Ísafold - 15.12.1917, Qupperneq 2
2
ISAFOLD
Árni Eiríksson
1 Heildsala. | TdlS. 265 Og 554. PÓStÖ. 277. I Smásala [
— Vefnaðarvörur, Priónavörur mjög fjölbreyttar. —
Saumavélar með frihjóli
og
5 ára verksmiðjuábyrgð.
Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðir.
Þvotta- og hreinlætisvörur, beztar og ódýrastar,
Tækifærisgjafir.
Austur í blámóöu
fjalla.
Svo heitir nýiitkomin bók eftir
Aðalstein Kristjánsson hér i bænum,
prentuð hjá Ólafi ~Thorgeirssyni,
konsdl, á þykkan og góðan pappir,
skýru og góðu letri, 338 bls. að
stærð, í bláu prýði-laglegu sértins-
bandi, með gyltu íslandskorti og
myndum innan um lesmálið. Frá-
gangur hið ytra allur snotur og bók-
gerð hér vestan hafs fremur til sóma.
Efni bókarinnar kemur þá næst
til athugunar. Það er i fjórum aðal-
köflum. Fyrsti kaflinn hefir að fyr-
irsögn: ^Austur t bldmóðu jjalla og
dregur bókin nafn af honum. Það
er saga af ferð til Islands. Sumarið
1914 ferðast höfundurinn með konu
sinni til íslands og dvaldi þar um
tveggja mánaða tima, frá þvi snemma
í júlí og þangað til siðasta ágdst.
Ferðasaga þessi er að mörgu leyti
góð og laglega saman tekin. Höf-
undurinn er fullur þjóðrækni og ætt-
jarðar-velviidar. Hann tekur það sárt
þegar honum finst eitthvað vera að;
hann fagnar í hvert skifti, sem hann
verður þess var, að eiuhverju hefir
þokað áfram og færst i lag.
Náttdrufegurð íslands kann hann
að meta, og gerir ekki minna dr en
aðrir. Náttdrufegurð landsins og stað-
hættir eru einn hluti sálarlífs hans,
hafa svo fléttast saman við hugsanir
og skilning höfundarins á lífinu, að
það er partur af honum sjálfum.
Þess gerir hann grein í síðasta
kafla bókarinnar: Hví söknum vér
Islands, og álítur, að það sé einmitt
þetta, sem gerir íslenzka menn og
konur ættjarðar-elsk. ísland varpi
þeim fegurðar-ljóma inn í sálir sona
sinna og dætra á æskuárunum, að
myndin verði ógleymanleg og máist
aldrei dr huga.
í ferðasögunni mætti á margt
benda, sem vel er þess vert að at-
huga. Hverjum kafla bókarinnar er
skift niður í smákafla. Ferðasagan
er i 35 smáköflum ólíks efnis eftir
því, sem á stendur. 31. kafli henn-
hefir að fyrirsögn: Framjarir í Eyja-
jjarðar o% Skaqafjarðarsýslum á 14
árum.
Höf. tekur þessar skýrslur til dæm-
is um ástandið í landinu yfirleitt og
mun það ekki vera fjarri sanni. »Það
er nokkurn veginn víst«, segir hann,
»að efnahagur og bdnaðar-framfarir
þola þar fullkomlega samanburð við
það, sem á sér stað í öðrum sýsl-
um. Það eru, ef til vili, ein eða
tvær sýslur, sem eru komnar lengra
í framfaraáttina, en svo munu hinar
sýslurnar verða fleiri, þar sem efna-
hagur bænda er lakari og bdnaðar-
framfarir öllu skemra á veg komnar*.
Gaddavírsgirðingar bendir hann á
sem verulega framför i bdskapnum.
En framfarir í tdnrækt, garðrækt og
hdsagerð finst honúm fremur lítið
um. Að auka framleiðslu, til þess
með aukinni framleiðslu að koma
til leiðar aukning tekja, finst honum
ætti að vera meginregla bdskaparius.
