Ísafold - 08.12.1917, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.12.1917, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD þótti hann sjálfkjörinn til að veita verkinu forstöðu og sjá um viðhald- ið síðar. Hefir verk þetta komið að hinum beztu notum. — Frá Helli fluttist Sigurður að Selalæk árið 1907, hafði hann keypt þá jörð af erfingj- um sira ísleifs Gíslasonar í Arnar- bæli. Þegar Sigurður kom að jörð- inni var hún í mestu niðurniðslu, túnið i órækt og illa girt og ekkert hús stæðilegt. Hér var því ærið verkefni fyrir höndum. enda byrjaði Sig. á því sama árið sem hann kom, að byggja íbúðarhús úr steinsteypu, stórt og mjög vandað að öllu leyti. Var það víst fyrsta steinsteypuhúsið á Suðurlandsundiriendiuu sem nokk- uð kvæði að. Þótti sumum þetta djarft i ráðist vegna jarðskjálftanna, sem höfðu gengið yfir fyrir n árum, en ekkert hefir séð á húsi þessu eftir þá jarðskjálfta, er síðan hafa komið. Siðan hefir Sig. bygt stór og vönduð peningshús og hlöður, bætt og aukið túnið að miklum mun og þurkað upp engjarnar með vatnsveitusknrð- um. Er allur frágangur á húsum og jarðabótum hinn prýðilegasti og mjög vandlega frá öilu gengið. — Af því sem hér er sagt mætti ætla að Sig. hefði ekki haft mikinn tima til að gefa sig við almennum málum, en svo var þó eigi. Yms trúnaðarstörf hlóðust á hann, þvi allir báru traust til mannsins; þannig var hann mörg ár i hreppsnefnd, stundum oddviti, safnaðarfulltrúi og oddviti sóknar- nefndar var hann mörg ár og mörg fleiri opinber störf voru honum fal- in. — Til opinberra mála lagði Sig- urður margt, voru það einkum bún- aðarmál og hagfræðismál, sem hann ritaði um. Árið 1895 kom út bók eftir hann um búreikninga með nokkrum styrk af Búnaðarfélagi ís- lands og fyrir þremur árum kom út eftir hann ritgerð í Búnaðarritinu um sama efni, og hlaut sú ritgerð verð- laun hjá Búnaðarfélaginu. Um forða- gæzlumálið ritaði hann einnig og samdi reglur um heyásetning fyiir sinn hrepp, sem þóttu mjög nákvæm- ar og hyggilegar. — Árið 1900 sótti Sigurður landbúnaðarsýninguna i Óð- insvé og mun Búnaðarfélag íslands hafa verið hvetjandi til þess. Einu sinni lét hann tilleiðast fyrir ítrekaða áskorun flokksbræðra sinna, að gefa kost á sér til þingmensku, en það varð nú árangurslaust í þessu heima- stjórnarkjördæmi. Með Sigurði er fallinn frá mætur og merkur maður. Heimilisfaðir var hann ágætur, og hinn umhyggjusam- asti maki og faðir. Gestrisni hans var viðbrugðið, hvort sem áttu i hlut æðri eða lægri, kunnugir eða ókunn- ugir, var oft gestkvæmt á Selalæk, enda ávalt alúðarviðtökum að mæta hjá þeim hjónunum. Oll þau ár, sem hann bjó i Helli og á Sælalæk var hann bjargvættur sveitar sinnar, var oft leitað til hans i hörðu vor- unum, þegar ekki vantaði nema hey- mat og eldivið, alt var til hjá Sig- urði og alt velkomið þeim, sem þurftu. Þótti aðgengilegt að leita hjálpar hjá honum, því hún var ávalt veitt með ljúfu geði, og næmum skilningi á tilfinningum þeirra, sem voru upp á aðra komnir. Mega margir sakna Sigurðar að þessu leyti og allir sem hann þektu harma hann sem vandaðan dánumann, sem hygg- inn og hollráðan, sem prúðmenni og sóma héraðsins. Að ytri ásýndum var Sigurður fríður maður, mikill vexti og þrek- vaxinn, enda kraftamaður talinn á yngri árum. Heilsugóður var hann lengst af, en nokkur siðustu árin kendi hann vanheilsu og siðari hluta sumarsins var hann að heita mátti við rúmið. Bar hann veikindin með þreki og stillingu alt til hins síðasta. Börn þeirra hjóna eru Gunnar cand. jur. í Reykjavik, Guðbjörg og Kristín Þuríður heima. Systkyni hans, sem lifa eru þéssu: Jón á Ægisíðu, Skúli á Keldum, Vigfús fyr í Engey, nú í Reykjavík, Guðrún ekkja Filippusar í Gufunesi og Júlía kona síra Ingvars á Skeggjastöðum. 