Ísafold - 06.09.1916, Qupperneq 3

Ísafold - 06.09.1916, Qupperneq 3
ISAFOLD / JTliðbamum. Tíús miít í Lækjargötu er tit sötu með mjög góðum borgunarskitmáíum. Húsið er bygt 1907—1908. Er að öllu vandað og hefir jafnan verið vel hirt. Mig er oftast að hitta i bókaverzlun minni í Læjargötu 6 A. Talsími 263. Herra yfirdómslögmaður E. Claessen gefur einnig allar nauðsyn- legar upplýsingar. Guðm. Gamalíelsson. Málaravörur frá A. Stelling komu með e.s. Islandi i Verzlunina VON, Laugavegi 55. Vélstjóraskúlinn byrjar 1. oktðber næstkomandi kl. 12 á hádegi í Iðnskólanum í Reykjayík. Þeir, sem stunda vilja nám í skólanum,J sendi umsókn um það til undirritaðs, fyrir 25. september. Umsóknin sé skrifuð af umsækjanda sjálfum og stíluð til Stjórnarráðsins. Umsókninni fylgi skirnarseðill, læknisvottorð og skírteini um að hafa unnið minst 2 ár og 7 mánuði við smiða- eða véiavinnu, eða, i staðinn fyrir þetta skírteini, vélmeistara- skírteini, ásamt meðmælum frá meistara eða meisturum þeim er hann hefir unnið hjá. M. B. Jessen. afstöðu Saloniki-hersins. Sókn Bulgara Hófst fyrir hálfum mánuði og höfðu þeir tii hennar þrjá fjórðu hluta hers sins að minsta kosti og höfðu Rumenar þvi gott næði til þess að draga saman allan sinn her. Bandamenn hófu þegar öfluga gagnsókn og hafa unnið talsvert á i miðju og i vinstra herarmi. En aðalorustan er enn aðeins á fyrsta (lágu) stigi. Þess ber að gæta að Kavalla, sem Búlgarar tóku, er utan við það svæði sem bandamenn verja. Með tökn borgarianar hafa Búlgaraaðeins lagt undirsig grískt land, af pólitiskum ástæðum, en það er enginn hernaðarsigur. London édagsett. í gærkvöldi var gerð loftárás á austur- strönd Bretlands og á London. Voru i för- inni fleiri évinaloftför, en nokkru sinni áður hafa gert árás á Englandi sem. Sprengikúlum var varpað niður á ýms- um stöðum. Árásinni á London var hrund- ið og eitt loftfar var skotið niður. Það brann London 3. sept. í loftárásinni i gærkvöldi tóku 13 loftför þátt og er hún þannig mesta loftárásin, sem gerð hefir verið á England. Loftfar- arnir réðust einkum á héruðin á austur- ströndinni, en förinni mun aðallega hafa verið héitið til London og ýmsra verksmiðju- staða i Midland-héraðinu. Loftfararnir gátu ekki stýrt vélunum beina leið, en svifu fram og aftur til þess að leila höggstaðar á þeim stöðum, sem þeir ætluðu að ráð- ast á. Að eins þrem loftförum tókst að komast til úthverfa Lundúna. Eitt þeirra kom til norðurhluta borgarinnar um kl. 2.15 f. h., en varð þegar fundið með leitarljósum og skotið ákaft á það með fallbyssum og frá flugvélum. Eftir fáar minútur sást það að loftfarið stóð i Ijósum loga og féll til jarð- ar 'mjög skyndilega. Leifar loftfarsins, grindarrústir, vélar og hálfbrunnir likamir flugmanna fundust hjá Cuffley, skamt frá Enfield. Grind loftfarsins var mestmegnis gerð úr tré og virðist það benda til þess að skortur sé'orðinn á aluminium i Þýzka- landi. Tvö önnur loftför, sem nálguðust Lund- únaborg voru hrakin aftur áður en þau kæmust til miðrar borgarinnar. London 4. sept. Dar Salaam, fyrrum höfuðborg i þýzku Austur-Afriku, gafst upp kl. 9 i morgun. Sjóliðsmenn og hermenn vorir hafa sezt að í borginni. Erl. símfregnir. (frá fréttaritara ísaf. og Morgunbl.) Kaupmannahöfn 3. sept. Búmenar hafa tekið skörðin í Siebenbttrgen. Zeppelinsloftför hafagert árásir á Bukarest. Sagt er að Constantin Grikkjakonungur hafl sagt af sér. Grikkir hervæðast. Hindenburg hefir tekið við herstjórninni af Fal- kenhayn á suðausturvíg- stöðvunum. Bússar sækja ákaft fram, Kaupm.höfn 4. sept. Óeyrðir og vandræði í Grikklandi. Konstantin konungur er veikur og heflr verið skor- inn upp. Bretar og Frakkar hafa dregið saman flota