Ísafold - 03.11.1917, Blaðsíða 3

Ísafold - 03.11.1917, Blaðsíða 3
ISAFÖLD þurfum að læra og venja oss á af> s]iara,f spara alt, sem sparað verð- ur. Oþarfa eyðsla og ráðleysis bruðl er á þessum alvörutímum bæði þjóðarminkun og þjóðar- ódygð. Á þessum alvörutímum, sem þó geta orðið enn alvarlegri enn þeir enu þá eru, er blátt áfram andstygð að ráðlagi þeirra manna, sem ausa út fé í hreinan og beinan óþarfa. Slíkt ráðlag er siðleysisvottur, skipar okkur á bekk með villiþjóðum og skræl- ingjum. Vér þurfum að læra að spara og hagnýta. »f>ví áttu svo fátt, að þú nýtir ekki smátt«, það er gamall sannleikur. Með bróðurlegri samheldni, með skyn- samlegum sparnaði og viturlegri hagnýting rná langt komast, þótt erfiðir séu tímar og þröngar kring- umstæður. Þeir eiu einlægt ein- hverjir, í hverju þjóðfélagi, sem meira hafa en þeir sjálfir þurfa til hvers dagsins. Margir af þessum mönnum miðla þá þeim, sem minna hafa og hjálpar þurfa Ouði sé lof fyrir þessa góðu menn, hvar og hverjir sem þeir eru, og heiður og þökk sé þeira sjálfum fyrir hvern skerf, sem þeir rétta öðrum; þeir uppskera gott af með- ferð síns fjár seint eða snemma. Hinir eiga litla þökk skylda, sem verja fé sínu i óþarfann, en aftur lykja hjarta sínu, eins og ritning- in orðar það, fyrir neyð bróður síns. Á þessum vetri þurfum vér að standa fast saman og muna eftir því Krists lögmáli, að bera hver annars byrði í kæi leika og hjálp- fýsi. Felum oss svo Guði í Jesú nafni með vetrar komunni, með fastri trú á almætti hans og gæzku. Sá Guð, sem vakað hefir yfir landi voru fram á þenna dag, hann lifir enn, og vald hans og máttur hefir engum breyting- um tekið. Að því er snertír hin- ar líkamlegu nauðsynjar, föt og fæði, mat og drykk, þá hefir Drottinn vor og frelsari sagt og kent 08s, með skýrum orðum, að vor himneski faðir viti, að vér þurfum alls þessa við og um það sé ekki að efast, að hann hafi bæði vald og vilja til að bæta úr þeim. Harvn segir lika, að vér eigum ekki að spyrja með þung- um áhyggjum hvað vér skulum eta eða drekka eða hverju vér skulum klæðast. Þungar áhyggj- ur um það efni séu heiðinna manna háttur. í þessar föður- hendur seljum vér sjálfa oss og alla vini vora með vetrarkom- unni, og vér gerum það i Jesú nafni með glaðri trú, öruggu trausti og lifandi von. Með öðru betra er ekki unt veturinn að byrja. Kristnu tilheyrendur! í forn- sögum íslendinga er oft talað um vetrarsetumenn ; það voru menn, sem voru eins og farfuglarnir; komu hingað á haustin, dvöldu hér veturinn yfir, en hurfu með vorinu og sumrinu aftur til heim- kynna sinna, venjulega i hlýrri og veðursæfli löndum. Vér menn- irnir erurn allir sem nokkurs- konar vetrarsetumenn hér í heirni. Lífið hér á þessari jörð hefir að mörgu leyti á sér vetrarblæ, að minsta kosti hjá mörgum; köld jel og stríðir stormar geysa meira eða minna yfir líf flestra manna; að vísu er lika hér í jarðlífinu sól og sumarylur, en hitt mun þó jafnan tíðara, þegar á alt er litið. En vkr eigum líka fyrir hönd- um að/losna við jarðlífsveturinn Vér hverfum öil á sínum