Ísafold - 28.04.1917, Blaðsíða 1

Ísafold - 28.04.1917, Blaðsíða 1
Keiuur út tvi»«ar í viku. Vernárg. 5 kr., erlendis 7’-/2 kr. e5a 2 dollHrjborg- 'st fyrir miðj&ti júlí ariendis fyrirfrain. Lausasala 5 a. eint Ritsijcri: Diafur BjörriSSDn. ísafolda.rprentsin • ðj-, Taisimi nr, 4$$, XLIV. árg. !<evk;avík laugardaginn 28. apríl 1917 & Uppsögn tskrifl. bundin við áramót, er óglld nema kom- !n sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. 28. tölublað *Reynslan er Fannleikur* sagði *Repp« gg: þótti að vitrari maður. Reynala alheims heíir dæmt Fordbila að vera bezta allra bila, og alheims < óm verður ekki hnökt. Af Ford- fcílum eru fleiri á feið í heimieum en af öll- nm öðrum bíltegundum samanlagt. Hvað sannnr þah ? Þaó sannar þaö. Fordbillinn er beztur allra b?la enda befir hann unnið sér öndveigissa ti mebal allra Btla, hjá öllum þjóöam og biotið heiðuranafnið V eraldarvagn. Féat ab eins bjá undirrituðum sem einnig eelnr binar heimsfrægu DIJNLOP DEKK og SL0NGUR fyrir allar tegundir bila. P. Stefánsí»on7 Lækjartorgi 1, Frá biskupsvigslunni í démkirkjunni 22. apríl 1917. Hún fór fram við hádegis- messu í dómkirkjunni síðast lið- inn sunnudag. Hafði ýmsum helztu borgurum bæjarins ver- ið boðið að vera þar viðstadd- ir og þeim geymd sæti, syo sem ráðherrunum, kennurum há- skólans, rektor mentaskólans, ræð- ismönnum, bæjarfógeta og borg- arstjóra o. s. frv. Prestar komu hempuklæddir og sátu allir í kór. Voru þcir allsum 20, þeirra á með- aljorír kennarar guðfræðideildar- innar. Aragrúi af fólki streymdi að kirkjunni og komst vart helming- urinn inn af þeim, er þangað vildu komast. Voru þó þrengslin i kirkjunni feykileg og íroðn- ingurinn. Sést bezt við slíkt tæki- færi, hve afskaplega þröng kirk- jan er orðin Reykjavíkursöfnuði — langt of litil fyrir löngu. Biskupsvígsla er sjaldgæfur við- burður hér á landi, og athöfnin æfinlega hátíðleg. Það fullyrða fræðimennirnir, að þetta sé fjórða sinn, að reglulegur biskup sé vígður hér á landi — og er þá ekki meðtalin vígsla vígslubiskupauna, Valdimars og Geirs. Fyrsta sinn fór sú athöfn hér fram, er Brynjólfur Sveinsson biskup í Skálholti vígði Jón Vig■ fusson (kallaðan Bauka-Jón) árið 1674 varabiskup að Hólum (tók hann að fullu við biskupsembætt- inu 10 árum síðar).- Annað sinn 1797, er Sigurður Stefánsson biskup á Hólutn vígði Geir Vídalin biskup til Skálholts (30. júií). ; Þriðja sinn, er Hallgrímur bisk- up Sveinsson vígði eftirmann sinn Þórhall Bjarnarson biskup 4. októ- ber 1908. Nú framkvæmdi vígslubiskup Valdimar Briem vígsluathöfnina. Kom hér berlega í ljós, hve hent- ug sú ráðstöfun þings og stjórnar var, að skipa hér vígslubiskupa, svo að eigi þurfi nýr biskup að fara til útlanda, til að sækja sér vígslu, eins og lengst af hefir verið venja. Styrjöldin hefði get- að orðið óþægilegur tálmi á þeirri leið hins nýja biskups. Kirkju- mál vor hafa og ekki að neinu leyti legið undir danska biskupa, og hvað kom þeim þá vígslan við? Hér var þvi stigið eitt sporið í sjálfstæðisáttina. Sex prestar aðstoðuðu við vígsluna. Síra Friðrik Friðriks- son las bænina í kórdyrum, en síra Bjarni Jónsson, annar prest- ur við dómkirkjuna, þjónaði fyr- ir altari fyrir og eftir sjálfa vígslu- athöfnina. Síra Skúli Skúlason í Odda lýsti vígslu og lagði út af Matt. 6,10 (Komi ríki þitt). í endi ræðu sinnar las hann upp — samkvæmt fyrirmælum helgi siðabókarinnar — ágrip af æfisogu hinsnýja biskups, Jóns Helgasonar, samið af honum