Ísafold - 03.11.1917, Page 2
ISAFOLD
Missiraskifta-ræða
eftir Ólaf Ólafsson Frikirkjuprest,
haldin I. Sd. í vetri.
>Alt fram streymir endalaust,
Ár og dagar líða.
Nú er komið hrímkalt haust,
Horfln sumarblíða*.
Þannig lýsir eitt alþýðuskáldið'
íslenzka hinni sístreymandi fram-
rás tímans. Þetta ljómandi fall-
ega erindi er auðsjáanlega ort á
þeim tímamótum, sem vér nú
stöndum á. Skáldið stendur and-
spænis vetrinum, sem er að heilsa
og ganga í garð; hann rennir
huganum til baka yfir liðna tím-
ann og minnist með auðsæjum
söknuði sumarblíðunnar, sem horf-
in er; og honum þykja það auð-
Bjáanlega þung umskifti, að sum-
arblíðan er horfin, en í hennar
stað kominn hrímkuldi sá, sem
haustinu og vetrinum fylgir. Við
þetta vaknar hjá honum umhugs-
unin um hverfleika lífsins, um-
hugsunin um það, að sí og æ
heldur tímans straumur áfram, að
dagarnir, árin og aldirnar líða,
rennur alt og hverfur í eilífðar-
djúpið mikla. Alt eru þetta eðli-
legar og skynsamlegar hugsanir
fyrir hvern alvörugefinn mann,
hugsanir, sem eg geri líka ráð
fyrir, að hreifi sér að einhverju
leyti hjá oss öllum einmitt á þess-
um tímamótum, sem vér nú stönd-
um á.
Vér erum þessa dagana komin
enn einu sinni á þenna forna
áfangastað. Veturinn, þessi gamli
gestur, sem við Islendingar þekkj-
um að ýmsu leyti betur en marg-
ar aðrar þjóðir, hann barði að
dyrum hjá oss í gær. Hann kom
ekki óvörum nú fremur enn endra-
nær.
Hún gerist jafnan alvarleg á
Bvipinn, íslenzka náttúran, þegar
að því liður, að þessi gamli og
alkunni gestur tekur að nálgast
hýbýli vor. Þegar sumrinu tek-
ur að halla út, þá tekur smára
saman að dökkna og þyngjast alt
yfirbragð og svipur jarðarinnar,
hinnar sameiginlegu móður vor
allra. Sólin smálækkar á lofti,
veðráttan kólnar, blómskrúð jarð-
arinnar bliknar og fölnar, »Þá
fölna blóm og bliknar hlíð, og
berar merkur standa«. Farfugl-
arnir, þessir góðu gestir, sem
koma til okkar um langa vegu
með hverju vori, »með söng og
vængjadyn«, þeir smá týnast
burtu; þeir flýja hinn kalda ís-
lenzka vetur og hverfa til þeirra
landanna, þar sem birtan og yl-
urinn bregst ekki, þótt sumrinu
norðlæga halli. Vér horfum með
söknuði á hverju hausti á eftir
þessum sumargestum okkar, og
oss kemur þá stundum líkt íhug
og skáldínu, sem sagði:
»Gott á fuglinn fleygi,
Hann fjötra ei bönd«.
Margur hefir bæði fyr og síðar
gjarnan viljað verða þeim sam-
ferða til að flýja vetrarmyrkur og
vetrarkuldann íslenzka. En vér
mennirnir, og ekki sízt vér Is-
iendingar, verðum að sitja þar
sem vér erum komnir, því
»fótur vor er fastur,
þá fljúga vill önd«.
Vér verðum að sitja kyrrir og
bíða i heimkynnum vorum komu
vetrarins, og reyna að taka eftir
föngum, með kjarki og karl-
mensku, móti vetrinum og fylgi-
fi8kum hans, myrkrinu og kuld-
anum, byljunum og bráðviðrunum
og hinum mörgu erfiðleikum, sem
hver vetur hefir að jafnaði í för
með sér hér norður frá i námunda
við hafísinn og norðurheim-
skautið.
Aldrei hefir veturinn verið né er
okkur íslendingum neinn aufúsu-
gestur; það hljóðnar vanalega
yfir börnum þessa lands, þegar
hann kemur með hrímið og klak-
ann í skegginu, og hríðarstrok-
urnar, sem af honum standa, skella
á hýbýlum vorum og skaka þau.