tíma inn til eilífs sumars í sólríkum og sæluríkum föðurheimkynnum. Á þeim tíma, sem Guði þóknast, hverfum vér og förum, eins og farfuglarnir og vetrarsetumenn- irnir, þangað sem sælusumar blítt, síðar skín í löndum betri. Með hverri haust- og vetrar- komu skulum vér því minnast þess með fögnuði, bæði hvaðan vér erum komnir og h\ert vér förum. Heim til Guðs á hugur yor að stefna hvort sem vori og sumri eða hausti og vetri er að taka. Um leið og vér kveðjum hvert sumar, þá eigum vér að geta sagt, sem kristnir menn og Guðs börn: »Iiaustið er komið, en heit er mín þrá, Himneska eilífðarvorið að sjá, Upp til mlns Guðs, gegnum storma og stríð, Stefnir minn andi á sérhverri tíð. Þó að eg gangi til grafar hvert spor Gleðst eg i trúnni á skínandi vor«. Þó að mannsæfin verði því vetr- arœfi með vstrávþrautum, þá ver- um karlmannlegir og verum styrkir. Látum ekki vetrarþrautir jarðlífsins draga oss niður í duft- ið, eða svifta oss fluginu til hæða »Upp til mins Guðs gegnum storma og stríðc. Þetta sé vor andlega stefnuskrá. »Upp til míns Guðs gegnum storma og strið«, þar bíður okkar allra hið »skínandi vor«, himn- eska eilifðarvorið, sem mannkyn- ið alt þráir í rauninni mest af öllu. Það er nú kominn vetrarblær á alla hina sýnilegu náttúru, nú þegar veturinn heilsar; en það er vetrarblær líka á sumum hinum síðustu atburðum, sem til sumars- ins teljast. Sumarið hefir endað með mannsköðum og raunum, það hefir hér á næstunni skilið eftir 4 munaðarlausar ekkjur og 17 föðurlaus börn. Vér viljum öll í dag biðja Guð, að láta sumarsól og sumaryl leggja aftur inn i líf þessara raunabarna sinna, og allra þeirra, sern fyrir sorgum og raun- urn hafa orðið, láta þessi börn lyftust til Guðs síns gegnum stormg.na og striðið, sem vetrin- um fylgir í þeirra jarðarlífi. Komi svo vetut' þessi í Drott- ins nafni. Hann stendur í Drott- ins hendi eins og allir tímar! Heilagi faðir! Mikli Drottinn tíma og eilífðar! Gef þú oss, börnum þínum á jörðu, góðan og hagstæð- an vetur. Varðveit þú oss og vernda frá öllu því, sem ilt er til sálar og líkama. Lát föðuraugu þín vaka yfir landi voru og þjóð og vernda og varðveit ættjörð vora frá öllu því, sem grandað getur börnum hennar. Lit niður til vor allra í miskunn á þessum vetri og lát oss alla vera geymda í þínum föðurhöndum. Gef oss öllum á hverjum degi vort dag- legt brauð. Miskuna þig yfir þá, sem fátækir eru og bágstaddir, og gef þeim, sem betur eru stadd- ir, mannelskufult hjartalag og ör- láta bróðurhönd. Veit huggun þeim, sem sorgbitnir eru, eða fyrir raunum verða. Blessa at- vinnuvegi vora til lands og sjáv ar. Lát þá, sem deyja á vetr- inum, ganga inn til þíns friðar og fagnaðar. I Jesú nafni. Amen. Xýtt blað er í irið að koma ót í Vestmanaa- eyjum sem Skeggi heitir. Ritstjóri er Páll Bjarnason, sem áður hefir verið um hríð ritstjóri Suðurlands sáluga. Vegna þrengsla biða ýmsar greinar næsta blaðs, m. a. Orðsending frá A. J. Johnson bankaritara til ritstj. »Landsins«. Hafnargerðinni er því sem næst að verða lokið. Fer úttekt hennar fram þessa