Ísafold - 28.04.1917, Blaðsíða 3

Ísafold - 28.04.1917, Blaðsíða 3
ISAFOLD 3 r 3IG DBj L. JL. miiller Heiíkjavík. Alfatnaðir handa körlum, svaríir, bláir og mteJ. Fermingarföt, stórt úrva!. Stormjakkar — Stormbuxur — Stormfatatau, bezta tegund sem nokkuru sinni hefir komið til landsins. Regnkápur, hinar alþektu ullar-waterproofs, Verkmannaföt, Nærföt, Peysur, \ Hattar, Hanzkar, Háistau. L. 7i. maiíer. TJusfursfræíi 7, | (beict á móti ísafold). —2 i 3G Gardínuefni hvit og gul (crérne), einnig sérstakir öardinakappar i stðrn úrvali í Brauns Verzlun. leika, og líf mitt alt til hugsana, oröa og verka helgast við það. Blessa þú kirkju lands vors. Gef aö þar megi upprenna sumartíð með sumargróðri. Blessa þú alla hennar starfsmenn með heilögum anda þínum, anda trúmensku og skyldurœkni í verki köllunar sinnar, og blessaðu söfnuðina víðs vegar um land, iáttu lifna yfir þeim trúarlega og audlega og hjá þeim þróast lifandi áhuga á sórhverju guðsríkis málefni. B'essaðu og varðveittu þjóð vora á þessum hættufullu tímum; haltu vernd- arhendi þinni yfir öllum hennar börn- um; gef oss öllum að treysta því, að þú sórt áfram íslands trúi verndarinn, eins og þú varst það á iiðnum tímum, aidrei nær til hjálpar, en þá er mest svarf að. Blessaðu, faðir, landstjórn vora og gef henni anda vísdóms, ráð- speki og kraftar til þess að ráða fram úr öllum hinum miklu vandamálum, sem nú krefjast heppilegrar úrlausnar. Blessaðu konung vorn, Kristján X, drotning hans og sonu og alla ætt- menn hans, blessaðu einnig samþegna vora með vernd þinni og varðveizlu. Líttu í náð til allra þeirra miljóna, er nú eiga um sárt að binda, lattu þess- um blóðsúthellingum linna, lóttu nf heiminum þessu voðalega ófriðarfargi og láttu friðartíma upprenna yfir lönd- in og þjóðirnar. Já, vertu oss ölluin líknsamur guð og náðugur faðir í Jesú Kristi, vorum góða hirði og lijálpara. Amen. André Courmont ræðismaður Frakka í Reykjavík. Eins og getið var um í síðustu ísafold, kom André Courmont, hinn nýi tæðismaður Frakka, hingað 20. þ. œ. með brezku hjálpar-beitiskipi. Er það ekki ofmælt, að koma hans var alment fagnaðarefni. Þau tvö ár, sem Courmont dvaldi hér og starfaði við Háskólann, vann hann sér hylli og virðingu allra, er kynt- ust honum. Vakti það aðdáun, hve fljótt og vel hann nam tungu voia og hve næmt skyn hann bar á a’t islerzkt, bókmentir vorar, þjóðlíf og náttúru landsins. Hanu talaði ís- lenzku svo vel, að islenzkir menn, ér hann hitti á ferðum sínum um snillingar, og sólin lýsir eins fyrir því, þótt sjá megi bletti í henni. Svo er um tunguna. Hún deyr ekki fyrir það, þótt allir tali hana ekki né riti jafnvel. Einn orðar þetta vel, annar hift. Þannig eykst gullið i sjóði málsins. Og tungan fegrast að sama skapi sem því sem bezt er í eigu hennar er haldið á loft, til fyrirmyndar og eftirbreytni, en hún græðir lítið á þeim sem »hirða spörðin, eg held öll, en eftir skilja beriu«, — Vilji nú S. S. vita hvernig eg fer að »íóðra« það fyrir samvizku minni að taka »Dúnu Kvaran* í Skírni, þá er fyrst það að segja, að eg tel söguna engan veginn jafngallaða og honum virðist hún, og hins vegar íel eg Guðmund Kamban fullveðja rithöfund, sem sjálfur beri ábyrgð á því er hann birtir. Eg lít svo á, ?.