Ísafold - 11.10.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 11.10.1916, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. VerSárg. \ 5 kr., erlendis T1/^ ; } kr. eða 2 dol]ar;bor£- ' \ Isfc fyrir miðjan juh erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ¦ AFOLD í. Uppsögn (akrifl. bundin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda ; fyrir Í. oktbr. og I só kaupandl skuld- * laus vlð blaBið. ¦usA^V>">^i^> ísaí ol darprentsm ið ja. Ritstján: Dlafur Björnsson. Talsími nr. 45J. XLIII. árg. Reykjavik, miðvikudaginn 11. október 1916. 76. tölublað Alþýoufél.bókasafn Templams. 8 kl. 7—8 . Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 11 -S Bcejarfóg ^adkrifstofan opin v. d. 10—2 og 1 ~7 Bæjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 12—8 og :—7 íglandsbanki opinn 10—4. •K.F.TJ.M. Lestrar- og skrifstofa ? ard.—10 -:f>ð. Alm. ftmdir fid. og sd. 8>/« siod. Ijandakotskirkja. Guosþj, 8 og 6 a helfjum , Imrsdakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—8, Bankasti. 10—12. Landsbókasafn 12—3 og B—8. Útlan 1-8 Ijú&ndsbnnaoarfélagsskrifstofan opin fra 12— 2 Landsféhiroir 10—2 og 6—6. Iiandsskjalasafnio hvern virkan dag kl. 1£—% Lanássíminn opinn daglangt (S—9) virka ffiga helga daga 10—12 og 4—7. íiistasafnio opio Irvern dag kl. 12—2 Káttúrogripasafniö opio l'/a—2"/« á sunnuíl. Pósthúsio opio virka d. 9—7, snnnud. B—1. Samábyrgo Islands kl. 1—5. Btjórnarraosskrifstofnrnar opnar 10—4 dagl Talsimi Réykjavlknr Pósth. 8 opinn 8—12. Vifilstaoahælio. Ileimsóknartimi 12—1 *l»jo6menja9afnio opið hvern dasr 12—2 Horfurnar. ffrngmannakjörið í höfuðstaðnum. Margar fljúga nú kviksögurnar um kosningahorfurnar í ýmsum kjör- .dæmum, hver annari gagnstæðar. IFullyrðingar um fylgi þá eins og þá annars þingmannsefnis — fljúgast fbókstaflega i. Er þetta að vísu ekki -óeðlilegt, þar sem nú stendur svo á, við þessir kosningar, að ekkert sér- stakt stórmál er uppi á baugi, því miður, er gangi beint framan að 'kjósendum og heimti svar: »Ertu með eða ertu móti mér?« Hagaðu |>ar eftir kosningu þinni! Nei, eins og sakir standa, hafa 'kjósendur ekki þessa mælisnúru held- ur verða að fara eftir því trausti, sem þeir yfiileitt finna hjá sjálfum sér, til hius einstaka þingmannsefnis, þeim vonum, sem þeir þykjast mega gera sér um vilja og hæfileika fram- tbjóðendanna við rækslu þingstarf anna. En undirstaðan undir því trausti ¦og þeim vonum hlýtur að sjálf- sðgðu að vera undanfarin reynsla. Hér í Reykjavík eru þrír af 6 frambjóðendum gamlir þingmenn. HJm einn þeirra bajarfógetann skal •eg ekki fjölyrða sökum þess, að eg feefi jafnan litið svo á, sem hann stöðu sinnar vegna ætti að vera laus við þingstörf og að það hafi verið rarígt af Heimastjórnarmönn- um að leggja svo fast að honum um framboð, sem orð leikur á. Og sama gildir líka um borgarstjðrann. En um hina 2 gömlu þingmenn- ina, þá Maqnús Blbndahl og Svein Björnsson hefi eg það að segja, að €g þekki ekkert til þingmeskustarfa þeirra, — báðir hafa þeir verið fulltrú- ar Reykjavíkur, — sem ætti að hafa getað