sjálfum. Að því búnu gengu biskuparn- ir báðir skrýddir kórkápum úr skrúðhú8inu inn í kórinn og vígslu biskup fór fyrir altarið, en 6 prestarnir, er aðstoðuðu, gengu á eftir þeim, allir skrýddir rykki- línum. Kraup vígsluþegi á kné- beð frarnan við altarisgrindurnar og prestarnir sex á tvær hendur honum. Meðan þetta gerðist var sunginn sálmurinn »Lofið guð, ó lýðir göfgið hann«. Að þeim sálmi enduðum tónaði vígslubisk- up hin vanalegu vígsluorð (á lat- ínu), sem höfð eru við prestvígslu, og söngflokkurinn svaraði. Að þeim víxlsöng loknum flutti vígslubiskup ræðu sína, sem var aðallega stíluð til hins nýja bisk- ups. Síra Valdimar Briem er hinn öldurmannlegasti, hárið mik- ið og silfurhvitt, ennið hátt og andlitið alt einkennilegt og góð- mannlegt. Fanst mönnum til um það, hve virðulegur hann var þarna fyrir altarinu. Hann lagði út af þessum orðum í I. Korintu- bréfinu (12,4): »Mismunur er á náðargáfum, en andinn hinn sa,mi«. Ræða hans bar öll vott um mildi, frjálslyndi og hógværð, en illa heyrðist til hans fram i kirkjuna, enda ber hann of hratt fram. Að ræðu hans lokinni hófst sá þáttur athafnqrinnar, sem í biskupsvígsluathöfninni er um fram vanalega prestvígslu. Fjórir prestar lesa upp úr ritningunni, sinn kaflann hver, en söngflokk- urinn syngur á milli. Fyrsti presturinn síra Skúli Skúlason prófastur, las upp kafl- ann Matteus 28, ,18—20. Þá söng söngflokkurin tvö fyrstu versin af sálminum »And- inn guðs lifanda’ af hjmnanna- hæð«. Annar prestur, síra Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprestur, las þá upp kaflann Títusarbréfið 1, 5—9. Þá söng söngflokkurinn 3. vers öálmsins. Þriðji prestur, síra Árni Björns- son, prófastur í Görðum, las þá upp kaflann I. Tímoteusbréf 4, 1—5. Þá söng söngflokkurinn 4. vers sálmsins. Loks las fjórði prestur, síra Jón Sveinsson, prófastur á Akra- nesi, upp kaflann Postulas. 20, 28-32. Þá söng söngflokkurinn tvö siðustu vers sálmsins. Að því búnu las vígslubiskup upp ávarpið til vígsluþega, sem endar á þessum orðum: »Lofar þú mér þá fyrir augliti allsvitandi guðs að gegna biskups störfunum með trúmensku og ráðvendni í öllum greinum, eftir þeirri náð, sem guð gefur þér til þess? (Vígsluþegi svarar: Já). Gef mér þá hönd þina því til staðfestu. Svo afhendi eg þér nú hið helga biskupsembætti i nafni guðs föður, sonar og heilags anda. — Amen.« Því næst las vigslubiskup hina fyrirskipuðu bæn og lagði hönd á höfuð hinum nýja biskupi, ásamt þeim sex prestum, er aðstoðuðu. Síðan steig hinn nývígði biskup í stólinn, eins og lög gera ráð fyrir, og prédikaði út af guðs- spjalli dagsins, Jóh. 10, 11—16: Eg er góði hirðirinn . . . og það mun verða eiú hjörð, einn hirðir. Fer ræðan hér á eftir. Að lokum var bæði vígslubisk- upinn og hinn nývígði biskup, ásamt öllum prestunum um tutt- ugu til altaris. Fjölskylda bisk- ups tók og þátt í altarisgöngunni: kona hans og börn, móðir hans og systur. Var það fagur endir á hinni virðulegu athöfn. Oskandi hefði verið, að meiri kyrð hefði ríkt í framkirkjunni, en vart mun unt að ætlast til þess í öðrum eins troðningi. Nauða-leiðinlegt er og ráp fólks meðan á altarisgöngu stendur. Prédikun lón8 biskupB Helgasonar. B æ n. Ástríki faðir á himnum, til þín hefj- um vér huga og hjörtu á þessari stundu, því að vór vitum, að þú vilt vera vort athvarf og styrkur, vor svala- lind að eilífu. Hjarta vort þráir þig, sálu voru þyrstir eftir þér, eftir likn- arskauti þinu og föðuifaðmi, því að vér