiski eða fiskafurðum, sem fargað kann að verða gagnstætt þess- ari skuldbinding. Þessir hafa þegar undir skuldbind- inguna ritað eða samþykt með sím- skeytum: Einar Þorgilsson Hafnarfirði. Olf botnvörpungafélögin. Ragnar Ólafs- son Akureyri. George Copland Rvík. Kol og Salt. Verzl. Edinborg (Reykja- vík, Vestmanneyjum, Ísafiíði og Hafnarfirði). Sameinuðu íslandsverzl- anir um alt land (Thor E. Tulinius). Stefán Th. Jónsson Seyðisfirði. As- geir Asgeirsson ísafirði (allar verzl- anir). Þórh. Daníelsson Hornafirði. Garðar Gíslason Rvtk. Lefolii Eyr- arbakka. Chr. Havsteen Akureyri. Kaupfélagið Ingólfur Eyrarbakka- Johnson & Kaaber Rvík. Pétur Gunnarsson Rvík. Sigurjón Péturs- son Rvík. Axel Ketilsson ísafirði. Hjálmar Sigurðsson Stykkishólmi, Sæmundur Halldórsson Stykkishólmi.- Bræðurnir Thorlacius Patreksfirði. Verzlun Þorbjargar Sigfússon Norð- firði. Joh. Corneliusson (Svíi). Chr. Evensen, Hull (Færeyingur). Arni Sighvatsson Hafnarfirði. Valentínus Eyjólfsson Rvík. Elías Stefánsson Rvik. Jóhannes Þorsteinsson Akur- eyri. Helgi Hafliðason Siglufirði.. Gustaf Blomkvist Siglufirði. Páll Stefánsson Rvík. Loftur Loftsson Akranesi. Asgeir Pétursson Akur- eyri* Steinolíufélagið. Jónatan Þor- steinsson Rvík. Hallgr. Benedikts- son Rvík. H.f. Framtíðin Seyðis- firði. Þórarinn Guðmundsson Seyð- isfirði (Thostrups Eftfl.). Þórður Bjarnason Rvik. Carl Höepfner, Rolf Johansen Reyðarfirði. Gunnar Ólafsson & Co. Vestmanneyjum. J. V. Havsteen Akureyri, Jakob Havsteen Rvík. Konráð Hjálmars- son Norðfirði (verzl. hans). Kristján Gíslason Sauðárkróki. Jón Sivertsen Rvík. Snorri Jónsson Akureyri. Að- alsteinn Kristjánsson (Höepfner). Arni Jónsson Stykkishólmi. M. Olsen Patreksfirði. Stef. Stefánsson Norð- firði. Kaupfél. Borgfirðinga. Lars G. Lundberg (Svíi). James Ander- son (Svíi). Verzlun Böðvarssona Hafnarf. H.f. Bræðingur Rvík. Finn- ur Þórðarson ísafirði. Jóhann Þor- steinsson ísafirði. Sören Goos Siglu- firði. Sigurgeir Einarsson Rvík, ásamt fjölda manna, sem hafa aftur skuldbundið sig gagnvart þessum mönnum og firmum.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.