Út af þessu talar höfundarinn um
bankalánin og það sleifarlag, sem
honum finst að verið hafi á þeirn.
Dæmi, sem hann setur til að sýna
hvernig dtlánum hafi verið háttað,
sýnir hve fráleitt fyrirkomulagið var
um tíma. En nd mun því breytt á
hagkvæmari leið og meiri varasemi
viðhöfð. Reynslan er góður kennari,
og afar-heilsusamlegt að reka sig á,
þó blátt verði auga í bili.
Höfundurinn vill að þjóðin Ieiti
sér mentunar miklu meiri en títt er
í hagfræðilegum efnum. Það gengur
rauður þráður gegnum alla bókina
af hagfræðis-athugunnm höfundarius.
Sjálfur hefir hann gerst töiuverður
umsýslumaður, svo hann má djarft
dr flokki tala. Eitt af þvi sem höfund-
urinn metur mest í fari mannanna,
er hið glögga auga, er sér tækifær-
in ónotuð alt i kring og kann að
færa sér þau í nyt.
»Eg hefi þó nokkuð oít kynst
ungum íslendingum. sem hafa skop-
ast að fjármálum og hagfræði. Þeir
væru ekki að hugsa um að verða
rikir. Enginn þarf að skammast sin
fyrir að kynnast þeim fræðigreinum;
æskumaðurinn ætti að kynna sér
hagfræði fyrst af öllu, þegar hann
er kominn til vits og ára. Eg er
þess fullvis, að það mundi lægja
öldurótið á hugsjónahafi okkar ís-
lendinga; loftkastalar okkar mundu
oftar verða reistir á traustem grund-
velli, — fellibyljir ástæðnanna mundu
fá minna afkastað. Hagfræðin ber
öll fyrirtæki á herðum sér eða leið-
ir þau sér viðhlið; hdn er bjartsýn,
drræðasöm, trdrækin, iðin og ástund-
unarsöm og aðalkjarni hennar* er
jafnvægi. Margir draumsjónamenn,
sem bda í loftköstulum og skýja-
borgum, halda að riki hagfræðinn-
ar sé riki myrkursins, en það kem-
ur til af þvi, að hdn hefir aldrei
leitt þá sér við arm. Þó eru öll
fyrirtæki skjólstæðingar hennar*.
Þetta sýnir heilbrigðan og réttan
hugsunarhátt á þessu avæði, og svo
er um flest alt, sem höfundurinn
tekur til athugunar.
Hann er ef til vill einn þeirra,
sem hefir tekur sér óþarflega nærri
ummæli um Vestur-Islendinga í fyr-
irlestri, sem dt kom árið sem leið,
og nefnist Vestan um haj. En fulla
skynsemi virðist það hafa við að
styðjast, sem höf. tekur fram í þvi
sambandi, að annmarkarnir, sem á
eru lífi vor Vestur-íslendinga, eru
að flestu leyti sömu annmarkar og
eiga sé. stað í fari þjóðar vorrar
austan hafs. Er það líka ofur eðli-
legt, þar sem allir eru af sama bergi
brotnir.
Þó við og við kunni að vera talað
um ranghverfuna á þjóðlífi voru, hér
vestan hafs, er það ekki meiri sönn-
un þjóðræknisskorts í fari Vestur-
íslendinga en það er i fari þjóðar
vorrar yfirleitt. Annmarkar þjóðlifs-
ins eru sannarlega ekki látnir liggja
í láginni á íslandi, en eru látnir fá
sinn heilsusamlega dóm. Það er
einmitt þjóðrækni vottur bæði i fari
Austur- og Vestur íslendinga að þeir
gagnrýna eigið þjóðlíf sitt, en ekki
gagnstætt. (Nl.)
Fr. T. Bergmann.
Minnisvarði
Tryggva Gunnarssonar.
