Ísafold - 26.08.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 26.08.1916, Blaðsíða 2
ISAFOLD Þegnskylduvinnan. Greiðið atkvæði — á móti! Umræðulyktir. Um þegnskylduvínnuna hafa nú orðið talsverðar umræður í landinu, síðan er grein mín birtist í i. og 2. tölubl. ísafoldar þ. á. Mun al- menningi málið nokkru Ijósara en áður, og var þess fall þörf. Meðal þeirra, sem tekið hafa til máls, er — eðlilega — Herm. }ón- asson. Hefir hann haldið fyrirlestur hér í bænum um málið, er birtist í »Skírni«, 2. h. þ. á. Eoga nauðsyn tel eg vera að fara út í greinargerð hans þar, með því að hún hefir ekk- ert nýtt að færa, það er skifti kjarna málsins eins og það liggur nú fyrir; Einar Helgason hefir og andmælt þeirri ritgerð allrækilega í iLögréttut fyrir nokkru og má vísa mönnum til þess, sem þar er sagt. Annars virðist jafnvel Herœ. Jón- asson vera á líku máli og eg og aðrir að pví leyti, að telja málið svo illa undir búið nú, frá hálfn löggjaf- arvaldssins, er varpaði því út til þjóðaratkvæðis, að lítt sé við því lítandi. Að eins eitt atriði ummæla hans í nefndum fyrirlestri skal eg fara um nokkrum orðum — þar sem hann víkur að því, hverir hafi tjáð sig fylgjandi þegnskylduvinnunni og hver- ir ekki. Allur fyriilesturinn sannar að öðru leyti áþreifanlega, það sem eg hefi sagt látið um »draumóra« þegnskyldumanna og staðlaust »orða- glamurc Það hefir nú reynst H. J. ofurefli að telja þá upp, sem andvígir eru þegnskyldunni, og er það sízt furða, með því að svo mun áreiðanlega vera farið um allan þorra hinnar islenzku þjóðar. Þótt menn vissu ekki annað, þá gefa raddir þær, sem látið hafa til sín heyra um málið upp á síðkastið, allgóða bendingu um þetta. Fáir mæla þegnskyldu- vinnu bót, er málið er krufið til mergjar. H. J. snýr sér því aðal- lega að hinu, að tiunda hverir séu fylgismennirnir. Hann kemst fyrst svo að orði, gamli maðurinn, að »frá pvi ýyrsía hafa mikilhajustu menn pjóðarinnar verið málinu eindregið fylgjandit. (Let- urbreyt. öll gerð hér). Þetta er hið staðlausasta fleipur. — Málið hefir aldrei fyr verið á dagskrá hjá þjóð- inni og menn því hvorki gert né getað tekið alvarlega og íhugaða af- stöðu til þess áður. Þetta minnir menn annars á fullyrðingar þær, sem allir ofstakismenn viðhafa : 1 elja að allir »merkustu« mennirnir fylgi sér, þótt engin fótur sé fyrir! H. J. telur þessu til sönnunar, að »ráð- herrarnir« Hannes Hafstein og Björn Jónsson og »biskup landsins« Þórh. Bjarnarson hafi »opinberlega tjáð sig málinu fylgjandi með áhuga«. Það mun satt vera, að H. H. mun ein- hvern tíma hafa farið einhverjum hlýlegum orðum um þegnskyldu- vinnu, og var það skáldinu líkt. — En ekki íézt, að hann hafi með nokkurri vandvirkni íhugað það mál eða rakið. Og vill hann demba því á nú, eins og til þess er stofnaðf Eg tel það meira en vafasamt. — Um Björn Jónsson má segja, að hann réðst ekki á hugmyndina, er hún kom til tals áður (þegar hann var ritstjóri), en margt mælir með því að alykta, að hann hefði verið málinu Htt sinnandi nú, svo sem það kom fram á þingi, ef hann hefði uppi verið, þótt vitanlega verði ekkert um það fullyrt. En alls ekki var málið til alvörunnar komið í hans tið. Biskupinn — vill haun málið áfram, eins og það liggur fyrir? Hann getur svarað fyrir sig. Eru nú taldir allir »mikilhæfustu menn þjóðarinnar« ? ! Nei, H. J. nefnir enn Matth. Ólafsson, er bar málið fram á síð- asta þingi, eins og rni er orðið kunnugt. — »Og fleiri matir menn haja og jylgt pví drengilega baði í raðu og riti«, segir H. J. En hverir eru það, spyr eg. H. J. greinir þá ekki. Að vísu