dagana. , Má fara að gera ráð fyrir því, að stór-skip geti farið að leggjast við land úr þessu, því nú er leiðin inn að aðal-skipastóttinni (uppfyllinguuni) orð- in greið. Loftskeytastöðin. Búist er við því að loftskeytastöðin verði afhent í næstu viku og geti þá tekið til starfa. Landspítaianefnd hefir stjórnar- ráðið skipað. Sitja f henni Magnús Sig- urðsson bankastj. (formaður), G. Björn- son landlæknir, Guðm. Maguúsaon pró fessor, Guðm. Hannesson prófessor, Ingi- björg H. Bjarnason skólastjóri, Jens Eyjólfsson byggingameistari og Geir G. Zoega landsverkfræðingur. Nefndin vinnur kauplaust og hún á að gera til- lögur um landsspítalamálið og rannsaka IQ líflif. Fötin skapi manninn segir máltækið og eins er um útlit bif- reiða, að undir því er meira komið, en rnargur hyggur. Fegurð og smekklegur írágangur Scripps Booth hefir mjög hjálpað kostum þeirrar bifreiðar til þess að koma henni i öndvegissæti hjá bifreiðasölum vestan hafs. Það eru þessir kostir sem flýta sölunni og auka söluna. (j>cripps33oo éh * / Siðb6ta? afmæíið var hátíðlegt haldið í höfuðstaðn- um með minningar-athöfnum i dóm kirkjunni, svo sem ráðgert hafði verið. Á bádegi fluttu bæði biskup- inn og síra Jóhann dómkirkjuprcstur piédikun, en á undan þessu fluttu þeir bi.--kup og Magnús docent Jóns- son, eiindi um Láther og siðbótina, einnig í dómkiikjunni. Sama dag kom og út sérstök bók um Lúther eftir sira Mrgnús dccent. í K. F. U. M. var haldiu minn- ingar athöfn um kvöldið og talaði þar síra Bjarni Jónsson. Bæjarstjórjaarkosning fór nýlega fram á Isafirði um eirn ful!trúa i stað slra Mrgnúsar Jóns- sonrr. Fyrir kjöri varð Quðmundur B;r|.;scon póstafgreiðslumaður, • Fiskiiélags-erindreki innanlands, í stað Matth. Ölafs- sonar alþm. er orðinn Þorst, Jú!, Síeinsson skipstjóri. Jarðarför Tryggva Gunnarssonar fór fram f fyrrad. að viðstöddu afarmiklu fjölmenni. I heimahúsum flutti síra Bjarni Jónsson húskveðju og var kist- ö an þv/næst hafin út, en líkvagn þurfti engan við þessa jarðarfór, svo voru þau félög mörg og eiustaklingar, er látið höfðu óskir í tó um að bera Tryggva til grafar. í broddi líkfylgdarinnar gengu Odd fellowar f fylkingu, þá tóku við með limir úr skipstjórafólaginu Aldan með fána sinn. En kistuna báru frá heim- ili Tryggva að Landssímahúsinu skip stjórar, en þaðan að húsi Nathans & Olsen miðju kaupmenn, svo tóku við nokkrir sórstakir vinir Tryggva og báru kistuna að kirkjudyrum, en inn í kirkjuna bæjarfulltrúar Reykjavíkur. Ræðu í kirkjunnl flutti síra Jóhann Þorkelsson. Út úr kirkjunni báru Odd- fellowar kistuna og mynduðu þeir og tvísetta röð sitt hvoru megiu frá kirkju dyrum að hliðum Álþingishússgarðsins og síðu8tu skrefiu að grafhvelfingunni báru og Oddfellowar kistu Tryggva. Þegar þar var komið vígði síra Jó- hann grafreitinn og var kistunni því næst ýtt iun í hvelfinguna og kastað á hana rekunum. Látinn er nýlega á Hjalteyri Ole Peter Christian Möller, faðir Jakobs Möller ritstjóra og þeirra bræðra fædd- ur og uppalinn hór í Reykjavík, sonur Christians Möller, er hór var verzlunar- stjóri