Ísafold - 01.12.1917, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.12.1917, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. VerSárg. 5 kr., erlendis 7x/2 kr. eSa 2 dollarjborg- Ist fyrir miSjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint XLIV. árg. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjórl: Qlafur BjörnssDn. Talslmi nr. 45$. Reykisvik lauoardaginn 1. des. 1917 Uppsögn iskrifl. bundin við áramót er ógild nema kom in só til útgefand' fyrir 1. oktbr. og sé kaupandl skuld laus við blaðið. 73 tölubiað Siðustu simfregnir frá fréttar. Isafoldar og Morgunbl. K.höfu 30. nóv. Rússneska stjómin hefir sent fulltrúa til vigstöðva Þjóðverja, til þess að semja um frið Msximalistar lýsa yfir þvi, að friðarsamnÍDgar muni hefjast 1. desember. I»rátt fyrir afstððu banda- manna hefir Landsdowne lávarður birt þá skilmála er þeir setja til þess að friður geti komist á. I fyrstu ræðunni, sem Hertling, hinn nýi kanzl- ari Þjóðverja hélt, sagði hann að fullkomið sam- komulag væri meðal allra flokba í Þýzkalandi. Þjóð- verjar væru fusir til þess að taka samkomulagsfriði og senrtja við Maximalista á þeirn grundvclli að eigi væri krafist neiuna land- vinninga, samkvæmt þeim svörum er Miðrikiu hefðu gefið við friðarumleitun- um páfans. — Maximalistar hata nú flestar borgir í Rússlandi ásínuvaldi, en engin stjórn og eigi heldur sendiherrar Rússa erlendis vilja viður- fecnna yiirráð þeirra. Fáninn. Engar ábyggilegar fregnir hafa enn borist um afdrif þess hjartfólgna máls vors í konungsgarði. Skeyti hafa að vfsu borist um, að eittdanskt blað, »Frederiksborgs Amts- Tidende«, hafi það eftir Zahle yfir- ráðherra Dana, að eigi geti til mála komið að binda endi á fánamálið fyr en sambandið milli íslands og Danmerkur verði tekið til úrslita- fhugunar. En valt mun að treysta þeim ummælum. Þetta blað er eign Sigurðar Berg f. ráðherra, eitt af ákveðnustu andófsblöðum dönsku stjórnarinnar og mjög óliklegt, að það viti lengra nefi sínu um þetta mál. Ánnars hefir verið símað hingað, að ekkert verði opinskátt gert um fánamálið fyr en forsætisráðherrann fslenzki sé heim kominn og mun því bezt að bíða átekta þangað til, og hafa það um leið fast í huga, að fánamálið er þjóðarmál, en ekki flokksmál, að það er einingarmál, en ekki sundrungar, og ef vérstöndom þar sameinaðir, nær réttur vor fram að ganga — ef forustan af vorri hálfu er sæmileg,—,en það er hún auðvitað ekki með stjórninni, eins og hún nú er skipuð. Loforð og efndir. Eina málgagnið, sem reynt hefir að bera ofboð lítið blak af stjórn- inni út af hneykslisathöfnum hennar í landsverzluninni er »Tíminn*. — Máttlaus hefir sú vörn verið svo sem eðlilegt er — og meiia til málamynda en í alvöru. Og nú er allri vörn lokið af blaðs- ins hálfu fyrir það, sem á undan er gengið. Nú þykir því ekki annað fært til þess að hafa stjórnina undan rétt- mætum skelli en að loýa jyrir hennar hönd bót oq betrun í ýramtíðinni. I slðasta blaði Tímans er ærið kyndug grein sem heitir »ábyrgð og vald« og fer öll í þá átt, að nú ætli stjórnin að gerbreyta allri lands- verzluninni, fá hana í hendur hinum beztu mönnum, losa hana alveg við stjórnarráðið og þá »beztu« hafa alt valdið og alla ábyrgðina. Með þessu játar stjórnin loks það rétt vera, sem vér höfum aldrei þreyzt á að benda henni á, að hún ætti að skera á milli landsverzlunar- innar og stjórnarráðsins. Þegar í vor skoruðum vér á hana að gera það, en hún þverskallaðist við. Nú sér húr. sitt óvænna og neyðist til þess. En óheppilegt er að eiga yfir sér stjórn, sem aldrei er gáfuð fyr en eftir á. Þá er og játning fengin fyrir þvi frá stjórninni, að landsverzlunin sé ekki i höndum hinna »beztu«. Hefði stjórnin átt að sjá það fyr. Þvi að i raun og veru var það frá upphafi óðs manns æði að setja bráð- ungan mann, sem aldrei hafði ná- lægt verzlun komið, yfir langmtstu stórverzlun, sem nokkurntlma hefir verið rekin hér á landi. Það qat aldrei farið vel. Engum einstaklingi myndi hafa dottið 1 hug slfk fásinna og lýsir það litilli