bætir hann þvi við, að á þinginu (síðast) hafi »mikill meiri hluti* verið með því, »og i pann meiri hluta vantaði engan hinna nýtustu pingmanna að minni hyqqju o% margra annara«, heldur hann áfram. Ojá, ekki er nú til sparað að kríta liðugtl Mætti ætla, að hér væri farið með bein vísvitandi ósann- indi um fylgið í þinginu, því að það var þegar kunnugt öllum, sem fylgdust nokkuð með í málunum (og meðal þeirra má sjálfsagt gera ráð fyrir H. J.), og það hefir orðið en berara síðan (sbr. t. d. ummæli Guðm. Hann. i Isaf.), — að meiri hluti þingmanna greiddi tillögunni um »atkvæðagreiðsluna« að óhugs- uðu ráði atkvæði sitl, að eins með pað jyrir augum að loja málinu að koma til pjóðarinnar kasta, án þess að peir væru því fylgjandi 1 Þá telur H. J. fram, að *flest merkari og áhrifameiri pjóðblöðin hafa verið málinu fylgjandi*. Hver þá? Spyr sá, sem ekki veit. H. J. nefnir engin á nafn. Sannleikurinn er sá, að engin af blöðunum hafa athugað eða rætt málið sjálfstætt, einungis getið um það við og við, eða það, sem fram hefir komið í því. Um rökstutt fylgi hjá þeim getur þvi ekki verið að ræða. Eða hvaða blað vill nú taka málið*upp á steýnuskrd sína ? Svarið verður: Ekkert, ekki eitt einasta. — Þetta umtal sitt um »fylgið« klykkir H. J. loks út þannig: »Og siðast en ekki sízt er pað stðrvagilegt atriði, að margfaídur meiri hluti af »Ungmennajélögum Islands« er ein- dreginn með málinu«, Þetta er alrangt, en rétt sjálfsagt sett fram af vanþekkingu höf. eða fyrir hugarburð hans einan (hann víkur og oftar að þessu i fyrirlestr- inum). Þegar á öndverðum síðastl. vetri, er byrjað var að ræða málið opinberlega, snérust forsprakkar Ung- mennafélaganna d móti málinu, blað þeirra »Skinfaxi« taldi það ótímabært og óhæft til fylgis, eins og það væri komið frá þinginu. Og hinar glöggu greinar Guðm. kennara Davíðssonar i sama blaði (»Skinf.«) hafanógsam- lega fært mönnum heim sanninn um það, að þegnskyldumálið hefir aldrei verið á stefnuskrá Ungmenna- félaga íslands, og að það hefir aldrei komið fram, að meiri hluti þeirra væri þvi fylgjandi. — Þetta hjal H. J. fellur því um sjálft sig og var ekki við öðru að búast.-------- Undir eitt get eg tekið með H. J., það, að atkvæðagreiðslan um þegnskylduvinnuna, sem fram á að fara samhliða alþingiskosningunum í haust, verði einskonar »prósteinn á menningarþroska þjóðarinnar*, en ef til vill dálítið á annan veg og með öðrum árangri en hann hyggur. — Eg trúi ekki oðru, en að allir sann- hygnir menn að athuguðu máli greiði atkvæði gaqnstatt því, sem þegn- skyldumenn leggja til. Og við einu verða kjósendur vel að gjalda varhug: Ýmsir — þeir, er hálfvolgir eru, og sumir þegn- skyldusinnar, hafa verið að reyna að telja fólki trii um, að heppilegast myndi að menn greiddu alls ekki at- kvæði sitt um málið. En þetta er lokaráð hið versta og hið hættuleg- asta af öllu. Þeir, sem þegnskyldu- vitmunni eru hlyntir, greiða áreiðan- lega atkvæði með henni (segja »já« við spurningu þeirri, er lögð verður íyrir kjósendur — um það, hvort þeir vilji, að þegnsk.v. kotr.ist á). Ef nii andstæðingarnir létu reka á reiðanum og hirtu ekki að greiða atkvæði sitt, gæti hæglega svo farið, að hinir fáu þegnskyldumenn bæru »sigur« úr býtum. Einkar áriðandi er þvi, að menn mæti vel til kosn- inganna — og mitmist pess að greiða atkvaíi á mótí, þ. e. segja (e. setja) nei við því, að þegnskyldu- vinna verði lögboðin hér á landi. G. Sv. A t h s. Isafold er alls ekki sam- dóma greinarhöf. og visum vér í því efni til fyrstu greinarinnar í blaðinu í