Ísafold - 24.01.1917, Page 3

Ísafold - 24.01.1917, Page 3
ISAFOLD 3 Tiomið með augíýsingar i Bæjarshrána fyrir íjeígi á skrifsfofu Ísafoídarf undir sig, og ná þar mat og steinoliu. Komist þeir leiðar sinnar norður úr Rúmeníu eru þeir líka'. Komnir á hlið við og jafnvel aftur fyrir herstöðvar Rússa, á gömlu vígslóðinni milli Rúmeniu og Eystrasalts. Það verður timinn að leiða i ljós hver fljótari verður, Mackenzen að komast norður úr Rúmeníu og Rússum í opna skjöldu, eða Rúss- ar aðbúa sig á þessum stöðvum svo þeir geti staðist árásir hans Eimskipafélagsins minst. í silfurbrúðkaupsveizlu á Siglu- flrði skömmu fyrir jólin mælti einn veizlugestanna fyrir minni Eimskipafélagsins. í ræðulok bað hann menn minnast félags- ins og silfurbrúðhjónanna um leið með því að leggja fram í veizlunni nokkuð fé til hluta- kaupa í félaginu. Að afloknum húrrahrópum fyrir félaginu, voru þegar lagðar fram 300 krónur. Bættist síðar við og fengu silfur- brúðhjónin á þenna hátt í brúð- kaupsgjöf 500 krónur í Eimskipa- félagsbréfum. Þetta er falleg minning og eftirbreytnisverð. Sendiförin til Lundána. Svo hefir ráðist úr um endui- nýjun brezku samninganna, að landsstjórnin hefir kvatt þrjá kaupsýslumenn hér til þess að fara af vorri hálfu til Lundúna til samninga. Eru það þeir Pétur Olafsson konsúll, Páll Stefánsson umboðs- sali og Carl Proppé framkvæmda- stjóri. Lögðu þeir af stað héðan með íslandi í fyrradag og bjugg- nst við að fá landgönguleyfi í Leith og halda þaðan til Lundúna. En þar eru fyrir þeir Björn Sigurösson og Richard Thors framkvæmdastjóri, sem einnig eiga að fást við samningsgerðina. Ný bók eftir Ólafíu Jóhannsdóttur* sem um mörg ár hefir dvalið i K-rist- janíu, er hingað komin. Heitir hún: De Ulykkeligste (Aumastir allra) og segir frá vændiskvenna- háttum í Kristjaniu og störfum Ólafíu til líknar og björgunar þessum vesalingum. Er Ólafia nú landskunn orðin í Koregi fyrir sina stöku líknarstarfsemi. (Baejarskráin 1917 Ef einhver félög eru enn hér í bæ, ný eða gömul, sem ekki hafa látið útgefanda (ritstjóra ísafoldar) í té vitneskju um félögm eru stjórnir þeirra vinsamlega og eindregið beðn- ar um að senda honum svar við þessum spurningum — fyrir viku- lokin: i. Nafti félagsins og stofndagur ? 2 Markmið félagsins ? j, Eignir pess, sjóður, árstillag o.s. frv. jf. Hverir skipa stjárn p$ss. f. Tala félagsmanna. Sextíu ára hjúskapur. Hjón eru í Eyjnfirði, Kristján As- mundsson og Guðrún Án adóttir í Víðige ði voru í haust búin að vera 6o ár í hjónnbandi — og voru þá 84 og 86 ára aó sldri. Bannlaga-tlómur I yfirdómi var á mánudaginn kveðinn upp dómur í máli, þvi er frú Margrét Zöega hafði höfðað gegn landsstjórriinni, út af svifting á veit- ingaleyfi, vegna bannlaganna. Uodirréttur hafði sýknað lands- stjórnina og staðfesti yfiriéttur þann dóro. At hálfu landssljórnarinnar flutti málið Sveinn Björnsson, en af hálfu frúaúnnar Lárus Fjeldsted. Embætti. I stað hins setta bæjarfógeta Reykjavíkur hr. Sig. Eggerz, verður cand. jur. Kristján Linnet settur sýsiumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Þeir gerast eigi fáir nú hinir settu embættismenn og sýslana- mentr vorir: Báðir framkvæmda- stjórar og annar gæzlustjóri Landsbankans, bæjarfógetinn í Rvik, sýslumenn Árnes-, Borgar- fjarðar- og Suður-Múlasýslu — að ógleymdum biskupi landsins, einum prófessor í guðfræðisdeild Háskólans, einum prófessor í lagadeild, einum dócent í guð- fræðisdeiid, og sjálfsagt fleirum. En það er neyðarúrræði hið mesta að