Ísafold - 16.09.1916, Blaðsíða 4

Ísafold - 16.09.1916, Blaðsíða 4
4 ISAFOLD Steinolíu er langbezt að kaupa 1 Verzl. V O N Laugavegi 55. Regnkápur ull og Waterproof Regnfrakkar »irnpregneredec, hentugir sem haust- Og vor-frakkar. Vetrarfrakkar nýkomnir. Braus TGrzln Reykjayik. Sauðargærur kaupa 6. Gíslason & Hay hæsta verði. Auglýsing. Kennara vantar ífræðsluhérað Þing- eyrarhrepps. Kenslutími 6 mánuðir. Laun eftir fræðslulögunum. Umsókn sé komin til undirritaðs fyrir 20. sept. Þingeyri í ágiist 1916. Þórður Ólatsson. Jarðir til kaups. Af gefnum tilefnum læt eg þess getið, að jarðirnar Unnarholt i Hruna- mannahreppi og Arnarhóll i Gaul- verjabæjarhreppi eru falar til kaups. Reykjavík 15. sept. 1916. Jóhann þorsteinsson. Tapast hefir hundur sem gegnir nafninu »Lappic, mórauður með hvíta bringu, hvítar klær á framlöppum, loðinn, feitur og lálappalegur. Finn- andi er beðinn að skila hundinum að Grettisgötu 17 B eða að Stóra- Hofi á Rangárvöllum. Hafttets pmingaskápar eru ábyggilegastir. Hafa verið i stærstu brunum erlendis, en f>að sem f þeim hefir verið geymt aldrei eyðilagst. Aðalumboðsmenn fyrir ísland: 0. Jofjnsoti & Kaaber. Nýir siðir. 137 — Það á að verða að jarðarberjum, Jean minn, mælti faðir hans. — Nú, en það er þó ekkert annað en óþverri, svaraði Jean. — Er hægt að búa til jarðarber úr óþverra? — Já, góði minn, það er hægt. Úr óþverranum verður hveiti og úr hveitinu brauð og úr brauðinu menn. Þú skalt ekki tala ósæmilega um óþverrann, því þeg- ar þú deyrð og búið er að jarða þig, verð- ur þú einnig að óþverra. Það eru skiln- ingslausir menn, sem hafa óvirt sköpun guðs og komið fyrirlitningu á starfið í moldinni, af því þeir héldu, að þeir mundu sjálfir vaxa í áliti við það að vinna ekki. — En sálin, verður hún einnig til úr hveiti ? — Já, góði minn, því hveitið hefir einn- ig sál. Það kostar hveitikornið mikla ihugun að velja bezta staðinn fyrir rætur sínar, sneiða hjá sýrum í jörðinni og leita uppi feitustu agnirnar í moldinni. Það þurfti mikla skynsemi hjá hveitinu, sem er suðrænt, til þess að komast smámsaman á 138 Nýir siðir. að skýla sér fyrir kuldanum hérna, með því að gera hýðið þykkara. Það kostaði axið mikla ihugun að komast að raun um, að vorið væri hentugasti timinn fyrir blómg- unina. Hveitið, það hefir sáll — Hm, sagði drengurinn; hann hafði ekki notið neinnar trúarbragðafræðslu. — En deyr þá sálin um leið og hveitið deyr? — Nei, það gerir hún ekki, því ekkert deyr. Það einungis lítur svo útl — A! En þegar við deyjum? — Já, þá hættir sérlif okkar, en við veit- um nýju lifi lifl Hað er hroki okkar sem hefir látið sér hugkvæmast það, að við ættum að halda áfram að lifa eigingjörnu lífi. Þess vegna hefir nýja þjóðfélagið fyrst og fremst kent okkur að lifa með og fyrir aðra, um leið og við lifum fyrir okk- ur, og það er eina leiðin til þess að lífið geti orðið okkur bærilegtl Ó-jál Hérna ætla eg nú að gera melónur, og hérna ætla eg að að gera blóm, úr óþverranum, er þú kallar svol Blanche stóð upp af bekknum og fór Nyir Biðir, 139 burt þaðan. Þetta var árangurinn af fyrir- lestrum hennar um lifræna efnafræði, sem garðyrkjumaðurinn var vanur að hlýða á! Hann hafði haft kjark i sér til að koma með það, sem hlaut að fylgja, en það þorði hún ekki I — Hann hefir á réttu að standa, — hugsaði hún, — en, en . . . . draum- órarnir, draumórarnir voru enn þá kyrrir hjá henni. Draumar, er komu ekki fram! Þar var sviðinn! Hún fann til þess, að lif hennar var að morna út af, og gremjan yfir þvi að það mornaði, áður en hún hefði náð mikilvægasta og dýrðlegasta tilgangi þess, þvingaði hana til að kasta út neyðar- akkerinu: að trúa á annað líf. Hún fór niður að tjörninni og settist þar — með dagdrauma sina. Lifið var nú kyrlátt og bjart fyrir framan hana. Hún réð sjálf yfir hugsunum sínum og samvizku. Hún hafði gagnrýnt starfsemi sina og séð gildi hennar vera hjálp í viðlögum, sem væri óþörf, er orsakir sjúkdómanna yrðu takmarkaðar. Þetta hafði eytt fremdargirn- inni úr sál hennar. Að lifa var í sjálfu 140 Nýir siðir. sér einhvers vitði, ef til vill hið eina, er var nokkurs virði, en hún lifði að eins hálfu lífi. Hún lifði þeim helming, er aðr- ir menn gátu krafist af henni, en þann helminginn, er hún átti sjálf, og sem einn- ig var skylda hennar að lifa, hann vantaði. Sólin var að hníga og kynti feykilega rauðan eld bak við krónur trjánna; kol- þrestirnir sungu, og laufsöngvararnir brýndu gogginn í siðasta sinn fyrir nóttina. Óm- ar af gleðisöngvum bárust frá garðinum, og samhljóma tónar, þótt slitnir væru út úr heildinni, liðu frá hljómleikafélaginu, ervar að æfingu i veizlusalnum. Það fór með inngangslagið að Vilhjálmi Tell. Blanche hlustaði ekki eftir hljómunum, en hún fann til nokkurar ólgu í blóðinu, það fór að renna ört að brjóstinu, og yfir hana kom undarlegur óróleiki, er átti i höggi við hugsanirnar, sem enn þá héldust á þeirri braut, er þær voru komnar inn á. En þá fékk hin skæra rödd flautunnar og Alpa-lúðrarnir yfirhöndina, og þá mistu hjól hugsananna óðara tannfestu sína, og hún

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.