Hann var afhjdpaður þ. 12. des.
— á afmæli Skdla fógeta.
Hófst athöfnin með þvi, að sungið
var eftirfarandi kvæði, sem ort hafði
Þorsteinn Gíslason:
Þér vaxi, ísland, vegur, dáðl
Þér vaxi táp og menning!
Og eflist, þjóð vor, alt þitt ráð
við ungra tíma kenning!
Og lifi' og vaxi lof hvers manns,
sem lyftir hug og glæðir,
og elskar mold vors ættarlands
og nnga kvisti græðir!
Með heiðri’ og sæmd hjálands vorslýð
þín lifi minning, Tryggvil
Og blessist alt þitt strit og stríð,
þd starfsins kappi dyggvil
Og sendi drottinn djarfa menn
með dug og vilja sterkum
og framtakshuga Fróni enn,
til framhalds þinum verkum.
Og þegar vorið vermir möik
og vaknar lif í greinum,
og aftur lifna blöð á björk
og blóm í hlé af steinum,
— sem fyrrum enn þau fagni þér
með fyrstu brosum sínum.
Við æfidraum þinn undu hér
í uitagarði þínum.
Þá flutti Sighvatur Bjarnason
bankastjóii afhjdpunarræðuna og fór-
ust honum orð á þessa leið:
Kaupmannafélag Reykjavíkur hefir
leyft sér að biðja ykkur, háttvirtu
herrar, sem etuð hér saman komnir,
að vera viðstadda, þegar minnisvarði
sá, sem hér má líta, af Tryggva
Gunnarssyni, er afhjdpaður og af-
hentur. — Hefir félaginu þótt það
vel við eiga, að velja einmitt þennan
dag til athafnar þessarar, því dagur-
inn í dag er, eins og þið vitið, fæð-
ingardagur Skdla landfógeta Magn-
dssonar, en um þá tvo menn, Skdla
og Tryggva og starfsemi þeirra var
margt likt, sem þó skal ekki farið
dt í að rekja hér. En sammerkt
áttu þeir báðir í því, að vera ágætir
íslendingar og þjóðnýtir menn. —
Tr. Gunnarsson var einn þeirra
manna — því miður alt of fáu —
sem hvert bæjarfélag, hver sveit og
hvert land myndi telja sér sæmd og
nytsemd að eiga sem flesta af. Svo
miklir voru mannkostir hans, atorka
og áhugi á því, að styðja og koma
í framkvæmd ýmsum þeim framfara-
fyrirtækjum, sem hann hugði þjóð
sinni til nytsemdar. — En það hygg
eg þó réttast mælt, að sterkasti og
bezti eiginleiki Tr. G. hafi verið hin
dæmafáa, að eg ekki segi dæmalausa,
ósérplcegni og óeigingirni, sem hann
var gæddur. — Þessi eiginleiki gekk
eins og óslitinn og óslítanlegur þráð-
ur gegnum alt hið margbreytta lífs-
staif hans. — Og margbreytt og
mikið var starf hans vissulega með-
al annars fyrir þennan bæ, þar sem
hann bjó og starfaði síðari hluta æfi
sinnar. — Þarf eg eigi að nefna ann-
að en t. dr þilskipa ábyrgðarfélagið,
ishdsið, »Slipp«-félagið og dýravernd-
unarfélagið, og siðast en ekki sizt
garðinn hérna, sem nd stöndum vér
í, blómgarðinn, sem hann bókstaf-
lega bjó til sjálfur, og sem hanu svo
kaus sér sem hinn hinsta hvílustað.
— í' öllu starfi hans fyrir þennan
bæ lýsti sér óvenju mikið víðsýni,
og viða hafa þegar og viða munu
Jiér eftir sjást merki og menjar um
þýðingarmikil afskifti hans af ýms-
um nytsemdarfyrirtækjum þessa
bæjar.