ð maður sem hefir samið tvö leikrit sem gefin eru út af einu merkasta forlagi á Norðurlöndum og leikin við góðan orðstír á nokkrum helztu leikhúsum bræðraþjóða vorra, ætti að eiga sér víst rúm fyrir eina smá- sögu í tímariti Bókmentafélagsins. Á ekki þjóðin heimtingu á því að fá að sjá það, ef þeir sem reynst hafa efnilegir menn í einni grein skáld- skapar vilja bjóða henni eitthvað á öðrum sviðum? Mundi hún ekki vera forvitin, að sjá hvetnig þeim landið, áttu oft bágt með að trúa því, að hann væri útlendingur; og hvemig hann ritaði málið, sýna tvær greinar, sem bir.zt hafa eftir hann á íslenzku: »Guðrún Ósvífursdóttir og W. Morris« (Skírnir 1913) og »Um Rangárvelli og Fljótshlíð* (Skinfaxi 1913). Bæði efni og búuingur þeirra greina er svo, að vér mættum þykj- ast góðir af að eiga marga rithöf- unda, er gætu lýst bókmentum vor- um og náttúru landsins svo frum- lega og í jafn mergjuðum og per- sónulegum stil. Það var því engin furða, að oss íslendingum var mikil eftirsjá að Courmont, er hann hvarf aftur til ættjarðar sinnar, og að hinir mörgu vinir hans hér hugsuðu með kvíða til hans á vígvöllunum, þar sem hann barðist fyrir þjóð sina, ur.z hann særð<st í viðureigninni miklu i Champagne, 27. sept 1915. Þá var hann orðinn liðsforingi. Og nú er hann franskur ræðis- maður í Reykjavík. Fyrirrennari hans, Aifred Blanche, gat sér hér hiun bezta orðstír, og sakna hans margir. Því meira fagn- aðarefni má oss vera það, að fá nú í sæti hans þann mantiinn, er öllum samlöndum sínum betur þekkir þjóð vora, land og tungu og reyndur er að góðum dreng. Það er mjög mik- ilsvert fyrir oss, að þeir ræði;menn, sem erlendar þjóðir senda hingað, séu góðviljaðir menn og gagnkunn- ugir landi og þjóð. Hver þeirra er sem augu, eyru og hönd sinnar þjóðar vor á meðal, og efdr starfi þeirra fer að miklu leyti samvinna vor við aðrar þjóðir. Öllum öðrum fremur geta þeir unnið að því, að auka þekkingu þjóðanna hvorrar á annari og vekja þá samúð og traust, sem er bezti grundvöllur frjórrar samvinnu. Kunnum vér þvi hinni frönsku stjórn miklar þakkir fyrir, að hún hefir sent oss þann manninn, er vér mundum sjálfir hafa kosið, ef vér hefðum mátt velja. Þjóðjarðasölu hætt. Heyrst hefir að landstjórnin hafi ákveðið að selja engar þjóð- tekst þar? Á eftir getur hún svo þakkað það eins og henm þykir vert. Þar á höfundurinn áhættuna. Af því sem eg hefi ritað um ljóð Sigurðar Sigurðssonar, má hann og aðrir vita, að eg tel hann skáld gott og vandan að virðingu sinni um meðferð málsins í ljóðasmíð. Mér þykir þvi leitt, að honum virðist láta illa að dæma um rit annara manna, þvi að þar kennir hroka nokkurs og iöngunar til að gera minna úr þeim en hanu er fær um. Kemur það berlega fram í dómi hans um Dúnu Kvaran. Hann reyn- ir vísvitandi að afbaka efni sögunn- ar, og gefa þvi skoplegan blæ, og hann leitast við að gera að málleys- um ýmislegt sem er góð islenzka og að smekkleysum sumt sem eg tel vel sagt. Um söguefnið skal eg ekki að þessu sinni þrátta, en það fiygg