Ísafold - 11.10.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.10.1916, Blaðsíða 2
2 IS A F OL D !□ IN /77/ Eiríkssoti ■ N'gi Ij JJusfurstræfi 6 □ *3fo)naéar- cRiyona- ocj Saumavörur Q hvergi ódýrari né betri. þvotfa- og SCrQÍntœtisvorur beztar og ódýrastar. JEaiíiföng ocf ^œRifœrisgjqfir hentugt og fjölbreytt. □i □ □ Sjálfstæðismenn á þingi Þau hafa orðið einstaklega sam- mála stjórnmálahjiiin »Heimastjórn« og »Þversum* d: Lögrétta og Land- ið, að ráðast á ísafold með útiirsnún- ingum og brigzlum út úr ummæl- um vorum um, að Sjálfstæðismenn á næsta þingi mundu verða nokkurs konar vmiðflokkurz og geta orðið áhrifamiklir. Og ekki geta þau, göfughjúin, hugsað sér slíka aðstöðu á þingi, nema flokkurinn selji sig öðrum hvorum hinna flokkanna, »Heima- stjórn* eða »Þversum«. »Landið« byrjaði á þessum sæmilegu ásökun- um, svo vel sem þær fara lands- ómaga- og bankastjóraskjólstæðinga- halarófunni, sem að því málgagni standa. Og blaðið bjó um getsak- ir sínar með því ruddalega orðbragði, sem hæfir ósköp vel allri bardaga- aðferð »Þversum«-kumpánanna, En Lögrétta litla var ekki lengi að lepja upp þetta gómsæta »kosningaflesk«. Það lítur svo út, sem hugur og heili þessara málgagna bindi öll áhrif í stjórnmálum á þingi við hrossakaup, leigu eða sölu á sjálf- um sér. Sumir munu láta sér detta í hug, að málgögn þessi, sem auð- vitað eru sínum hnútum kunnugust, dæmi út frá sínu eigin. En ekki viljum vér ætla, að svo sé ástatt í þeim herbúðum, þótt hinn litt sæmilegi hugsuuarháttur, sem bak við brigzlin liggur, gæti bent í þá áttina. Orð ísafoldar um Sjálfstæðismenn sem miðflokk á næsta þingi, hnigu að þvi, að þeir mundu hafa aðstöðu mitt á milli öfganna í »Heimastjórn« og »Þversum«, og sennilega æði oft verða lóðin á vogarskálinni um framgang mála, og fengið ýmislegt bætt og lagað og þannig haft mikil áhrif. Víða á þingum erlendis eru svo- feldir »miðflokkar« bæði áhrifamiklir og hollir fyrir stjórnmálalífið, ein- mitt til þess að firra það öfgum. En hvergi, nema hér, eru svo saur- ugar blaðasálir, að halda, að aðstaða flokksins hljóti að byggjast á »sölu« og ekki heldur svo skyni skroppnir stjórnmálamenn, að þeir eigi viður- kenni slíkan flokksgrundvöll rétt- mætan og eðlilegan. Aðstaða vor Sjálfstæðismanna (Langsum) hefir verið einmitt sú, að firra stjórnmálalíf vort skaðsemdar öfgum. Aðstaða vor t. d. í stjórnarskrár- málinu er á þá leið. Vér vildum ekki binda stjórnarskrárstaðfesting- una við þau skilyrði, sem Heima- stjórnarmenn vildu láta sér nægja (skilyrðin frá 20. okt. 1913 og 30. nóv. 1914). Þar þótti oss kenna Heimastjórnar-öfga. En vér vildum heldur eigi drepa stjórnarskrána, þegar þrímenning- arnir voru búnir að fá kipt ásteyt- ingarsteinunum burtu. Það vildu Þversnm-menn. Það voru Þversum- öfgar. Og vér fengum siglt mill öfganna. Vér reyndumst þar »miðflokkurinn«, sem barg fyrir þessa þjóð bæði stjórnarskránni og fánanum með óskertum öllum landsréttindum og þjóðinni sjálfri úr óhollri og ástæðu- lausri baráttu innanlands og út á við. Vill »Lögrétta< halda því fram, að vér höfum þá »selt« oss Heima- stjórnarmönnum, þótt svo