Hér skal ekki farið dt í starfsemi
Tr. G. í þarfir landsins í heild siuni.
Þessi samkoma er ekki í því skyni
gerð. — En staðurinn, sem við nd
stöndum á, glæðir ósjálfrátt hjá hverj-
um okkar tilfinr.inguna fyrir þvi og
skilninginn á þvi, að svo góður og
nýtur sonur hafi Tr. G. verið landi
sínu og svo mikið starf liggi eftir
hann, að eftir því væri keppandi fyrir
hvern sem til þess bæri gæfu, að
reyna að vera ekki eftirbátur hans.
Svo góð fyrirmynd væri hann þar.
Þá finst mér einnig, að sjálfkrafa
vakni hjá manni óskin um það, að
þeir menn, sem — frá hdsinu hér
við hliðina — eiga um ókominn tíma,
að miklu leyti í öllu falli, að ráða
heill og högum hinnar íslenzku þjóð-
ar, megi jafnan vera gæddir beztu
kostum Tryggva Gunnarssonar, sem
sé sívakandi viðleitni og áhuga á því,
að verða þjóð sinni að liði, ekki ein-
ungis í orði, heldur einnig á borði,
— samfara einstakri óeigingirni og
afneitun eiginhagsmuna.
1 nafni Kaupmacnafélags Rvíkur
leyfi eg mér svo að biðja hina hæst-
virtu forseta alþingis, að veita mót-
töku minnisvarða þeim af Tr. G,
sem nd er afhjdpaður. Er minnis-
varði þessi gjöf frá verzlunarstéttinni
hér í bæ og á að bera vott um þá
virðingu, sem þessi stétt hefir fyrir
starfsemi Tryggva, bæði i þarfir
þessa bæjarfélags og í þarfir alls
landsins. —
Minning Tr. G. mun eigi fyrnast,
hvorki hér í bæ né annarstaðar á
þessu landi meðan kostir þeir og
ágætu eiginleikar, sem mest og bezt
einkendu Tryggva, geymast hjá hinni
islenzku þjóð.
Að lokinni ræðunni svifti Ásgeir
Sigurðsson konsdll blæunni af minn-
isvarðanum, en fyrir hönd alþingis
þakkaði forseti Sam. þings, síra Kr.
Daníelsson, gjöfina og loks var svo
sungið Eldgamla ísafold.
Myndina af Tryggva hefir gert
Ríkharður Jónsson og er hdn mæta-
vel lik. Sjálfur er minnisvarðinn
llkur Matthíasar-varðanum á Ak-
ureyri.
Daoskar vörur til Islands.
Herra ritstjóiil
Eins og þér«kið hefi eg mörgum
sinnum unnið að ísladnsmálum i orði
og verki hér i Danmöiku. Mætti eg
nd i þetta sicn fá leyfi til þess, að
að segja löndum mínum frá aðstoð
þeirri er Danir hafa miðíað íslandi
á þessum erfiðu ófriðarárum. Mér
virðist svo sem almenningur á ís-
landi hafi ekki veitt því eftiitekt,
hversu ísland hefir notið Danmerk-
ur i ófriðarvandræðunum.
Sem dtgerðarstjóri og kaupmaður
hefi eg haft tækifæri til þess að kom-
ast að raun um, hve mikinn stuðn-
ing ísland hefir fengið, og finst
mér það vera báðum aðilum hentast,
að komist verði hjá öllum misskiln-
ingi.
