Ísafold - 01.12.1917, Blaðsíða 3

Ísafold - 01.12.1917, Blaðsíða 3
I S A F O L D 3 Frá siðustu orustunum á vesturvigstöðvunum Bretar reka á bak aftur árásir býzkra hersveta. k\'ö!dið á rniðnætíi og með því Emil Nielsen framkvæmdarstjóri af hálfu landst-t'órnanrsnar, sem falið hefir Eimskipafélaginu aila umsjón með skipum sfnum. Geir varð að smia við hjá Homi vegna óveðurs og komst ekki til Stuðátkróks fyr en á fimtudag. En Sterling hafði losttað af skcr- inu á flóðinu nóttina e'tir strandtð og hélt inn á Sauðárkrókshöfn. Var unnið að því kappsamlega að sk pt vörum á land, því að leki reytidi t vera kominn að báðum lestum og vörur við það skemst. Eftir að Geir hafði gthugað skemd- irnar á Sterling, barst hingað — í gær — skeyti um, að hann mundi hafa Sterling með sér til Akureyrar og gera þar við skipið til bráðabirgða Og mundi Sterling þá geta haldið áfram strandferð sinni með fylgd Geirs. Hálfaldar afmæli Styrktar- og sjúkrasjóða verzlunarmanna var hátíð- legt haldið 24. f. mán. með íjörugu eamsæti í Iðnaðarmannahúsinu. Fyrir minni sjóðsins mælti formaðnr hans Sighv. Bjarnason bankastjóri, en fyrir minni verzlunarstóttarinnar Borgþór Jósefsson bæjargjaldkeri. Þá ræðu þakkaði formaður Verzlunarráðs íslands Garðar Gfslason og mælti fyrir minni Beykjavíkur. , En fyrir minni íslands mælti Th. Thorsteinssou kaupmaður. Samsætið stóð með gleði og glaum fram yfir óttu. Auk þeirra afmælisgjafa, sem taldar voru í s/ðasta blaði, bárust sjóðnum þessar: frá Böðvari Þorvaldssyni Akra- nesi 100 kr., frá Chr. Zimsen 200 kr., frá G. Olsen 100 kr., og frá þelm Guðm. Guðmundssyni (Eyrarb.), Ólafi Benja- mínssyni, Nic. Bjarnason og S. Svavars, 50 kr. hverjum. Hjúskapnr. Finnur O. Thorlacius húsasmiður frá Bæ á Rauðasandi og jungfr. Þóranna V. Erlendsdóttir frá Hvallátrum. Skipafregn : í s 1 a n d er nú á leiðinni frá Halifax hingað, en G u 11 f o s s og W i 11 e- m o e s komin til Halifax og L a g a r- f o s s líklega lika. Öll ættu Ameríku- skipin að vera hingað komin fyrir miðj- an desember. F redericia, steinolíuflutninga- skipið, er nýiega komið hingað með nál. 7000 steinolíutunnur. Klæðaverkemiðjuna Álafoss hefir Bogi Þórðarson nýlega selt þeim bræðr- um Sigurjóni og Einari Póturssyni í fólagi við Gunnar kauprn, Gunnarsson. Söluverðið var 80,000 kr. Símaslit urðu meiri en nokkur dæmi eru til áður í sögu símans aðfaranótt mánudags, enda hið mesta aftakaveður. Telst svo til, að undir 80 símastaurar hafi brotnað í námf við Reykjavlk. Til dýrtíðarráðstafana í höfuð staðnum eru áætlaðar 80,000 kr. á »fjárlögum« bæjarius næsta ár. Tvo vopnuð skip komu hingað 1 fyrrakvöld. Sigldu þau fyrir norðan Engey og lögðuat í víkina austan við Viðey. Aunað skipanna kom inn á höfn í gærkvöldi. Dýrtiðarlán. Bæjarstjórnin hefir samþykt við síðari umræðu að taka 100.000 kr. láu hjá landstjórn. Eru skilmálamir þeir, að 51/2°/0 verði greitt í vöxtu af láninu og það alt endur- gróitt þegar bærinn fær dýrtíðarlán samkvæmt lögum. þesaum 100.000 kr. verður varið til atvinnubóta hór í bænum eins og fyr er sagt. Fálkinn. Ekkert ábyggilegt heyr- ist frá ferðalagi Fálkans. En mikil lfkindi eru til þess að haun muni hafa farið frá K.höfn á mánudaginn og ætti því að geta komið hér rótt eftir helgina. Messað á morgun: í fríkirkjuuni í Reykjavík kl. 2 síðd. (sr. 01. 