eg, að mynd Dúuu Kvaran muni verða fullskýr í huga hvers aðgætins lesanda.. Hvort mönnum fellur hún alment vel i geð, er aunað mál. En hingað tii hefir það ekki verið heimtað af söguskáldum, að allar persónur sem þeir leiða fram væru hvers manns hugljúfar eða lifandi eftirmyndir lesendanna sjáifra, vandamanna þeirra og kunn- ingja.'SÍ’að er hálf-barnalegt að vilja aldrei heyra um annað fólk en mað- ur hefir sjálfur kynst á lífsleiðinni, jarðir eða kirkjujarðir til næsta þings. Er gleðilegt að heyra að eitthvert lát verði nú á þeirri »miklu útsölu«. Oskandi að land- stjórnin fylgi málinu eftir og komi því fram á næsta alþingi sem felt var á þinginu 1915, að hætta við þá stefnu að gera lands- búið öreiga að löndum. + Dr. Harald Krabbe prófessor, lést i Khöfn 25. þ. mán. Verður ut' nánar minst síðar. Hr. Helgi Hjörvar kennari, er dval- ið hefir um hríð i Svíþjóð til þess að kynna sór kenslumál og annað er að starfi hans lýtur, er nýkominn heim. Hefir hann flutt nokkra fyrirlestra um Island í sænskum bæjum og verið hvarvetna vel tekið. Höfum vór átt kost á að sjá úrklippur úr blöðum um fyrirlestrana og er andinn í þeim eiuk ar hlýlegur í garð íslands og íslend- inga. BotnvörpuDgarnir hafa aflað ágæt- lega undanfarið, en búist er við að margir verði innan skams að hætta veiðum vegna feola- og saltleysis. Gasstöðinni verður lokað frá kl. 9 á kvöldin til kl. 5 á morgnana fyrst um BÍnn vegna kolaleysis. Jón ísleifsson verkfræðingur er ráð- inn l þjónustu Hafnarfjarðarkaupstaðar frá 1. júní. Hefir hann sagt upp stöðu slnni frá sama tíma, en hann er nú 2. aðstoðarlandsverkfræðingur. Are, flutningaskip Elíasar Stefáns- sonar útgórðarmanns, kvað hafa komið til Englands á fimtudag. og ekki síöur hitt, að þykjast vita fyrir fram hvernig allar konur ver- aldar mundu haga sér i hvert skiftið. Málið á sögunni ber þess að visu nokkur merki, að hún er ekki frum- samin á íslenzku, enda mun höf- undur hafa ritað hana fyrst á ensku. En margt af því sem S. S. vill gera að »golfrönsku« og »vitleysu« er lauktétt íslenzka. Eg skal að eins nefna nokkur dæmi: »Dándi« er jafnrétt myudað af að »dá« eins og »fjándi« af að »fjá«. »Tjáning« af að »tjá« er jafngott og »þjáning« af að »þjá«. »Misfeginn« er ágætt orð, »mis«- jafngildir »ó«-í ýmsum sam- setoingum, sbr. mis sáttur==ó-sáttur. »Reiðkona« er eins léttmæt sam- stæða við »reiðmaður og »seiðkona« við »seiðmaður«. Lýsingaroiðið »megn« hefir aldrei þýtt annað en sterkur og er haft jöfnum höndum um gott bragð og vont, þægilegan ilm og óþægilegan, þar sem eg þekki til. Sé það satt, sem S. S. segir, að 99 af hverjum 100 áheyr- endum í sveit mundu hugsa um foraráburð á túni, er þeir heyrðu nefnda »vorsins megnu moigun- angan«, þá sannar það að eins, að nef þeirra séu illu vön og að þarft væri að benda á það, að fleira er megnt en ólylitin. »Skugga af misþóknun virtist bregða yfir augu hins unga manns* finst mér vel sagt, og að líkja vatn- inu í fossinum við »glæfralegar stæl- ingar á silfri ogperlum« mætti S. S. þykjast góður af, ef houum hefði dottið það sjálfum í hug. I einni klausu sem S. S. hefir íþróttafélag