Ísafold - 26.08.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 26.08.1916, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvíu' í viku. Verðárií. • 5 kr., erlendis 77-2 kr. eða 2 dollarjborg- ist í'yrir miðjau júlí : i erlendis fyrirfram. ! Lausasala 5 a. eint. AFOLD Uppsögn (skrifl. i bundin við áramot, | er ógild nema kom- | in sé tll útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus vlé blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjári: Dlafur Björnsscm. Talsími nr. 455. XLIII. árg. Reykjavík, laugardaginn 26. ágiist 1916. 63. tölublað Alþý&afél.bókasaín Tomplarao. 8 kl. 7—B JBorgaistjóraskrifstofan opin virka daga 11-fi Bœjarfóiíeiaskrifstofan opin v. d. 10—2 og i ~1 (Bæjargjaldkerinn Laniáav. 5 kl. 12—8 og t— 1 .tslandsbanki opinn 10—4. <5S.F.U.M. Leatrar-og skrifstofa 8árd.—10 oí&ö. Alm. fundir fid. og sd. 8»/t glSd, ,Landakotskirk,ia. Gnftsþj. 9 og ti a heljriiíi; .{.acdakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. iLandsbankinn 10—3. Bankastj. 10—ía. Iiandsbókasafn ia—8 og 5—8. Útlán 1—8 Iiandsbdnaöarfélagsskrifstofan opin frá 12-2 LandsféhirCir 10—2 og 5—6. íjandsskialasafnio hvern virkan dag kl. 12~S Iiandssiminn opinn daglangt (8—9) virka dugo helga daga 10—12 og 1—7. íListasafnið opið hvein dag kl. 12—2 NAttúrugripasatnio opiö l>/«—2i/» á sunnnd. Pósthúsið opio virka d.-9—7, sunnud. 9—1. íSamábyrgS Islands 12—2 og 4—6 .StjórnarrAðsskrifatofarnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavlkur Pósth.3 opinn 8—12. Tifilstaoahíslift. Heimsftknartimi 12—1 tjðomenjasafnið opio hvern dag 12—2 l\*»;#»#,##«»«».1»*«»##» • ,(§ Klæðaverzlun H. Andersen & Aðatstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. þar eru fötin samniið flest Jar eru Maefnin bezt. r'11 M M1 'i HTOTTFTl HIHl iTTl Atkvæðagreiðslan um Jjegnskylduvinnuna Eins og kunnugt ersamþyktisíð- asta alþingi að leggja skyldi þegn- skylduvinnuhugmyndina undir þjóðaratkvæði samhliða kosning- íunum i haust. Þingsályktunartillagan var á þessa leið: »Alþingi skorar á landsstjórn- ina að láta fara fram atkvæða- greiðslu allra kosningabærra manna í landinu um það, hvort lögbjóða skuli þegnskylduvinnu fyrir alla heilbrigða karlmenn við verk í þarflr hins opinbera, •einhverntíma á aldrinum 17— 25 ára, alt að þriggja mánaða tíma í eitt skifti. Atkvæðagreiðsla þessi sé leynileg og fari fram samhliða mæstu kosningum«. í dag ritar herra Gísli Sveins- son um þetta mál hér í blaðinu og leggur eindregið -móti því og skorar á kjósendur að drepa inálið i haust með beinhörðu nei-i. — Og hann varar menn sér- staklega við að vera »háIfvoIgirc — þ. e. láta vera að greiða at- kvæði um málið. En greinarhöf. gætir þess ekki, að mjög margir menn hér í lan'di eru einmitt það sem hann kallar »hálfvolgir« í þessu máli. Það eru svo og svo margir sem eru 'þegnakjlduhugmyndinni hlyntir og vænta þess fastlega að henni verði komið á i hagkvæmri mynd á sinum tíma, enn líta ennfremur margir svo á, að málið sé eigi nógu nákvæmlega rakið að því er framkvæmdir snertir, til þess að rétt sé í haust að krefjaþjóð- ina hiklaust svars með eða móti. Hvernig eiga þá þeir að fara að, sém vilja ekki drepa þegn- skylduhugmyndina, en þó bíða átekta með framkvæmdir á henni unz betri tök eru fundin á þeim en nú? Vér sjáum eigi aðra leið en einmitt þá, sem hr. G. Sv. for- dæmir svo mjög þ. e. að greiða ekki atkvœði um málið við þjóðar- atkvœði í haust. Ef meiri hluti kjósenda fer svo að, hlýtur sú þýðing að verða lögð í aðstöðu þeirra, að þeir vilji fresta málinu en ekki drepa það. Og mundi það ekki vera skyn- samlegasta niður3taðan, eins og málið horfir við? Þingmaður Barðstrendiuga. Ur Barðastrandarsýslu er hajolá ritað fyrir nokkru meðal annars þetta: »í blaðinu »Landið« 9. tölubl. er grein frá einhverjum, er nefnir sig »Barðstrending« og kveðst hafa verið á leiðarþingum Hákonar i Haga siðastliðið haust og ber hann á móti þvi, að þingmaðurinn hafi haft nokk- ur óviðeigandi orð um þingið eða þingmenn. En hvað eru óviðeigandi orð? Vill »Barðstrendingur« t. d. kalla þau orð þingmannsins viðeigandi eða heiðarleg, er hann var að skrifa um »óheiðarlegheit« þingsins og hafði meðal annars þau orð »að menn gæti þó altaf sagt, að þjóðin ætti einn heiðarlegan mann á þingi, þar sem sira Kristinn væri. Og þó þeir þrímenningarnir Einar Arnórs- son, Sveinn Björnsson og Guðm. Hannesson væru bundnir saman í eitt bindi væru þeir ekki allir til samans á við sira Kristinn að mann- gildi«. Eg færi hér að eins til eina máls- grein af rrörgum, er þingmanninum fóru um munn á Berufjarðar-fund- inum og þyki nú Barðstrendingi þetta eigi nægja, þá get eg glatt hann með því að bæta meiru við siðar, því menn muna margt fleira. En hver er nú þessi Barðstrend- ingurf Eftir grein hans að dæma og þeim öðrum upplýsingum, sem komnar eru, lítur út fyrir, að það sé þing- maðurinn sjálfur, eða minsta kosti algerlega af hans toga spunnin grein- in. Þvi þegar hann var að rölta milli manna í Austur-Barðastrandar- sýslu hafði hann ekki aðra til sam- fylgdar á svokölluðum leiðarfundum sínum en Sumarliða póst og hefir hann verið spurður, hvort hann hafi skrifað áður umrædda grein í blaðið »Landið«,en hann hefir »þverneitað að eiga í henni nokkurn staf.« TiEky nning Nýjar vörubirgðir eru nú komnar til V. B. K. af flestum nú fáanlegum Vefnaðarvörum, í fjölbreyttu úrvali. Vegna timanlegra innkanpa getnr verzlunin boðið viðskiftamönnum sin- um þau beztu kaup sem völ verður á i ár. Ennfremur hefir verzlunin: Pappir og ritfdng, Sólaleður og skósmíðavörur. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur. Verzlunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. Á síðastliðnum vetri þegar þingmaður Barðstrendinga var á ferð, um Austur-Barðastrandar- sýslu að halda svonefnda leiðar- fundi, og skýra mönnum frá störfum þlngsins, sagði hann meðal annara orða, að þjóðin ætti þó einn heiðarlegan mann á þingi, þar sem væri síra Kristinn Daníels- son. Og ennfremur »að þótt til dæmis þeir Einar Arnórsson, Sveinn Björnsson og Guðmundur Hannesson væru bundir saman í eitt bindi, þá væru þeir allir til samans ekki á við síra Kristinn að manngildi,c en Guðmundur væri þó skástur. Svona féllu orð þingmannsins á fundinum i Beru- firði. P. t. Reykjavik, 15. maí 1916. lnqimundur Magnússon. Jón L. Hansson. Það eru, sem betur fer fátfð önn- ur eins vonbrigði og orðið hafa af þingmensku Hákonar i Haga. Heima í sveit sinni hafði hann reynst all- laghentur við innanhéraðsmál og hann átt til þeirra að telja, að von- ir hefði og átt að mega gera sér uui viðunandi þingmenskustörf, en það hefir orðið eitthvað annað uppi á teningnum, og sizt farið batnandi þessi þrjú þing, sem hann hefir set- ið. Eftir hann liggur ekkert starf á þinginu, sem heitið gerur, nema eitt nefndarálit, sem var þann veg úr garði gert, að það varð að semja alveg upp aftur. Það er vist ekki ofmælt, að Hákon hafi verið mesti liðléttingurinn á síð- asta þingi. Og mun ekki fáum þykja nú miður skipað sæti hins fyrra þingmanns Barðstrendinga, Björns fónssonar, en sæmilegt er. Enda mun nú á þvi verða breyt- ing því að heyrzt hefir, að gamli þingmaður Barðstrendinga um tugi ára, síra Siqnrdur Jensson præp. hon. i Flatey, muni gefa kost á sér i haust. Að Barðstrendingar geri sér þá vansæmd að taka hann ekki lang- samlega framyfir Hákon, er óhugs- andi fjarstæða.- farandi opinber skyrsla um niður- stöðu styrjaldarinnar fyrstu 2 árin: 1. Miðveldin hafa í Norðurálfu hertekið af fjandmanna-landi: I Belgíu nál. 29,000 ferrastir - Frakklandi — 21,000 — - Rússlandi — 280,000 — - Serbíu — 87,000 — - Montenegro — 14,000 — Alls 431,000 ferrastir Bandamenn hafa hertekið: í Elsass nál. 1,000 ferrastir - Galizíu og Bukovina — 21,000 — I lok fyrsta styrjaldarársins voru samsvarandi tölur 180,000 og 11,000 ferrastir. 