En sízt er hann mörgum au-
fúsugestur í þetta sinn.
Forfeður vorir kviðu vetrinum,
hugsuðu til hans með hrolli og
ótta, jafnvel stundum með hrolli
og skelfingu; þetta var eðlilegt;
tæki þau og meðul, sem þeir
höfðu til að verjast með kulda
og myrkri og hriðarveðrum, voru
bæði fá og smá. Aðalúrræði
þeirra voru eiginlega, að grafa
sig niður eða inn í jörðina og
kúraþarí hálfgerðu myrkri mik-
inn bluta sólarhringsins, og —
þótti gott, ef menn ekki þurftu
líka að þola sult og hungur. —
Vetraræfi feðra vorra og mæðra
var oft slæm, og fæstir af nú-
tíðarkynslóðinni geta gert sér
réttar hugmyndir um vetrarþrautir
þeirra, og engum mundi þykja
sú æfi boðleg nú. v
Eu — i sínu vetrarmyrkri,
kulda og svengd, sem alls ekki
var ótíð, tilbáðu þeir Drottinn
sinn og skapara, og sú tilbeiðsla
var þeim engin uppgerð; sú til-
beiðsla var þeim líka sem ljós og
ylur í skammdegismyrkrinu, var
þeim huggun og athvarf i öllúm
nauðum. Og þó að stöku maður
geri nú stundum hálfgert gaman
að hinni barnslegu trú feðra
vorra og mæðra, þá viti það allir
menn, að sú trú og sú tilbeiðsla
var þjóðarinnar líf; það var sú
trú, sem sætti þá við vetrar-
œfina og gaf þeim styrk til að
bera veArarþrautirnar. Kynnið
ykkur æfina, sem isl. þjóðin átti,
ekki sízt á veturna á liðnum tím-
um, þrautirnar, sem hún varð að
þola, hörmungarnar, sem hún átti
við að stríða frá náttúrunnar og
mannanna hendi, sem yfir henni
réðu, raunirnar, sem hún varð
gegnum að ganga; og hugsið út
í það með skynsemi og alvöru,
Tivaðan henni kom styrkur og
máttur í öllu þessu stríði. Og
beygið síðan kné yðar með lótn-
ingu fyrir þeirri trú, sem var
þjóðarinnar lífskraftur bæði sum-
ar og vetur á liðnum árum og
öldum.
En — Guði sé lof, að það hefir
verið að smábirta yfir landinu
og þjóðinni 'á hinum síðustu
mannsöldrum; einkum hafa síð-
ustu 40 árin verið framfaratími
og þroskatími í flestum greinura.
jX þeim tima hefir þjóðinni faríð
meira fram heldur en á mörgum
öldum þar á undan. Atvinnu-
vegirnir hafa bæði fjölgað og
batnað, samgöngurnar orðið greið-
ari, manndómur og atorka farið
vaxandi. Alt hefir þetta verið
vitrum og góðum mönnum sannar-
legt gleðiefni, og það hefir jafn-
framt verið þakklætisefni við
skapara vorn og Drottinn, sem öll
góð og fullkomin gjöf kemur frá.
Af öllu þessu hefir það leitt
meðal annars, að vetrarœfi, ís-
lendinga hefir verið að batna og
að þeim hefir aukist rnáttur til
að taka móti vetrsuþrautunum og
verjast þeim. Hinn forni kvíði
fyrir vetrarkomunni hefir því far-
ið yfir höfuð minkandi; myrkur
og kuldi heimsskautavetrarins
hefir verið minna kvíðvæulegur
fyrir hinar síðustu kynslóðir en
hann var fyrir feður vora og
mæður á fyrri tímum.
En — nú kemur veturinn svo,
að vér erum varbúnari að taka
móti honum heldur en verið hefir
að undanförnu. Auðvitað var
sumarið síðasta að mörgu leyti
gott og blessað, margir dagar
þess blíðir og fagrir og blessun-
arríkir, og lofaður og vegsamað-
ur sé Guð og faðir vor á himn-
um fyrir náð sína og miskun við
oss alla á sumrinu. Fyrir land-
búnaðinn reyndist sumarið sæmi-
legt, og víðast gott, þegar á alt
er litið, að minsta kosti um alt
Suðurland. En svo lauk sumrinu
þó, að annar aðal-atvinnuvegur
manna hér um slóðir mishepnað-
ist, ýmist að nokkru eða öllu, og
við sumarlokin má að miklu telja
hann dottinu úr sögunni.