svift þá trausti, kjósenda hér. — Enda hefi eg hvergi séð neitt borið fram í þá áttina. Eg vil spyrja samborgara mína: Er nokkur ástæða til að ætla, að þeir muni bregðast framvegis? Er akki einmitt fylsta ástæða til að gera sér beztu vonir um þá, bæði sem þingmenn allrar þjóðarinnar og þing- menn, sérstaklega fyrir höfuðstað- inn. Hefir ekki Magnús] Blbndáhl á þingi verið aðalforgöngumaður haýn- argerðarmdls Reykjavikur, sem nú er að komast í 'framkvæmd höfuðstaðn- um og öllu landinu tii gagns og blessunar. Eða mundu ekki sjávarútvegsmenn, hvort heldur eru atvinnuveitendur svonefndir eða atvinnuþiggjendur, mega treysta Magnúsi Blöndahl að gæta hagsmuna þeirra á þingi í bezta lagi ? Eg tek þetta aðeins sem dæmi, er snerta mjög hagsmuni þessa bæj- arfélags, en vildi gjarna síðar minn- ast á fleira. Mundi í annan stað vera ástæða til fyrir Reykvíkinga að skifta um í fyrra þingsætinu á síðustu tveim þingum, fulltrúasæti hr. Sveins Björns- sonar. Það mun vera fátitt, að jafn ungur maður hafi notið svo a!- menns trausts, bæði utan þings og innan, eins og hr. Sv. Bj. Öllum eru kunn hin miklu og góðu afskifti hans af samgöngu- málum vorum, sbr. Eimskipafélag Islands. Á þingi hafa honum verið falin hin mikilverðustu nefndarstörf og veit eg ekki annað en að starfshæfi- leikar hans hafi hlotið almenna við- urkenningu meðal allra flokka. Enn má minna á afskifti hans af staðfestingu stjórnarskrár og fána, einnig af brezku samningunum, sem hann hefir ómaklega verið mjög lagð- ur í einelti fyrir af sumum mönn- um, er þó verða að játa nú þegar, að í þeim felist mesta sjdlýstaðisvið- urkenning, sem hin íslerzka þjóð enn hafi hlotið, þ. e. að brezka stjórnin semur beint við islenzku stjórnina. Og fyrir hinum sömu mönnum ligg- ur einnig að verða að viðurkenna, að sjálfir samningarnir hafi verið eins góðir fyrir þetta land eins og fram- ast var hægt að búast við, eins og sakir stóðu. Þetta mun sannast áð- ur en varir! Hið síðasta góða spor til eflingar sjálfstæði þessa lands / verki eru framkvæmdir hr. Sv. Bj. fyrir Bruna- bótafélag íslands, sem hann hefir komið á laggirnar sem framkvæmd- arstjóri þrátt fyrir mikla erfiðleika.1) Eg á bágt með að skilja, að Reyk- víkingar telji sig hafa efni á því, að steypa þessum manni úr þingsessi. Og þetta veit eg, að margir játa með mér, alveg án flokksgreinarálits, hvort sem þeir hafa heitið eða heita Heimastjórnarmenn, Verkamenn, Langsum-menn eða Þversum-menn. Menn úr öllum þessum flokkum hefi eg hitt, sem eru fullkomlega ráðnir í því að taka þessa tvo reyndu þingmenn Reykvíkinga, M. Bl. og Sv. Bj. fram yfir hina frambjóðend- urna. Svo á það líka að vera. T. d. vita verkamenn vel, að báð- ir þessir menn hafa sýnt, að þeir eru, ekki aðeins í orði kveðnu, held- ur líka í verki, hlyntir þeirra áhuga- málum og miklu Ukleqri til að geta eitt- hvað^rí fyrir þeirra málá þingi heldur en þeir, tveir sem nokkurir menn úr stjórnum verkmannafélaganna hafa komið að til framboðs, svo sem í nafni verkmannaflokksins, þótt hvor- ugur sé úr peim hópi, fremur en M. Bl. og