5. 5. Leikhúsið. Enn býður Leikfélag ið upp á Tengdapabba, og þykir fólki svo gaman að honum, að húsfyllir er á hverju kvöldi sem leikið er. Aðal- hlutverkið, sjálfan tengdapabba, leik- ur nú sem fyr Jens Bj Waage, en annars er breytt um leikendur í flestum hlutverkunum. Pumpendahl vfirdómara, sem Andrós heit. Björns- son lék svo snildarlega í hitteðfyrra, er nú falinn Eyjólfi Jónssyni rakara} Hefir hann tekið sér A. B. að fyrir- mynd, og er »eftirmyndin« vel gerð hjá honum, þótt talsvert vanti á, að eins sé góð og »frummyndin«. Um jólin ætlar Leikfélagið að sýna Konungsglímuna, eftir Goð- mund Kamban. Botnvörpungarnir, sem seldir voru Frökkum í sumar, eru nú farnir héð- an. Létu þeir allir í haf á laugar- dagskvöldið. Stigamenska. Einhver grímu- klæddur stigamaður réðst á einn bif- reiðarstjórann, Sæmund Vilhjálmsson, er hann var á leið til Hafnarfjarðar síðastliðið sunnudagskvöld. Heimt- aði hann fé af Sæmundi, en hann kvaðst ekki hafa. Lenti þá í rysk- ingum með þeim, en svo fóru leikar, að Sæmundur fékk greitt þorparan- um vænt högg á vangann með staf og komist leiðar sinnar. þetta ófé- lega athæfi stigamannsins er, sem betur fer, eitt í sinni röð. þyrfti að komast upp og reynir nú á vitsmuni og slægð lögreglunnar. Skipafregn. Danskt seglskip »Doris«, kom hingað snemma í vik- unni eftir 30 daga útivist frá Dan- mörku. J>að hafði meðferðis ýmis- konar varning til kaupmanna. Islands Falk kom hingað á fimtu- dag. Farþegar: Jón Magnússon ráðherra og frú, Gunul. Claessen lækn- ir, Hjalti Jónsson skipstjóri, læknarnir Jón Ólafss. og Þórh. Jóhannesson, með frú, Capt. Trolle, Thostrup vátrygg- ingarmaður, Chr. Nielsen umboðssali, Elías Holm veizlm., Einar Zoega verzlm. Christensen lyfsalasveinn, Zöllner stór- kaupm., Iugvar Olafsson stórkaupm., Jón Björnsson verzlunarstj., Ingólfur Timi og eilffð. Kafli úr ræöu eftir sira Ólaf Ólafsson fríkirkjuprest á 1. sunnud. i Jólaföstu. Lífið í timannm stendur í nánu sambandi við lífið í eilífðinni, þeim sannleika verður ekki hrundið. En þeim sannleika hefir kirkjan stund- um gleymt; það er ein af hennar syndnm. Hvaða líf er það, sem á að vera undirbúningur undir eilifð- ina, ef það er ekki daglega lífið, lifið, sem vér mennirnir lifum á hverjum degi, einn i þessari stétt og stöðu, og annar i hinni? Og hvaða verk og hvaða athafnir eru það, sem eiga að vera undirbúningur undir lífið í eilifðinni, ef það eru ekki at- hafnirnar, verkin og framkvæmdirnar, sem vér innum af hendi i voru dag- lega lífi, hver og einn i sinum verkahring og sinni stöðu? Til þess að afneita sambandinu milli tíma og eilífðar, timanlega lifsins og eilifðar- málanna, þarf annaðhvort mikla ein- feldni, eða þá það, sem er miklu Lakara heldur en öll einfeldri. Það er eftirtakanlegt, að um leið og kristilega kirkjuárið byrjar, þá mætir oss fyrstur allra hin mikla trú- arhetja, postulinn Páll; og hvað er það, sem hann vekur máls á við oss allra fyrst um leið og náðarár Drottins byrjar? Hann talar um, að vér eig- um að þekkja tímann og rísa upp af svefni. Og hvaða tíma skyldum vér þurfa að þekkja, ef það eru ekki tímarnir, sem vér lifum á? Skyldi þekking annara tíma vera nauðsyn- legri en þess tíma, sem hver mað- ur lifir á? Því hvað er tíminn? Tíminn, að því leyti sem hann er góður eða vondur, tíminn er menn- imir, sem i tímanum lifa, mennirnir með sínum athöfnum, siuni breytni og sinum framkvæmdum. Ef menn- irnir eru vitrir og góðir og verk þeirra góð og viturleg, já — þá eru tímarnir góðir, og þá er timinn um leið góður undirbúningur uudir eilífð- ina. Séu mennirnir aftur á móti illir og heimskir, og verk þeirra og athafnir um leið vond og óviturleg, þá eru tímarnir slæmir, þa eru þeir illur undirbúningur undir eilífa lífið. En