Ísafold - 16.09.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 16.09.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD 3 Hættan verður fyrst, þegar banki fer að gefa út hœrri seðla- upphœðir en viðslciftaþörfin heimt- ar. Og er sjálfsagt að haft sé strangt eftirlit með því. Þess vegna var íslandsbanka gert að skyldu að hafa innleyst seðlana samkv. bráðabirgðal. 29. septbr. 1915 fyrir janúarlok 1916. Og þess vegna hefir honum nú verið gert sama að skyldu um seðla þá, er gefnir hafa verið út eftir bráðabirgðalögum 18. maí þ. á. Og enn fremur er skattur sá, er á seðlaútgáfuna er lagður, hvöt fyrir bankann til að mis- brúka ekki heimild sína. Einhverir munu segja, að bank- arnir hefðu gethð fengið danska seðla. Fyrst er þar til að svara, að þeim er ekki hæj^t að ná í hasti. I annan stað það, að óvið feldið er að nota þá hér — þeir eru lán frá Dönum. í þriðja lagi eru þeir miklu hættumeiri en hinir, hvernig sem litið er á málið. Ef reiknað væri með því, að Danir lentu í stríðinu, gætu dönsku seðlarnir líka fallið í verði. 5+7. Orðsending til próf. Guðm. Hannessonar. Blönduósi 14. sept. 1916 Með simanum hefir fiézt hingað norður, að þú hafir skrifað grein í ísafold síðastliðinn laugárdag, stíl- aða til kjósenda þinna hér í sýslu og hafir komið þar fram með dylgj- ur nm ónafngreindan mann hér nyrðra, fullyrðingar um að maður þessi hafi fengið bændur í Húna- vatnssýslum í ábyrgð fyrir sig, er nemi 20—30 þús. kr., er öll líkindi sé til nð tapist. Dylgjur þessar virðast vera ósvif- inn kosningarógur gegn einhverjum þeim, er þú býst við, að verði þér mótfallinn á einn eða annan hátt við næstu kosningar. Margir vinir minir hér nyrðra og syðra hafa talið ekki óliklegt, að þú beindir að mér þessum miður-drengi- legu spjótum. Ef svo er, að þú eigir við mig með þessum dylgjum, þá verð eg að lýsa ummæli þín raka laus ósannindi. Þegar eg kom hingað til sýsl- unnar, var mér nauðugur einn kost- ur að kaupa hús yfir mig og fjöl- skyldu mína. Keypti eg því fyrver- andi sýslumannshús hér með til- heyrandi túni. Ut á a/3 af virðing- arverði þessarar húseignar hefi eg tekið lán með hjálp annara. Til annara hluta hefi eg ekki tekið nokkurt lán, eða fengið nokkra ábyrgð síðan eg kom í þessa sýslu. Ef þú þvi átt við mig í umrædd nm ummælum þínum, þá er sögu sögn þín um lána upphæðina marg föld ósannindi og sömuleiðis um- mælin um það, að fé þetta muni tapast þar sem full trygging mun vera i fasteigninni. Margir Húnvetningar, sem fengið hafa fregnir um þessa árás þína á mig, eða einhvern sýslubúa hér, hafa látið í ljós gremju sína yfir ósvífni þinni og eru það frekar væntanlegir kjósendur þínir en aðr- ir kjósendur. Skilst mér svo, sem þú hafir með þessari árás höggvið skarð í virðingu þá og álit, er þú hefir haft hér um slóðir, og ef til vill hefir þú með þessu höggvið þingmenskuna úr hendi þér. Ari Árnalds. Þversum og (safold Einhver kærustu ritsmíðaefni þversum-forsprakkanna eru dauða- spádómar yfir ísafold. í þvínær hverju blaði þeirra kyrja þeir sama sóninn, um dauðadóm yfir ísafold og andarslitur hennar. Það er tungunni tamast, sem hjart- anu er kærast I En svo mjög sem ísafold »ann« þversum-menskunni, mun þó naum- ast vera að búast við því, að hún gangi í dauðann — hennar vegna. Nei, Isafold er að hugsa um að lifa jafnvel aðra eins »pest* og »þvewum«-ofsókoirnar og gerir ráð fyrir, að særingar fornvinar vors B. Kr. og annara gamalla kunningja, muni ekki stytta henni aldur. En tveris vildum vér mælast til af hálfu þversum-forsprakkanna: Fyrst að þeir kynnu það mikið að blygð- ast sín, að hætta að misbrúka svo nafn Björns Jónssonar