Sv. Bj. Eg sé, að andstæðingablöð þeirra M. Bl. og Sv. Bj. láta sér ant um að koma þeirri trú inn hjá almenn- ingi, að þeir sé ofboð jylqislitlir. En sú ferðin kringum sannleikann, er fýluferð, því fólkið gripur í sinn eiginn barm og talar við nágranna sína og finnur víðast hvar annað uppi á teningnum — mikið 0% vax andi fylqi með þessum mönnum. Því segi eg það, að allar horýurn- ar hér í hbfuðstaðnum eru fyrir kosn- in%, einmitt peirra Magnúsar Blbndahls 0% Sveins Björnssonar, ef fylgismenn peirra gera skyldu sína, pd að sakja sjdlfir kfórfund. Eg veit, að það sem eg hér hefi flutt fram segi eg í nafni svo margra reykvíkskra kjósenda, að eg leyfi mér að kalla mig reykvíkskan: A-Ö. Hlutafél. .Vðlundur' P íslands fullkomnasta trésmíðaverksmiöja og timbnrverzlun Reykjavík hefir venjulega fyrirliggjandi miklar birgðir af sænsku tiœbri, strikuðum innihurðum af algengum stærðum og ýmislegum listum. Smíðar fljótt og vel hurðir og glugga og annað, er að húsabyggingum lýtur. Um fyrirkomnlag seðlabanka og seðlaútgáfu- Bráðabirgðasvar til herra Björns Kristjánssonar. *) Sjá-aðra grein hér í blaðinu: Brunabótafélag íslands. Ritstj. I. lnnqangur. Fyrir skömir.u er kominn út sér- prentaður greinaflokkur, sem herra bankastjóri Björn Kristjdnsson hefir ritað í blaðið »Landið« og nefnir »Seðlabankar«. Eg minnist þess, að blað herra bankastjórans lét fylgja upphafi þessarar greinar snotur með- mæli til lesendanna og þar með til- mæli um að kynna sér efni þeirra með athygli, með þvi að i þeim fengialmenningur hina sönnu fræðslu um þessi mikilvægu fjármál, og væri hún honum einkarnauðsynleg. Eg bjóst því við mikluaf þessari »fræðslu« Landsbankastjórans, en vildi helzt njóta hennar, er htin væri komin öll, bjóst þá við heildarlegra yfirliti og veigameiri áhrifum af rökfærslum hans. Mér tókst og eftir mikla fyr- irhöfn, að ná í hinn sérsprentaða bækling, sem er eigi að finna á hverju strái, hvað sem veldur. Og svo settist eg við fætur bankaspekings- ins, til að >fræðast«. Eg hafði áð- ur gluggað lítilsháttar í bækur þær um bankamál, sem erlendir fræði- menn í þeirri grein hafa ritað, og hlakkaði nú til að fá kjarnann í því fræðikerfi framsettan á íslenzku af þeim manni, er mest hefir um banka roál ritað hér, og eg, bæði þess vegna og eins stöðu hans vegna, aðalstjórnánda þjóðbanka vors, bjóst við að gera mundi þetta skarplega og itarlega, vel og samvizkusamlega. En eg var ekki búinn að lesa margar blaðsíður í bæklingnum, er eg komst að raun um, að mér mundi ekki verða að vonum minum. Því lengra sem á lesturinn leið varð mér æ ljósara,. svo hvimleitt sem það var mér, að hér var alls eigi á ferðinni óhlutdrægur fræðari fólksins. Og þegar eg hafði lokið lestrinum, lagði eg bæklinginn frá mér með þeim Kosningaskrifstofa Sjálfstæðismanna í Templarasundi 3 er opin daglega kl. 6--10 síðdegis Kjörskrár liggja frammi til athugunar. Allar upplýsingar viðvíkjandi kosningunum gefnai. Komiö á skrifstofuna. Fr amk væm d anefndin. leiðindatilfinningum, að eg hefði verið að lesa sóknar eða varnarskjal frá