fyrir bróður sinn 0. P. Möller, eu systir þeirra var frú María Finsen kona Ólafs yfirdómara, en móðir Vilhjálms hæstaróttardómara, Óla póst- meistara, Hannesar stiftamtmanns (föð ur Níels, ljóslæknisins heimsfræga). Ole P. Möller varð 65 ára og hafði vanheill verið svo árum skifti. Borgarstjóra-fulltrúa að ráða í höfuðstaðnum. stendur til Hjúskapur. Gefin saman laugar daginn 27. f. m. af síra Jóhanni Þor kelssyni, Eyrún Grímsdóttir frá Syðri Reykjum og Þorgrímur Guðmundsson, Laugveg 70. er tvímælalaust sú bifreið, s:m verzlanir sækjast mest eftir, þær er við vandláta kaupendur skifta. Gæðin segja til sín og þess nýtur Scripps-Booth. Nýi átta sylindra vasfninn er 120 þnm!. roilii hjóla, aem er 10 þrol. meira en á léttivögnuro. Yélin hefir tíö hest- öfl. Að flestn er þessi vagn með svipnðum útbúnaði sero léttivagnar. Báðar tegnndir ern settar af stað með tvö- föidu afli og lýsieg tvihreyfð. öll tæki til stjórnnr bif- reiðinni era heint fyrir angum vagnstj^ra og á þeim stað, sem fljótlegt er og lAlt að gripa til þeirra. Stýri getor verið hægra megin eða vinstra, eftir þvi sem kaupandi óskar. Katpandi getar ráðið hvort hraðamælir sýni vega- lengd i föðmum eða kilcmetrum. — Sorpbrettum er vel fynr koroið. Ný gerð af G fjögurra sylindra, þriggja farþega bifreið. Gerð D, átta sylindra, fjögurra farþega bifreið. Scrípps-Booff) Corporation, Exporf Deparfmenf 2 IVesf 57íf) Sfreef, TJew Iforh, U. S. Ti. Ifll 2. Staðfest iög 26. október 1917. Konungur staðfesti í fyrradag eftirfarandí lög, samkvæmt sím- skeyti frá'forsætisráðherra: Lög um skiftingu bæjar- fógetaerabætisins í Reykja- vík og um stofnun sérstakr- ar löggæzlu í Reykjavíkur- kaupstað. Lög um breyting á 1. gr. laga, nr. 45, 16. nóv. 1907, um skipun prestakalla. 3. Lög um þóknun til vitna. 4. Lðg um rðálskostnað einka- mála. 5. Lög um breytiug á tilskipun 30. apríl 1824 og fátækra- lögum nr. 44, 10. nóv. 1905. Lög um breyting á lögum nr. 39, 11. júli 1911, um sjúkrasamlög, og á lögum um breyting á þeim lögum, nr. 35, 3. nóv. 1915. (Meira). 6. £rl. simfregnir Frá fréttaritara ísafoldar og Morgunbl. K^ öfn 26. okt. og Austurríkis- Þjóðverjar menn hafa rofið herlínu ítala hjá Talmino og hafa tekið io.ooo menn höndum. Rússar hafa sótt dálítið fram íyrir norðan Riga. Ákafar stórskotaliðsorustur i Flandern. K.höfn 27, okt. Þjóðverjar hörta undan á vesturvígstöðvunum. A tveim dögum hafa Þjóð- verjar og Austurríkismenn hand- tekið 30000 ttali, þar af 700 fyrirliða, og náð 300 fallbyss- um. Brazilía hefir sagt Þjöðverj- um strið á hendur. Bandamenn sækja ákaft á í Flandern. Khöfn 27. okt. t»ióðver,jar hafa hðrfað undan lijá skurðunum milli Oise, Aisne og Cha- vignon. Það er búist við því, að ítalir muni missa allar þær stððvar. er þeir náðu í síðustu sókninni hjá Isonzo. ítalska stjórnin hefir sagt af sér. Frakkar hafa sótt fram milli Diegrachten og Drai- bank. Bandamenn hafa hafið fótgðnguliðsáhlaup norð- an, norðaustan og austan við Ypres. Ástæðan, sem varð til

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.