hafa allar þessar setn- ingar, sumar hverjar í mikilvæg- ustu embættum landsins. Fyrsti assistent i Lands- bankannm, minsta kosti að kaupi til, segir sagan, að forseti sameinaðs alþingis, præp. hon. síra Kristinn Daníelsson hafi orðið með nýárinu og hafi sá »gerningur« verið hið síðasta stjórnarverk, sem hinn hæst- virti fjármálaráðherra, hr. Björn Krist- jánsson hafi framið í þeirri stofnun. »Aldrei meiri þögn varð í heimi« — hjá Landinu blessuðu, hirðmálgagni hr. B. Kr. en er ísafold flutti þá fregn í haust, að hinn hæstvirti forseti væri orðinn assistent í Landsbankanum. — Blaðið steinþagði. En sendiþjón- ar hr. Bj. Kr. voru látnir bera það út, að þetta væri að eins bráðabirgðaráð- stöfun, forsetinn ætti að eins að afrita einhverskjölfyrirfasteignamatsnefndina! Nú sjá meun heilindin í þeim sögu- burði, eins og svo mörgu öðru, sem fram gengur úr ranni B. Kr. — hins hæstvirta fjármálaráðherra! Oft hefir B. Kr. verið brugðið um stjórnmálahlutdrægni í meðferð sinni á stöðum í Landsbankanum. En vafa- laust mun þó þessi sfðasta stjórnarat- höfn hans þar verða talin nr. 1 af því tagi, o: að hlaða svo alreg órök- s t u 11 undir sinn einasta t r y g g a íylgismann í þiuginu, þvi' að hver niundi telja hiun núverandi forseta Sam. þiugs svo sórstaklega hæfan tii banka- sta<rfa — að honum ólöstuðum — að haian eigi alt í einu, nýsmoginn inn i bankant), að skjóta bak við sig mörgum þaulvönum, margra ára starfsmönnum hans. Nei, hór er að eins tll ein skýring, stórkostleg pólitisk hlut- d r æ g n i, sem hvorugum hinna hæst- virtu herra er til sæmd&r. Það er hið minsta, sem sagt verður um það. En ef til vill fer hór eitthvað milli mála og heflr þá ísafold væntanlega gefið vini sínum, hæstvirtum fjármála- ráðherra, tækifæri til að lelörétta miss hermið. Mannalát nyrðra. Arni Hattgrímsson bóndi frá Garði í Öngnlstaðarhreppi í Eyjifjarðarsýslu. Kristin Benediktsdóttir (Kristjánssoi:- ar prófasts í Múla), kona Björns (óhannssonar frá Ljósavatni, lézc 3. desember 63 ára að aldri. Mesta merkiskona. Friðrik Vigfússon Rauðholti. Tutt- ugu börn hans fylgdu honum til grafar, segir Nl. ReykjaYlkor-annálI. Sundlaugarnar, sem bærinn á, eru í háðungarástandi. Leiðsla heita vatnsins úr sjálfum Laugunum, svo biluð, að ekki kemur að hálfu gagni og mýravatn flyzt í þeim og á annan hátt niður í sund- iaugina og gerir vatnið bæði gruggugt og kalt. Ovíða á bygðu bóii mundi eins hægt að gera hitin heilsusamlegasta baðstað — jafnt vetur sem sumar, ef því væri einu sínni kostað til, sem við þarf til að gera sjálfa laugina þótta og leiðsluna sterka. Og, viljum vór bæta við, klefana bærilega. Þeir feðgar, sundkennararnir Páll og Erlingur, leggja á sig margt erfiðið til þess að reyna að bæta hið slitna fat, en það er þeim jafnt og öðrum ofraun, eins og allur frágangurinn er. Vór vildum að þessu sinni vekja athygli bæjarstjórnar á þessu ófor- svaranlega ástandi, en murtum senni- lega bráðlega minnast betur á hví- líkur heils&brunnu sundlaugin g æ t i orðiö ungum og gömlum, ef henni væri sjálfsagður sómi sýndur. Fimtngsafmæli á Þorsteinn G í s 1 a s o n ritstjóri og skáld á morgun. Er hann löngu orðinn þjóðkunuur sem eitt af g ó ð skáldum vorum og hefir þar að auki unnið bókmentum vorum mikið gagn á seinni árum með útgáfu ýmsra ágætra bóka. Við ritstjórn hefir hann fengist nú rúm 20 ár. Um þ á hlið starfsemi hans er ísafold sennilega ekki óhlut- drægur dómari og sleppir því þess vegna alveg, um leið og hún árnar afmælisbarninu heilla. Fisksalan