vitum, að þar er oss að eilífu borg- ið. Blessaðu oss nú öllum þessa stund og veit oss, að hún verði, fyrir aðstoð anda þíns, til þess að tengja oss énn fastar og innilegar við þig og þinn son, vorn géða hirði, þór og honum til , lofs og dýrðar, en oss til sannra 8álarheilla. Heyr oss í nafni Jesú, vors drottins og hirðis. Amen. Jóh. 10. Fyrir munn þess af guðspjallamönnun um sem ef til vill bezt þeirra allra hefir skilið frelsarann, þyðingu hingað burðar hans og eðli hjálpræðisstarfs hans í heild sinni, vitnar Jesús, íguðspaliidags- ins um sjálfan sig á þessa leið: »Eg er góði hlrðirinn!« Hann gerir það ekki. að eins til þess að mlnna enn elnu sinni á sig, hver hann só og hvað hann viljl vera oss öllum, heldur fela orð hans í sér jafnframt ástúðlega áskorun til vor allra þess efnis, að skipa oss undir hans hirðismerki, að ganga honum á hönd í barnslegu trausti og þjónslegri hlyðni, að fylgja hoiium sem hirði vorum og leiðtoga á lífs vors hrautum, já í Hfi og dauða. Hann veit það, góði hirðiriun, sem alt vildi í sölurnar leggja fyrir hjörð sína, — hann veit það sem er, að allir þurfum vór hirðis með og leiðtoga á villigjörnunt vegum lífs vors. Hann veit það sem er, að enginn einn vor allra er þeim andaus styrkleika og yfirburðum gæddur, að hann þurfi ekki á leiðsögu að halda, að hann þurfi ekki að eiga einhvern sór mátkari að, sem geti hjálpað honum, til þess að bera hita og þunga dagsins, sem geti hughreyst hann og huggað á vegum lífsius þegar él sorga og vonbrigða skella á, sem óhætt só að leita at- hvirfs hjá og fela sig varðveizlu hans þegar húmar að dauðans dlmmu nótt. I. Þegar Jesús í dag vitnar fyrir oss og segir: Eg er góði hirðirinn! Þá er sem hann segi um ieið: Komið, þór synir mannanna og dætur, komið til mín og fáið sálum yðar svölun, fáið fullnægt dýpstu og heigustu þrá hjartna yðar. Það hefir ávalt verið fyrsta og sjálf- sagðasta höfuðeinkenni góðs hirðis að sjá hjörð sinni fyrir góðu haglendi, þar sem hún gæti mettast, og nægu vatni, til þess að geta svalað þorsta sínum, sem hvorttveggja er hið sjálfsagða meg- inskilyrði fyrir þrifnm hjarðarinnar. Hið sjálfsagðaskilyrði fyrir andlegum þrifum vor mannanna er mettun og svöluti votrar ódauðlegu sálar, að hún fái hvflst í heilagri rósemi guðs barna. Oll gæði veraldariiinar verða oss fánýt og einskisvirði ef vór búum yflr eirð- arlausu hjarta og friðvana sálu. Lffið verður oss þá að þungri byrði og óbærilegri. Hjai tafriðurinn og sálar- rósemin eru því lífsins eftirsóknarverð- asta hnoss, enda er þráin eftlr þessu hnossi hverju mannshjarta ásköpuð. Vór þekkjum hana öll, að minsta kosti að einhverju leyti. Vór þekkum öll þau augnablik í lífi voru, þegar brauzt fram af djúpi hjartans andvarp svipað þessu: »Ond mín er þreytt, hvar mun hún finna hvíld«. En hvernig á þessu andvarpi stóð eða þránni, sem það spratt fram af, var oss ekki eins ljóst, og þá ekkl heldur hitt, hvernig takast mættl að fá þessari þrá svalað. En drottinn Jesús vissi hvorttveggja. Enginn hefir sem hann þekt leyndustu þrá mannlegra hjartna, vitað hvernig á þeim stóð og skynjað með hverjum hætti þeim yrði svalað. Jesús vissi, að dýpstu þrár mannshjartans hafa ávalt staðið f sambandl við tilfinningu óstyrkleika og þróttleysis til að ganga á hólm við þau öfl tilverunnar, sem maðurinn sór æða umhverfis sig. Hann vissi, að þessi angurblíða þrá manns- hjartans, er í instu rót sinni þrá eftir ljósi yfir lífsins vegu og yfir lffsins