Ísafold - 26.08.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 26.08.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD bókuin og skiólum í bankanum, enda sé í því skyni daglega skift um bækur gjaldkera og bókara. 8. Hann skal skyldur til að átelja sérhvað það, sem hann állt- ur að í ólagi fari, eða betur megi fara, og að skyra bankastjórunum tafarlaust frá, ef eitihvað er at- hugavert og ef bendingum hans er eigi sint1). 9. Hann skal gæta að þvi, að verðbréf og vaxtamiðar bankans sé vel geymt, rétt talið og bók- fært reglulega, ennfremur að ónýtt sé jafnóðum það sem ónýta á. 10. Hann skal hafa eftirlit með innheimtum (»Incas8oer«) alls konar, sem bankanum eru faldar, gæta þess, að þar að lútandi skjöl séu vel geymd, og rannsaka bvort andvirði innheimtra víxla, ávísana o. s. frv. er réttilega bókað. 11. Hann skal hafa eftirlit með reglulegri sókn póstsendinga og flutningi þess, er bankinn sendir á pÓ8thúsið. 12. Að öðru leyti athugist svo sem þörf er á: veðdeildarreikn- ingar, reikningsviðskifti við Land- mandsbanken og útbúin, fasteigna- reikningar bankans og veðdeildar- innar, og bókfærsla allra annara viðskifta, sem eigi er þegar áskilin hér að ofan, og að svo miklu leyti, sem slíkar athuganir ekki frarakvæmast af bankastjórum sjálfum eða endurskoðunarmönn- um bankans. Ef ekki vinst honum tími til þess að athuga nægilega alt sem hér er fram tekið, skal hann strax aðvara bankastjóra um það. Landsbanki íslands. Björn Kristjánsson. Björn Sigurðsson. Þetta starf, sem mér var falið með erindisbréfinu, hefi eg haf t á hendi síðan og rækt það svo sem eg hefi bezt getað og að svo miklu leyti, sem eg hefi komist yfir það. Það virðist nú vera koinið ber- lega fram, í hinu siðara gjaldkera- máli, að meðhaldsmenn núver- andi gjaldkera liggja bankastjórn- inni á hálsi fyrir að hafa látið framkvœma þessa endarskoðun og þar i fólgið eftirlit, engu síður — eða jafnvel frekar en áður, fyrir eftirlitsleysið þá. Virðist jafnvel mega líta svo á, að með úrskurði ráðherra i gjaldkeramálinu eigi að vera loku skotið fyrir það starf í framtíðinni. Endurskoð- unarstarfinu eru valin hin háðu- legustu heiti, það kallað >njósnir« og eg »njósnari«, bankastjórninni og bankanum í heild sinni til vanvirðu og til að baka mér fyrir- litníngu — og þá jafnframt til að sýna, hve auðvirðilegum og ódrengilegum vopnum gjaldker- inn hafi verið beittur. Því er haldið fram af hálfu gjaldkerans og eftir honum haft í úrskurði ráðherra eða þar gefið ótvírætt í skyn, að endurskoö- unaratarf mitt — sem þeir nefna »niósnir« — hafi ekki verið ann- að en erindisrekstur fyrir annan bankastjórann, Björn Kristjánsson, til þess að veita svo að segja hverju atviki og orði gjaldkerans nákvæma athygli og gefa honum (B. Kr.) daglega skýrslu um það. Með öðrum orðum: að eg hafi verið gerður út af öðrum banka- stjóranum »til þess að safna kæru- atriðum« á hendur gjaldkeranum, án tillits til þess, hvort sönn væru eða ósönn, — eða eins og Morg- ') Letri breytt hér. unblaðið kemst að orði: -»settur til höfuðs« gjaldkeranum. Eg mótmœli nú afdráttarlaust öllum þessum og þvilíkum