Ísafold - 24.01.1917, Page 2

Ísafold - 24.01.1917, Page 2
2 ISAFOLD BÆJARSKRÁ REYKJAVÍKU er bezta auelýsinsab v Þótt það æxlaðist svo, að Ó|afur Johnsen dveldi alla sína ævi í Dan- mörku, þá var það alls ekki mein- ing hans í fyrstn, heldur hngði hann á embætti við latínuskólann hér, á það bendir meðal annars, að hann tók ekki praktískt próf i málfræði fyr en 22. desbr. 1866, en það próf þurftu þeir sem ætluðu að verða kennarar við Reykjavíkurskóla, ekki að taka. En embættin voru ekki mörg og ekki á lausum kili, þó mun hann fastlega hafa gert sér von um að- junktsembætti hér, þegar B. Grönda var veitt það 1874, en úr þvi mun hann ekki hafa hugsað til embættis hér á landi, en við kennarastör;: við hinn sama skóla fékst hann tæplega 40 ár. Ekki þekki eg kennara- bæfileika hans, en það hefi eg heyrt lærisveina hans segja, að hann hafi verið mjög vinsæll kennari, enda var hann hið mesta prúðmenni í allri framgöngu, sannkallað ljúfmenni og þýður við hvern mann. Þótt Ólafur sál. dveldi mestan hluta ævi sinnar i Danmörku bar hann þó jafnan mikla rækt til föðurlands sins, var alla æfi frá stiidentsárunum meðlim- ur bókmentafélagsins, og sögufélags- ins nálega frá stofnun þess, enda hafði hann miklar mætur á sögu landsins og allskonar sagnafróðleiks eins og hann átti kyn til. Eftir að hann hafði mist konu sína 1905, kom hann frá 1906 árlega hingað upp til Reykjavíkur og dvaldi með systur sinni, síðast var hann hér uppi sumarið 1914, en fór héðan fyr en hann var vanur, er heims- styrjöldin hófst. Hann var hinn friðasti maður, og mjög líkur föður sínum i sjón, nema hvað hann var tæplega eins stór og þrekinn, og eins að reynd, því Hannes var allra manna vinsælastun Með honum höfum vér mist einn af elztu inn- bornum Reykvíkingum, góðan ís- lending og mannkostamann mikinn. Kl. J. Skiptjón í ofviðri. Snemma í fyrri viku gerði ofsa norðve8tanrok á Vestfjörð- um. í Aðalvík sukku 3 vélbátar, en 2 rak á land. Goðafoss hefir sennilega fengið þá ídýfu, er ríður honum að fullu, í þessu veðri, því að nú sést að eins á sigiutoppa hans og reyk- háf. Mannalát vestra. Samson Samsonarson í Asgarðsnesi við Þingeyri, tengdafalir Jóhannesar hreppstjóra Ólafssonar. Halldór Þeófilusson bóndi í Mið- vík í Aðalvik, aldraður maður. Maren Oddsdótlir, systir Gela heit. í Loðkinnhömrum, föður Odds yfirrétt- armálafl.m, Solveiz Hjaltadóttir, kona Bergsveins Ólafssonar bónda f Súðvík i Alfta- firði. Hhppus Arnason skipstjóri á ísa- firði, aldraður myndarmaður. Úfriðar-annáll Umleitanir Wilsons. Þ. 21. sendi Wilson forseti ófrið- arþjóðunum boðskap sinn — sem fyr er getið um. Þótt hann hvergi nærri boði þar til friðar- samninga, þá bendir hann ófrið- arþjóðunum á, að rétt væri að fá vitneskju um, hve mikið þeim bæri á ihilli með því að vita um kröfur þeirra og skilmála þá, er þær ætluðu að setja fram við væntanlega friðarsamninga. — I stuttu máli: hann spyr bara hverja þjóð fyrir sig, hvað hún ætli sér með þessum ófriði. — Þ. 23. fréttist frá London, að