Ísafold - 02.08.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.08.1916, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD © Nyjar vörur. © Silki og Silkibönd stórt og fallegt órval Allskonar Tau. Klæði, Silkiflauel, Flónel, Cheviot, L.óreft,’, Tvisttau f sérlega œják og góð. Sephyr í sængurver. Coats 6 þættur tvinni 200 yds. [Hörtvinni o. tn. fl. • j i '-T . m fei? ■ * /**#«*? 4/ Ha/uUdmjfhnaMm \ \ TJrniEirtksson N _________ ________ Ly TJusfurstræti 6 □ rffojnaéar~ c?rjóna~ og Saumavörur \ Q hvergi ódýrari né betri. □ þvotía> og SCroinlœtísvorur beztar og ódýrastar. SJSaiRföng ocj cCœfiifcerisgjafir hentugt og fjölbreytt. □i ViObúnaSur sambandsþjóöa. A meðan á þessu stendur búa sambandsþjóðir sig i ákafa. — Eng- lendingar afla sér miljóna af her- mönnum; allar heimsins vopnasmiðj- ur vinna þindarlaust í þjónustu sam- bandsþjóða. — Og nú þykjast þeir tilbúnir. Nú er full samvinna komin' á milli þjóðanna. Þær ráðast allar á Miðveldin 1 einu til þess að örðugt verði að flytja lið frá einum stað til annars. — Nú er þessi stórfelda samfelda árás i algleymingi. Jafnframt því sem telja má þessa árás sambandsþjóða sem greinarskifti í ófriðinn, þá er og hernaðaraðferð þeirra önnur nú en áður. Ensk blöð láta yfir þvi, að þeir hafi lært mikið á þessum tveim ár- um. Aður notuðn þeir sér litið af stórskotaliði þegar leið á árásir; skutu fyrst i stað svo mikinn, að lítið varð um vörn í fremstu röðum óvinanna. En svo létu þeir stór- skotatækin eiga sig. Þau drógust aftur úr. Stórskota aðferöin. Nú er aðferðin sú, að eftir hverja skothrið taka þeir land það, sem hríðin náði yfir og halda svo þar kyrru fyrir, unz þeir eru búnir að viða að sér þar stórskotatækjum, er geta þeytt eldi og járni yfir nýja spildu. Á þann hátt verður framrásin ekki ör, en þeir fika sig smátt og smátt og með hvíldum áleiðis. Þjóðverjar notuðu þessa aðferð fyrst við Verdun, þótt eigi séu þeir komnir langt enn. Kapp og snar- ræði Frakka hefir vegið þar á móti. Þeir sjá um, að Þjóðverjar fái ekki ráðrúm, ekki frið til þess að búa almennilega um sig á landspildum þeim, sem þeir ná undir sig. Það eina leiðin til varnar — og hún kostar mörg mannslifin. Að Þjóðverjar gátu verið fyrri til að nota þessar stórskotaaðfarir kom til af þvi, að útbúningur þeirra var svo miklum mun betri í ófriðarbyrj- un en hinna. — En nú hafa sam- bandsþjóðirnar viðað svo að sér skottækjum, að þeir geta hugsað sér að umturna vígjum og varnargryfjum Þjóðverjans fet fyrir fet. Má geta þess nærri, að byssurnar eru ekkert smásmíði, er þeir nota, þegar þeir geta rótað svo um jörð- inni, að skotgrafirnar eyðileggjast, og ekkert lifandi getur haldist við í nánd við yfirboiðið. Mælt er, að Frakkar eigi nú marg- sinnis fleiri fallbyssur en í ófriðar- byrjun. Stærstu kúlurnar vega alt að iooo pundum. Geta þeir skotið á 12 km. færi gegnum 2 m. þykk- an múrvegg með 7 m. þykku mold- arlagi ofan á. Byssur hafa þeir og, sem skjóta svo ótt, að 12 kúlur eru á lofti í einu úr sama kjafti. Árásin við Sonne. Með þessum og þvílíkum útbún- ingi hamast nú Frakkar og Englend- ingar á vigbúnaði Þjóðverja beggja vegna við ána Somme á Frakklandi. Hafa Þjóðverjar haft þar sömu bæki- stöðvar i eina 20 mánuði. —■ Og ekki hafa þeir verið aðgerðarlausir þennan tíma, stöðugt unnið að þvi að bæta aðstöðu sína gegn væntan- legum árásum. — Hvert hús er nú vigi og skotgrafir eða hellirar og stórar jarðhvelfingar eru grafnar. 