ummœl- um, sem gjörsamlega ástœðulaus- um og beinum ósannindum — og öllu sem á peim er bygt. Vísa eg fyrst og fremst til erindisbréfs míns — einkum 8. greinar þess — þar sem yfirboðarar mínir bankastjórarnir, báðir jafnt, gera mér að skyldu að átelja sérhvað það, sem eg álíti að i ólagi fari eða betur megi fara (í afgreiðslu- störfum bankans) og að skýra, bankastjórunum tafarlaust frá, ef eitthvað er athugavert og ef bend- ingum mínum er ekki sint. Og að öðru leyti tek eg fram það sem hér segir: Að mér hefir ekki á annan hátt, hvorki skriflega né munn- lega, verið falið af einum né neinum, að hafa á hendi ann- að né nánara eftirlit, en það, sem ræðir um í erindisbréf- inu, og enn síður að »njósna« um atferli einstakra manna í bankanum. Að mér hefir t. d. aldrei verið falið »að sjá til þess, að gjald- keri noti ekki síma bankans í sína þágu«, enda hefi eg al- drei verið settur við simtæki bankana og því ekki vitað — fremur en aðrir — hvað þar gerðist, þó að eg hins vegar hafi ekki komist hjá að heyra það — eins og aðrir, að gjaldkerinn notaði og notar símatækin óspart til sinna þarfa. Að »sögur« þær úr bankanum, sem gjaldkerinn hefir borioS' borð í þessu máli og bendlað nafn mitt við, eru, að því leyti sem eg veit nokkur deili á þeim, ýmist freklega rangfærðar eða algjört til- hæfulausar, og lýsi eg þær því ósannar, að því er þær snerta mig. Að Jón Pálsson gjaldkeri er hinn eini starfsmaður bankans, er tekið hefir illa athugasemdum mínum og bendingum, svo sem væru þær eingöngu gerðar honum til meins, — einkum þó síðastliðið ár (1915). Og vegna þessa mótþróa hlutu at- huganir mínar og athuga- semdir að beinast meira að gjörðum hans, en hinna ann- ara starfsmanna bankans, sem jafnan hafa tekið athuga- semdum raínum vel og verið um það hugað, að leiðrétta óorðnar misfellur. Af þessum rótum er runn- in »óvild« sú, sem gjaidker- inn lýsir okkar í milli. En sú »óvildar«-yfirlýsing hans er ekki og getur ekki verið annað eða meira en lýsing hans eigin hugarþels, — hún sannar alls ekkert um minn hug eða starfsbræðra okkar, sem borið hafa um framkomu hans, ög með fyrirslætti um þannig háttaða >óvild« mundi hann ekki fá hnekt vitnis- burði okkar fyrir nokkrum dómstóli. Að athugasemdir minar eru gerð- ar til bankastjórnarinnar, lagðar fyrir bankastjórana — báða jafnt — 0g athugaðar af báðum. Að eg óskaði þráfaldlega að losna við þetta leiða og vanþakk- láta endurskoðunarstarf, eink- um að því er það snerti störf gjaldkerans, en var jafnan synjað þess, eins og sést á bréfi því frá bankastjórninni, er hér fer á eftir — og ber bréfið einnig með sér, hvern- ig yfirboðarar mínir, báðir jafnt, hafa álitið og metið starf mitt í þarfir bankans. Bréfið hljóðar svo: Reykjavik, 12. janúar 1916. Herra bankaritari Árni Jóhannsson, Reykjavík. Vér höfum meðtekið heiðrað bréf yðar dags. 30.11. f. á., þar sem þér farið fram á meðal ann- ara að létta af yður hluta af innan- bankaendurskoðunarstarfinu, sem þér hafið svo oft látið i ljósi að þér væruð þreyttur á. Bankastjórnin hefir nú haldið fund um þetta, og viðurkennir hún, að þér séuð nú orðinn of