til Englands. Flutnings- skipið Are hafði meðferðis mikinn fisk í síðustu ferð sinui til Bretiands. Seld- ist aflinn fyrir 5300 sterlingspund. Hjálpræðisherinn er nú búinn að koma upp hinu nýja gistihæli sínu og mun því uánar lýst 1 næsta blaði. Skipafregn. Island fór til útlanda á mánu- dagskvöldlð. Farþegar voru þessir: Kaupmennirnir Jón Björnsson, Páll H. Gíslason, J. L. J. Bjerg, Wetlesen, Gísli Þorbjarnarson, Chr. Nielsen, Einar Einarsson skipstjóri, Kr. Torfa- son, Steiun Emilsson, Halldór Sig- urðsson, rlansen bakari, H. S. Hanson kaupm., Bogi Brynjólfsson, P. A. Óiafs- son konsúll, Cari Proppé, Kr. Skag- fjörð umboðssali, Geir Thorsteinsson útgerðarstj., Guðm. Jóhannsson skipstj., Egill Jaeobsen kaupm. og frú, Einar Erlendsson byggingameistari og fsú, Thora Friörikson, Sofia Daníelsson, Kristín Þorvaldsdóttir, ungfrú Ásta Zoöga, G. Copland, Berends fulltrúi, L. Andersen klæðskeri, Aage Vestskov og Páll Stefánsson. Aðkomnmenn. Þórhallur Daníels- son kaupm. frá Hornafirði og Guðm. Jónsson frá Hoffelli, eru nýkomnlr að austan, eftir 12 daga landvegs- ferðalag, og það tekur jafnlangan tíma H.f. Eimskipafélag Islands Sú breyting verður á ferð e.s GULLFOSS i marz, að skipið fer ekki til Kaupmant'ahafnar, heldur aðeins til Leith og snýr þar aftur til Reykjavikur. Skipið fer væntanlega héðan fyrst í marz. Kaupmenu, sem búnir voru að biðja um pláss í skipinu frá Kaup- mannaböfn í þessari ferð, eru beðnir að athuga þetta. Reykjavík, 20. janúar 1917. H.f. Eimskipafélag íslands Mótorbátur ekki mjög stór, en i góðu ásigkomulagi óskast keyptur. Verð, ásigkomu- Iag og hestöfl ásamt stærð og aldri, í bréfi merktu V, ifhendist af- greiðslu Morgunblaðsins fyrir 1. apríl þ. á. með nútiðarverkfærum fer fram í Brautarholti á Kjalarnesi á komandi vori. Það sem kent verður er: Plægingar, grassléttun og sáðsléttun og garðrækt, sérstaklega til fóður- rófna, skurðgerð og vatnsveitingar. Kenslan byrjar 14. maí, og stendur yfir 6 vikna tíma að vorinu og. 2 vikur að haustinu, Umsóknir sendist til Búnaðarfélags íslands eða Jóhanns Eyólfssonar í Brautaiholti. Fræsaian í þingholtsstræti 3 selur allar tegundir af fræi og útsæðiskartöflum. Vegna útflutnings- banns á gulrófnafræi frá Danmöiku, kemur ekki meira fræ á þessu ári. Sendið því pantanir yðar fljótr. sími 422. Quðný Ottesen, Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fekst hann, Rekdufl, bjargliringir, boiðstokkshlífar, inanilla,biktaug, segldúkur úr hör og bómull, saumgarn, netagarn* fiskinmbúðagarn, fiskistriga (Hessian) Kaupa menn bezt og ódýrast í Netoverzlun Sigurjöns Pjeturssonar. Hafnarstræti 16. Sími 137. að komast hingað úr Hornafirði og hóðan til New-York. Matthías Ólafsson alþm. verður sextugur á morgun. Brezkt herskip kom hingað inn á höfnina í dag sendi^SrasA Samtal nm sendurerrasveitina ? A. Hvernlg lýst þór á nýju sendi- herrasveitina, sem farin er til Lundúna? B. Eg skil ekkert í því, að land- stjórnin skull. vera að senda svona Pótur og Pál, og slíka Kalla — í þessa för. Næsveitamenn era viusamlega beðnir að vitja Isafoldar í afgreiðsluna, þegar þeir eru á ferð 1 bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja mjólk til bæjarins daglega. Áfgreiðskc opin á hverjum virkam degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 1 kvöldin. A Veiztu hvort þeir eru vel færi í ensku? B. Það veit eg aldrei, en hvað geri það. Ef þeir kunna ekkl ensku, Ul þeir bará'- P-mál!

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.