Fiskiflotinn nýi var eitt allra
mesta framfaraspor landsmanna,
eitt allra mesta manndóms- og
atorkumerkið; hann flutti óum
ræðilega björg og blessun á land,
veitti fjölda manna ágæta at-
vinnu á sjó og landi, fæddi og
klæddi fjölda heimila bæði fjær
og nær. Hann var nútíðarárós
og framtíðarwow; með hann að
bakhjarli þurfti í rauninni ekkert |
að óttast.
I : ’ ÍSfW
,En hvað skeður svo á þessu j
sumri ?
Jú! Annar helmingur þess flota
er gerður landrækur, seldur burt
úr landinu, og hinn verður að
setjast sama sem á þurt land. Og
það er svo langt frá því, að lands-
stjórnin og þingið bjargi þessu rnáli
við, að hún og það þvert á móti
brýtur eða stígur yfir iandslögin til
að setja innsigli sitt á þessar athaf n-
ir. Sumarið 1917 er því að vissu
leyti stórmerkilegt og alvarlegt
sumar. Sagan mun á sínum tíma
minnast þess, sem þá gerðist, og
og það mun einhvern tíma alt
saman dæmt eins og það á skil-
ið. Og sagan mun líka minnast
þess þings, sem í sumar var háð,
minnast þess, að líkindum, sem
eins hins lakasta og lélegasta, sem
háð hefir verið, siðan alþingi var
endurreist. Því var ætlað, að
bjarga atvinnuvegunum og um
leið Ufi og velferð landsmanna úr
styrjaldarvoðanum og öldugangi
dýrtíðarinnar. Það horfði á ann-
an atvinnuveginn fara í kalda
kol, en það gerði ekki það, sem
gera þurfti og gera átti. Hér
við bætist, að landsstjórnina brest-
ur að vissu leyti tilfinnanlega
traust landsmanna, og að gætna
menn grunar og uggir, að ein-
mitt nú 8é landið að sökkva í
Dað skulda- óg óreiðu kviksyndi,
sem langan tíma þurfi til að kom-
ast upp úr aftur, og sem lama
muni krafta þjóðarinnar >i fram-
tíðinni og hefta væntanlegar fram-
arir. Og enn má á það minn-
ast, að blöðin, sem eiga að vera
samvizka þjóðarinnar, þau þegja
stundum um margt það, sem mið-
ur fer, og bregðast með því þeirri
skyldu, að segja mönnum afdrátt-
arlaust sannleikann i þeim mál-
um, sem mest á ríður, og um
eið halda þjóðinni vakandi.
Svona er, kristnu tilheyrendur,
hin ytri urngerð, ytri rammi, ut-
an um þjóðarástandið nú við
sumaripkin. En — hvað leiðir
svo af þessu öllu, fyrir veturinn
jenna til að byrja með. og fyrir
ramtíðina yfir höfuð? Fyrst og
fremst það, að fjöldi manna hér
nærlendis verður að byrja vetur-
inn »upp á gamla móðinn« með
tvær hendur tómar. Það er fyr-
ir sig með einhleypt fólk, því eru
vanalega flestir vegir færir. En
iað verður erfiðari róðurinn fyrir
fátæka fjölskyldufeður; þeim get-
ur veturinn orðið erfiður áður en
lonum er lokið. Þvi að af öllu,
sem gerst hefir í sumar, leiðir nú
það, sem ískyggilegast er af öllu,
sem 8é atvinnuleysið Þeim vágesti
kviða flestir, og það er náttúr-
legt. Hvar eiga nú þeir að fá
atvinnu á komandi tíma, sem
verið hafa á þeim hluta fiskiflot-
ans, sem af eigendum, þingi og
stjórn er dæmdur til dauða og á
að sendast úr landi? Og hvar
þeir, sem eru á hinum helmingn
um, sem eigendurnir verða að
setja á þurt, af því að eigendun-
uni var ekki rétt nauðsynleg
hjálparhönd, meðan styrjaldar-
ógnirnar standa yfir? Jú! Það
hefir verið talað um, að þeir ættu
að fá atvinnu, en það er enn
ekki nema orðin tóm. Það eygir
enginn þá atvinnu ennþá, og er
þó veturinn kominn, og er meira
að segja fremur úfinn og þungur
á svipinn. Oskandi og vonandi,
að betur rætist úr. Sérstaklega
i Reykjavík verður varla þver-
fótað fyrir nefndum, allar eiga
þær eitthvað að gera gott, eg ef-
ast ekki um það. En lítil bless-
un og fá bjargráð fljóta ennþá
frá þeim. Yfir störfum sumra
þeirra sýnist þar að auki hvila
einhver sérstök vanblessun og
ógæfa; það, sem sumar hafa gert,
virðist heldur hafa orðið til að
auka vandræðin og gcra viðskífta-
flækjuna ennþá þyngri og erfiðari
Svona stöndum við þá, þegar
veturinn kemur, svona horfir öllu
. Árni Eiriksson
Tals. 265 og 554. Pósth. 277. 1 smisaia |
Heildsala.