hlaMnn störfum, en treystir sér ekki til að leysa yður frá endur- skoðuninni að neinu leyti, sem er eitt hið nauðsynlegasta og þýð- ingarmesta starf i bankanum, og liggur það í því, að bankastjórn- in hefir engum manni á að skipa sem hafi eins góða hæfileika og þér til þess að rækja þetta vanda- sama starf í bezta lagi. Á hinn bóginn viljum vér, svo fljótt sem kringumstæður leyfa, veita yður aðstoð við störf þau, sem á yður hvíla. Virðingarfylst. Landsbanki íslands. Björn Sigurðsson. Björn Kristjánsson. Frekara þykist eg ekki þurfa að taka fram, að svo komnu, til þess að sýna, að hlutdeild minni og afstöðu til hins svonefnda gjaldkeramáls, hefir verið rang- lega lýst í skiölum málsins og einstökum blöðum, sem á það hafa minst. Reykjavík, 24. ágúst 1916. Arni Jóhannsson. Aths. öll skjöl þessa banka- máls eru nú birt almenningi og hefir ísafold því virzt óþarfi að fjölyrða meira um málið í dálk- um sínum. En með því að hr. Árna Jó- hannssyni var svo mikið kapps- mál að koma þessarri greinargerð sinni að — einmitt hér í blaðinu — hefir ísafold eigi viljað sýna honum það ófrjálslyndi að neita greininni upptöku. JRitstj. Ritstj. ísafoldar verður fjarverandi næstu viku, brá sór með Gullfossi norður í gær. Heiðursgjöf var Blanche konaúl færð áður en hann fór héðan. Var hún haglega útskorinn stokkur úr hvalbeini, er átján kunningjar hans hófSu látið Stefán Eiríksson gera. — Ofan á lokið var grópuð gullplata og á hana rist (á frakknesku): »Til ræð ismanns, A. Blanche. Minning um ís- land 1916«. Landlæknir kom úr eftirlitsferð sinni með Flóru núna í vikunni. Ásgeir Ásgeirsson cand. theol. fór til útlanda með Botniu síðastl. Fer hann til Norðurlanda, Þyzkalands og víðar, til frekara visindanáms. — ísa- fold væntir þess að fá frá honum pistla endrum og sinnum. Skipaf regn: F 1 ó r a kom á miðvikudag norðan og vestan um Iand. Farþegar auk landlæknis, Halldór Jónasson cand., Jón Ólafsson skipstj., jungfrú Kagna Stephensen, frú Margrét Sveinsdóttir o. fl. Gullfoss fór snöggva ferð norður á Akureyri í gær og með honum fjóldi farþega, þar á meðal: Ólafur Björns- son ritstj. og frtí, Halldór Þórðarson bókbindari og frú, Jón Laxdal kaupm. og frú, Matthías Jochumsson og frú, Gunnar Egilsson og frú, Hallgr. Bene- diktsson, Engilbert Hafberg o fl. Silfnrbrúðkaup sitt halda þau í dag frú Katrín og GuSmundur Magn- ússon prófessor. Allir hinir mörgu vinir þeirra fjær og nær, senda þeim hugheilar heillaóskir. •++* Viöskiftatálmanir Breta gagnvart Miðveldunum. Frá þvi segir i Morgttnblaðinu norska ftá 6. ágúst, að til Kristjaniu sé þi komnir 2 brezkir sendimenn með því erindi að koma fram kröf um af brezkri hálfu hjá norrænu bönkunum um nýja viðskiftat'álmun gagnvart Miðveldunum á fjármála- sviði. Sendimennirnir eru Ledorban- Hanick þingmaður og Hope Simp- son bankastjóri. Kröfur Bieta snúast um það, að tryggja sér, að þjóðir þær, sem þeir eiga i höggi við geti með engu móti haft gagn af viðskiftum nor- rænna banka við brezka banka. í samningi þeim, er þeir fara fram á, að norrænir bankar undir- riti segir meðal annars: »Vér skuldbindum oss til, að viðskiftareikningur sá, sem i bókum yðar hljóðar á nafn vort verði ekki notaður af oss eða þriðja manni með milligöngu vorri á nokkurn hátt, beint eða óbeint til þess að hjálpa eða styðja nokkurn af óvin- um B etlands. Engin viðskifti sem vér förum fram á við yður að fram- kvæma fyrir oss, skulu á nokkurn hátt notuð til að jafna viðskifti, sem á nokkurn hátt eða nokkru sinni geta snert nokkurn af óvinum Bret- lands.