Ísafold - 10.03.1917, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.03.1917, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD Leikfélaginu er sæmd að því, hversu vel Nýársnóttinni er komið í kerfi á leiksviðinu mi, sennilega betur en nokkru sinni áður. Leikurinn er miklu meira fyrir augað en eyrað — rétt eins og Álfnóll Heibergs. Sjálft er leikritið upphaflega búið til af tvítugum sveita-skólapilti — fýrir meira en mannsaldri (37 árum), og því ekki furða þótt það, á ýmsa lund, beri vott full-þroska-skorts, Ea víst er um það, að eicdregið snertir það viðkvæma samúðar-strengi alþýðunn- ar — án þess í *neinu atriði að þjóna skrílskendum. Það er vist, að Nýársnóttin á langa lífdaga fyrir höndum á íslenzku leiksviði, þótt játa verði, að eigi hafi í sér fólgna þá kosti, sem þykja tilheyra leik- sviðslistarviðleitni vorra daga. Nokkurir nýir leikendur fá að spreyta sig fyrsta sinn á leiksviðinu í Nýársnóttinni. Þar á meðal elsk- hugarnir i leiknum, og er um bæði það að segja, að mega með meiri þroska og æfingu að góðu liði koma. Þá hefir leikfélaginu og bæzt leik- andi í þeim er leikur Svartáif þræl (Eyólfur Jónsson rakari). Er þar auð- sær leik-áhugi, sem' vel má verða Leikfélaginu ábati á sinu sviði. »Geta ber og Guðmundar« stend- ur þar. Og eigi má svo við þess- ar linur skiljast^ að eigi sé minst frú Halldóru Vigfúsdóttur, sem enn af nýju sýnir, að henni er trúandi fyrir að ljúga ekki á leiksviðinu, heldur eiga i fórum sínum fyrirtaks- leikgáfu — eitthvað svo dæmalaust »trúverðugt«, sem greinilega hefir sýnt sig, bæði í Syndam annarra í ömmuhlutverkinu og nú i Nýárs- nóttinni. Svo er um leiksýningar hér i bæ sem annað, að »í dýrtíðinni« verð- ur að »láta tilganginn helga meðalið*, þ. e. tjalda því, sem líklegast er til að »ganga í fólkið*. Er það ekki nema eðlilegt, að um það sé aðal- lega hugsað — á þessum tímum. En þó — I Mættum við ekki vænta þess, að Leikfélagið sæi sér fært — að lofa okkur áhorfendum að sjá eitt- hvað nýtt, sem verulegt braqö væri að og gefa þeim, sem í félaginu starfa — ný hlutverk, sem kveikt gætu í þeim löngun til að: spreyta sig. Eoo. ----"iit- ............ Iþröttafél. Reykjavíkur 10 ára. Á morgun, n. marz, eru 10 ár liðin frá því að íþróttafélag Reykja- víkur var stofnað. Er það nú elsta og fjölmennasta íþróttafélag á íslandi, meðlimir um 200 alls. Það hefir ætíð haldið uppi leikfimisæfingum á vetrum frá því það var stofnað, og aukist ár frá ári. Fyrrti kennari fé- lagsins var Andreas Bertelsen, er var for- stjóri klæðaverksmiðjunnar. Iðunnar. Var hann áhugasamur mjög og kendi félagsmönnum ókeypis fyrstu árin. Nú hefir félagið þrjá kennara ogstarfar í sex flokkum. Fyrst framan af var að eins einn flokkur í félaginu, en 1913 var stofnaður flokkur fyrir «ng- linga. 1915 var stofnaður flokkur fyrir eldri menn (svokallaður Menta- mannaflokkur eða »01d Boys«). 