ábyrgðartilfinning hjá stjórninni að hafa hagað sér svo. Enda líka fullyrt, að ábyrgðalausa klíkan bak við atvinnumálaráðherr- ann hafi mestu um það ráðið. Gott og blessað er það nú í sjálfu sér að heyra þessi orð »Tímans«, um að stjórniu ætli að sjá að sér og lofi bót og betrun. En hætt er við að almenningur vilji sjá svait á hvítu efndirnar áður en hann trúir. Stjórn, sem er orðin kunn að því landshornanna milli að hafa farið með bláber ósnnnindi í stórmáli, sem alla þjóðina varðar, hún má ekki bú- ast við þvi, að loforð hennar ein verði tekin trúanleg. Framkvæmd- irnar verða að sjást fyrst. Og því er nú ver, að þótt stjórn- in ætlaði nú að efna loforðin, mnnu þeir teljandi i landinu, sem treysta henni til að velja hæfustu mennina til forstöðn landsverzlunarinnar. Svo er hún horfin heillum, trausti og læfileikum til þess að gera nokkuð, sem í þjóðnytjaátt horfir. Síðasti sumardagur 1917 Með þessari fyrirsögn hefir Stefán skólameistari Stefánsson, formaður Ræktunarfélags Norður- lands ritað mjög eftirtektaverða hugvekju í blaðið Norðurland (þ. 3. nóv.) um heydsetningemálið. Vegna þeirra bænda og búaliða, sem ekki sjá Norðurland tökum vér upp greinina í heild sinni. Hún er svolátandi: »Sumarið er að kveðja.« Ekki með sætum svanaklið heldur með norðanstórhríðarbyl. Blessaður »sumaraukinn«, sem menn hugðu ’ gott til og ætluðu til haustverka, er liðinn, en mun lengi í minnum hafður vegna ill- viðra, sem sumaraukinn illi. Og ekki nóg með það, að veturinn tæki þessa eiuu viku aftan af almanakssumrinu, heldur ferfald- aði hana, svo vetraraukinn er orð- inn fullar fjórar vikur og íraun- inni miklu lengri því næturfrost voru tíð í september, úrkomur miklar, og snjó festi oft niður fyrir miðjar hlíðar. Fyrstu dag- ana af október gekk veturinn í garð með frosti og snjó og hefir síðan engan bilbug látið á sér finna, nema hvað lítið blotaði fyrir síðustu helgi, rétt um vetur- næturnar eða 26 vikur af sumri, en ekki svo, að snjó tæki til fulls í sveit, né jörð þiðnaði að ráði, enda stóð blotinn ekki svipstund. Þegar minst vonum varði var rokin á aftur norðanstórhríð og hefir hún haldist látlítið síðan, alt til þessa dags og er nú með langversta móti. Veturinn kom að mörgum ó- vörum og tók marga svo harka- lega að þeir bíða þess ekki bæt- ur í bráð. Haustverk öll voru ó- unnin og vita allir hve bagalegt það er. Þingið hafði aldrei þessu vant fundið ástæðu til að hlutast til um, að fjallgöngum yrði frestað um viku, eflaust í því skyni að lengja heyskapartímann. En þetta mis- tókst hrapallega. Veturinn ónýtti þetta snjalla bjargráð. Fé varð úti. Mikil hey, alt að viku hey- skap og sum8taðar meir, fóru i fönn víðsvegar um alt Norður- land, þegar veturinn skall á og nást að líkindum ekki úr þessu. A stöku stöðum voru töður jafn- vel óhirtar í öndverðum október og mjög vafasamt hvort þær hafa náðst síðan. Eldiviður var og að miklu leyti og sumstaðar alveg úti og víða stórskemdur af septem- ber-rigningunum. — Eins og nú stendur á er þetta hvorttveggja ómetanlegt og óbætanlegt tjón almenningi hér norðanlands. Því miður berast sömu fregnir af Austurlandi. — Ofan á þetta bæt- ist svo að víða var ótekið upp úr görðum þegar staðfrysti, og má telja vonlaust um að nokkuð af því hvorki rófur og því síður kartöflur verði að notum úr þessu, nema þar sem snjórinn hefir lagst á til varanlegrar hlífðar. Er mönnum þetta því tilfinnanlegra, sem þörfin var brýnni fyrir alt, sem til korndrýginda mátti verða. Líkt má segja um eldsneytis- tjónið. Ef veturinn verður eftir byrjuninni og herðir heldur á þvi nær sem líður hávetri, þá er hætt við að mörgum kólni svo að þeir gleymi því ekki fyrir næsta haust. En þó er heytjónið átakanleg- ast af öllu, það getur leitt til stórtjóns, þjóðartjóns ef ekki er séð við þvi í tíma. Enn er nœgur tími til þess. Nú síða8ta sumardag eru allar skepnur komnar á gjöf nema úti- gönguhross, og hve langt er þess að bíða? Kýr hafa verið fullar 5 vikur á gjöf og hafa þegar eytt miklu fóðri, sauðfé og brúkunar- hross