01.). í dómkirkjunni í Reykjavík kl. 11 sfra Bj. JónssoD og kl. 5 síra Jóh. þorkelsson (altarisganga). Sykurseðlar afaumdir. Samkvæmt auglýsingu stjórnarráðsins hór f blað- inu í dag, eru sykurseðlar afnumdir fyrst um sinn. Alþýðufræðslan. Sigurður Guð mundsson magister flytur erindi á morgun um Gunnar á Hlfðar- e n d a. Hlátrúin á gullið. I samhandi við greinar þær, sem birzt hafa í ísafold í vetur með þeirri fyrirsögn viljum vér benda á fróðlega og skynsamlega grein um þetta mál eftir hr. cand. phil. Hall- dór Jónasson í Morgunbl. 26. f. mán, Kemst hann að sömu niðurstöðu og allir aðrir, sem á mátið líta for- dóma og hleypidóma laust, að »gull«- öldin sé á enda og rannsaka beri því afleiðiugarnar, sem af því verði og gera réttar ráðstafanir í viðskifta- lifinu i tima út af þeim hreyfingum, sem »svanasöngur« gullsins hefir í för með sér. Settur sýslumaður í Arnessýslu, í stað fossanefndar- mannsins G. Eggerz er Bogi Brynj- ólfsson yfirdómslögmaður. Passíusáimar Hal'gr. Péturs^onar, 44. útgáfa er komin út. Kostar kr. 2,00. Fæst hjá bóksölum. Isafold — Ólafur Björnsson Dómasafnið 1916 (24 arkir) er komið úr; með því er IX. heftinu lokið. Fæst á skrifsto u ísifoldar og kostar kr. 4.80. Skiptjón og mannskuði. Nýiega fórst róðrabátur úr Garð- inum. Var á heimleið, en kollsigldi s g. Þrír voru á og druknuðu tveir Þorsteinn Ivarsson og Þórður Þórðar- son frá Vorhúsum í Garði. En formaðurinn komst af. Þá befir og f.irist núna í norðan- veðrinu vélbáturinn Ingvi frá Isafirði. Vildi það slys til undir Stigahlíð. Mannbjörg varð. Erl. simfregnir Frá fréttaritara isafoldar og Morgunbl. Khöfn 24. nóv. Maximalistar hafa í hyggja að skifta Rússlandi í mörg ríki með lýðveldis- stjórn. Lenin er forseti sam- bandsráðsins. Frá Berlin er símað að rússneski yflrhershöfðing- inn hafi neitað að hlýða skipun ftjórnar Maximal- ista um það að biðja t»jóð- verja um vopnahlé. Orustan hjá Carabrai heldur áfrarn. t»jóðverjar hafa gert gagnáhlaup. Pappírsefua- (Cellulose) verksmiðjurnar í Gefle i Svíþjóð eru brunnar. Ónýttist þar pappírsefni fyrir um 7 miljónir króna. Kaupmannahöfn, 25. nóv. Dukhonin, yflrhershöfð- •ngi Rússa heflr verið haeptur í varðhald fyrír t>að, að vilja eigi semja um vopnahlé við I»,jóð- verja. Maximalistar skora á hersveitirnar að halda áfram samningnum við óvinina. Trotzky ætlar að birta lcyniskjöl bandamanna. Bandamenn neita að viðurkenna nokkra stjórn, sem skipuð er maxima- listum. Bretar gera áhlaup á Cambrai. Fánamálið. Engar áreiðanlegar opin- berar fregnir hafa komið um islenzka fánann og koma eigi fyr en ráð- herrann er kominn tii Reykjavíknr. „Frederiksborg Amts- tidende“ segja að Zahle

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.