1916 voru stofnaðir 3 flokkar, fyrir konur eldri en 16 ára, fyrir drengi og fyrir stúlkur innan þess aldurs. Húsbyggingarsjóður var stofnaður í fyrra að tilhlutun hr. yfirdómslög- manns Sveins Björnssonar. Var það gert vegna þess að stöðugt kreppir meir og meir að félaginu hvað hús- rúm snertir og er það alveg undir hælinn lagt hversu lengi það fær að nota leikfimishús Mentaskólans, sem það notar nú aðallega. Sjóður þessi er heldur fátækur enn og ættu þeir, sem ráð hafa á og íþróttum unna að styrkja hann með fégjöfum, þvi þar er gefið góðu málefni og iþrótta- mönnum vorum hjálpað til þess að fá viðunandi húsnæði. Leimfimissýningu hélt félagið fyrst 5. júní 1910 í Barnaskólagarðinum og þótti takast vel. Siðan hefir það haft sýningu nærfell á hverju ári. Til þess að minnast 10 ára afmæl- isdags félagsins koma félagar allir saman á Nýja Landi á morgun, en aðalafmælisfagnaðurinn verður i Iðnó á miðvikudaginn kemur. -----T -----! Sjúkrasamlag Iieykjavíkur hélt aðalfund sinn síðastliðiö mánudags- kvöld. Sökum fólaga-fæðar á annan bóginn og ofmikílla veikinda samfara dyrtíðinni, stendur hagur samlagsins ekki eins vel og vera bæri. En um að kenna tómlæti þeirra, sem »vita ekki hvað þeir eru að gera,« er þeir. fresta um e i n n d a g að ganga í samlagið. Stjórn eamlag3Íns var endurkosin, nema hvað Steindór Björnsson kennari kom í stað Guðm. Björnson land- læknis, sem aftur var kosinn heiðurs- félagi ásamt þeim síra Ólafi fríkirkju- presti og Tryggva Gunnarssyni. Nokkuð hafa tillög samlagsmanna hækkað s^o sem vonlegt er og óhjá- kvæmilegt á þessum tímum. Úthlntun nauðsynjavara. Bæjar- búar notfæra sór dyggilega nauðsynja- vöru-miðana, sem bæjarstjórn lætur afhenda daglega — til þess að ná sór í kol, steinolíu og sykur. Sykurskamtur- inn hefir nú verið færður niður um þriðjung. Rausnargjof barst Landsspítala- sjóðnum nýlega frá manni, sem eig vill láta nafns getið, 1000 krónur. Kviksögnr hafa gengið um bæinn um, að Valurinn, danska landhelgis- gæzluskipið, væri fenginn til að flytja póst og farþega frá Kaupmannahöfn hingað. En enginn flugufótur hefir enn fundist fyrir þeirri fregn. Skipafregn. Þ ó r, botnvörpungur fiski- veiðahlutafélagsins Defensor kom, öll- um á óvart, til Seyöisfjarðar á mánu- daginn. Hafði fengið leyfi brezkra stjórnarvalda til að fara beint hingað frá Kaupmannahöfn, póst- og farþega- laust. Einn hinua skrásettu háseta er Þórður Sveinsson fyrv. póstafgreiðslu- maður. Þór fór frá Seyðisfirði norður um land og tók saltfarm á Akureyri. Er væntanlegur hingað í dag. Skipin Activ og Are hafa ný- verið komið hingað frá Englandi, og munu þá að mestu taldar siglingar til Islands á þessum eíðustu og verstu tímum. Messað á morgun í Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 12 (síra Ól. Ól.). Messu- fa.ll í Fríkirkjunni í Beykjavík, en aðal- fundur safnaðarins haldinn kl. 5 síðd. í kirkjunni. í Dómkirkjunni kl. 12 (síra B. J.). Kl. 5 8Íðd. (síra Jóh. Þork.). ÚtflntnÍBgsbann Atvinnumálaráð- herrann hefir 1. þ. m. gefið út svo- hljóðandi reglugerð um útflutnings- bann á /msum vörum: »Bannað er að flytja út úr landinu eða selja úr land- inu allar