7 herlínur hafa Þjóðverjar þar um slóðir hverja innan við aðra. — En herlína er eitt samanhangandi net skotgrafa og annara vígja, — Auk þess hafa þeir viða grafið djúpa jarð- hella, og í þeim leynist svo her manns með fullum útbúnaði, á með- an þeir sambandsmenn halda áfram fram yfir þá. Skýtur Þjóðverjanum svo upp að baki þéirra og gera þar allmikinn usla i lið sambandsmanna. Arás þessi sambandsmanna náði upprunalega yfir 45 km., en síðan hafa þeir hver í sinu lagi náð þrí- hyrndri landsspildu á sitt vald hvoru megin við Somme, Frakkar sunnan við, en Englendingar norðan við. Eru þeir búnir að vinna bug á 1. herlinu Þjóðverja á 30 km. svæði, en 2. herlínu hafa þeir náð á helmingi styttra svæði. 3. herlínu hafa þeir aðeins snert á stöku stað. Langt eru þeir komnir eina 8—10 km. áfram. Eiga nú Frakkar örskamt eftir tii bæjarins Peronne, sem er mikil sam- göngustöð. Unnu þeir fljótara á í fyrstu og var því kent um, að Þjóð- verjar hefðu ekki verið eins viðbúnir árásum af hendi Frakka, þeir álitu þá hafa nóg með Verdun. Ekki er laust við að búist væri við og skjótari atburðum, er Eng- lendingar loksins fóru á stúfana fyrir alvöru, en þeir segja það ekki áform sitt að vinna lönd í stórum stil; áformið sé að þjappa bara að Þjóðverjanum svo hann finni til, eyða kröftum hans — bæði með áreynslu og sulti. Telja það helzta lögmál sambandsþjóða enn í dag — að láta tímann vinna á Miðveldun- um. En auðséð er, að Englendingar eru á því, að mikið þurfi að leggja í sölurnar svo vel sé, því svo er skipað fyrir, að jafnvel prestarnir eigi að prédika og innprenta þjóð- inni að vera sparsamri. Ófriðurinn kostar þá nú 108 milj. króna dag- Iega. — Frá au8turvíg8töðvunum. Alt öðrnvísi eru aðfarirnar á aust- urvígstöðvunum. — Þar er barist á mikið stærra svæði, þar sem Eng- lendingar reikna landið hjá sér í 100 m. Þá reikna menn í mílum þar austur frá. Aðal athygli manna hefir vakið sókn Rússa að Kovel. Koma þar saman allar helztu járnbrautir þar um slóðir. — En samb.þjóðir halda því fram, að Austurríkismenn geti engu áorkað án liðsinnis Þjóðverja. Nái Rússar Kovel, verður tvísýnt um aðflutning af liðsaukum. Enda er mælt, að þeir verji Ko- vel líkt og Frakkar Verdun. Lem- berg hafa Rússar og augastað á. Þáttur Ítalíu i þessari samvinnu gegn Miðveldum ær aðeins sá að halda Austurrikismönnum í Ölpun- um, svo þeir geti ekki fluzt til Rússlands. Samningur Rússa og Japana. í Petrograd hefir undanfarið verið unnið að því, að samningar kæmust á milli Rússa og Japana um viðhald friðar og góðs samkomulags i Aust- urasíu. Hafa þeir nú með samning- um heitið hver öðrum liðsinnis, ef nokkur fremdi ágang á hendur þeim þar eystra. Er litið svo á, að samningur þessi milli hinna fornu fjandmanna, sem er talinn eins bindandi og samningar meðal sambandsþjóða