2. Tala herfanga var i lok annars styrjaldarársins: f Þýzkalandi 1,663,794 - Austurríkiog Ungverjal. 942,489 - Búlgaríu um 38,000 - Tyrklandi um 14,000 Alls 2.658.283 I lok fyrsta styrjaldarársins var tala herfanga í Þýzkalandi og Austurr.-Ungverjal. 1.695.400. Til islenzkra barnakennara Að rétt sé með farið hin »þing- mannlegu« orð Hákonar bónda I ofan- greinddm pistli, sannar eftirfarandi vottorð, sem ísafold var sent í vor: Þýzk styrjaldarskýrsla. í þýzka blaðinu »General- anzeiger« frá 1. ágúst er eftir- Bækur og blóð eru boðberar hugsana. í þeim geta menn átt tal saman um áhugamál sín, sem ella mundi liggja í þagnargildi vegna strjálbygðar og fleiri örð- ugleika. Nii er því svo háttað, að menn, sem inna af hendi sama starf og ættu því að eiga sameiginleg áhugamál, eru svo að segja bundn- ir hver öðrum sérstökum skyldu- kvöðum. Af því leiðir aftur, að sjálfsagt væri að slíkir menn byndust félagsböndum og mynd- uðu »stétt«, er gætti hagsmuna sjálfra þeirra og starfs þess eða málefnis, er þeir helga krafta sína um lengri eða skemri tíma. — Svo hefir þetta líka verið um heim allan, að myndast hafa »stéttir« á þessum grundvelli. All-oftast hafa þær átt sér mál- gagn til að styðja að samheldni stéttarinnar, skýra krðfur og verja réttindi hennar. — Islenzkir barnakennarar- kvarta m]'ög undan kjörum þeim og kost- um, er þeir verða við að búa. Eru þær kvartanir á fylstu rök- um bygðar og því réttmætar. En svo gersneiddur er fjöldi þessara manna ábyrgðar-tilfmn- ingu fyrir sameiginlegum hag »stéttarinnar« og svo áhugalaus er meginþorri þeirra fyrir stefnu þeirri, sem starfinu á að vera samfara, að vér höfum það fyrir satt, að að eins litill hluti þeirra kaupi og lesi »Skólablaðið«, eina íslenzka málgagnið, sem þeim er sérstaklega ætlað. Þegar nú þar við bætist, að blaði þessu er haldið úti af yfir- stjórn fræðslumála í landinu, er með áhuga og samtökum kennara að baki sér gæti miklu ráðið um kjör þeirra og kosti og hefir þar að auki mikinn áhuga fyrir því, að starf þeirra verði sjálfum þeim og þjóðinni til heilla og blessun- ar, þá sætir það mestu firnum, að allir barnakennarar í landinu skuli ekki kaupa blaðið og lesa. Heflr þó jafnan verið vel ritað og mjög leiðbeinandi á ýmsa lund og ætti að hafa verið og vera hollvinur hvers kennara. Nú er syo komið, að vafasamt er hvort blaðið getur haldið áfram að koma út, nema kaupendum fjölgi að mun og allir standi vel i skilum, sem einnig mun hafa verið nokkuð ábótavant hingað til. Óhætt má fullyrða að áhuga- leysi einu er um þetta að kenna því að enginn getur afsakað sig með því að 1 króna og 50 aurar á ári, séu svo mikil útgjöld, að með því sé efnahag hans stofn- að i voða. Skorum vér því hér með á öll starfssystkini vor, nær og fjær, er eigi hafa haldið blaðið hingað til, að gerast kaupendur þess nú þegar, og hina, er eigi hafa staðið í sæmilegum skilum við blaðið að greiða því nú skuldir sinar að fullu. Að vér séum öll samtaka í þessu efni sem öðru, er skilyrði fyrir heill kennarastéttarinnar og málefnis þess er vér störfum fyrir. Og hiklauBt teljum vér það bæði skaða og skömm f yrir fræðslu- mál landsins og kennarastéttina i heild sinni, ef blaðið legst nið- ur. En það þarf eigi að verða ef kennarar í þessu ef ni gera skýlausa skyldu sína og md aldrei verða sóma þeirra vegna. •— Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér. pt. ísafirði 25. júlí 1916 Snorri Sigfússon frá Tjörn Friðrik Hjartarson fra Mýrum Baldur Sveinsson Greinarstúf þennan eru önnur blöð vinsamlegast beðin að fiytja. Höf.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.