látins, sem gert hafa þeir i nærri hverju blaði — sömu mennirnir og töldu hann óalandi og óferjandi fyrir ekki meira en rúmum 5 árum, sömn mennirnir og þá voru potturinn og pannan í hinu svonefnda sparki, sem pá not- uðu erfiða aðstöðu hans í landsstjórn- arsæti — út á við — til þess að sverta hann og svívirða — eins og öllum er kunnugt. í þessu sambandi skulum vér og minna á það, að herra Björn Krist- jánsson hefir enn ekki hreinsað sig af þeim áburði hér í blaðinu, að hann hafi verið frumkvöðull þeirrar meðferðar á B. j. — þrátt fyrir nær þriggja mánaða gamla áskorun um það. Og lítum vér svo á, að þar með sé fengin játning um það, að svo hafi verið, af hans hálfu. í öðru lagi vildum vér mælast til þess af bitlingamanna og landsómaga- hjörðinni, sem að Landinu stendur, að hún geri einhverja agnar-nóru- tilraun til að sanna hin vísvitandi ósönnu brigzl til ísafoldar, sem m. a. koma fram i Landinu í gær um »óeinlægni við góðan málstað og eiginhagsmuna-ástríðu«. Þeir góðu menn, þversum-herrarnir, víta ósköp vel, að ísafold hvorki fyr né siðar hefir metið »eiginhagsmuni« nokk- urs. Þeir vita, að ritstjórar henuar bæði f\r og siðar hafa aldrei þegið nokkurs eyris styrk til úthalds blað- inu hvorki af flokknum, sem blaðið hefir stutt, né einstökum mönnum. Þeir vita, að núv. ritstjóri ísa- foldar hefir, meðan Þversumherr- arnir voru í samvinnu við ísafold — tekið á sig, ekki aðeins svo hundr- uðum skiftir, heldur svo þúsundum skiftir, kostnað vegna þeirra mál- efn3, sem blaðið hefir barist fyrir, án þess nokkurn tima að mælast til þess að fá þann kostnað endurgold- inn — án þess nokkurn tíma að mælast til eða þiggja nokkurn bitl- ing. Þegar því þessir menn eru að brigzla oss um eigin hagsmuna- ástriðu, þá getum vér nieð fullum rétti sagt: Það tal er til að hrækja á með fyrirlitningu. Og sé nokkur drengskapur til í þeim, fornum samvinnumönnum ísa- foldar, þá játa þeir þetta. Þversum-stefnan og landkosning- arnar. Þá ósönnu og rakalausu skyr- ing eru Þversum-menn að reyna að gefa á -þessu 20. hvers kjósenda ítaki sínu við laudskosningarnar — að það stafí af stjórnarskrár- og fána-dráps- tsilraununum í fyrra. Nei — og aftur nei! Þetta ítak þeirra er að eius stuud- ar-gróði — fenginn með hinum ailra- lúalegustu pólitísku vopnum — með því að tortryggja stjórnina í svip á svæðum, sem út á við snúa, á svæðum þar sem þversum-herrarnir vita, að stjórnin hefir orðið — vegna landsheill- ar — að þola hverskyns óróttniætar árásir — og þegja við. Brezka samkomulagið, sem stjórnin var tilneydd að gera — er það sem Þversum-menn hafa fengið vind í seglin á. Með nógu mikilli samvizkuleysis-að- ferð var það ærið gott tortiyggingar- vopn. ög það stóð ekki á því að nota það — í þeim herbúðum. Á báðurn buxunum eru þeir viuir vorir þversummenn út af því, að rúmur 1 / i0 hluti kjósenda hefir látið blekkjast af gauragangi þeirra og ærslum og látið ánetjast lista þeirra við landskosningarnar. Er það að vísu von, að þeir sé kampakátir yfir afrekum sínum að hafa þó verið það duglegir að rægja lands- stjórnina með hinum viðsjárverðustu ráðum — að blekt skuii hafa getað rúmlega 20. hvern kjósanda í landinu til fylgis við sig, En hitt er og víst, að öllum atkvæðum þeirra hefir verið haldið til haga. Þetta er fylgið — 20—22. hver kjós- andi — meira ekki. Þeir v i t a þetta ofboð vel sjálfir. Og nánasta framtíð mun færa alþjóð heim sanninn um það. ReyfcjaYíknr-aimáll. Botnvörpungarnir eru nú óðum að koma að norðan úr síldinni. Meðalafli á skip sagður 5000 tunnur, er nemur með brezka verðinu (45 kr.) 225000 kr. Skipafregn: I s 1 a n d fór hóðan í fyrradag