sinn hjá Piræus og sett þar lið á land. 13 Zeppelin-loftför hafa ráðist á austurströnd Eng- lands. Zahle stingur upp á því, að grundvallariögin gangi í gildi 5. október næst- komandi. Ættarnafna-hégóminn. Alt af kemur eitthvað nýtt I — Mikið er það vald, sem hégómafýsn- in hefir yfir hugum og gerðum manna. Og mikil seiðmögn liggja í útlendu tizkutildri. Við höfum reynslu, sem staðfestir þessi og þvílík ummæli. Grátbroslegt er að hugsa til þess, að jafavel þeir menn, sem virtust vilja vernda okkar góða mál og halda því frá spillingu, jafnvel þeir geta fengið af sér að Ijá ættarnafna-hégómanum lið sitt. Það er nógu gaman að at- huga samkvæmnina(l), sem kemur fram hjá ýmsum svonefndum mála- »púristum* um þessar mundir. — Við höfum lesið i blöðum og bók- um miklar og magni þungrar vand- lætingaræður um eiginheiti manna, nafnskrípi, sem ýmsum háum herr- um þóknast að kalla svo. En rétt um sama leyti kemur svo ættarnafna- óskapnuðurinn fram. Og hvað er þá? — Þá er tekið á móti þeirri furðu með fagnaðarlátum og opnum örmum. Nú keppast menn við að klina á sig hverju nafnskrípinu eftir annað, og þykir heiður að! Sögum og málvenju íslenzkunnar er ekki skeytt. Útlenda hégóma-sið- venjan er metin meira og það þó að tilkoma hennar hér gangi í ber- högg við bezta arfinn okkar: málið! Ó, — þið misvitru Njálar! — Þið syndgið gegn heillögum anda mál- rækninnar og, þar með þjóðrækn- innar! — — Mikið er búið að rita um þessi ógeðslegu islenzku ættar- nöfn. Helzti málsvari þeirra, sem komið hefir opinberlega fram, er dr. Guðm. Finnbogason. Röksemdir hans hafa birst í »Isafold«. Þær eru i mesta máta veigalitlar, svo sem von er á. Þetta mál verður ekki rökrætt með heimspekilegum orða- vafningum Árni Pálsson hefir ritað á móti Guðmundi, sömul. í »ísaf.«. Farast honum þar vel orð, og virð- ist hann alveg kveða andmælanda sínn í kút rakaskorts og svara. _ Ýmsir hégómans »attaníossar« hafa vappað á stjá í dagblöðunum í Reykjavík, og reynt að veita ættar- nöfnunum liðsinni, með fátæklegu og aumlegu háði um mótstöðumenn þeirra. Við þá andlegu smásveina er ekki vert að tala. Þeir hafa ekki annað í pokahorninu en vatnsbyssur og froðu. Nú eru komnir fram á sjónar- sviðir herra »Viðar, herra »Bjarnar« og fleiri þvílíkir náungar. Hvernig lizt ykkur á þetta? — Maigir enn þá glæsilegri, kumpánar eiga eftir að koma fram fyrir Frónbúans undr- andi augu I Hvað skyldi nú Konráð hafa sagt? — Eða Jónas? — Ætli þeir mundu syngja þessum tímans táknum lof og dýrð ? 11 Dr. Alex- ander Jónannesson hefir skrifað ágæta ritgerð í »ísafold«, viðvíkjandi ættar- nöfnunum, eða öllu heldur skrifi Guðm. Finnbogasonar nm þau. — Ritgerð sú er mjög góð: hógvær, nákvæm qg rökstudd, enda virðist dr. Alexander vera efni í bezta vís- indamann, — gerhugull og víðsýnn. Við íslendingar þyrftum að eiga mikið af slíkum mönnum. Minna af þeim sem flauta út í loftið, hvar sem stendur, og fljóta alt af á yfir- borðinu, og vita svo aldrei hvað á botninum býr! Eg skrifa ekki þessar linur til að sannfæra menn um skaðsemi ættar- nafnanna. Til þess er eg ekki fær. Og að hinu leytinu eru fram komin svo mörg og mikil skýrteini, sem skýra mál þetta, frá báðum hliðum, að vel er fært að mynda sér ákveðna skoðun á því. Eg vildi að eins hvetja menn til að kvnna sér þau rök og gera mitt til að þessi ættar- nafnaósómi fái maklegar viðtökur. Hann ætti að fara í gapastokkinn I Málið okkar er dýrmætt, — svo dýrmætt, að alt það, sem beinlínis eða óbeinlínis verkar skaðlega og skemmandi á fegurð þess, á sð réttu lagi að gera landrækt. — Útlent tizkutildur á ekki að saurga okkar dýrasta atf. Óhreinar krumlur eiga ekki að káfa á þeim helgidómi. — Allir sannir íslendingar