margháttuðu, en einatt svo óskiljanlegu hlutföll, — þrá eftir sterkum armlegg til styðjast við í baráttu þess, þrá eftir faðmi til að hvílast í frá sorgum þess og andstreymi. í fæstum orðum: Jesús vissi, að þrá mannshjartans er í insta eðli sinu þrá eftir lifanda guði, hinum eilífa grundvelli tilverunnar, þrá eftir samfólagi við hann, þrá eftir að finna til nálægðar hans í öllum lífsins kring- umstæðum. Og hann vissi enn fremur, að þessi þrá mannshjartans er guðs eigið verk, manninum ásköpuð í gæzku- rfkum tilgangi, beim sem só að beina athygli mannsins frá hverfulum hluta- heiminum upp á við, upp til hins eilffa og óbreytilega, hins himneska og guð- dómlega, — til sjálfs hins lifanda guðs. Þessari þrá mannsins eftir guði hefir sjálfur guð viljað svala með því að gefa oss Jesúm að hirði. Og þess vegna verður o p i nbe ru n ar-starfið einn meginþátturinn í öllu hirðisstarfi Jesú : að hjálpa oss til að koma auga á guð í öllum nans miskunnandi kær- leika og koma með því á fót persónu- legu lffssamfólagi milll mannsálarinnar og hins lifanda guðs. Og þetta hefir hann gert ekki aðeins með kenningu sinni, heidur og í persónu sinni, í öllu lífi sínu. Vór vitum nú, að hinn ósýni- legi grundvöllur tilverunnar, hinn al- máttugi skapari heimsins og vor allra, er f insta eðli sínu kærleiksríkur faðir, er elskar oss með föðurlegri elsku sinni. Og þessa dýrlegu opinberun sína hefir Jesús dásamlega staðfest, er hann sem hinn góði hirðir leggur lífið í sölurnar fyrlr hjörðina. Þegar hann breiðir út gegnumstungnar hendur sínar á kross- inum, er sem hirðisraust hans hljómi út yfir heiminn: Sjáið, svo heitt elsk- ar faðirinn yður. Komið, þér synir mannanna og dætur, hór er hvíld að fá, hór er frið að finna. Guði só lof fyrir góða hirðlnn, Jesúm! Þúsundum þúsunda hefir haun með hjálpræðisopinberun siunl orðið vegurinn til hins lifanda guðs. Þetta oplnberunar- starf góða hirðisins hefir orðið mann- heimi um fjölda alda dýrlegt og ómet- anlegt friðþæglnga r-starf. Með því að sýna mönnunum föðurinn — með því að opna augu þeirra fyrir syndfyrirgefandi náð guðs og líknandl elsku, hefir hann komið því til leiðar, að þeir lótu sættast vlð guð, höndluðu guð í Kristi sem föður sinn og gáfu sig hinum á vald í barnslegu trausti til óverðskuldaðrar náðar hans. II. Þegar Jesús í dag vitnar fyrir oss og segir: Eg er góði hirðirinn! Um riffregnir Sigarðar Sigurðssonar frá Arnarholti. Lastaranum likar ei neitt, lætur hann ganga rðginn; finni’ hann lanfblað fölnað eitt, þá fordæmir hann skóginn. Stgr. Th. Sigurður Sigurðsson frá Arnar- holti, góður kunningi minn, hefir i vetur ritað þrjár ritfregnir i ísafold. Má þar líta hátíðleg kapítulaskifti, stórletraðar fyrirsagnir og breytt let- ur hér og þar til áherzlu. Minnir það á góðar auglýsingar. í síðustu greininni virðist mér þó bera enn meira á stóra stilnum en áður. I fyrstu greininni var höf. að kenna Hannesi Hafstein að yrkja. í næstu ritfregn sinni tók hann fyr- ir kverkar ungum manni, sem hafði gefið .út litla bók með ljóðum og sögum. Var það létt verk að finna að ljóðunum, en sumar af sögun- um þykja mér fyrir mitt leyti góð- ar. Ritdómarinn minnist ekki einu orði á þær. Mun hann vera vand- látur guð, sem refsar þunglega fyr- ir syndirnar, en telur það sem gott er ekki um skyldu fram. Siðustu greininni er að miklu leyti beint til mín, því að tilefni hennar er smásagan »Diina Kvaranc, eftir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.