Evrópn, geti haft viðtæk áhrif eftir ófriðinn — verði einn þáttur af þeim múrum, sem talið er að rísi þvert fyrir allar fyrirhugaðar framfarabrautir Þjóð- verja. — Frá Þýzkalandi. Enn sem fyr er mjög örðugt að átta sig á ástandinu í Þýzkalandi. En svo virðist, sem bóli á talsverðu sundurlyndi í stórmálum landsins. Meðai annars hafa komið fram há- værar raddir um það, að almenn- ingur verði að heimta að fá skýrt og skorinort að vita um, hvaða til- gang valdhafarnir teldu ófriðinn hafa. Óánægja er og víða út af roatvæl- unum. — Suðurrikin þykjast hart leikin. Þau leggja tiltölulega meira til en norðurríkin. — Eimir þar af gömlu ósamlyndi. Kafnökkvinn »Þýzkaland«. Þ. 10. júlí barst sú fregn út um heiminn, að þýzkur kafbátur væri kominn til Baltimore í Ameríku með fullfermi dýrindis litarefna alla leið frá Þýzkalandi. Var báturinn ekki vopnaður, og sögðu Þjóðverjar hann vera verzlunarskip af nýrri gerð. En sambandsþjóðir vildu telja bát- inn herskip, og þá mátti hann ekki vera i höfn meira en sólarhring, að öðrum kosti að dúsa, unz ófriður er úti. Eftir nokkra vafninga varð það þó úr, að bandamenn töldu bátinn verzlunarskip, og hann því frjálsan ferða. í Þýzkalandi var mikill fögnuður yfir því, að báturinn hefði komist heill á húfi, og var Þjóðverjum engin launung á, að fleiri kafnökkvar væru í smíðum til vöruflutninga. Hafa Þjóðverjar stofnað útgerðarfélög með kafnökkvum til vöruflutninga og ætla sér þannig að komast undan flutn- ingahafti sambandsþjóðanna. Víst er um það, að slikt fyrirtæki sýnir framtakssemi og- dug — en hvort notin verði eftir því, verður timinn að leiða í ljós. Nökkvi þessi, »Þýzkaland« að nafni, er 2000 tonn að stærð og getur haft 1000 tonna farm. — í honum voru 29 manns. Voru þeir V2 mánuð yfir um frá þýzkri höfn. Mikil tvísýna þykir á, að hann komist nú í höfn aftur, því geta má nærri, að Englendingar hugsa sér að hremma hann, er frá Ameriku kemur. En þótt nú ait gangi bærilega með þessa kafbáta á meðan á ófriðn- um stendur, þá er varla líklegt, að slík fyrirtæki borgi sig á friðartím- um. — Ferðalagið gegnum hafið er eftir nútima þekking bæði örðugra og hættulegra en á yfirborðinu. Síðustu fregnir herma, að nökkvinn sé nú ferðbúinn að leggja í hafið heim á leið. Vistin þar vestra hafi verið þeim næsta ónæðissöm vegna stöðugs ótta fyrir því, að óvinir þeirra fengju sprengt nökkvann þar i höfninni. — Flutningurinn heim verður nikkel og kautschuk. Segir skipherrann svo frá, að 12 verði þeir nökkvarnir í hafi, áður en langt um líður. ísland erlendis. íslenzku kolin. Dönskum blöðum verður tíðrætt um kolin is- lenzku. Má þar sjá margar fyrir- sagnir þess efnis, að kolin séu stein- kol, og víða er þessu bætt við: »Skulde Island blive et Aktiv?