dag. Ritstj. Erl. simfregnir Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í London. London 19. ágúst 1916. Yfirlit Buchans um viðureignina siðustu viku á brezka vígvellinum: Að vestanverðu var þessa viku aðallega unnið að þvi að styrkja aðalstöðvarnar frá Pozieres og austur á bðginn og tókst oss að koma ðllu þvi i framkvæmd, er vér œtluðum oss. Það hafa verið gerð mðrg hörð gagnáhlaup á oss, en vér höfum hrundið þeim ðllum og óvinirnir beðið mikið manntjón. Áköfust hafa áhlaupin orðið i grend við Pozieres, en þrátt fyrir það færðum vér stöðvar vorar fram til norð- vesturs. Að kvöldi sunnudags hins 13. ágúst náðu óvinirnir aftur dálitlum hluta af Pozieres- héraðinu en það var tekið aftur 15. ág. Það kvö'ld komumst vér i skotgrafir Þjóð- verja hjá Morguelbænum, eina milu fyrir norðvestan Pozieres, milu fyrir austan Thiepval. Miðvikudagskvöldið 16. ág., með- an Frakkar sóttu fram hjá Maurepas, gerðum vér áhlaup fyrir vestan og sunnan Guillemont og sðttum fram 300 metra á einum stað tyrir vestan skóginn. Fimta- daginn 17. ágúst gerðu óvinirnir öflugt gagnáhlaup hjá Pozieres. Var áhlaupsliðið í sexfaldri fylkingu, en vann ekkert á. Nú er þannig komið, að vér höfum fært fram kviarnar milli aðalstöðvanna i þriðju her- Ifnu Þjóðverja hjá Thiepval, Martienpuich, Guillemont og Maurepas, þannig, að vér getum nú skotið á þessar stöðvar úr þrem áttum. Nú stöndum vér tæpa 2000 metra frá Thiepval og Courcelette vinstra megin, tæpa 1500 metra frá Martienpuich i miðju hersins og hægra megin stöndum vér 1000 metra frá Guinchy og i útjaðri Guillemont. Einhver harðasta viðureignin í orustunni varð þá er vér tókum Pozieres og hæð- irnar þar fyrir norðan. Þar voru aðal- stöðvar Þjððverja og héldu þeir þær ðvinnanrii. Hvernig ástandið er hjá Þjóðverjum geta menn bezt dæmt um eftir bréfi, sem liðs- foringi í 19. höfuðdeild hefir ritað. Þar segir: >Það er ekki hægt að lýsa því, hve erfitt var að láta hersveitirnar skiftast á i gær. Hjá Courcelette urðum vér að fara yfir bersvæði til þess að leysa aðra af hólmi. Aðstaða vor var auðvitað ölik þvi, sem oss hafði verið sagt. Herdeild vor ein leysti heilt herfylki af hðlmi, þð oss hafi að eins verið skipað að leysa 50 manna sveit af hólmi. Þeir, sem vér leystum af hðlmi, vissu ekkert hvar óvinirnir voru, hversu langt í burtu þtir væru, né hvort nokkurir vorra manna væru fyrir framan oss. Vér fengum enga vitneskju um hvar vér vorum fyr en kl. 7 ( kvöld. Bretar voru 400 metra frá vindmyliunni á hæð- inni. Nú var að gæta þess vel í kvöld, að verða ekki handteknir. Vér höfðum engar skotgrafir og grófum oss þvi skýli í sprengi- kúlnagig og lögðumst þar og fengum gigt- verk. Vér fengum ekkert að borða. Hver okkar hafði að eins fengið tvær flöskur af vatni og þjá matarskamta i gær og meira gátum við ekki fengið unz við urð- um leystir af hólmi. Látlausar fallbyssu- dunur ætluðu að æra oss og margur mað- urinn hefir gugnað<. í Austur-Afriku hefir flotalið vort h. 15. þ. m. tekið hina þýðingarmiklu strandvarn- arstöð Bagamoyo, sem er 36 milum fyrir norðaa Dar-ss-Salaam. Von Deventer hershöfðingi berst nú hjá aðaljárnbrautinni og meginher Smuts hers- hðfðingja er kominn fast að henni. En að norðan sækir Northey hershöfðingi fram suður á bðginn og er að króa óvinaliðið milli sin og meginhersins. London, 22. ág. Flotamálastjðrnin tilkynnir opinberlega, að kafbáturinn »E 23«, sem komið hafi aftur úr leiðangri i Norðursjónum, hafi að morgni 19. ág. hepnast að skjðta tundur- skeyti á þýzkan bryndreka af Nassau- flokknum. Yfirforinginn tilkynnir, að er 5 tundur- spillar voru á leið til hafnar með