séu tímarnir á einhvern hátt slæmir og athugaverðir, þá er alt af mál að rísa upp af svefni; að sofa á vondum og hættulegum eða vara- sömum tímum er einlægt háski. Þess vegna á kirkjan einlægt að gera sitt til að vekja menn og halda mönnum vakandi. Kirkjan á ein- laégt að brýna fyrir mönnum, að rannsaka og þekkja tímann, brýna fyrir mönnum, að sofa ekki, ef tím- arnir eru að einhverju leyti slæmir og hættulegir, áminna menn um, að rísa upp af svefninum. Kirkjan má aldrei horfa á það þegjandi, að menn í neinum efnum >fljóti sofandi að feigðarósi*. Tíminn og eilifðin standa i nánu sambandi; enginn hefir brýnt það rækilegar fyrir oss heldur en Drott- inn vor og frelsari Jesós Kristur. Er hann ekki einmitt að brýna það fyrir oss með dæmisögunni um verka- mennina f víngarðinum? Hvað er víngarður Drottins i þeirri dæmisögu rrelsarans annað en sá verkahringur . tímanlegu tilverunni, eða í jarð- neska lífinu, sem hver maður er sett- ur i eftir Guðs og manna lögum? Og eiga ekki allir að vinna í þess- um Drottins víngarði, hver í sinum verkahring? Og eiga ekki allir að vinna með áhuga, með trúmensku, níeð réttu kristilegu hugarfarí? Eiga tuásk ekki ö 1 verkin að vera vel og viturlega af hendileyst, svo að þau réni mönnum til blessunar og Guði til dýrðar? Og er ekki Jesús Kristur einmitt íka að tala um þetta samband milli tíma og eilífðar í dæmisögunni um pundin eða talenturnar? Hvað segir Drottinn sjálfur þar um þjónana, sem vel höfðu farið með pundin sín, með öðrum orðum, sem vel höfðu farið með alt það, sem Drott- inn hafði fengið þeim til meðferðar hér í timanum? Kallar hann sjálfur Jónsson skipstj., Niels Eidesgaard prent- ari, Jakob GuSmundsson (hafnarvarðar) og nokkrir sjómenn. Fálkinn hrepti afskaplega ilt veður í hafi, misti einn bát og aðrir brotn- uðu. Var 11 daga frá Khöfn. Skipstjóri heitir að þessi sinni S. V. Hansen. Messað á morgun í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2 síðd. (síra ÓI. Ól.) Laun hafnarfógeta hafa verið á- kveðin 5000 kr. á ári auk 3% af nettó- tekjum hafnarinnar. útvegurinn. A fundi bæjarstjórn- ar í fyrrakvöld var dýrtíðarnefnd falið að bæta við sig tveim mönnum úr flokki útgerðarmanna og tveim mönnum úr flokki háseta. A hin nýja nefnd að rannsaka hvað hægt er að gera til þess að halda úti skipum í vetur og vor, og leita samvinnu við landsstjórnina í því máli. Islamls Falk fer mjög bráðlega aft- ur til Danmerkur, líklega næstkomandi þriðjudag. Lagarfoss fór frá New York 6. þ' m. árdegis. Söngfél. 17. júní efnir til fyrsta sam8öng8ins á þessum vetri í Báru- búð næ8tkomandi fimtudag. Á söng skránni er að þessu sinni m. a. hið mikla kórverk »Viborg Domkirke« eftrr hið ágæta tónskáld Niels W. Gade. Undir kórinu er leikið á píanó. Enn fremur syngur félagið Landkjending eftir Grieg (einsöngur: Símon þórðarson), frakkneskt eiu- söngslag Le Cor, raddsett fyrir einsöng og kór af Sigfúsi Einarssyni, og syngur Viggó Björns8on einsönginn. f>á býður félagið upp á nýtt lag eftir Jón Norðmaen píanóleikara o. s. frv. Hannes Hafstein bankastjóri hefir verið veikur síðan í þinglok. Hann fer utan nú með Fálkanum sér til heilsubótar og með honum dóttir hans, jungfrú þórunn. ékki þá menn góða og trúa þjóna sem eiga að ganga inn til fagnaðar o friðar hjá herra sÍDum og hús- bónda? Og segir hann ekki, að þeir, sem vel fara einmitt með það, sem þeim er fengið til meðferðar hér í tímanum, þeir eigi góða heim- komu von hjá föðurnum á himnum, verði þar í eilifu lífi settir yfir meira, af því að þeir í tímanum fóru vel með það litið, sem þeim hér I lifi var trúað fyrir? Og segir Drottinn ekki líka, að þeir, sem illa hafa hér í tímanum farið með það, sem þeim var i hendur fengið, þeir eigi dóm fyrir höndum í eilifðinni, af