væri, að þeir áttu þá samleið með oss? Naumast! En því er þá blaðið með þessar ósæmilegu getsakir nú, þegar einmitt er gert ráð fyrir, að í öðrum þjóðheillamálum kunni Sjálf- stæðismenn að eiga líka aðstöðu og geta borgið þeim frá öfgum ? Veldur því hræðslan við, að eigi muni sem ábyggilegastar fullyrðingar hennar um lítið fylgi þingmannsefna vor Sjálfstæðismanna ? Þess vegna helgi tilgangurinn meðaliði Að svo sé háttað um »Þversum«- málgagnið, efast enginn um, er þekkir hið djúpsetta hatur og óvild, sem forráðamaður þess, Landsbanka- stjóri B. Kr., elur í brjósti til beggja þingmannsefna vorra, — það er berg- málar í allri halarófunni, sem hann situr á og sumum öðrum »Þversum«- mönnum, — semsvoeru gerðir, að dug- andi menn eru þyrnir í augum á þeim. — Þeir meta mest þá, er á ræðupöllum og í ritum eru siæpandi um hið »sanna sjálfstæði*, en hafa ekki getu til að vinna neitt, jramkvcema neitt í þá áttina, þótt jafnan séu þeir reiðubúnir til að tor- tryggja þá, sem það gera, meðal lýðsins með allskonar ósönnum áburði. En mundi það vera þetta, sem kjósendum þessa bæjar geðjast að ? Mundu þeir ekki heldur fylkja sér um M. Bl. og Sv. Bj. einmitt vegna þess, að þeir hafa sýnt, bæði í þingstörfum og öðrum störfum, að þeir fyrirverða sig fyrir að gala bara, en gera ekkert, heldur hafa sýnt framsýni og ötuileik, framkvæmda- hug og framkvæmdadug, þar sem til þeirra kasta hefir komið. Kosningabrella. Margt er brallað svona rétt fyrir kosningar til þess að reyna að hafa áhrif á úrslit þeirra. Ein brellan er sú, að reyna að telja kjósendum trú um, að ekki þýði að kasta atkvæði sínu á þetta og þetta þingmanns- efni, þvi hann komist hvort sem er ekki að. Með þessu á að reyna að fá kjósendurna, sem kjósa vilja það þingmannsefnið, sem í hlut á, til þess að sitja heima — eða jafn- vel slá sér á annað þingmannsefni. »Lögrétta« reynir að beita þess- arri brellu gegn þeim Magnúsi Blön- dahl og Sveini Björnssyni, í þeim venjulega tilgangi. Vér biðjum alla kjósendur, sem treysta þeim Magn- úsi og Sveini að fara með umboð sitt á þingi, að láta þessa brellu engin áhrif hafa á sig. Aður en þeir buðu sig fram var vissa um mikið fylgi við þá. Síðan hefir það sýnt sig, að fylgið er engu minna en gert var ráð fyrir í fyrstu. Og sjálf mun »Lögrétta« ekki fara þess dulin, að hvorugur þeirra borgar- stjóra eða bæjarfógeta, sem hún hampar svo mjög, mun eiga von á svo miklu fylgi sem þeir Magnús og Sveinn. Því er hún nú að bralla þetta. — Vér fullyrðum, að kosning Magnúsar og Sveins er viss, ef allir þeir, karlar og konur, sem þeim fylgja, koma á kjörfund og kjósa. Látið ekki villa yður með svo berum brellum. Lækna-embætti. í Þistilfjarðarhéraði er Vilmundur Jónsson cand. med. settur læknir. Guðmundur Thoroddsen Húsavik- ur-læknir fer utan i haust og gegnir Jón cand. med. Jóhannesson embætti hans, meðan hann dvelst ytra. Æfiminningf Vigfúsar heit. Sigfússonar gestgjafa á Akureyri kemur í næsta blaði. Bftlrmæli. Þórður heit. Guðmundsson útvegs- bóndi (frá Glasgow) var fæddur 10. febrúar 1841 í Skildinganesi. For- eldrar hans voru Guðmundur Þórð- arson i Engey og