Bretar viti ekki vel, hver til- gangur Wilsons sé með boðskap þessum. Telji sumir hann hug- rakkann. Aðrir segja hann brjóta Monroe-kenninguna, er Banda- menn hafa viljað halda fram, að Evrópuþjóðirnar hefðu engan rétt til þess að blanda sér í málefni Ameríku. Blandi Wilson sér i ófriðarmálin nú, geti Evrópa eins komíð til skjalanna í Ameriku í framtíðinni. Aftur aðrir telja það líklegast, að Wilson þurfi að vita um áform ófriðarþjóðanna til þess að geta ákveðið, hverjum megin Bandamenn eigi að vera, ef til þess komi, að þeir taki þátt í ófriðnum. — En Þjóðverjar urðu hinir ánægð ustu með málaleitun Wilsons. Segja það aðalatriðið, að sá, er um mál þetta fjallar, sé óhlut- drægur — og þ&ð muni Wilson vera. Friðarboð Svisslendinga. Þ. 22. des. sendir stjórnarráð Svisslendinga ófriðarstjórnunum boðskap. Er þar sagt meðal annars, að þeir Svisslendingar haíi vitað um málaleitun Wilsons fyrir nokkru síðan. Tjá þeir sig sammála Wil- son, að friður væri æskilegur sem fyrst. En sjálfir haldi þeir fast við hlutleysi sitt og séu óvil- hallir með öllu. Land þeirra sé sem hólmi í ófriðarbálinu og þeir því í mörgu hart leiknir. Auk þess fái þeir daglega kunnleik af hörmungum ófriðarsvæðanna frá særðubi mönnum og flóttamönn- um, er leiti til þeirra. Vildu þeir því með öllum sínum veika mætti stuðla að friði. Þ. 24. fréttjst frá París, að nú vilji Fiakkar helzt taka sem fyrst til orða áður en fleiri þjóðir komi til skjalanna. Fyrst Svisslending- um hafi verið kunnugt um mála- leitun Wilsons, þá sé ekki annað líklegra, en hlutlausu ríkin séu i einhverju makki við Wilson. Þessar friðarhugsjónir, sem grípi um sig meðal hlutlausu þjóðanna, eigi allar rót sína að rekja til Þjóðverja. Það sé Miðveldum í hag, ef friður komist á nú. En alt friðartalið geti haft friðvæn- leg áhrif á hugi almennings í ófriðarlöndunum — Samherjum til stórtjóns. — Svona var talað á jólum 1^16. En þar eð allir Samherjar þurftu að samþykkja svarið til Þjóðverja, tók tíma að afgreiða það. — Wilson flæktur. Þ. 26. des. kom sú fregn frá Ameríku yfir London, að upp- tökin til málaleitunar Wilsons forseta hefðu komið af umtali á stjórnarfundi Bandamanna um aðfarir þýzku kafnökkvanna. Kom þar til orða mál það og rann- sókn, sem hafln var út af því, að Þjóðverjar söktu skipinu »Marina«, þar sem amerískir borg- arar týndu lifi. Ef svo færi, að rannsóknin leiddi það í ijós, að Þjóðverjar hefðu þar brugðist lof- orðum sínum við Bandamenn í vor, þá væru þeir, Bandamenn, nauðbeygðir til að snúast með al- vöru gegn Þjóðverjum. Er þessar umræður bárust til Bernstorffs greifa, sem er sendi- herra Þjóðverja þar vestra, segir hann aftur Vilhjálmi keisara og Þjóðverjum, að það geti legið við borð, að þeir fái Bandamenn á móti sér. Áður höfðu Þjóðverjar verið búnir að ákveða, að senda friðar- boð sfn út um jólin og láta páf- ann bera þau til óvinanna. Nú snúa þeir sér til hlutlausu þjóðanna og þá hvað helzt til Bandamanna. Verður Wilson þá að taka málið að sér og á um leið