því að þeir voru i þessu lífi illir og ótrúir þjónar? Þanníg, og á marga fleiri vegu, standa timanlegu málin í h nu nánasta sambandi við eilífðar málin eða vora eilifd velferð. Jesús Krist- ur kencir oes sjálfur beint og skírt, að kjör vor í eilífðinni fara einmitt eftir þvi, að miklu leyti, hvernig meðferð tímanlegu hlutanna hefir far- ið oss úr hendi. Það er ein af ávirð- ingum eða syndum kirkjunnar, að rún hefir of oft gleymt þessu sam- bandi milii tímans og eili/ðarinnar, ekki lagt á það þá áherzlu, sem vera átti. Prestarnir hafa að sumu eyti talað í kirkjunum of mikið uppi í skýjunum sem kallað er, stundum af rugsunarl. og gömlum vana. Stundum )vi, að þeir hafa engan viljað styggja; reir hafa verið að reyna að sigla Kanzlaraskiftin þýzku. Harðar sennur í ríkisdeginum. Þingræðið i uppsiglingu. Kaupmannahöfn 15. nóv. Þegar eftir að náðst hafði sam- komulag milli Michaelis kanzlara og meiri hluta flokkanna í ríkisdeginum þýzka um friðarskilmála Þjóðverja, hóf hinn svonefndi alþýzki flokkur ákafa baráttu um alt landið fyrir hern- aðarstefnu sinni, sem var gerandstæð stefnu stjómarinnar og frjilslyndu flokkanna. Alþýzki flokkurinn vildi í engu slaka til eða slá af hinum tyrri kröfum Þjóðveija, og héldu því fram, að það væru hrakleg land- ráð, að semja frið með öðrum skil- yiðum en þeim, að Þjóðverjar hélda Belgíu eða að minsta kosti réðu mestu um stjórn hennar að ófriðar- lokum. Hann á mest megnis ítök sín í yfirstéttunum og meðal her- valdsins og við hirðina er hana sigður mega sín mikils. Hins veg- ar er þorti þjóðarinnar orðinn þreytt- ur á stríðinu og þráir ekkert heitara en lok skorts og skelfinga og heimt- ar frið með hverjum skilmálum sem íáÍSt. Alþýzki flokkuiinn barðist þrek- lega og slægvislega fyrir stefnu sinni.. Ianan hersins hóf hann fortölur og starfsemi hans varð fyrirferðarmeiri og öflugri með degi hverjum og nú sló óhug á frjálslyndu flokkana. í öndverðum októbermánuði kom svo fyrirspurn til kanzlarans út af atferli þeirra. Hún var boriu fram 1 rikisdeginum af jafnaðarmanninum dr. Landsberg og ræða hans vakti feikna athygli. Plann sannaði það- með óhrekjandi rökum, að öll hin pólitiska starfsemi alþýzka flokksins færi fram eftir ráðum og fyrirætlun- um frá hærri stöðum, undir verndí og forustu embættismanna ríkisins- utan hers og innan, að þeir væru lifið og sálin í þessari opinberu bar- áttu gegn stefnu stjórnarinnar og meiri hluta flokkanna, og hann tók. þannig milli skersins og bárunnar, að enginn gæti neitt til sín tekið- af því, sem þeir fóru með á stóln- um. Þeir hafa gleymt því, stundum að minsta kosti, að guðsrikið er og á að vera hér niðri á jörðunni, að> hér á jörðunni eiga menn að búast undir himininn, að allar jarðnesku athafnirnar eru búningur undir lífið f eilífðinni, spillandi undirbúningur, ef athafnirnar eru illar og óviturlegar,, bætandi og blessandi undirbúningur, ef athafnirnar eru góðar og vitur- egar. Af þessari gömlu prédikunarað- l'erð hjá sumum kennim. kirkjunnar, að þora sjaldan að koma í ræðum sínum niður á jörðina, þora ekkií eða hirða ekki um að taka á tím- anlegu hlutunum og mannfélags- meinunum, þó þau lægju fyrir fót- um manna og töluðu hátt um öf- ugt ástand, öfuga breytni og illar afleiðingar, af þessu hefir leitt, að minsta kosti sumstaðar, að söfnuð- irnir hafa alveg gefist upp á að hlusta á prestana, og að kirkjunum sum- staðar út um landið er sjaldan lokið upp hvert kirkjuárið eftir annað, nema á stórhátíðum kristninnar og regar fermd eru, einu sinni á ári, ungmenni safnaðarins. Við skulum athuga þá fyrirmynd- ina, sem fullkomnust er, við skul- um líta á það, hvernig Jesús Krist- ur flutti sjálfur gleðiboðskapinn um< guðsríkið.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.