Guðrún Péturs- dóttir. Guðmundur var bróðir Ein- ars beit. prentara, sonur Þórðar dbrm. Jónssonar í Skildinganesi og Margrétar Guðmundsdóttur. For- eldrar Guðrúnar voru Pétur í Eng- ey Guðmundsson, bróðir Margrétar, og Ólöf Snorradóttir ríka Sigurðs- sonar í Engey. Foreldrar þeirra Péturs og Margrétar voru Guðmund- ur dbrm. Jónsson, er siðast bjó á Lágafelli, áður í Örfirisey og Skild- inganesi, og Guðríður Ottadóttir frá Hrólfsskála. Er mjög fjölmenn ætt frá þeim komin hér í Reykjavík og grend. — Foreldrar Þórðar voru þannig systkinabörn. Guðriður Ottadóttir var systir íngjalds í Hrólfsskála föður Sigurð- ar, er þar bjó alla sína æfi, föður Ingjalds hreppstjóra á Lambastöðum og Péturs föður Sigurðar skipstjóra á Gullfossi. — Bróðir þeirra Péturs og Margrétar var Jón stúdent, kall- aður »greifi«, af þvi hann hafði verið skrifari greifa Trampe stiftamtmanns. Jón fór til Færeyja og ílentist þar og er forfaðir Effersöe-ættarinnar. Rúmlega tvitugur fluttist Þórður til Reykjavíkur og stundaði upp frá því útgerð, unz hann fyrir 10—15 árum varð að láta af allri likamlegri vinnu fyrir lasleika sakir. Nokkur ár bjó hann á Grims- stöðum og síðan í Grímsstaðakoti. Arið 1866 þ. 9. nóv. kvæntist hann eftirlifandi ekkju sinni Önnu Þor- kelsdóttur, ættaðri austan úr Arnes- sýslu. Er hún nú áttræð, en hin ernasta. Hefðu þau hjónin getað haldið gullbrúðkaup eftir tæpan mánuð. Þrjú börn þeirra hjóna lifa, 3 synir: Guðmundur, fyrir norðan, Pétur og Þórður, báðir hér i bæn- um. Tvö börn mistu þau uppkom- in, Þorkel og Guðrúnu. Að Görðunum fluttist Þórður frá Grímsstaðakoti, en keypti svo stór- hýsið Glasgow af Agli Egilson heitn- um, sem tók Garðana upp i hús- verðið. Atti Þórður Glasgow nokk- ur ár, en seldi húsið Einari Bene- diktssyni, nálægt aldamótunum. Upp úr þvi hafði Þórður heit. litið um sig, enda þá heilsan farin að bila. Meðan hún entist var Þórð- ur hinn mesti kjarkmaður, sjósókn- ari með afbrigðum, fjörugur og fylginn sér. Og hugar-fjörið hélt sér fram á banaleguna. Hafði Þórð- ur mikinn áhuga á stjórnmálum og skipaði sér þar í fylkingararm, sem heilbrigð sjálfstæðisstefna rikti og var fylgi Þórðar ekki ónýtt, þvi að hann kunni vel að verja málstað sinn og sannfæra aðra um réttmæti hans. Þeim fækkar nú óðum borgurum Reykjavíkur, er þátt tóku í fram- sókn bæjarins, er hann var að fjölga íbúa-þúsundunum síðustu 20 ár 19. aldarinnar. Einn þeirra var Þórður — og er skarð fyrir skildi við frá- fall hans. Erl. símfregnir frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). Kaupmannahöfn, 7. okt. Flestir grísku ráðherr- anna segja at sér. Bússar gera ægileg á- hlaup hjá Luzk og Lem- berg. ítalir setja herlið á land í Albaníu. Tekjuhalli á fjárlögum Dana er 50 milljónirkróna. Nýlenduráð DanaáVest- urheimseyjum hefir verið kvatt til Kaupmannahafn- ar símleiðis í tilefni af sölu eyjanna. Kaupmannahöfn, 10. okt. Bandamenn hafa tekið Sars og sótt 1200 metra fram hjá Morval. Serbar hafa unnið sigur á Búlgörum hjá Pozar. Austurríkismenn hafa tekið Kroustadt aftur. Þjóðverjar hafa tekið 5. herlánið og nemur það 10 Va miljard króna. Kaupm.höfn, 