1A undan ójriðnum var það aðal
keppikeflið að fá góða kaupendur að
afurðuin landsins. Siðan ófriðurinn
hójst hafa mestu vandræðin verið
þau, að ná i nauðsynjavörur til Iands-
ins og skip til að flytja þær. — All-
ar þjóðir hafa kept að þvi, að halda
t verzlunarjlota sinn, og það þó eink-
um síðan að ófriðarþjóðirnar hafa
heimtað, að vörur séu að eins flutt-
ar til lands hvers með þeim skipum
einum, er sigla undir verzlunarfána
landsins. Augljóst er, hve mikla þýð-
ingu það hefir haft, að Danastjórn
hefir leyft að flytja heimilisfang skipa
héðan til Islands, og hefir jafnvel
dtvegað íslandi gufuskipið »Sterling«
frá Svíþjóð, er Svíar þó neituðu að
sleppa, unz, að sögn, utanríkisráðu-
neytið gat náð i skipið, með því
móti að Svíar fengju uppbót í dönsk-
um vörum, er annars, í eklunni, hefðu
komið Dönum að liði. —
Af eigin reynslu veit eg, að utan-
tikisráðuneytið hefir góðsfdslega unn-
ið að því, að greiða dr öllum vand-
ræðum okkar islenzku kaupmánn-
anna, er við höfum leitað til þess í
siglinga- og vöruflutninga vandiæð-
unum, er vantað hefir dtflutnings-
leyfi o. a. — og hefir liðsinni þess
venjulega komið að góðu haldi.
Þá ber og að geta þess, að dansk-
ir bankar hafa verið greiðugir á að
ána íslendingum vænar ídlgur fjár
er þurft hafa til skipa- og vörukaupa,
euda þótt ómögulegt hafi verið að
fá pmingalán í dtlöndum með við-
unandi kjörum, og eigi er það smá-
vegis hægðarauki að íslendingar hafa
getað notað sjóvátryggingar danska
rlkisins, er stofnaðar voru i ófriðar-
byijun, til tryggingar fyrir skip og
vörur gegn ófriðarhættu.
Einna helzt ber þó að lita á hvað
Danir hafa gert til þess, til pess að
sjá Islandi jyrir nauðsynlegum vöru-
Jorða.
Ófriðarvandræðin hafa leitt til þess
að danska ríkið hefir orðið að leggja
fram offjár, til þess að almenningur
i Danmörku gæti fengið lifsnauð-
synjar sínar með þolanlegu verði.
T. d. gefur ríkið alþjóð um 50 milj-
ónir (þ. e. um 20 kr. fyrir hvert
mannsbarn) til þess að brauðkorn
fáist ódýrara en annars er unt. Fáir
íslendingar hafa veitt þvi eftirtekt,
að íslendingar hafa fengið hlutdeild
í þessum fjárdtlátum danska ríkisins,
alt eins og Danir sjálfir, þar eð ís-
landi hefir verið látin i té komvara
héðan hinu lága verði, er Danastjórn,
með pessurn stórkostlegu Jjárútlátum,
hefir getað sett á vöruna. —
Að dtvega mjöl frá Ameríku í
staðinn fyrir eina helztu nauðsynja-
vöruna, rúgmjöl, myndi kosta alt að
helmingi meira með ndgildandi verði,
það er því augljóst, að með þessu
móti hafa íslandi sparast miljónir.
Sama er um sykurinn.
Sykurbirgðir Danmerkur gerðu
ekki betur en að hrökkva i sykur-
skamtinn. Samt hefir íslandi verið
miðlað eitthvað 2 miljónum punda
með lága hámarksverðinu daoska,
17 au. pd. af rifnum melis, enda
þótt Danir hefðu getað selt sykur-
inn fyrir margfalt meira verð til
annara landa, t. d. Sviþjóðar. Dana-
stjórn hefði getað grætt yfir */2 milj.
króna á sykrinum, er hdn lét til ís-
lands, og auk þess heimilað sér upp-
bót af Svíurn, í vörum er Dani van-
hagar um. —
Yfirleitt hefir eigi verið neitað
um að flytja neinar danskar vörur
til íslands héðan. Er það hefir kom-
ið fyrir, að dtflutningur hafi verið
afskamtaðar til íslands, veit eg ekki
betur, en Danir hafi þar ekkert at-
kvæði átt um, og það hafi verið ís-