Vefnaðar'v&rur, Priónavðrur mjög fjölbreyttar. —
*oO
SrnávðrBT er suerta saumavitinu og hannvrðir.
Þ v o 11 a- og, hreinlætisvörur, beztir og ódýrastar.
Tækifærisgjafir.
Saumavélar með’/ríhjóli
og
5 ára verksmiðjuábyrgð.
við; eg held enginn geti sagt, að
ástandið sé gott eða horfurnar
glæsilegar.
En alt þetta bitnar á sjálfri
þjóðinni; hún sýpur seiðið af öllu
því, sem kann að hafa farið í
handaskolum, hún fær það í of-
análag ofan á dýrtíðina og styrj-
aldarvandræðin. Vér kennum
margt af þessu þingi og stjórn,
og sumt af vandræðunum og hinu
slæma ástandi á þar sinn fæð-
ingarhrepp. En — hvað dugar
það í raun og sannleika? Þegar
út í öll þessi vandræði er komið,
þá fer okkur líkt og börnunum,
sem hefir orðið einhver skyssa á,
og svo kenna hvort öðru um
ávirðingarnar. Hinn djúpi sann-
leikur i þessu máli er það, að ef
þing og stjórn hefir reynst og
reynist miður enn skyldi, þá á
þjóðin mestu sökina á því sjálf.
Hún hefir þá með eigin atkvæði
lagt líf sitt og velferð í hendur
þeim mönnum, sem voru ekki
þeim vanda vaxnir, sízt á þess-
um alvöru- og vandræðatímum;
hún verður því að taka við af-
leiðingunum og getur í rauninni
engum um kent, nema sjálfri sér.
Það hefir lengi við okkur ís-
lendinga loðað, að vér trúum þeim
bezt, sem tala fagurlegast og
mjúkast í eyru vor. Skyldi nú
ekki geta skeð, að við séum að
einhverju leyti að taka út á það
núna, og gerum það þó máske
enn frekar síðar meir?
Tímamótin eru einlægt sem
nokkurskonar merkisteinar bæði
í lífi manna og þjóða; við þá
merkisteina er gott að staldra við
um nokkur augnablik og líta bæði
til baka, yfir það farna og liðna,
og fram á leið til þess ófarna og
ókomna; það er einmitt það, sem
eg vil gera i dag. —
Vér eigum að nota skynsemi
vora og mannvit til að rannsaka
alt ástand vort, skoða það í ljósi
sannleikans. Á hvaða svæði sem
við sjáum bresti, þá eigum vér
að kannast við þá og reyna að
laga þá. Á eftir sérhverju illu
og óviturlegu ráðlagi koma þján-
ingar og þrengingar. Skip hverr-
ar þjóðar sekkur, þegar skynsem-
inni og réttlætinu er varpað fyr-
ir borð, þegar skelt er skolleyr-
unum við sannleikanum. Þið
þekkið ástandið, sem nú er í
heiminum. Það ástand er ávöxt-.
ur af því, að þjóðirnar hafa ekki
rannsakað og dæmt sjálfar sig,
og siðan leitast við að laga það,
sem ílt ,var og ranglátt í fari
þeirra. Ókomni tíminn á einlægt
rætur sínar í fortiðinni; því er
viturlegt við hver tímamót að
líta til fortiðarinnar, og um leið
laga það, sem hjá henni var áfátt.