óhægra með að snúast gegn 'Þjóðverjum. En það er þeim mikill raunaléttir. Er Þjóðverjar í friðarboðskapn- um varpa frá sér allri ábyrgð á ófriðnum framvegis, hefir það verið skoðað svo, að í þeim orð- um liggi óbeinlínis hótanir í þá átt, að þeir muni grípa til enn 8kæðari úrræða en hingað til. — Eftir því sem menn vita frekast, hafa þeir ekki dregið af sér í viðureigninni hingatð til, nema ef vera skyldi að mögulegt hafi verið fyrir þá að nota kafnökkvana vægðarlausara en verið hefir. — Er því alment búist við, að þeir verði notaðir ennþá meira hér á eftir en nokkru sinni áður. Fari svo, má búast við því, að spell þeirra komi mjög niður á Bandamönnum, og því var það gott bragð Þjóðverja að flækja Wilson svo inn í friðarmálin, að hann ætti örðugt með að snúast gegn þeim ef í það fer. Þjóðverjar svara Wilson. Þ. 26. des. var og svar Þjóð- verja upp á málaleitun Wilsons afhent sendiherra Bandamariina í Berlín. Var það þess efnis, að hinni keisaralegu stjórn virtist heillavænlegast, að málsaðilar kcani saman til ráðagerða ein- hversstaðar í hlutlausu landi, og þá yrði fyrst lagðir fram friðar- skilmálarnir. Þá mætti einnigtaka til meðferðar hvernig hægt væri að komast hjá ófriði í framtíð- inni. Að því vildu Þjóðverjar vinna með Wilson. Óánægja nokkur varð í Ameríku út af því, að Þjóðverjar ekki hefðu látið að óskum þeirra þar og sagt friðarskilmála sína. Boðskapur Norðurlanda. Þ. 28. des. senda stjórnir Norð- urlanda samhljóða boðskap til ófriðarþjóðanna. Skýra þær þar frá, að það sé að bregðast skyldu sinni gagnvart þjóðura sínum og mannkyninu, ef þær hefðu ekki ein- lægan áhuga á að koma einhverju þvi í framkvæmd, er gæti stutt að því að leiða til lykta hörm- ungar þær og tjón — siðferðis- legt og efnalegt — sem æ meir og meir stafði af ófriðnum. Stjórnirnar 3 láta þá von í Ijós, að viðleitni Wiisons fái þann árangur, er sæmi hinura göfuga hugsunarhætti, er lýsi sér í gerð- um hans. Boðskap þessum var heldur vel tekið hjá Miðveldum, ef' nokkuð var, en Samherjar tóku því fremur stirðlega. Er þeim þó virt það til vorkunnar smáþjóð- urn Norðurlanda, að þær vilji koma sér sem bezt, synda milli skers og báru og koma sér við engan illa, enda mun það hent- ast. Samherjar svara Miðveldum. A gamlársdag varð andsvar Samherja kunnugt almenningi gegn boðskap Þjóðverja frá 12. des. Kom það fáum á óvart þá, að þeir þvertóku fyrir að hugsa nokkuð til friðar fyrst um sinn. Fyret og fremst neita þeir því algerlega, aö þeir eigi upptökin að ófriðnum. Síðan láta þeir þá skoðun sína i ljós, að í raun og veru sé það ekki alvara Þjóðverja að vilja frið nú, það sé ekki annað en látalæti til þess að vekja, sundr- ung og óánægju í liði Samherja. Ef sezt sé nú að friðarsamning- um, þá vilja Þjóðverjar dæma styrk og afla þjóðanna eftir her- 8töðunni, eins og hún er í Evrópu. Slíkur dómur verði auðvitað Mið- veldum í vil, þareð þeir hafi vald á miklum landsvæðum Sam- herja. Fullvissa Samherjar einróma, að enginn friður sé mögulegur, á meðan eigi sé veítt trygging fyrir fullri uppbót á öllum réttarbrot- um, að almennur þjóðaréttur verði viðurkendur, og amáríkin fái fult frelsi. Full vissa verði og að fást fyrir því, að grafið sé fyrir rætur á öllum þeim mein- um, sem hafa hingað til getað leitt til ófriðar. 