aðfluttar nauðsynjavörur, svo sem matvæli, veiðarfæri, salt, kol, stein- ol/u 0. s. frv. Eun fremur er bannað að flytja út úr landinu eða selja úr landinu smjör, sem framleitt er hór á landi. Þó er heimilt að birgja upp skip, sem sigla frá íslandi, til næstu er- lendrar hafnar, sem þau ætla að koma á. Brot gegn fyrirmælum 1. gr. varða sektum frá 500 til 5000 kr., og auk þess skulu hinar afhentu vörur teknar aftur. Fer um mál út af brotum þess- um sem um almenn lögreglumál. Reglu- gerð þessi öðlast gildi þegar í stað og fellur jafnframt úr gildi reglugerð 6 ágúst 1914, um ráðstafanir til að tryggja landið gegn hættu, sem stafað geti af ófriði í Norðurálfu, samkvæmt lögum 1. ágúst 1914. ----- ---------------- Um álit launanefadarimiar og heilbrigðismál voi, Eftir Árna Árnason, lækni í Dalasýsln. »Credo ego vos jndices mirsri qnidsitijnod qnnm tot snmmi oratores hominesqne nobilis- simi hic sedeant ego potis- simns snrreierim, qni neqne aetate neqne ingenio neque anctoritate sit cnm iis, qui hic sedeant comparandns.* C i c e r o. Milliþinganefndin í launa- og eftir- launamálinu hefir nú birtt álit sit, og er það stór bók. Um efni hennar hefir áður verið nokkuð getið í blöð- unum, og skal það ekki rakið hér. Einnig hefir verið fundið að gerð- um hennar að ýmsu leyt.i, en eg hef ekki séð litið á áiit hennar frá lækna sjónarmiði aðallega. Efni þessa máls á að verða það, að geta um og athuga þau atriði í nefndarálitinu, sem sérstaklega fjalla um heilbrigðis- málin og læknastéttina. Þetta er aðal- lega að finna í bókinni I frumvarpi til laga um laun embættismanna með athugasemd (bls. 190—242) frv. til laga um skipun læknishéraða o. fl. með aths. (bls. 261—271) og víðar á stangli. Fyrst skal skýrt frá helztu tillögum nefndarinnar, að því er kemur til lækna. Landlækni eru ætluð 3Ó00 upp í 4500 kr. laun. Læknishéruðum, utan Reykjavíkur, er skift í 3 flokka og eru launin í þeim héruðum, sem launanefndin (hér eftir skammstafað lnfd.eðalnfdin)telut bezt, i2ookr.; þau eru 9. Launin í 9 lökustu héruðun- um eru 1800 kr., en í hinum öll- um 23 eru þau 1500 kr. eins og nú. Héruðum er fækkað um 5, svo að þau verði 42. Þau 5, sem leggj- ast eiga niður, eru Flateyjarhérað, er sameinist Reykhólahéraði, Naut- eyrarhérað, er sameinist ísafjarðar- héraði, Reykjarfjarðarhérað, er sam- einist Hólmavíkurhér., Höfðahverfis- hérað, er skiítist á milli Svarfdæla-, Akureyrar-, Reykdæla- og Húsavíkur- héraða, og Axarfjarðarhérað, er legg- ist við Þistilsfjarðarhérað, en 1 hrepp- ur úr því héraði til Vopnafjarðar- héraðs. Holdsveikralæknisembættið falli niður, en héraðslæknir í Reykja- vík gegni því jafnframt og fái 2800 kr. upp í 4000 kr. laun, eða meðallaun 3400 kr. Geðveikralæknir og Vífilstaða fái báðir jafnt, 2400 upp 1.3600 kr.; áætluð meðaKaun 3120 kr. Laun héraðslækna eiga að vera föst, ekki að fara hækkandi, með því að læknar þurfi strax á full- um launum að halda. Nefndin vill breyta ferðataxta lækna þannig, að borgunin verði hærri fyrir stuttar ferðir, en nú er. Fyrir 1 kl.st. sé borgun 2 kr., fyrir ferð í 2 tíma 1 kr. 25 aura um tímann, en 3 tíma 1 kr. um tímann o. s. frv. niður í 50 au. um tímann fyrir 10 kl.tíma ferð. »Ef læknir erað heim- an meira en 10 stundir, en ekki yfir sólarhring, greiðast honum 6 kr.