heldur óhlutvöndum málflutn- ingsmanni, sem og hefði sýnt það um leið, að hann væri laklega að sér í ýmsum atriðum þess, er hann væri að rita um og gerði sig einnig sekan um mótsagnir. Og höfundurinn mótaðist frekar leiðinlega í hug mínum, er eg t. d. rakst á klausu þá, sem stendur að lesa á 4. bls. í bæklingnum og bar hana saman við síðustu setninguna í honum. A 4. b!s. stendur svo: ». . . . íslendingar eru flest- um málum kunnugri en stærri fjármálum. Þeir eru uppaldir við vöruskiftaverzlunina gömlu, og hún er alt annað en löguð til þess að fræða menn um peningamálin. A alþingi voru er þekkingin í þessum efnum eðlilega jafnsljó, þvi jafnvel þar meta gamlir og reyndir þing- menn bankaseðla gullsígildi, hvernig sem á stendur. Má sjá það í umræðunum á þingi 1914. En auðvitað veldur þekking- arleysi mest þeim skoðunumt. En ábls. 31 klykkirhöf. »fræðslu<- bækling sinn út með þessum orðum: »Að lokum leyfi eg mér enn að mælast til þess, að þjóðin láti álit sitt i Ijósi um þetta mál, þvi hér þarf bráðra að- gerða við<. Eg býst við, að fleiri lesendum en mér finnist ekki sem bezt sam- ræmi milli þessara tveggja tilvitnuðu staða og að þeir saman bornir beri ef til vill helzt vitni í þessa átt: Fyrst vill höf. koma því inn hjá fólki, að hann standi öðrum íslend- ingum, jafnvel öllu alþingi, framar um þekking á bankamálum. Með þá trú á það svo að halda áfram lestrinum — fram til loka. Þá á »sérfræði« — myndugleiki (autoritet) höf. að vera bútnn svo að verka á fólkið til samþykkis við hin- ar framsettu skoðanir, að óhatt er að skírskota til dóma þjóðarinnar. En slóttugheit höf. verða samt, eins og stundum vill verða, það endaslepp, að hann varar sig ekki á mótsögninni í upphafi og endanum, og rekur sig því á, þ. e. bankamála- »sérfræðingurinn«, byrjunargeríi höf. rekur sig á — já, ætli maður verði ekki að kalla það — pjóðmálaskúm- inn, lokagerfi höfundar, Eg hefi einhvers staðar rekið mig á, að hr. B. Kr. "segir — lítillátlega eins og samir — eina rökfærslu reka aðra í grein »eins og minni«, svo að ekki megi rífa neitt út úr samhengi. Mun eg að sjálfsögðu, þar sem slíkur maður á i hlut, gera mér far um, eftir því sem mér er unt, að temja mér þá reglu í at- hugasemdum þeim, er fara hér á eftir, um leið og eg leyfi mér að taka fram, að þær eru að eins til bráðabirgða og vildi eg siðan, ef hr. B. Kr. þá ekki með kylfuslögum þekkingar og »fræðslu«-einlægni verð- ur þegar búinn að steinrota mig, reyna að gera það svo fullkomlega, sem málejnið á skilið, ef aðrir mér færari menn verða þá ekki búnir að þvi. Frh. 1 Islenzkur bautasteinn frá Grænlandi. í Arsuk-firði, skamt frá Ivigtut á Grænlandi, hefir fundist bautasteinn, letraður rúnum. Er hann kominn Khafnar, og hefir Finnur Jónsson prófessor þýtt rúnirnar á þessa leið: »Hér liggur Össur Asbjarnarson«. Er því um að tefla minnisvarða frá landnámstímum íslendinga á Grænlandi. Ætti steinuinn því heima hér á Þjóðmenjasafninu, og verða væntaulega gerðar ráðstafanir til að koma þvi í kring. |^\

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.