hafa líka farið með dá- væna tuggu. Og almanaksveturinn ekki byrj- aður enn. Að sjálfsögðu má telja hann — 26 vikur — tii gjafa tímans og svo vorið með ef að vanda lætur, þangað til 6 vikur af sumri og verður þá gjafatím- inn samtals um 36 vikur. Ekki trúi eg því að nokkur reyndur og forsjáll bóndi telji sig birgan og fullfæran til þess að taka slíkum fimbulvetri nema hann hafi 36—40 hesta af töðu handa hverri kú að meðaltali og 5—6 bagga handa sauðkind hverri upp og ofan, 30—40 bagga handa hrosBi eða þess ígildi af öðru fóðri, sem nú mun helzt vera síld og síldarmjöl. En hafa menn nú alment þess- ar fóðurbirgðir? Eftir því sem eg hefi getað til spurt fer þvl fjarri allviða, ekkí sízt í hrossasveitunum og ber Lognsins skáld (síðasta ljóðasafn Guðm. Guðmundssonar). I. Bezt er að heimsækja skáldið Guðm. Guðmundsson um lognblítt sumarkvöld, er sól er að hníga til viðar. Skáldin elska náttúruna og skilja mál hennar og óorkt ljóð þau, er anda til þeirra úr öldum hafsins og tindum fjallanna. Andstæður Islenzkrar náttúru hafa skapað islenzk skáld, er renna yfir grnnd með stormsins hraða og hrifa alla með sér og hvetja til dáða og önnur, er á lognblíðum sumarkvöldum syngja frið inn í sál sina og sátt við guð og menn. Hannes Hafstein er stormsins og striðsins skáld, en Guðm. Gnðmundsson lognsins og friðarins. Drottinn birtist Guðmundi eins og Eliasi forðum í hægum vind- blæ. Þess vegna velur hann sér yrkisefni eins og »Friður á jörðu* og »andante religioso« og önnnr í síðasta ljóðasafni sinu. Þögnin er »ljósmóðir hugsana, er lyfta sér frá leikvöllum mannanna barna« (Morg- unsár), en sólin og dagurinn hvetja til starfa. Kvöldin eru ljóðhöfug, hægur andvari um hlið og lautardrag Álþýöufræðsla Stúdentafélagsins. Mag. Sig. Guðmundsson flytur erindi um Gunnar á Hlíðarenda sunnudag 2. desbr. 1917 kl. 5 siðd. í Iðnaðarmannahúsinu. Inngangur 20 aurar. •Reynslao er sannleikurc sagði *Repp« og þótti að vitrari maður. Rejnsla alheims hefir dœmt Fordbíla að vera bezta allra bíla og alheims dóm veróur ekki hnekt. Af Ford- bílum eru fleiri á ferð i heiminum en af öll- um öhrum biltegundum samanlagt. Hvað sannar þaö? I»aö sannar það. Fordbillinn er beztur allra bila enda hefir bann unnið sér Öndveigissœti meðal allra Bila, hjá öllum þjóöum, og hlotið beiöursnafnið, Y eraldar vagn, Fást aö eins bjá undirrituöum sem einnig selur binar beimsfræga DIJNLOP DEKK og SL0NÖUR fyrir ailar tegundir bíla. P. Stefánsson, Lækjartorgi 1, tvent til þess: engin hrossasala í sumar og mikil hey undir fönn. Margir eiga því miður svo örðugt með að fallast á að þau séu töp- uð fyrir fult og alt. »Heyin hljóta að nást«, segja menn »það fer aldrei svo að ekki geri góðan kafla áður en veturinn sezt al- gerlega að, og þá náum við heyj- unum; og þó þau verði farin að láta sig, má alt af hafa þau handa útigangs hrossunum af hart verð- ur og þau þurfa hjúkrunar*. verður að hljómdýrð, er berst til skáldsins frá ströndam Huldalanda; þá er sál hans hreimglöð og hljóm- dýrð ómar í undirvitund hans, sem er runnin frá »ómlindum| guðdóms- vakans* (Kvöldljóð); þá rætast draum- ar skáldsins, verða að] myndum, hann stillir strengi hörpu sinnar og í hljómfalli kvæða sinna tekst hann á hendnr »skínandi för i glaðheim ljósvakans« (Kvöldljóð). Næturkyrð- in titrar eins og óorkt Ijóð á öllum strengjum sálarinnar (andante reli- gioso). Kyrðin og friðurinn verða að ljóðum, húmið er ósungið harm- ljóð (Móðursorg). Hulda slær hörp- nna i dalnnm (Dalkveðja) og ef logn er á hverju kveldi, heyrir skáldið Huldn slá gígjuna (Dýra- fjörður). Sveitin verðnr þá að einu ljóði) »að indælu aftanljóði» (Gestur- inn). Friðinn fær hann i þögn nátt- úrunnar: »Þagnarmálnm þrungin nótt, þinum lýt eg veldissprota, móðir töfra tóna-brota, til þín hef eg friðinn sótt« (Terra memoriæ). Þess vegna slær hann gigjuna í »rökkursælum rnnn- um* (Terra memoriæ); sál hans lyftir sér hæst i lágnættis logni, þá kemst hugurinn næst himni, en þögnin

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.