« En síðan fær hanu 25 aura — tuttugu og fimm aura — um timann, en hálfu hærra gjald að nóttu. Þetta er um ferðir í einstakra manna þarfir, en taxti fyrir ferðir i þarfir hins opinbera á að vera óbreyttur. Enn- fremur er óbreytt ákvæðið um gjald- skrá. Launanefndin vill ekki gera tiilögur um laun augnlæknis, og vill fella burt styrk til tannlæknis og hálslæknis. Kenslu þá, sem háskól- inn missir við breytinguna, á að jafna upp á hagkvæmasta hátt. Af öðrum atriðum, er taka tilallra embættismanna, má nefna, að eftir- laun á að afnema, en í staðinn komi lífeyristrygging, og skal stofna líf- eyrissjóð, er embættismenn skulu teggja í árlega, og fá, að afloknu starfi ákveðna upphæð fyrir hvert þjónustuár. Þessar upphæðir fara eftir launahæð, og skal gjalda af 1500—2jookr. launum (ffestithéraðs- læknar) kr. 74,40 á ári, en styrkur síðar fyrir þetta gjald, nemur 40 kr. árlega fyrir hvert þjónustuár. Þau atriði, sem nefndin kveðst fara eftir við ákvörðun launanna, eru: 1. hve mikinn undirbúning starfið heimtar, 2. hve vandasamt embættið er, og mikilsvarðandi fyrir þjóðfélagið, 3. hvort starfinu er sam- fara mikil peningaábyrgð, 4. hvort starfið heimtar alla starfskrafta embættismannsins, og 3. hvort starf- ið er slitsamt og erfitt. Þessi fimm atriði má nefna rr.ælisnúru nefndar- innar og verður vitnað í þau síðar. En lauminum er ætlað að upp- fylla efúrtöld skilyrði: 1. að embættis- maður geti lifað sómasamlega af laununum, 2. að embættismenn fái endurgoldinn þann kostnað, sem ætla má, að þeir jafnaðarlega hafi orðið að leggja fram, til að búa sig undir embættið, 3. að embættismenn geti trygt sér nokkurn lífeyri til styrktar, ef hann þarf að sleppa embætti fyrir elli sakir eða vanheilsu, og 4. að tekið sé í laununum hæfi- legt tillit til þeirrar ábyrðar og vandi, sem embættinu fylgir. Af þeim atriðum, sem nefnd eru hér að framan, sleppi eg því, að tala um breytingartill. nefndarinnar um kenslu við læknadeild háskólans, breytingar á starfsviði héraðslæknis Reykjavíkur og tillögurnar um sér- fræðingana. Það, sem eg ætla að Hta á, eru tillögur launanefndarinnar um kjör héraðslækna og breytingu á héraðaskipuninni, fækkun héraða. Um fyrra atriðið, kjör lækna, þá ætla eg ekki að athuga, hvort fyrirhuguð laun séu í sjálfu sér hæfileg, eða of lág eða of há, heldur hitt hvort launatillögurnar séu í samræmi við laun annara embættaflokka og hvort samræmi sé milli þeirra innbyrðis. Bæði er það, að atriðið um launa- upphæðina, ákveðna krónutölu, er í sjálfu sér minna um vert og svo hitt, að eg tel mér enga skyldu og engan rétt til þess að bera fram Akveðnar kröfur í því efni; ef þær kæmu fram, ættu þær að koma frá læknastéttinni í heild sinni. Og hitt er aðalatriðið, að fult samræmi sé á