10. okt. — Danski kafbáturinn „Dykkeren" sökk i gær i Eyrarsundi fyrir framan Taarbæk eftir árekstur við norskt gufuskip. Björgunarskip lyftu kaf- bátnum aftur af botni í gærkvöld. — Öllum skip- verjunum var bjargaO nema fyrirliðanum, Chri- stiansen sjóliðsforingja. — Þýzkir kafbátar hafa sökt allmörgum skipum við austurströnd Ameríku. Branabótafélag íslands. Það er nú ákveðið, að Brunabóta- félag íslands byrjar að vátíyggja gegn eldsvoða r. janúar næstkomandi. Það hefir verið lengi að komast í framkvæmd, þetta fyrsta innlenda brunabótafélag. Á-ið 1907 voru fyrst samþykt lög um stofnun félags- ins og var því ætlað að taka til starfa þá þegar. En úr þvi varð ekki. Strandaði á því, að ókleift reyndist með öllu að ótvega endur- tryggingu fyrir félagið, þótt mjög mikið væri fyrir haft. Stafaði það af andróðri útlendu félaganna, sem hér hafa haft eldsvoðatryggingar með höndum. A síðasta alþingi var málið tekið upp af nýju, lögunum breytt nokk- uð í þeim tilgangi, að hægt væri að- láta félagið taka til starfa, jafnvel þótt eigi fengist endurtrygging. Fram- kvæmdarstjóri félagsins, Sveinn Björnsson yfirdómslögmaður, fór utan síðastliðinn vetur i þeim er- indum, að útvega félaginu endur- tryggingu. Mætti hann sama and- róðrinum frá útlendu félögunum sem beitt hafði verið 1907. Samt tókst honum að fá samning um endur- tryggingu fyrir félagið í Noregi, við eitt elzta og tryggasta brunatrygg- ingarfélagið þar í landi. Getur Brunabótafélag íslands því nú tekið til starfa á fyllilega trygg- um grundvelli og áhættulítið fyrir félagið. Jörundi fípast. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var rætt um frumvarp til bráða- birgðalaga um hámark á húsa- leigu. Tilgangur frumvarps þessa var að stemma stigu fyrir ástæðu- lausu og ófyrirleitnu húsaleigu- okri, sem gert heflr vart við sig hér í bænum í haust. Þetta hefir komið sérstaklega hart niður á fátæku fólki í bænum. Jörundur bæjarfulltrúi og þingmannsefni læst vera talsmaður fátækling- anna. Því skaut dálítið skökku við er hann endaði ræðu sína í málinu á því, að hann yrði að greiða atkvæði gegn frumvarpinu eins og það lá fyrir. Borgar- stjóri gat þess að andstaða hans- gegn frumvarpinu mundi stafa af því, að hann væri sjálfur húseig- andi. Ekki skal þess til getið’ hér. Líklegra er að hann hafi fipast á því, að Ben. Sveinsson réðst af miklum móði gegn þess- ari? ráðstöfun og því haldið að hann æ 11 i líka að vera á mótí, af vana að hlýða fyrirskipunum úr herbúðum, sem Benedikt er úr. Þegar Jörundi var bent á hverju megin hann ætti að vera, leiðréttist þetta alt og Jörundur greiddi síðan átkvæði með frum- varpinu eins og það lá fyrir, með einni eða tveim breytingum —- eins og allir hinir bæjarfulltrú- arnir nema Benedikt. En ekki eru vel staðfastar skoð- anirnar, sem hafðar eru á vör- u n u m, þegar mönnum getur fipast þannig. Aheyrandi. Yflrlýsing. Eg útgefandi Ljóssins, lofa að gefa »Samverjanum« hér í R.vik. 200 kr. í byrjun hins — nýja árs. Geri aðrir betur. Munið eftir þeim fátæku, St. í Reykjavík 27 sept. 1916. Einar. Jochumsson

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.