« == Ætli ísland verði arðsöm eign^ Því er svo bætt við, að að ef til yiil geti ísland orðið mikilvæg eign fyrir danska ríkið, ef kolin reynist góð. Eitt blaðið skýrir frá því, að fé- lag eitt, þar sem kammerjunker Sveinbjörnsson sé í broddi fylking- ar, hafi séð um, »að rannsóknar- nefnd hafi verið send til íslands«, til að rannsaka kolin. »Það er ekki búist við, að þeim leiðangri verði lokið fyr en í haust. En ef niður- staðan verður góð, verður ísland óneitanlega einu sinni einhvers virði fyrir okkur*. »Þar sem þessi rannsókn«, heldur blaðið áfram, »fer fram í hreinum óbygðum, hefir þurft að hafa með- ferðis mikið af matvælum o. fl., en svo eru birgðir þær miklar, að ekki er hætta á því að þeir, sem i leið- angrinum eru, líði neyð, þótt eigi komist þeir heim fyr en síðla árs«. Nei — það er vonandi, að þeir deyi ekki úr hungri þar vestur í Stálvíkinni 1 Síldveiðarnar hér við land vekja athygli danskra blaða. Segir þar m. a., að ýmsir fátækl- ingar, sem eigi hafi annað átt fyrir ófriðinn, en kofahreysi og bát, hafi nú lagt þetta 50 þús. kr. til hliðar. Um Breta er þar sagt, að þeir hafi trygt sér að heita megi síldar- aflann við íslands-strendur, »því að norsku útgerðarmennirnir geti því að eins fengið kol, að vísu fyrir hið há verð, 45 kr. tunnan, sem er tvö- falt hærra verð en venjulega*. Þegar Reykjavík var fjórtán vetra, hið fróðlega erindi, sem J ó n prófessor H e 1 g a s o n flutti í vetur um höfuðstað landsins — kringum alda- mótin 1800 — er nú komið á prent f Safni til sögu íslands. Þetta »brot« úr sögu Reykjavíkur mun margau manninn, utan Bókmenta- fólagsins, langa til að eignast — og væri vel, ef bókin yrði einnig seld sórstök. Guðmundur Finnbogason dr. phil. er nú á heimleið frá Vesturheimir sennilega með Botninu. Landar vestra hafa gert för hans mjög veglega og héldu honum m. a. fjölmenna skilnað- arveizlu áður en hann fór. Fiutti síra Björn B. Jónsson, forseti kirkjufólags- ins þar, sórlega lofssamlega ræðu til heiðursgestsins og er hún prentuð i Lögbergi. Nýlátinn er í Alberta í Kanada ís- lendingurinn Einar Sígurðsson, sem um eitt skeið var brúarvörður vlð Þjórsárbrú. í fyrrahaust kom hann hingað til landsins í kynnisför; veikt-- ist hann þá og komst með naumindum aftur til Kanada. Einar heitinn var bróðir Steins klæöskera í Vestmanna- eyjum og Sigurðar bóksala á Akureyri, vel lá’tinn maður af öllum sem honum- kyntust. Björgvinjarfélagið kvað ekki senda Flóru aftur hingað til lands. Enda mun lítið um flutning til Noregs fyrst um sinn. Kalknámnfólag. N/lega er stofnað fólag hór í bæ til að rannsaka kaík- námurnar í Esjunni og starfrækja þær, ef þær reynast til þess hæfar. Stjórn fólagsins skipa: Lárus Fjeld- sted, Dan. Daníelsson, Guðm. Breið- fjörð, Magnús Th. S. Blöndahl og Einar Erlendsson. . Skipafregn. í s 1 a n d kom hingað snemma í gær- morgun. Farþegar voru margir, þ. á. m.: Jón Brynjólfsson kaupm., Óskar Clausen frá Stykkishólmi, Jón Norð- mann pianoleikari, Halvorsen síma- maður, 2 Englendingar til að skoða síld og saltfisk fyrir Breta, L. Bruun bakaramelstari, Matth. Þórðarson erind- reki, Geir G. Zoéga verzlunarmaður, Vilhelm Jakobsson hraðritari, Vendel eldri frá Dýrafirði og frú hans, alkom- in hingað, frú Kirk, ungfrú Zoega (Geirs kaupm.), frú Matth. Þórðarson, ungfrú Halldórsson frá Stykkishólmi, Hannes Jónsson dýralæknir (sezt að í Stykkishólmi), frú Gislason, nokkurir stúdentar 0. fl. Frá Vestmannaeyjum komu margir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.