áleiðis til Khafnar. Meðal farþega voru kon- súlsfrú Agusta Thomsen og sonur hennar, Jón Norðmann píanóleikari, ungfrú Sylvía Siggeirsdóttir, Kirk verkfræðingur, allmargir stúd,entar o. s. frv. H ó 1 a r, aukaskip Sam.fóh, er vænt- anlegt hingað i dag. Hjónaefni: Steindór Gunnlaugsson cand. juris. bæjarfógetafulltrúi á Akur- eyri og jungfrú Bryndís Pálmadóttir (prests Þóroddssonar). Pétur Ólafsson konsúll frá Patreks- firði er alfluttur hingað ásamt fjöl- skyldu sinni. Þeim hjónum var haldið skilnaðarsamsæti á PatrekBfirði daginn áður en þau fóru á stað. Er þeirra mjög saknað þar vestra. Messað i dómkirkjunni á morgun kl. 12 (sr. B. J.), kl. 5 (síra Jóh. Þ.), í fríkirkjunni í Rvík kl. 12 (síra Har. Níelsson), kl. 5 (síra Ól. Ól.) og í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 12 (síra Ól. Ól.). Landskosningarnar í fyrradag lauk landskjörstjórnin sínu starfi. Við rannsókn Iistanna varð niðurskifting hinna landskjörnu á þessa leið: Hannes Hafstein með Guðjón Guðlaugsson — Guðm. Björnsson — Sig. Eggerz — Sig. fónsson — Hjörtur Snorrason — 1852 atkv 1584 — 1446 — 1319 — 1241 — 1164 — Varamenn verða. Námskeið fyrir stúlkur ætla eg undirrituð að halda næsta vetur með líku fyrirkomu- lagi og áður. Margar námsgreinar er um að velja, bæði bóklegar og verklegar. Kenslan byrjar 15. október. Þær stúlkur, sem ætla að nota námskeiðið, sæki um það sem fyrst. Hólmfríður Arnadóttir. Hverfisgötu 50. (Til viðtals kl. n f. m. til 1 e. m. og 7—8 e. m.). F skilvindan skilur 130 litra á kl.stund og kostar að eins 65 krónur. A seinustu árum hefir enginn skilvinda rutt sér jafnmikið til rúms vegna þess hve mæta vel hún reynist, og hve mjög hún stendur öðrum tegundum Fremri. Hún er mjög sterk, einföld, fljót- leg að hreinsa, skilur vel og er ódýr. Bændur! Kaupið því Fram-skil- vinduna, hún er ekki að eins öðrum fremri, heldur þeirra Fremst Nægar birgðir ásamt varapörtum fyrirliggjandi hjá Kr. Ó. Skagfjörð, Patreksfirði. A-listinn: Sigurj. Friðjónsson með 1237 atkv. Bríet Bjarnhéðinsd. — 1214 — Jón Einarsson 1093 — B listinn: Gunnar Ólafsson með 1061 atkv. Magnús Friðriksson —- 966 — D-listinn: Agúst Helgason með ii44atkv. t Ásgeir Torfason efnafræðingur lézt í nótt kl. 2 eftir langa og þunga lega.^ Æfiminning í næsta blaði. Erfingjar G. Sigmundssonar, íslenzks sjómanns, 22 ár3, er druknaði af gufuskipinu Tummal frá Hull 24. febr. þ. á., eru beðnir að segja til sín. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 13. sept. 1916. Jón Magnússon. Rafmótorar, Dynamo, initunaráliöld og ýmsar aðrar vélar og áhöld er lóta að rafiuagui, útvegar nndirritaður frá ensknm og amerisknm verksmiðjuni. Kostnaðaráætlanir gerðar nm raflýsing sveitaheimila, einstakra bygginga, skipa stærri og smærri og mótorbáta. AðgerOir á mótornm gerðar. Skrifið eftir ókeypis uppiýsingum. S. Kjartansson, Pósthólf 383 Reykjavik c#i7 fíaimaíiíunar Vll'um vér sérstaklega ráða mönnum til að nots vora-pakkaliti, er hlotið hafaverð- laun, enda taka þeir öllum öðrum litum fram, bæði að gæðum og litarfegurð. Sérhver, sem notar vora liti, má ör- uggur treysta þvi, að vel muni gefast. — í stað helllulits viljum vér ráða. mönnum til að nota heldur vort svo nefnda Castorsvart, því þessilitui er miklu fegurri og haldbetri en nokk- ur annar svartur litur. Leiðarvísir á íslenzku fylgir hverjum pakka. — Litirnir fást hjá kaupmönnum alls- staðar á íslandi. dBuctis <Jarvafa6riR Líkkistur frá einföldustu til fullkomnustu gerðar Líkklæði, Líkvagn og alt sem að greftrun lýtur, fæst ávalt hjá Eyv. aArnasyni Verksmiðjan Laufásvegi 2.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.