Hafi stefnan verið röng, þá er að
nota tímamótin til að leggja stýr
inu rfðruvísi; þannig á það að
vera bæði í andlegum og likam
legum efnum.
Ef við íslendingar ekki viljum
læra þetta, þá eigum við enga
framtíð, sem kallað er; ef við
viljum aldrei heyra sannleikann,
þá flönum við út i dauðann.
Nú er þá veturinn framundan.
Eg býst við, að fortíðin hafi svo
í garðinn búið, að vetrarœfin
verði nú sumum lakari verið
hefir, og vetrarþrautiniar þyngri.
Eg kviði vetrinum fyrir hönd
barna og gamalmenna; fólkið,
sem er á bezta aldri, það þolir
niargt élið, sem börnin og gam-
almennin þola ekki. — En þó að
vetrarutlitið sé í ýmsan máta
ískyggilegt, þá skulum vér ekki
mis8a móðinn. Vér skulum ekki
vera líkir þeim, sem enga von
hafa.
Vér trúum á almáttugan Guð,
sem ræður bæði tíma og eilífð,
og sem hefir örlagaþræði þjóða
og manna í hendi sinni. Það hefir
verið orðað svo, að í
»almáttugri hendi hans
er hagur þessa kalda lands,
vor vagga, braut, vor bygð og
gröf,
þótt búum við hin yztu höf«.
Og þessi almáttugi Guð, sem
með almáttugri hendi sinni stýrir
alheiminum, hann hefir opinberað
sig í Jesú Kristi sem algóðan
föður allra manna, föður, sem
elskar hvern einstakan mann og
annast hvern einstakan mann;
um hann er það sagt með sann-
indum, að
»hann heyrir stormsins hörpuslátt,
íann heyrir barnsins andardrátt,
hann heyrir sínum himni frá
ívert hjartaslag þitt jörðu á«.
í líknarfaðm þess föður flýjum
við öll, þegar á reynir; hann er
skjólið, sem öllum stendur opið,
skjólið, sem aldrei fýkur í. Þang-
að fiýðu feður vorir og mæður
i sínum vetrarþrautum, þangað
flýjum vér öll líka við komu
jessa vetrar. Hann vantar aldrei
vegi, hann vantar aldrei mátt;
til hans og um hann inegum vér
allir segja:
»Ó, Drottinn í skaut þitt vér
flýjum,
ei hræðast vér þurfum í hælinu
því,
>ótt hörmunga dimmi af skýjum*.
í þetta skaut og skjól flýjum
vér, sern allir kristnir menn, og
}að bregst engum, þangað flýja
æir með tárin sín og sárin, harm*
inn og hugarangrið, sem sumarið
eða fortiðin hefir svift ástvinum
og forsjármönnum. Þangað flýja
hinir fátæku og smáu, sem hafa
fátt í höndum til að verjast
vetrarþrautum og vetrarkuldum,
þangað fiýjum vér allir tneð alt
það, sem að oss amar og sem
hrella kann huga vorn. Óg vér
skulum reyna það enn, að föður-
auga hans vakir yfir öllum mönn-
um.
Skáldið okkar góða hefiy sagt:
»Aðgætin föðurauguu klár
öll reikna sinna barna tár,
aðstoð þau aldrei þrýtur«.
»Aðgætin föðuraugun klár«
vaka yfir hverju jarðarbarni jafnt
í vetrarþrautum og í sumarblíðu,
og aðstoðin frá föðursins hendi
þrýtur aldrei; fyrir þá náð og
miskun almáttugs Guðs er íslenzka
þjóðin koinin frám á þemi,an dag.
En — Guð ætlast til, _að vér
hjálpum oss sjálfir og að vér
hjálpum hver öðrum. Börn Guðs
á jörðunni eiga að breyta vitur-
lega, þa,u eiga að bera umhyggju
fyrir sér hvert í sínu lagi og þau
eiga að haldast í hendur, leiðast
sem börn í eísku og hjálpiýsi fyr?
ir augliti föðursins. Til þess að
vetrarþrautirnar verði sem létt«
astar, þá þurfum vér að stunda
ýmsar kristilegar dygðir. Vér