bryn- drekann mjðg skemdan, hafi hann skotið öðru tundurskeyti, sem hæfði skipið, og að bryndrekirn hafi að likindum sokkið. Erl. símfregnir (frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). Kaupmannahöfn, 25. ág. Tilraunirnar um það, að koma á samsteypuráðu- neyti í Danmörku haia mistekist. Flokkur hinna „radikölu" viidi vera í meiri hluta í stjórninni. Vinstri menn lögðu það til að 13 manna stjórn yrði skipuð, 3 úr hver jum flokki en konungur tilnefndi einn manninn, en því voru „radikalar" og jafnaðar- menn mótfallnir. Niður- staðan verður sennílega sú, að nýjar kosningar fari fram eitir hinum nýju grun dvall arlðgum. — Búlgarar sækja fram og hrekja fylkingararma handamannahersins. „Deutschland" er komið heim til hafnar. Yfir-herretturinn þýzki hefir dæmt JLiebknecht til 4 ára fangelsisvistar og ærumissis í sex ár. Endurskoðun daglegra afgreiðsiustarfa í Landsbankanum. Undir rekstri hins fyrra gjald- Tceramáls var stjórn Landsbank- ans mjög hallmælt, bæði í ræðu og riti, fyrir eftirlitsleysi með þá- verandi gjaldkera: að slikar mis- fellur sem þær, er þá komu fram, skyldu geta átt sér stað, án þess að bankaatjórnin yrði þeirra vör og fengi þær leiðréttar jafnóðum eða fyrir þær girt að fullu. Þetta var meðal annars örsök þess, að bankastjórnin tók upp hina svonefndu >innanbanka- endurskoðun«, sem sé endurskoð- un daglegra afgreiðslusíarfa í bankanum. Og þessi starfi yar mér svo falinn á hendur frá árs- byrjun 1912 og mér gefið svo- hljóðandi Erindisbróf: Sú breyting er á framanrituð- um samningi (starfs- og kaup- samningi A. Jób. við Landsbank- ann) gjörð frá 1. janúar 1912, að hr. Árni Jóhannsson færir hér eftir höfuðbækur bankans og veð- deildar hans, en gegnir að öðru leyti daglega endurskoðunarstarfi í bankanum og sé bankastjórun- um yfirleitt til aðstoðar með eftir- lit í afgreiðslustofum bankans, sem hér segir: 1. Hann skal gæta að, hver lán hafa verið hreyfð síðastliðinn dag og hlaupareikningar og láta starfsmenn hverrar deildar gefa> honum það til kynna. Hann skal sjá um, að daglega sé athugað, hvort rétt er dregið frá eða lagt við og hvort vaxtaútreikningur sé réttur, ef við verður komið skal láta starfsmenn deildanna skiftast á við slík endurskoðunar- störf. 2. Eftir að sá hefir reiknað forvexti af víxlum, er banka- stjórarnir til þess setja, skal hann reikna forvextina á ný áður en víxillinn gengur til gjaldkera. Sama gildir um ávísanir, innlend- ar og útlendar og »provision« af þeim og víxlum, ennfremur af- sagða víxla og kostnað af þeim, Hann skal og athuga hvort allir víxlar og ávísanir, sem keypt er samkvæmt sjóðbók, er reglulega og rétt afgreitt og bókfært. Sama gildir um daglega innleysta og afsagða víxla. 3. Þinglestursgjöld skal hann reikna jafnóðum með gjaldkera^ skrifa upphæðir, lánsnúmir o. fi. i þar til gerða bók, síðan bera það saman við aðalþinglesturs- gjaldareikninginn daglega. 4. Dagbók sparisjóðsmanna skal daglega borin saman við höfuð- bók. Innstæða í sparisjóði sé færð í dagbók, gerð upp mánaðarlega og samræmd við höfuðbók. Spari- sjóðsmenn endurskoði daglega það sem hreyft hefir verið. Ennfrem- ur innlög og útborganir á við- skiftaskírteinum. 5. Hann skal gæta þess, ar> eigi sé annað fært á kostnaðar- reikning, en þær upphæðir, sem þar eiga að vera og sem löglega er ávísað til útborgunar. 6. Mánaðarreikninga semur hann og svo fljótt sem við verð- ur komið að lokum hvers mán- aðar, og tekur sér aðstoð til þess ef þarf. 7. Hann hefir frjálsan aðgang að öllum frumbókum og öðrum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.