Reykjavíkur efudi til kvöldskemtunar í fyrrakvöldi með fjöl- breyttri og skemtilegri skemtiskrá, en varð að hætta við vegna gasleysis. Stiklur heitir sögubók, eftir Sig. Heiðdal, sem nýkomin er á bókamark- aðinn á kostnað Bókverzlunar Arsæis Arnasonar. Snotur og eiguleg bók. Verður nánar minst síðar. íslands Falk var á Seyðisfirði í fyrradag. Mun væntanlegur hingað í dag eða á morgun. prentað upp eru tvær villur; önn- ur er prentvilla, sem eg má hafa skömm fyrir: »hreinar« fyrir »hreina«, um fætur heststns, hin villan stafar frá S. S. sjálfum: »hófhvarfinu« fyrir »hófskegginu«, sem stendur í sögunni. Athugasemdir um »skil- semi« íækjanna sýnif góðan vilja, en guð hjálpi þeim skáldum sem fá svona »góðfúsa lesara«. Hvað segir t. d. S. S. um »skilsemina« hjá lind- inni sem Matthias kveður um: »Eins og því Ijósi aftur skilar lindiu logskær er léði sól —« o. s. frv. Eg skal ekki eltast við fleira, þvi að fátt er leiðiulegra en að þrefa um einstök orð og leiðrétta útúrsnún- inga. En ef til vill hefir S. S. gam- an af að sjá hvað álíka góðfús les- ari og hann er sjálfur mundi segj um málið sem hinn leyfir sér að rita, Honum mundi þykja óþarfi að sletta orðinu »prófanation«, af því að 99 af hverjum 100 lesendum í sveit mundu ekki skilja það; »þegar lán og ólán hefðu fjallað um hans unggæðislegu sál — en það var hún í mesta máta«, mundi honum þykja tilgerðarlega mælt og stirðbusalega; hann mundi amast við »máske« og þykjast aldrei hafa séð höfund »á nýjum Pegasusfola*; »en hvað furðu- legra er« mundi hann telja ættað úr Klaustuipóstinum sáluga. Svo mundi hann lesa sjálfan hæstaréttardóminn yfir ungu rithöfundunum: »Nú er svo komið, að flestir hinna yngri rithöfunda, sem skrifa þessar Erl. simfregnir frá fréttaritara ísafoldar og Morgunbl Khöfn 27. april. Framsókn Breta heldur áfram milli Croiselles ogf Gavrelle. Mikil lottorusta hefir verið háð og hafa loftför ráðið á þýzka kaf báta við eftirþiáðu sögur og leikrit, eru svo illa að sér í sinu eigin móðurmáli, að þeir eru sumpart rltt rúmlega, sumpart ekki sendibréfsfærir á is- lenzka tungu. Guðm. Friðjónsson og E. Kvaran eiga hér óskilið mál«. — Já, si kann að orða það: súmpart rétt rúmlega, sumpait* — og Guðm, Friðjónsson og E. Kvaran ekki und- anskildir, því að »eiga hér óskilið mál« getur ekki þýtt annað en að það, sem áður var sagt, á við þá líka. En á því sem á eftir fer sést, að höf. hefir einmitt ætlað að uud- anskilja G. F. og E. K. Þetta er engin prentvilla, því að það er svona í handritinu. Höf. vitðist því ekki vita hvað það er að »eiga óskilið mál«, og má það heita »úr hófi keyr^ andi« vanþekking. Sá sem tekur helztu rithöfunda þjóðar vorrar á kné sér, ávitar þá eins og óknytta- stráka fyrir orðbragð þeirra og vísar þeim út i skúmaskot, hann ætti sjálfur að skilja algengustu orðtök málsins. Minna má það ekki vera. »Daginn eftir var Rask minua mælskur«. Það var vegna »Dúnu Kvaran«. En þegar hann las rit- fregn Sigurðar Sigurðssonar frá Arn- arholti um söguna, þá varð hann *minnat glaður. Á annan í páskum. Guðm. Finnbogason

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.