milli allra launs, og að lækna- embættin séu sett jafnhliða öðrum embættaflokkum, er telja verður hlið- stæða. Þá er krafan um ákveðna upphæð líka jafnframt orðin sameigin- leg, en ekki lengur sérkrafa lækna- stéttarinnar. Efni mitt verður þá í tveim aðal- köflum, og er I. kafli: Álit launanefndar um skipun læknishéraða, en II. kafli: Alit launanefndar um kjör héraðslækna. (Framb.) Miðilssjóðurinn. Frá V. G..................kr. 10,00 Frá sjúklingi í Vífilsstaða- hælinu.................— 50,00- Reykjavík 3. marz 1917. Har. Níelsson. Eitrmælj. Aðfaranótt hins 16. þ. m. drukaðt bór á höfninni merkismaðurinn Sigurð- ur Gunnarsson. Foreldrar hans eru þau hjón Gunnar hreppstj. Andrésson og Katrín Sigurðardóttir á Hólmum í Landeyjum. S. G. er fæddur í Háfa- hól í Holtasveit 17. sept. 1883. Hann ólst upp með foreldrum sínum fram að tvítugs aldri, fór síðan til Rvíkur, þaðan hingað; var nokkur ár við verzl- un Arna kaupmanns Sigfússonar. — Margt var S. G. vel gefið; karlmenni að burðum og listgefiun; málari góður og teiknari góður, og fagurritari með afbrigðum, smiður á tró og járn, og mun hafa getað flest, er hann á annað borð reyndi, syndur var hann vel; (hið óhappalega atvik að fótur hans varð fastur í kænuuni varð orsök í druknun hans). Dugnaðarmaður og áræðinn, og vel á vegi efnalega. Bóklega var hann vel að sór, fremur vonum, þar sem hann var að mestu sjálfmentaður; kunni talsvert í tungu- málum, vel að sér í reikningi, hag- mæltur vel, dulur í skapi og manna orðvarastur, en síglaður og viðfeldinn í viðmóti, manna bónbeztur og skjótur til að hlaupa undir bagga í bráðri þörf, þéttur í lund og fastheldinn við sínar skoðanir hverjar sem voru, eink- a r vinsssll maður. Við fráfall hans kom stórt skarð í fylkingar góðra drengja og uppbyggilegra manua hér, og er hann öllum harmdauði, og ekki sízt unnustu hans, Guðbjörgu Jóns- dóttur. Og þessi maður ferst svo að segja uppi undir húsveggjum vorum. Sig- urður er þriðji uppkomni son- u r i n n, sem foreldrarnir liafa mist. — Ef taliu væru öll slys, sem orðið hafa hór í Eyjum bæði á sjó og landi síð- astliðin 20—30 ar, þá yrði það löngr.; saga og raunaleg. Vestmanneyjum, 30. jan. 1917 Oddg. Gudmundsen. Dánaríreg’n. 13. jan andaðist í Flatey á Breiðaíirði ekkjan Ragnheiður' Jónsdóttir. Hún fæddist á Kinnar- stöðum íReykhólasveit2.febr.l817 og var því nærri hundrað ára þegar hún dó. Bróðir hennar var Sigurður Johnsen, fyrrum kaupmaður í Flatey. Ragnheiður kom á 18. ári til Flateyjar og var þar 8 ár þjónustustúlka hjá Guðmundi Scheving kaupmanni og konu hans. Svo giftist hún Þórarni Þorlákssyni merkisbónda í Hvallátrum 0g lifðu þau saman. um 50 ár í ástúðlegu hjónabandi, en áttu ekki börn, sem upp kom- ust. Skömmu eftir lát manns síns misti Ragnheiður sjónina 0g var blind í 22 ár. Hún var furðan- lega ern og hress svo að segja til hins síðasta og dó þjánirigar- laust. Hún var góð og guðhrædd: kona, glaðlynd, rólynd og kjark- mikil. S. J.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.