« í þessum samningi felst skuld- binding um að bankarnir takmark svo og svo mikið stuðning sinn við öll þau firma, er Bretar kunna að setja á sinn »svarta«- og »gráa«-Iista. Að þessu samkomulagi hafa nokkrir danskir bankar þegar orðið að ganga, en mótmæli eru hafin bæði í Noiegi og Svíþjóð hver sem endirinn verðar. Orð merkra manna um tóbak. Reykingamaðurinn eitrar loftið i kringum sig og gerir þannig öllu siðuðu fólki, sem ekki hefir vanið sig á tóbak, óþægindi. W. von Goethe. Allir menn hafa rétt til að anda að sér hreinu lofti, því að það er nauðsynlegt til að geta lifað. Reykingamaðurinn viðurkennir ekki þennan rétt í verkinu, hann álítur sig jafnvel hafa rétt til beinlínis að eitra loftið fyrir með- bræðrum sínum með tóbaksreyk. Próf. dr. K. A. Martin Hartmann. Það lýtur næsta heimskulega út að sjá mann pumpa ósköpin öll af tóbaksreyk út og inn um munnvikin. Andrew Carnegie. Baráttan gegn tóbaki er minst eins þýðingarmikil og baráttan gegn áfengi, því reykjandinn eitrar loftið og eitrar meðbræður sína með tóbaksreyk. Reykt» þess vegna aldrei í búðum, sér- staklega ekki í búðum þar sem matvörur eru seldar, ekki í bönk- um, pósthúsum, biðsölum eða skrifstofum, í stuttu máli, reyktu aldrei þar, sem reykurinn kemst ekki burt. Reykjandinn fer, en reykurinn verður eftir. Próf. dr. Gottfr. Kratt. Tóbak getur dregið úr sultar- kendinni, en það getur ekki hjálp- að neinum til að standast líkam- lega áreynslu. Hæseler greifi. Hverjum manni, sem ekki læt- ur sig einu gilda um velferð kom- andi kynslóða, ber, eftir því sem kraftar hans leyfa, að styðja að því, að tóbakið verði gert alger- lega útlægt úr þjóðfélaginu og fyrst og fremat með dæmi sínu að forsmá tóbaksnautn í sérhverri mynd. Próf. G. von Bunge. Jón Dúason þýddi. t Sigurðnr Lárus Jónsson KveOja frá möOurinni. Hve valt er og svipbrigðult veraldar lán og vonirnar góðu! Þeim feykir sem blómdufti rjúkandi Rán í rökkussins móðu. Áð morgni þú kvaddir mig, hélzt mér í hönd, svo hugrakkur, ungur. Að kvöldi mér angurljóð liti við stnönd kvað öldugnýr þungur. Þín andvörp hann bar mér og börnunum heim af blávegum köldum, — þitt ástriki' og sorg mín i harmstiltum hreim þar hljómar á kvöldum. Þín andlátsbæn hinst er sem heyríst til mín í hafræna blænum, er kvöldgeislans brosið sem barnsauga skín í bliki' yfir sænum. Eg get ekki lýst þvi hve sorg mín er sár og söknuður ríknr, svo ástrikur maki og faðir mun fár hér finnast þér líkur. Að synirnir bera í hljóði sinn harm er hug mínum bætur, en angurvær dóttirin blíð mér við barm hann babba sinn grætur. Þín elska, þín forsjálni, trúfesti' og trygð og táp þitt og stilling

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.