eru vissulega á einu máli um þetta. Þetta er i raun og veru það tilfinningamál, sem ekki á að verða fyrir háði og hleypidómum. Meðmælendur ættar- nafnanna játa, að enga nauðsyn beri til að innleiða þau hér. — Gott — en með þessu játa þeir, að þ'að sé ekkert annað en hégómafýsn, elting- arleikur einskisverðrar tizku, sem hér á hlut að máli. Þeir detta um sjálfa sig, þeir þjóð- ræknu mennl — — Málvinir, — við skulum gera harða hríð að öllu því, sem skemmir mál vort, og eins fyrir þvi, þó að skemdarandarnir séu »kallaðir fram« af málfræðingum, skáldum og heimspekingum! — Natur^ali. Gullfoss var á ísafirði í gær, átti þá eftir að koma á Onundarfjörð, Dýrafjörð, Bíldudal, Ólafsvík og ef til vill Sand, og er því ekki væntanlegur fyr en á föstudag. Brezkt lijálparbeitiskip kom hing- að í morgun. Ókunnugt um erindi þess og heiti. Húfur hermanna nafn- lausar. Stjðrnarráðinu barst skeyti í morg- un þess efnis, að Bisp, leiguskip hennar, só komið til New York. ísland kom hingað á mánudagsmorg- un. Meðal farþega fráútlöndum: Halldór Sigurðsson úrsm., Páll Stefánsson stór- kaupm., Jón Sveinbjörnsson kammer- junker |og skrifstofustjóri, Fr. Nielsen umboðssali, Ólafur Þorsteinsson læknir og kona hans, jungfrú Sigr. Stephen- sen, frú Kristjana Thorsteinsson o. fl. Frá Vestmannaeyjum komu Bogi Ólafs- son kennari, Bjarni SÍghvatsson o. fl. — Skipið á að fara vestur á morgun. Sigurjón Sumarliðason póstur hef- ir sagt lausu starfi sínu (fór milli Akureyrar og Staðar), og við því tek- ið Kristján Jóhannesson frá Jódísar- stöðum í Eyjafirði. Síra Guðmundur Guðmundsson frá Gufudal er orðinn fríkirkjuprestur í Bolungarvfk í stað síra Páls Sigurðs- son. Bæjarbruni. Síðastliðinu föstudag kviknaði eld- ur í ibúðarhúsinu að Ketilvöllum i Laugardal, og brann það til kaldra kola. Afspyrnurok var á, og hyggja menn að kviknað hafi út frá ofn- pipu. Áfast við ibúðarhúsið, sem var lítið, var skemma, og brann hún og. En það tókst að verja heyhlöðu, sem þar er skamt frá. Öllum innanstokksmunum var bjargað. Húsið var vátrygt i vá- tryggingarfélagi sveitabæja. Veðurskýrslur. Laugardaginn 1. september. Vm. n. kaldi, hiti 51. Rv. n. kaldi, hiti 6.1 ísafj, logn, hiti 3.0 Ak. n.n.v. stinnings gola, hiti 5.0 Gr. n.v. kul, snjór, hiti 0.5 Sf. n.a. stinnings kaldi, hiti 5.5 Þórsh., F. v. kaldi, hiti 11.0 Sunnudaginn 3. september. Vm. a. kaldi, hiti 8.9 Rv. a. kul, hiti 5.2 ísafj, v. kul, hiti 6.1. Ak. s. gola, hiti 3.5 Gr. s. andvari, hiti 3.2 Sf. logn, hiti 4.0 Þórsh., F. s.a. gola, regn.hiti 7.5 Mánudaginn 4. sept. Vm. a.n.a. andvari, hiti 6,2 Rv. a. andvari, hiti 4,8 ís. logn, hiti 3,6 Ak. logn, hiti 5,0 Gr. s. kul, hiti 4,2 Sf. a. kaldi, regn, hiti 6,1 Þh. F. s.a. kul, hiti 10,7 Þriðjudaginn 5. sept. Vm. v. kaldi, hiti 8.3 Rv. s. gola, hiti 8.2 íf. v. hvassviðri, regn, hiti 9.3 Ak. ssv. kaldi, hiti 11.0 Gr. ssv. kaldi, hiti 7.5 Sf. logn, regn, hiti 11.7 Þh. F. s. andvari, hiti 9.7 élezf aé augíýsa i cKsqfolé Fundur verður haldinn i kennarafélagi Gull- bringusýslu fimtudaginn 28. septbr. næstk., kl. 1 e. h. í barnaskólanum í Hafnarfirði. Stjórnin. Sveitamenn! Þið, sem viljið fá ykkur reglulega góða og vel beitta rakhnifa, kaupið þi hjá mér. — Eg brýni alla hnifa áður en eg læt þá af hendi. Eyólfur Jóuksou frá Herru, Austurstræti 17. Gluggagler ódýrast í Verzl. VON, Laugavegi 55. Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja Isatoldar í afgreiðsluna, þegar þeir eru á ferð í bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja mjólk til bæjarins daglega. Áfgreiðslw? opin á hverjum virkum degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 i. kvöldin.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.