10 ríkin: Rússland, Frakkland, England, Japan, Ítalía, Serbía, Belgía, Montenegro, Portúgal og Rúmenía sendu Miðveldum þessi boð. — Ennþá hafa Samherjar ekki svarað málaleitun Wilsons, en heyrzt hefir, að þeir muni í því svari víkja eitthvað að friðar- skilmálunum. Vestur vígslóðin. Þ. 15. des gera Frakkar meirí háttar áhlaup norðan við Verdunr milli Meuse og Woevre, á 10 km. löngu svæði. Komust þeir í fyrstu lotunni eina 3 km. áfram og þykir það gott þar um slóðir. Var þetta í sama rnund 0g Joffre lét af herstjórn. í stað hans kom Nivelle, er unnið hefir sér góðan orðstír i vörninni við Verdun. En svo fór með þetta áhlaup, eins og hin fyrri þar, að ekkert varð úr árangri, þegar frá leið. Þjóðverjar voru fljótlega búnir að auka svo lið sitt þar, að Frakkar komust hvergi. Dagana næstu virtist hinn nýi herkonungur hafa aðra aðferð en hinn fyrri. Smáskærur urðu á allri herlínunni milli fjalls og fjöru. Fóru menn að spá þvi, að hann ætlaði sér að fara öðruvísi að ráði sínu en Joffre. Venjulega aðferðin á vestur- vígslóðinni hefir venð sú, að safna sem mestu liði á einn einasta stað, og reyna til af alefii, að* komast þar áfram. Þannig fóru Þjóðverjar að ráði sínu við Verdun. En Frakkar stóðust mátið — þeirra var sig- urinn. En Joffre fór alveg eins að ráði sínu við Somme — og sigiírinn varð Þjóðverja. Hefir nú verið kyrt ,þar um stund og hafa Þjóðverjar fullýrt, að nú. væru þeir búnir að búa svo vel um sig þar, að viðbúnaður þeirra hefði aldrei verið betri, Hvað er þá orðið úr öllu kappi Englendinga og öllum þeim ó- grynnum, er þeir hafa borið í ófriðinn|? — Fdlbyssusmíði sína hafa þeir þúsundfaldað nokkrum sinnum. Fyrir hvert tonn skot- færa, er þeir eyddu í ófriðnum í sept. 1914, þurftu þeir í júlí 1915 ein 350 tonn og í júlí 1916 11— 12000 tonn. Þessu hefir Lloyd George komið á stað. í Rnmeniu hefir Miðveldaherinn sífelt vaðið áfram. Er Mackensen nú búinn að leggja undir sig alt Dobrudscha* héraðið, og er ekki annað sýnna, en hann innan skamms komist yfir Dóná fyrir ofan mynniskvísl* arnar. Er hann þá kominn inn í eitt frjósamasta hérað Rússlanas. Hafa Samherjar orð á því þessa daga, að inikill sé viðbúnaður Rússa gegn Mackensen þarna í Bessarabíu; svo heitir héraðið norðan við Dóná. Sé Miðvelda- hernum ekki meira viðnám veitt þar en í Dobrudscha, geti vel farið svo, að einn góðan veður- dag sé Mackensen kominn til Odessa, kornborgarinnar miklu norðanvert við Svartahafið. Vestan við Dóná er miðvelda- herinn kominn enn lengra norð- ur, alla leið á móts við bæinn Foesani. Eigi er það óhugsandi, að tílgangur Miðveldismanna með þessari öflugu árás á Rúmeníu sé enn víðtækari en að leggja haua

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.